Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 4
jttffrgmilriteMfe HANDKNATTLEIKUR Vigdís lokadi markinu Baráttuglaðar Haukastúlkur ekki í vandræðum með Stjörnuna og tryggðu sér oddaleik Morgunblaðið/Knstmn AUÐUR Hermannsdóttir skoraftl flmm mörk fyrlr Hauka í gærkvöldi þegar Hafnfirftingar unnu Stjörnuna og tryggftu sér hreinan úrslitaleik. Hér brýst Auftur framhjá Margrétl Theódórsdótt- ur, Stjörnunni, og Judit Eztergal fylgist grannt með. KNATTSPYRNA PSGIoks íúrslitin Carsten Jancker skoraði tvívegis þegar Rapid Vín rúllaði yfir Feyenoord VIGDÍS Sigurðardóttir, mark- vörður Hauka, lék aðalhlutverk- ið á fjölum íþróttahússins við Strandgötu í gærkvöldi þegar Haukar og Stjarnan reyndu með sér (fjórða úrslitaleik liðanna um íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í handknattleik. Félagar Vigdísar spiluðu einnig stóra rullu f öruggum 24:16 sigri á deildar- og bikarmeisturunum úr Garðabæ en gleðihljómsveit- in úr Vestamannaeyjum, Stalla- Hú, lék undir og skapaði frá- bæra stemmningu f húsinu. Á laugardaginn verður sfðan end- anlega skorið úr um hvort liðið hampar bikarnum, en þá mæt- ast þau í hreinum úrslitaleik, í Ásgarði f Garðabæ. Varnarleikurinn var í hávegum hafður í upphafi leiks og jafn- ræði með liðum fyrstu tuttugu mín- ■■■■■■ úturnar og stapan Stefán 7:6, Haukum í' vil. Stefánsson Þá kom daufur kafli skrifar hjá Garðbæingum, sérstaklega í sókn- inni, þegar þeir misstu boltann tví- vegis og skutu í stöng en á meðan gerðu Hafnfirðingar þijú mörk og staðan því orðin 10:6. Þetta bil reyndist gestunum erfitt að brúa og eftir hlé juku heimamenn enn á for- ystuna, sem aftur hleypti enn meiri gleði í leik þeirra og ekki skemmdi fyrir þegar Vigdís varði tvö vítaköst. Stjarnan breytti í 5-1 vörn til að freista þess að trufla sóknarleik Hauka en það gekk ekki eftir og átta marka sigur var staðreynd. „Það var ólýsanlega gaman að vinna í kvöld og svona leikir bæta upp alla þá vondu í vetur,“ sagði Vigdís markvörður, en hún varði 20 skot og þar af tvö vítaköst. „Ef allt smellur saman hjá stelpunum smellur allt saman hjá mér líka og þá vinnur okkur enginn. Það æsti okkur bara meira upp þegar við sáum að Herdís ætlaði að spila með þeim og við vild- um sýna að það var ekki bara fjar- vera hennar, sem færði okkur sigur í Garðabænum á þriðjudaginn. Við höfðum sjálfar mjög gaman af þessu og á laugardaginn verður síðan enn meiri skemmtun," bætti hún við. Haukar eru komnir á flug, en lið- ið lék ekki vel í fyrstu tveimur úrslita- leikjunum. Eftir þá leiki grunaði eflaust fáa að það kæmi til fimmta leiks. Síðan sjálfstraustið komst í lag hjá Haukastúlkum, hafa þær sýnt að Islandsmeistaratitillinn er alls ekki bara draumur - hann gæti orð- ið að veruleika. Liðið hefur líkamleg- an styrk umfram Stjömustúlkur og miklu meiri leikgleði, sem á stóran þátt í árangrinum. Allar léku stúlk- urnar góða vörn og í sókninni er Judit Eztergal lykilmaður. Auður Hermannsdóttir lék fyrst í stað hægra megin fyrir utan en þegar hún færði sig yfir á vinstri vænginn, fór hún fyrst að skipta máli í sókninni. „Ég hef ekki hugmynd um hvað er að hjá okkur en það er eins og við þolum ekki að vera undir,“ sagði Guðný Gunnsteinsdóttir fyrirliði Garðbæinga. „Við erum að spila undir getu. Baráttuna hefur vantað eftir að við misstum Herdísi og við höfum ekki náð okkur á strik aftur. En nú höfum við engu að tapa, það er ekki oft sem við fáum þrjú tæki- færi til að sigra og ef okkur tekst það ekki á laugardaginn, þá erum við ekki bestar." Stjörnustúlkur voru alls ekki sann- færandi í gærkvöldi, baráttuandinn gufaði upp þegar á móti blés. Hið jákvæða í leik Stjörnunnar var að vörnin náði ágætlega saman á köfl- um og Ragnheiður Stephensen gerði ágæt mörk þegar henni tókst að sleppa úr strangri gæslu varnar- manna Hauka. að verða Rapid Vin og Paris St. Germain sem leika til úr- slita í Evrópukeppni bikarhafa þann 8. maí í Brussel. Rapid Vín vann Feyenoord 3:0 í gærkvöldi og þar gerði Carsten Jancker tvö mörk, það fyrra eftir aðeins tvær mínút- ur, og svo lagði hann upp þriðja markið. Hann skoraði einnig jöfn- unarmark liðsins í fyrri leiknum sem fram fór í Hollandi og má því með sanni segja að hann hafi reynst Feyenoord erfiður. „Leikmenn mín- ir léku mjög vel og Feyenoord átti enga mörguleika, sértaklega ekki í síðari hálfleiknum, þá voru leik- menn liðsins gjörsamlega búnir,“ sagði Ernst Dokupil þjálfari Rapid eftir sigurinn. „Það telja allir PSG sigurstrang- legra í úrslitaleiknum og það kemur okkur til góða. Ég hlakka mikið til að leika i Brussel," sagði Peter Sröger varnaijaxl hjá Rapid. Það var enginn stórleikur sem lið PSG og Deportivo sýndu í París í gær. Spánverjar byijuðu þó betur og áttu skalla í slá eftir níu mínút- ur. Eftir það voru þeir hættulitlir og leikmenn PSG léku af mikilli varkárni, minnugir þess að liðið h'efur tapað í undanúrslitum síðustu þrjú árin. Fá marktækifæri sáust, enda margir leikmanna Deportivo meiddir og Frakkarnir náðu að halda Brasilíumanninum Bebeto utan við allt spil spænska liðsins. Það var Patrice Loko sem gerði eina mark leiksins á 58. mínútu. Það dugði og 44.000 áhorfendur á Parc des Princes leikvellinum sungu hástöfum „Viva Espana". „Þetta er sögulegur dagur fyrir félagið. Það er aðeins 25 ára gam- allt og þegar komið í úrslit Evrópu- keppninnar. Ég gæti ekki -verið ánægðari," sagði Luis Fernandez þjálfari PSG en bætti því við að leikurinn sem slíkur hafi ekki verið neitt sérstakur. F0l_K ■ STALLA-HÚ, gleðihljómsveitin sem fylgir Eyjaliðunum, mætti í Haukabúningum á áhorfendapall- ana í Hafnarfirði í gærkvöldi og skapaði mjög skemmtilega stemmn- ingu í húsinu - ekki sist vegna þess hve Haukum gekk vel. ■ HUÓMSVEITAKMEÐLIMIR buðust til að spila fyrir Hauka og launa Garðbæingum lambið gráa fyrir að leyfa þeim ekki að spila undir í íþróttahúsinu í Garðabæ þeg- ar Eyjastúlkur léku gegn Stjörn- unni í undanúrslitunum. ■ FORRÁÐAMENN Hauka segja að Stalla-Hú muni fýlgja Haukum í Garðabæinn en það er undir Garðbæingum komið hvort þeir setji húsreglur til höfuðs þeim. ■ HERDÍS Sigurbergsdóttir, leik- maður Stjörnunnar er handarbrotin og átti að fara í uppskurð á miðviku- daginn. Hún er búinn að fresta hon- um til mánudags og ætlar að spila með á laugardaginn. Lokahóf handbolta- manna LOKAHÓF handknattleiks- manna, karla- og kvennaliða úr öllum deildum, verður haldið á Iaugardaginn í íþróttamiðstöðinni á Sel- tjarnarnesi. Grótta sér um hátiðina og eru miðar til sölu hjá félaginu (faxnúmer 561-1136) og HSÍ (faxnúmer 568-9829). Auk leikmanna eru allir áhugamenn og stuðnings- menn félaganna velkomnir. Haukar-Stjarnan 24:16 íþróttahúsið við Strandgötu, fjórði leikur í úrslitum 1. deildar kvenna í handknattleik, fimmtudaginn 18. apríl 1996. Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 4:4, 6:4, 10:6, 11.7,12:8,14:8,18:13, 21:13, 23:16, 24:16. Mörk Hauka: Judit Eztergal 7, Auður Hermannsdóttir 5, Hulda Bjarnadóttir 4, Heiðrún Karlsdóttir 3, Harpa Melsted 3/1, Kristín Konráðsdóttir 1, Rúna Lísa Þráins- dóttir 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 20/2 (þar af 5 til mótheija). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Herdís Sigurbergsdótt- ir 3, Ragnheiður Stephensen 3, Sigrún Másdóttir 3, Guðný Gunnsteinsdóttir 2, Margrét Vilhjálmsdóttir 2, Nína K. Björns- dóttir 1, Inga FVíða Tryggvadóttir 1, Rut Steinsen 1. Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 5 (þar af 2 til mótheija), Sðley Halldórsdóttir 5 (þar af 2 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson voru góðir. Áhorfendur: Rúmlega 800 í fullu húsi og vel með á nótunum. Knattspyrna Reykjavíkurmótið A-deild: Valur-Fram.......................2:0 Arnljótur Davíðsson, Geir Brynjólfsson. Evrópukeppni bikarhafa Vín, Austurríki: Rapid Vín - Feyenoord........;...3:0 Carsten Jancker (2., 32.), Christian Stumpf (34.). ■Rapid Vín vann samtals 4:1. París, Frakklandi: PSG - Deportivo Coruna..............1:0 Patrice Loko (58.). ■PSG vann samtals 2:0. Sviss Basle - Grasshoppers............. „0:2 Neuchatel - Servette...............1:1 Sion - Aarau.......................2:0 St Gallen - Lucerne................1:0 Staðan: Grasshoppers..........8 5 3 0 16:3 40 Sion..................8 5 0 3 12:8 36 Neuchatel............8 4 2 2 12:9 35 Aarau.................8 4 3 1 14:8 29 Luceme...............7 2 1 4 10: 8 27 Servette.............8 1 5 2 12:11 22 St-Gallen............8 1 2 5 2:21 þ9 Basle................7 0 2 5 4:14 17 Urslitakeppnin í handknattleik kvenna Fjórði leikur liðanna' í úrslitakeppninni, ieikinn í Hafnarfirði fimmtudaginn 18. apríl 1996 Haukar Stjarnan Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % 12 26 46 F.h 8 25 32 12 28 43 S.h 8 28 29 24 54 44 Alls 16 53 30 SOKNARNYTING Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Horn Lína Vfti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.