Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 C 5 Mesta gróskan í sjávarútvegi VELTA Plast- prents hefur aukist um hálf- an milljarð frá 1989 og var í fyrra 940 milljónir. Mesta gróskan er í framleiðslu tengdri sjávarútvegi og var hún um 35% af veltu fyrirtækisins í fyrra. Aukin áhersla verður lögð á útflutning í framtíðinni og er stefnan að útflutningur verði um 10% af veltu fyrirtækisins um aldamótin. Velta Plastprents aukist um hálfan milljarð á sjö árum í anddyrinu á Plastprentshúsinu verður fyrst fyrir manni Pokahorn- ið, sem er fréttapoki fyrirtækisins. Aftan á nýjasta tölupoka má lesa allt um afkomu síðasta árs og fram- an á honum eru sex myndir af fólki sem er með framleiðslu Plastprents í höndunum. „Það sýnir breyttar áherslur fyrirtækisins að á myndun- um er fólkið í fyrirrúmi,“ segir Jó- hann Jón ísleifsson, sölustjóri sjáv- arútvegs. „Við erum að opna okkur og koma meira fram fyrir augu neyt- enda. Það hefur verið gífurlegur vöxtur í fyrirtækinu undanfarin tuttugu ár, en'hinn almenni neyt- andi þekkir ekki fyrirtækið vegna þess að það hefur að mestu verið á fyrirtækjamarkaðnum.“ Jóhann er þarna að skírskota til þess að nýlega voru í fyrsta skipti boðin út hlutabréf í Plastprenti og seldust þau upp á skömmum tíma. Hann segir að þróunin hafi verið alveg gífurlega hröð síðustu árin. Prentverkið hafi færst að stórum hluta yfir í sex lita gæðaprentun og þá hafi fullvinnsla hérlendis auk- ist til muna. Umbúðirnar eru söluhvatning „íslendingar erum ennþá að miklu leyti hráefnisframleiðendur fyrir fyrirtæki erlendis," segir hann. „En þetta er að breytast. Þessi verk- efni eru að flytjast til landsins. Við gerum núna meira af því að fram- leiða hráefni, fullvinna það og senda það tilbúið á markað. Þannig munu málin þróast í framtíðinni og í því skyni höfum við gert breytingar á söludeildinni til að styrkja þetta viðhorf. Þá eru umbúðirnar notaðar sem söluhvatning." í þessum töluðum orðum kemur Ottó Þormar, sölustjóri útflutnings, inn í herbergið og blandar sér í umræðurnar: „Það hefur ekki síður aukist að menn séu að pakka hér undir erlendum vörumerkjum. Fyr- irtæki erlendis eru farin að sjá sér hag í því að láta búa umbúðirnar til hér heima. Ég held að það komi fyrst og fremst til vegna gæða og þjónustu. Það eru þau skilaboð sem við fáum.“ Jóhann segir að aukningin sé fyrst og fremst í sjávarútveginum. Hún komi mest i gegnum samninga sem söluaðilar í sjávarútvegi geri erlendis: „Það virðist vera hags- munamál fyrir sölusamtökin að láta vinnu varðandi uppsetningu á verk- inu fara fram hérlendis. Ef til vill er það vegna þess að það er mikið skárra að eiga það mann við mann milli húsa ef vandræði koma upp en að þeytast á milli landa. Einnig er Plastprent fyllilega samkeppnis- fært hvað varðar gæði og verð.“ „Það skiptir sjálfsagt líka máli að við erum fjórar til fímm vikur með hvert verkefni á meðan það tíðkast erlendis að það taki sex til tíu vikur,“ segir Ottó. Aukin áhersla á útflutning Aukin áhersla hefur verið lögð á útflutning hjá Plastprenti undanfar- ið og nýlega var stofnuð útflutn- ingsdeild sem hefur skilað ágætum árangri. Það lýsir sér m.a. í því að ardalshöll alveg frá upphafi,“ segir Ottó. Hann bætir við að Plastprent verði einnig með kynningu á fram- leiðslu Sinni í Brussel og Bremen á næstunni. „Það er engin spurning að þetta skilar árangri," segir hann. „Við ætlum umfram allt að byggja á sterkum heimamarkaði, en framtíðarsýn fyrirtækisins er útflutningur. í því felst líka kynning á fyrirtækinu. Menn sjá að þetta er fyrirtæki með metnað sem er fyllilega samkeppnisfært við sams konar fyrirtæki erlendis." Jóhann segir lítinn vafa leika á að íslendingar muni sífellt flytja út meira og meira af fullunnum sjávar- afurðum í framtíðinni, hvort sem það verði í sérskornum bitum, tilbúnum réttum eða einhveiju öðru formi. „Maður sér fyrir sér að smærri fisksölufyrirtæki hérlendis geri meira af því að framleiða fyrir þau stærri sem klári að pakka vörunni í endanlegar umbúðir. Þróunin hef- ur verið sú að mörg fiskvinnslufyrir- tæki eru að vélvæðast og fara á neytendamarkaðinn. Sjö fisk- vinnslufyrirtæki hafa t.d. komið sér upp pökkunarverksmiðju, ætla að klára dæmið og fá þannig meira út úr vörunni." Ottó segir að mikið sé upp úr NÝJASTI tölupoki af Pokahorninu með fréttum af afkomu Plastprents í fyrra. eru fyrirtækin að flytja gífurlega vinnu hingað," segir hann. Fjárfestingar fyrir vel á annað hundrað milljónir Ýmsar nýjungar eru í sjónmáli hjá Plastprenti. Ný átta lita prent- vél verður prufukeyrð á Ítalíu í desember og sett upp í verksmiðj- unni í janúar 1997. Einnig er verið að festa kaup á fjölhæfri pokavél sem kemur til landsins í september og að öllum líkindum verður keypt ný filmublástursvél síðla árs 1997. „Þetta eru miklar og stórar fjárfest- ingar fyrir fyrirtæki eins og Piast- prent,“ segir Ottó. „Þetta eru fjárfestingar fyrir vel á annað hundrað milljónir,“ bætir Jóhann við. „Það hefur gífurlega möguleika í för með sér í aukinni Morgunblaðið/Halldór JÓHANN Jón ísleifsson og Ottó Þormar við sýnishorn af framleiðslu Plastprents. heildarútflutningur í fyrra nam 15 milljónum króna, en nú stefnir í að sá árangur verði jafnaður unl mitt þetta ár. „Við höfum verið með kynningu á sjávarútvegssýningunum í Laug- því að hafa að framleiða í sibreyti- legar umbúðir. Þannig fáist stöðug- leiki í vinnslu, gerðir séu samningar til lengri tíma og fyrirtækin nýti það hráefni sem þau séu með. „Með því að framleiða umbúðir hér heima þjónustu við viðskiptavini og kallar á jafnari gæði og skemmri af- greiðslutima. Þetta þýðir einnig að við getum brugðist vel við flestum tilboðum, alveg sama í hveiju þau felast.“ Ottó segir að það séu t.d. ekki margar prentsmiðjur í Evrópu sem eigi átta lita prentvél. Það komi til með að verða mikið stökk fram á við fyrir íslenskan markað. „Við sjáum fyrir okkur mikla möguleika í útflutningi," segir hann. „Við verðum skrefinu framar en mjög margar sambærilegar verk- smiðjur í Evrópu. Einnig höfum við verið að styrkja allt sem kemur að prentþættinum. Við höfum keypt nýja vél til þess að gera prent- myndamót og tölvuvætt okkur bet- ur. Það má segja að framtíðin snú- ist um að gera prentuninni eins góð skil og frekast er kostur. Hún mun snúast um hágæðaprentun í mörg- um litum.“ Stórir samnlngar við fyrirtæki í Suður-Af ríku „Við ætlum ekki að fara með nein- um látum í útflutning, en sjáum fyrir okkur mikla möguleika með þessum fjárfestingum," segir Ottó. „Við tókum þátt í sýningu í Suður- Afriku nýlega og það er vonandi að skila sér mjög ríkulega inn um þessar mundir.“ Hann segir að það skýrist á næstu dögum. Búið hafi verið að komast að samkomulagi, en þá hefði orðið stór gengisfelling í Suð- ur-Afríku sem hefði sett allt í bið- stöðu. „Við erum með mjög stóra samninga sem við fengum sam- þykkta í mars,“ segir hann. „Umboðsmaðurinn kemur um helgina og verður hér í viku. Þá verður virkilega kafað ofan í málin. Þetta eru í raun stærri samningar en við ráðum við. Við treystum okkur aðeins til að anna hluta af þeim. Við höfum ekki áhuga á að fara í of stóra samninga og verða þar með háðir einum aðila.“ Ottó segir að samið hafi verið við tvö fyrirtæki. Hjá öðru fyritæk- inu anni Plastprent 10% af fram- leiðslunni, en hjá hinu anni það 15%. „Annars er mest áhersla lögð á Bretlandsmarkað,“ segir hann. „Þar erum við að stíga okkar fyrstu skref. í fyrra fluttum við þangað út fyrir um 15 milljónir sem er ágætt miðað við að við höfum verið að prófa okkur áfram.“ Óánægja með hlutdeild Islendinga LÝST var yfir sérstakri óánægju með hlutdeild ís- lendinga í karfaveiðum á Reykjanes- hrygg á fundi Félags úthafsútgerða sem haldinn var 17. apríl síðastlið- inn. „Eðlileg hlutdeild íslendinga miðað við það heildaraflamagn, sem ákveðið var, hefði átt að vera a.m.k. 60 þúsund tonn, en ekki 45 þúsund tonn, eins og samið var um,“ segir í ályktun fundarins. Félag úthafsútgerða ályktar um samkomulagið á Reykjaneshrygg Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞAÐ var þungt hljóðið í mönnum á fundi Félags úthafsútgerða. „Það eru mikil vonbrigði, að LÍÚ skyldi taka þátt í og leggja blessun sína yfir svo slaka samningsniður- stöðu, sem leiðir til rúmlega 5 þús- und tonna minni afla en Evrópusam- bandið gerði tillögu um sem hlut íslands. Fundurinn álítur að samn- ingur þessi hafi verið of dýru verði keyptur með tilliti til þess að Græn- land og Færeyjar fengu 40 þúsund tonn í sinn hlut. Það er ljóst að ísland hefur ekki fengið strandríkisrétt sinn metinn eða veiðireynslu. Skorar fundurinn á stjórnvöld að einbeita sér að þvi, að í næstu samningum um skiptingu aflaheimilda til karfaveiða á Reykja- neshrygg verði hagsmuna íslend- inga betur gætt og hlutdeild þeirra aukin frá því sem samið hefur verið um fyrir árið 1996.“ Efast um lagastoð reglugerðar Jafnframt lýsti fundurinn yfir undrun sinni á nýsettri reglugerð sjávarútvegsráðherra um stjórn veiða í Síldarsmugunni á yfirstand- andi ári. Nær öruggt mætti telja að ráðherra hefði ekki lagaheimild til setningar slíkrar reglugerðar til veiða á alþjóðlegu hafsvæði, sem engir milliríkjasamningar hefðu ver- ið gerðir um, hvað þá til að tak- marka veiðar þar við þau íslensku skip sem veiðileyfi hefðu innan ís- lenskrar fiskveiðilögsögu. „Skilyrði um ráðherraleyfi til veiða íslenskra skipa á úthafmu eru ennfremur í andstöðu við ákvæði 87. gr. Hafréttarsáttmála Samein- uðu þjóðanna um frelsi til veiða á Úthafinu," segir ennfremur í álykt- uninni. „Að því er varðar tilraunir til samninga um veiðar í Síldar- smugunni væntir fundurinn þess að íslensk stjórnvöld haldi fast á hags- munum Islendinga og hviki hvergi fyrir viðleitni annarra þjóða til yfir- gangs á þessu hafsvæði. Helstl vaxtarbroddurinn Að lokum sagði í ályktun fundar- ins að úthafsveiðar væru nú helsti vaxtarbroddur íslensks sjávarútvegs og sá vaxtarbroddur fengi ekki að dafna nema með athafnafrelsi. ís- lendingar ættu að beina kröftum sínum að sem stærstum hlut íslands í úthafsveiðum og forðast átök um innbyrðis skiptingu. íslendingar ættu að láta framtak og útsjónarsemi útgerðarmanna og skipstjórnarmanna ráða hlut hvers og eins, ekki skömmtun og úthlutun stjórnvalda. Afskipti framkvæmda- valds og löggjafa af úthafsveiðimál- um ættu fyrst og fremst að felast í stuðningi við sókn útvegsmanna á fjarlæg mið til stóraukinnar tekju- öflunar fyrir þjóðarbúið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.