Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 C 7
BÖRINIOG UNGLINGAR
Lilja best hjá þeim yngstu
Morgunblaðið/ívar
SIGURSVEIT KR, frá vlnstri: ívar ívarsson, Garpur Ingvars-
son, Jón Hrafn Baldursson, sveitarforlngl, Jökull Ingvarsson,
Jakob Maríasson og Benjamín Árnason.
Sniðglíma Jóns tryggði sigur
A-sveit KR sigraði í flokki 10-12
ára drengja Sveitaglímu ís-
lands sem fram fór í íþróttahúsinu
á Laugarvatni síðastliðinn laugar-
dag. Þijár sveitir tóku þátt í þessum
flokki, tvær frá KR og ein frá
HSK. A-sveit KR mætti HSK í úr-
slitum og eftir að báðar sveitir
höfðu teflt fram sínum mönnum var
staðan jöfn, hvor sveit hafði hlotið
tólf og hálfan vinning. Þurftu því
sveitaforingjarnir að reyna með sér
til úrslita og þar hafði Jón Hrafn
Baldursson, sveitaforingi KR, bet-
ur. „Fljótlega í glímunni reyndi
hann að lyfta mér upp en ég var
snöggur og svaraði með sniðglímu
og hann féll við,“ sagði Jón sigur-
reifur í viðtali við Morgunblaðið.
Þar með var sigurinn í höfn.
HSK lagði síðan B-sveit KR og
A-sveit KR lagði síðan B-sveitina.
VEL á annað hundrað börn og
unglingar tóku þátt í aldurs-
flokkameistaramóti íslands í
fimleikum í Laugardalshöll á
laugardaginn. Meirihluti þeirra
voru stúlkur og sumar að taka
þátt í móti í fyrsta skipti. Að
þessu sinni var öllum skyldu-
æfingum sleppt og einvörð-
ungu keppt ífrjálsum æfingum.
Lilja Erlendsdóttir, Gerplu,
sigraði örugglega í saman-
lagðri keppni yngstu stúlkna.
Jóhanna Sigmundsdóttir í
flokki 13-15 ára og íslands-
meistarinn Nína Björg Magn-
úsdóttir bar fyrirhaf narlftið sig-
ur úr býtum í elsta flokki.
órir Arnar Garðarsson, Ár-
manni, sigraði með yfirburðum
í piltaflokki, hlaut 47,450 stig sam-
tals, en næstur hon-
um hinn efnilegi
Viktor Kristmanns-
son, Gerplu, með
41,800 stig. Þórir
sigraði í þremur greinum af fimm.
Ólafur Örn Ólafsson, Gerplu, hafði
einnig nokkra yfirburði í drengja-
flokki, hlaut samtals 49,85 í einkunn
en næstir honum komu Ármenning-
arnir Daði Hannesson og Birgir
Björnsson.
Fjórar úr Stjömunni
„Mér gekk ágætlega nema í gólf-
æfingunum," sagði íris Svavarsdótt-
ir, 11 ára, þar sem hún fylgdist með
keppninni ásamt stöllum sínum úr
Stjörnunni, Steinu Dröfn Snorra-
dóttur, 12 ára, Huldu Þorbjörnsdótt-
ur, 12 ára, og Inam Rakel Yasin,
12 ára. „Ég á bara eftir að gera
æfingar á tvíslánni og kvíði þeim
svolítið þar sem ég er ekki aiveg
örugg,“ sagði Hulda, en var að öðru
leyti hress með sinn hlut. Þær stúik-
ur sögðust hafa æft fimleika í fimm
til sex ár. „Fimleikar eru erfiðir, en
um leið skemmtilegir, það getur ver-
ið gaman að fást við eitthvað nýtt
og erfitt,“ sögðu þær aðspurðar um
hvort ekki væri erfitt að æfa fim-
leika. íris sagðist hafa keppt nokkr-
um sinnum áður á móti, en Hulda
og Inam voru að taka þátt í móti í
fyrsta skipti í fijálsum æfingum.
„Við erum einu keppendurnir frá
Stjörnunni á þessu móti en það er
talsverður hópur sem æfír fimleika
hjá félaginu,“ sögðu stúlkurnar og
voru þar með roknar til að reyna
við síðustu þrautirnar.
Meistaramót Keflavíkur
Níu stúlkur frá Fimleikadeild
Keflavíkur voru meðal keppenda en
mótið var um leið meistaramót deild-
arinnar. Einni þeirra, Ragnhildi S.
ívar
Benediktsson
skrifar
Morgunblaðið/ívar
STJÖRIMUSTÚLKURNAR frá vlnstrl: Stelna Dröfn Snorradóttir, Hulda Þorbjörnsdóttir, írls Svav-
arsdóttir og Inam Rakel Yasln.
Jónsdóttur, tókst að næla sér í gull-
verðlaun í stúlknaflokki í æfingum
á jafnvægisslá og silfurverðlaun í
gólfæfingum og Freyja Sigurðar-
dóttir fékk brons í stökki í sama
flokki. Morgunblaðið hitti Hilmu
Sigurðardóttur, 15 ára, Ragnhildi
Ósk Árnadóttur, 13 ára, Ástu Sigurl-
ín Tryggvadóttur, 13 ára, Ragnhildi
verðlaunahafa, 15 ára, og Helgu
Auðunsdóttur, 13 ára, þar sem þær
voru að bíða eftir að næsta grein
hæfist. Helga og Ásta voru ekki að
fara að keppa svo þær gáfu sér smá
tíma fyrir spjall. Þær voru sammála
um að það væri gaman í fimleikum,
en Helga hefur æft í átta ár og Ásta
í átta ár. Helga hafði tognað á ökkla
og hafði þar af leiðandi ekki tekið
þátt í stökki. „Þess vegna hefði mér
getað gengið betur ef meiðslin hefðu
ekki komið til,“ sagði hún. „Mér
hefði mátt hafa gengið betur en ég
á eftir að gera æfingar á slá og það
er aldrei að vita nema að allt gangi
upp,“ sagði Ásta. „Okkur vantar
betri aðstöðu fyrir fimleika í Kefla-
vík. Við æfum í íþróttahúsinu en það
fer mikill tími í að stilla upp tækjun-
um fyrir æfingar óg taka saman að
æfingu lokinrii. Þess vegna notum
við þetta mót sem innanfélagsmót.
Þær sögðu nokkurn áhuga vera fyr-
ir fimleikum í sínum heimabæ, eh
hann mætti vera meiri og lítið væri
um stráka. „Þeir fara flestir í körfu-
bolta eða fótbolta."
ÞESSAR stúlkur voru aö fara í upphltun fyrlr næstu grein
sem var æfingar á jafnvægisslá, frá vlnstri: Jenný Magnús-
dóttir, Björk, Tinna Þórðardóttir, Björk, Erla Karen Magnús-
dóttir, Björk og Hugrún Halldórsdóttir, Gerplu.
HLUTI fimleikahópsins frá Keflavík, frá vlnstri: Hilma Slgurð-
ardóttir, Ragnhlldur Ósk Árnadóttir, Ásta S. Tryggvadóttir,
Ragnhildur S. Jónsdóttlr, Helga Auðunsdöttir og Hlín Árna-
dóttir, þjálfari.
Sigur á Skotum
UNGLINGALANDSLIÐ kvenna í
körfuknattleik lék um nýliðna helgi
þijá landsleiki á Qögurra landa rnóti
á írlandi. íslensku stúlkurnar sigr-
uðu þær skosku en urðu að lúta í
lægra haldi fyrir írsku fljóðunum og
þeim ensku og höfnuðu í þriðja sæti
mótsins sem Englendingar unnu og
írar höfnuðu í öðru sæti.
Fyrsti leikurinn var gegn Eng-
lendingum og að loknum venjulegum
leiktíma var jafnt 49:49, og þurfti
því að framlengja. í framlenging-
unni voru ensku stúlkurnar sterkari
og gerðu tólf stig gegn fjórum og
sigruðu 61:53. Staðan í hálfleik var
33:25 íslendingum í vil. Erla Þor-
steinsdóttir skoraði flest stig ís-
lenska liðsins, 15, Erla Reynisdóttir
11, Alda Jónsdóttir 9, Hildur Ólafs-
dóttir 6, Kristín Þórarinsdóttir 6 og
Þóra Bjarnadóttir, 2.
ísienska liðið hafði nokkra yfír-
burði í viðureign sinni gegn Skotum
og hafði fimmtán stiga forystu í
hálfleik 36:21 og að leikslokum
53:42. Nöfnumar Erla Reynisdóttir
og Þorsteinsdóttir gerðu flest stig
íslenska liðsins, 14 hvor, Kristín
Þórarinsdóttir kom þeim næst með
8, Alda Jónsdóttir skoraði 5, Júlia
Jörgensen 5, Georgía Kristiansen
2, Þóra Bjarnadóttir 2, Pálína Gunn-
arsdóttir 2, Hildur Ólafsdóttir 1.
Síðasti leikur islensku stúlknanna
var gegn heimastúlkum. Leikurinn
var jafn og var íslenska liðið fjórum
stigum yfír í hálfleik, 31:27, en varð
að gefa eftir er á leið og bíta í það
súra epli að tapa með fimm stiga
mun, 57:52. Stigin skoruðu Erla
Reynisdóttir 11, Alda Jónsdóttir 10,
Hildur Óiafsdóttir 9, Erla Þorsteins-
dóttir 8, Kristín Þórarinsdóttir 6,
Pálína Gunnarsdóttir 4, Aníta
Sveinsdóttir 2, Þóra Bjamadóttir 2.
ÚRSLIT
Fimleikar
Aldursflokkamót íslands
Stúlkur 16-17 ára
Stökk:
Nína Björg Magnúsdóttir, Björk......9,300
Elva Rut Jónsdóttir, Björk..........9,150
Elín Gunnlaugsdóttir, Ármanni.......8,950
Slá:
Elín Gunnlaugsdóttir, Áramnni.......9,000
Nína Björg Magnúsdóttir, Björk......8,700
Hildur Einarsdóttir, Björk..........8,650
Tvíslá:
Nína Björg Magnúsdóttir, Björk......8,900
Elva Rut Jónsdóttir, Björk..........8,825
Þórey Elísdóttir....................8,650
Gólfæfingar:
Nína Björg Magnúsdóttir, Björk......8,950
Elín Gunnlaugsdóttir, Ármanni.......8,675
Elva Rut Jónsdóttir, Björk..........8,425
Samanlagt:
Nína Björg Magnúsdóttir, Björk.....35,850
Elva Rut Jónsdóttir, Björk.........34,925
Elín Gunnlaugsdóttir, Ármanni......34,125
Stúlkur 13-15 ára:
Stökk:
Jóhanna Sigmundsdóttir, Ármanni.....9,000
Helena Kristinsdóttir, Gerplu.......8,800
Freyja Sígurðardóttir, FK...........8,550
Slá:
Ragnhildur Jónsdóttir, FK...........8,750
Jóhanna Sigmundsdóttir, Ármanni.....8,500
Lilja Erla Jónsdóttir, Ármanni......8,500
Gólfæfingar:
Jóhanna Sigmundsdóttir, Ármanni.....8,700
Ragnhildur Jónsdóttir, FK...........8,375
Saskia Schalch, Gerplu..............8,350
Tvíslá:
Jóhanna Sigmundsdóttir, Ármanni.....8,650
Helena Kristinsdóttir, Gerplu.......8,450
Hlín Benediktsdóttir, Björk.........8,000
Samanlagt:
Jóhanna Sigmundsdóttir, Ármanni.....34,85
Helena Kristinsdóttir, Gerplu.......33,43
Saskia Schalch, Gerplu..............32,70
Stúlkur 12 ára og yngri:
Stökk:
Lilja Erlendsdóttir, Gerplu.........9,000
Eva Þrastardóttir, Björk............8,650
Inga Rós Gunnarsdóttir, Gerplu......8,200
Slá:
Lilja Erlendsdóttir, Gerplu.........8,525
HrefnaÞ. Hákonardóttir, Ármanni.....8,350
Bergþóra Einarsdóttir, Ármanni......7,650
Tvíslá:
Lilja Erlendsdóttir, Gerplu.........7,300
Eva Þrastardóttir, Björk............6,500
íris Svavarsdóttir, Stjörnunni......6,400
Gólfæfingar:
Lilja Erlendsdóttir, Gerplu.........8,525
Bergþóra Einarsdóttir, Ármanni......8,450
íris Svavarsdóttir, Stjörnunni......8,200
Samanlagt:
Lilja Erlendsdóttir, Gerplu.........33,35
Hrefna Þ. Hákonardóttir, Ármanni....30,40
Bergþóra Einarsdóttir, Ármanni......30,35
Piltar 16-17 ára:
Gólfæfingar:
Dýri Kristjánsson, Gerplu...........8,750
Jón T. Sæmundsson, Gerplu...........8,700
Daði Hannesson, Ármanni.............8,550
Bogahestur:
Jóhannes N. Sigurðsson, Ármanni.....8,050
JónT. Sæmundsson, Gerplu............7,950
Ómar Örn Ólafsson, Gerplu...........7,770
Hringir:
JóhannesN. Sigurðsson, Ármanni......9,100
Jón T. Sæmundsson, Gerplu...........8,550
Axel Ólafur Þórhannesson, Gerplu....8,300
Stökk:
Jón T. Sæmundsson, Gerplu...........8,600
Jóhannes N. Sæmundsson, Ármanni ...8,400
ÓmarÖrn Ólafsson, Gerplu............8,300
Dýri Kristjánssoon, Gerplu..........8,300
Tvislá:
Ómar Öm Ólafsson, Gerplu............8,550
JóhannesN. Sigurðsson, Ármanni......8,500
Jón Trausti Sæmundsson, Gerplu......8,000
Svifrá:
Ómar Öm Ólafsson, Gerplu..........8,650
Jón T. Sæmundsson, Gerplu.........8,250
Jóhannes N. Sigurðsson, Ármanni...7,550
Samanlagt:
Jón T. Sæmundsson, Gerplu.........50,05
Jóhannes N. Sigurðsson, Ármanni...50,05
Ómar Örn Ólafsson, Gerplu.........49,85
Daði Hannesson, Ármanni...........44,40
Birgir Björnsson, Ármanni.........43,10
Piltaflokkur 13-15 ára:
Bogahestur:
Þórir A. Garðarson, Ármanni.......7,750
Amar Vilbergsson, Gerplu..........5,800
Steinn Finnbogason, Gerplu........5,650
Hringir:
Þórir A. Garðarsson, Ármanni......8,000
Viktor Kristmannasson, Gerplu.....6,350
GunnarThorarensen, Ármanni........5,900
Tvíslá:
Viktor Kristmannsson, Gerplu......8,450
Þórir A. Garðarson, Ármanni.......8,000
ÁsgeirÞór Jónsson, Gerplu.........5,750
Gólfæfingar:
ViktorKristmannsson, Gerplu.......8,100
Þórir A. Garðarsson, Ármanni......8,000
GunnarThorarensen, Ármanni........7,850
Svifrá:
Þórir A. Garðarson, Ármanni.......7,900
Amar Vilbergsson, Gerplu..........6,000
Viktor Kristmannsson, Gerplu......5,850
Stökk:
ÁsgeirÞór Jónsson, Gerplu.........8,000
Gunnar Thorarensen; Ármanni.......7,950
Þórir A. Garðarson, Ármanni.......7,800
Arnar Vilbergsson, Gerplu.........7,800
Samanlagt:
Þórir A. Garðarson, Ármanni......47,450
Viktor Kristmannsson, Gerplu.....41,800
Steinn Finnbogason, Gerplu.........37,850