Alþýðublaðið - 06.12.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.12.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ m 0 0 0 $2* 0 0 ENGINN, SEM ANN HEILSU SINNI, notar annað blóðmeðal en F E R S Ó L. Læknir, sem um lengri tíma hafði notað öll járnmeðul handa konu sinni, sá engan bata á henni. Eftir að hafa notað eina flösku af F E R S Ó L var konan mun betri, eftir tvær flöskur var hún nær orðin heil heilsu og eftir 3 flöskur var hún orðin albata. — Látið ekki hjálíða að nota bióðmeðalið FERSÓL 555 0 0 555 JH sem fæst í Laugavegs Apoteki, og flestum öðrum Apo- $j>5 tekum hér á landi. — (Að eins F E R S Ó L ekta)’ 0 Nýtísku kjötbúð. Hér með tilkynnist heiðruðum viðskiftavinum, að 4. des,, flyt eg verzlun mína í hið nýbygða hús, fröken Kristínar Sig- urðardóttur, Laugaveg 20 A. — Virðingarfylst E. Milner. ■^líéqap andinn. Amerisk /andnemasaga. (Framh.) „Þú mátt ekki gleyma því, að eg berst að eins til þess að verja varnarlausar stúlkurnar*', hvíslaði Nathan að Roland. Svo var að sjá, sem hann væri alt í einu orðinn svo blóðþyrstur, að hann réði ekkert við sig. Hann réðist móti rauðskinnanum og braut höfuð hans, eins og það hefði verið úr gleri. Því næst hljóp hann léttur í spori aftur til rúst- anna til þess að sleppa undan kúlum rauðskinnanna, greip hendi hermannsins, þrýsti hana af öllu afli og hrópaði: „Þarna sérðu vinur minn, til hvers þú hefir fengið mig! Ég hefi úthelt manna- blóðil En það var nauðsynlegtl Þorpararnir skulu ekki drepa vesl- ings stúlkurnar og ekki hræra hár á höfði þeirra“. Hreysti hins friðsæla manns var studd af Pardon Færdig og Keisara, sem skutu af byssum sfnum innan úr rústunum. Óvin- irnir, sem héldu að þeir ættu við að minsta kosti átta vopnfæra menn að etja — svo mörg voru skotvopnin — drógu sig f skyndi í hlé og földu sig bak við trjá- boli, steina og runna, og mynd- uðu þannig hring um rústirnar, sem þó var rofinn fram að ánni; en þá leiðina var svo að sjá, sem ekki yrði undankomu auðið. Rauð- skinnar skutu við og við af byss- um sínum og öskruðu ógurlega, ef ske kynni, að þeim tækist að skjóta andstæðingunum skelk í bringuL Annað|slægið skreið einn og einn úr hópi þeirra^ varíega nær rústunum og skaut á bjálka eða]Atrjábol, sem honum sýndist vera maður. En Roland og félag- ar hans höfðu .sest að inni í rúst- unum, sem voru góð vörn, og þó kúlur skillu í kringum þau, hafði þó enginn særst, þar eð myrkrið skýldi þeim. Þau sáu þó öll, að þetta ástand gat ekki ríkt lengi. Heill hópur af hugrökkum rauð- skinnum gat þá og þegar komist óséður inn í kofann einhverstaðar. Ef allur hópurinn, sem Nathan taldi líklegt að væru fimtán til tuttugu, gerðu áhlaup hlaut afíeið- ingin að verða hin sama. Afstað- an var alt annað en glæsileg. Og þó þau nú stæðu af sér hættur næturinnar, biðu þeirra þá ekki ógurleg endalok, þegar dagaði og óvinirnir sæu, hve styrkur þeirra var af skornum skamti? Hvaðan gátu þau vænst hjálpar? |Nathan sagði, að þau væru á hinum af- skektasta stað í skóginum, tólf mílur þaðan, sem landnemarnir hefðu ætlað að taka sér náttstað. Helmingi lengra var til allra ann- ara staða, sem hægt var að vænta hjálpar frá. Ií aupskapur. Til sölu ný föt og fataefni með afskaplega Iágu verði. . — Einnig ágæt ljósmyndavél og 2 vetrar- frakkar, og tvíhleypt byssa — til sýnis á afgreiðslu Alþýðublaðsins. Yerzlunin „YonM selur sykur í heildsölu og með miklutn afslætti í smásölu, danskar kartöfi- ur á 20 kr. pokann, ágætan lauk, afbragðs spaðsaltað kjöt, hangifi kjöt, smjör og flestar aðrar nauð- synlegar vörur. Gerið svo vel og reynið viðskiftin í „Von“. Virðingarfylst. Gannar Sigurðsson. Sími 448. Sími 448, íSttilLa. óskast í vist nú þegar. Uppl. á Rauðarárst. 3 uppi. K aupið A Iþýðublaðið! Ritstjóri og ábyrgðarm&ðar: Ólafur Friðriksion. Prentsmiöjan Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.