Alþýðublaðið - 06.12.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.12.1920, Blaðsíða 1
ublaðið «3 eíiö lit aJ ^lþýðiiilolzlraiiiiii. 1920 Mánudaginn 6. desember. 286 tölubl. Við láum þeim þaö ekki! Einn þáttur hiss margfalda mis- skilnings, er kemur fram hjá auð- valdsblöðunum, gagnvart jafnaðar- stefnuntif, er það, að jafnaðar- menn lái atvinnurekendunum það, *ð þeir skuli reyna að græða peninga. En þetta er hinn mesti misskiln- íngur, Það er langt frá því að við táum hinum einstaka atvinaurek- anda það, þó hann reyni að græða. Við láum honum það ekki, svo íramarlega sem sú gróðavon hans ekki rekur hann til þess, að nota sér gefið tækiíæri til að sprengja 'Jpp lítsnauðsynjar almennings, eða til að skrúfa niður kaup verka- íýðsins, eða ti! að stofna mannslíf- uiH í voða með því að sökkva •skipum. En alt þetta þrent eru þjóðfélagsplæpir, sem lítill munur ,-er gerandi á, því aí þeim öllum .getur hlötist heilsuleysi og líftjón, t>ó þessar aðferðir séu misjafnlega bráðverkandi, og þó þær varði sumpart alls ekki, en sumpart mjög misjafnlega mikið, við lög þau er nú gilda. í sambandi við missilning þenn- an, að við láum atvinnurekendum að þeir vilja græða, er sá mis- skilningur, að við jafnaðarmenn séum að berjast á móti einstökum atvinnurekendum. Slíkt er vitan- lega hin mesta íjarstæða. Við berjumst ekki á móti þeim, nema þegar þeir sem einstaklingar koma ' íram sem talsmenn auðvaldsins, «ða sem endróðursmenn jafnaðar- stefnunnar og verklýðshreyfiagar- iunar. En þá er það heldur ekki 4 móti þeim sem atvinnurekndum að vlð berjumst. Það sem við berjumst á móti -*r sjálft þjóðfélagsfyrirkomulagið f— auðvaldsfyrirkomulagið — sem gefur mönnum kost á því, að nota vinnuafl annara íyrir sig, Við vilj- um að þjóðin eigi sjálf atvinnu- ^yrirtækin og að þeir, sem nota ^innuafl annara — stjórnendur fyrirtækjanna — noti þetta vinnu- afl til hagsmuna fyrir þjóðina, fyrir heildina, en ekki fyrir sjálf- an sig. Það er ofur einfalt mál, að ef þjóðin ætti sjálf framleiðslutækin, en ekki einstakir auðmenn, þá mundi gróðinn af rekstrinum ganga til almennings, en ekki, eins og nú, til þessara einstöku fáu auð- manna. Þeir skilja það vel, auð- mennirnir, að það er úti um hinn mikla arð þeirra, ef þjóðin eignast framleiðslutækin. Þeir skilja að gróðinn mundi þá sumpart renna beint til verklýðsins, sem aukin verkalaun, en sumpart óbeint, sem endurbætur, er hið opinbera mundi Iáta gera: byggja nægar hollar íbúðir, barnaheimili fyrir munaðar- leysingja, gamalmennahæli o. s. frv. Og af-þvf þeir skilja þetta, eru þeir á móti jafnaðarstefnunni. En þeir vita að það þýðir ekk- ert fyrir þá að berjast á móti jafnaðarstefnunni á þeim grund- velli að þeir tapi á því að hún komist í framkvæmd. Ef þeir gerðu það, mundi almenningur strax sjá, að hann grœddi á þvi. Þess vegna láta þeir blöðin sem þeir gefa út til þess að berjast á móti jafnað- arstefnunni og verklýðshreyfing- unni, halda fram þeirri hlægilegu viðbáru, að almenningur mundi tapa á framgangi jafnaðarstefn- unnar, að almenningur mundi fá enn minna í kaup en hann fær nú, ef ekki væru auðmennirnir til þess að hirða gróðann af fyrir- tækjunum fyrir sjálfa sig. Þetta er hlægileg viðbára, en hlægilegra en að koma með hana er þó það, að ennþá skuli vera fjöldi verka- fólks, sem trúir þessu. Trúir því að það mundi enga vinnu fá, ef ekki væru auðmennirnir til þess að „veita" vinnuna, og skilja ekki að auðurinn, sem atvinnurekend- urnir hafa keypt framleiðslutækin fyrir, er' mestmegnis beinlinis eign E.s. GUIIfoss fer héðan á miðvikudag 8. desember kl. 5 síðd. Hér með tilkynníst vinum og vandamönnum, að f ósturdóttír okfc- ar elskuleg, Sigriður G. M. Guð» jónsdóttir, andaðist 3, des, Jarðarfönn ákveðin siðar. Óðinsgötu 32. Sigriður Kristjánsdóttir. Simon Simonarson. þjöðarinnar, þar eð það n»est- megois er lánsfé sem atvinnurek- endurnir nota: fé sem almenning- ur Iánar bönkunum (sparisjóðsfé) en þeir aftur atvinnurekendum, opinberir sjóðir, sem standa i bönkunum, og seðlar, sem bank- arnir gefa út, sem er lán tekið hjá þjóðinni. En þó við láum ekki atvinnu- rekendum það, að þeir vilji gæða* þá láum við þeim hluta af verk- Iýðnum, sem ennþá er svo skiln- ingsdaufur að hann hefst ekki handa, til þess að breyta þjóðfélaginu þann- Ig að það verði þjóðin, sem hafi á- góðan af viti sfnu og striti, e» ekki einstakir, fáir auðmenn. Og við láum öllum þeim milH- stéttarmönnum, sem hnýtir sér aftan f auðmannaklfkuna til þess að dansa þar pólitískan halarófu- tústepp eftir málpípublæstri auð- valdsins, sjálfum sér til skammar, en til athlægis fyrir auðvaldið. Við láum þeim að þeir skuli ekki sjá sinn eigin hag. Sjá að hana er að vera verklýðsins megin. Að hagur þeirra og þjóðarinnar fer saman, en ekki hagur þeirra ©e auðmannanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.