Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 8
r ggm ANOC- fundur í Reykjavík KNATTSPYRNA Sunderiand sýnir áhuga á að kaupa LárusOrra Stoke ekki talið láta hann fara fyrir minna en 70 milljónir Lárus Orri Sigurðsson hefur staðið sig frábærlega með Stoke að undanförnu, gengi liðs- ins hefur ekki verið betra í tíu ár. Blöð í Englandi segja að vel- gengni Stoke sé tveimur mönnum að þakka - Lárusi Orra, sem sé sem klettur í vöminni og Mike Sheron, sem hefur verið iðinn við að skora. Lárus Orri var valinn maður leiksins þegar Stoke náði jafn- tefli gegn Sunderland á Roker Park um sl. helgi. Leikurinn var sýnur beint í ITV-sjónvarpstöð- inni, þar sem Ian St. John, fyrrum leikmaður Liverpool, lýsti leikn- um og fór lofsamlegum orðum um Lárus Orra - sagði hann stór- kostlegan leikmann. Peter Reid, fyrrum leikmaður hjá Everton, sem er knattspyrnu- stjóri hjá Sunderland, hefur mik- inn hug á að fá Láms Orra til liðs við sig, til að styrkja liðið fyrir keppnina í úrvalsdeildinni næsta keppnistímabil. Stoke er einnig að keppa um sæti í úrvalsdeildinni, ef liðið nær ekki sæti þar, er talið að Stoke myndi láta Láms Orra fara, ef gott tilboð kæmi í hann; tilboð sem væri ekki undir 700 þús. pundum, eða rúmlega 70 millj. ísl. kr. Danir þykja til alls líklegir Júgóslavar með í alþjóða móti eftir fjögurra ára hlé - sigruðu Færeyinga EVRÓPUKEPPNI landsliða í knattspyrnu verður í Englandi í júní og eru liðin á fullu í undir- búningi fyrir keppnina en 12 af 16 liðum voru f sviðsljósinu i gærkvöldi. Evrópumeistarar Dana eru til alls líklegir í úrslitakeppni Evrópu- mótsins þar sem þeir leika í d-riðli ásamt Króatíu, Portúgal og Tyrk- landi. Danir léku æfingaleik við Skota í Kaupmannahöfn í gærkvöldi og unnu 2:0 en Laudrupbræðurnir, Michael hjá Real Madrid og Brian hjá Glasgow Rangers, gerðu hvor sitt markið. Markvörðurinn Peter Schmeichel átti einnig stóran þátt í sigrinum en hann varði tvisvar meistaralega á fyrstu fímm mínút- unum. „Við höfum takmarkaða hæfileika og eigum enga leikmenn í líkingu við Laudrup-bræðurna,“ sagði Craig Brown, landsliðsþjálfari Skota, en Skotar eru í a-riðli með Englendingum, Svisslendingum og Hollendingum. Viorel Moldovan gerði þijú mörk á 13 mínútum þegar Rúmenía vann Georgíu 5:0. Rúmenar fóru á kostum og sýndu að 1:0 tapið í æfingaleik gegn Júgóslövum ekki alls fyrir löngu þvælist ekki fyrir þeim 1 Eng- landi. Slóvakía og Búlgaría gerðu markalaust jafntefli og sömu úrslit urðu í leik Norðmanna og Spánveija í Ósló. Jurgen Klinsmann lék 82. lands- leik sinn og gerði 35. mark sitt fyrir Þýskaland, sem vann Holland 1:0. Klinsmann skoraði úr vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik en Andreas Köpke varði víti frá Hollendingnum Dennis Bergkamp stundarfjórðungi síðar. Englendingar óðu í færum England og Króatía gerðu marka- laust jafntefli á Wembley að við- stöddum 33.000 áhorfendum. Marij- an Mrmic, markvörður gestanna, hafði nóg að gera og kom í veg fyr- ir að heimamenn fögnuðu sigri. Englendingar léku með þijá í öft- ustu vörn og fimm á miðjunni og gafst leikaðferðin æ betur eftir því sem leið á leikinn en engu að síður gekk erfiðlega að komast í gegnum þétta vörn Króata. Þetta var fyrsti ■■■ r ; 'r'Z’H", ■// /'v: Reuter DEJAN Savicevic, leikmaður Júgóslavíu, gerði tvö fyrstu mörkin í HM-ielknum gegn Færeyjum í Belgrad i gærkvöldi. Hér er hann með knöttinn í leiknum í baráttu við Jan Dam. FUNDUR framkvæmda- stjómar ANOC, Heimssam- bands Ólympíunefnda, verður haldinn í Reykjavík 2. júní á næsta ári, í tengslum við Smáþjóðaleika Evrópu. Ólympíunefnd íslands hefur borist bréf frá Mexíkóbúanum Mario Vazquez Rana, forseta samtakanna, sem kom einmitt hingað til lands I fyrra, þar sem hann þiggur boð Olymp- íunefndar íslands um að halda fundinn. „Þetta em mjög ánægjuleg tíðindi. ísland verður einn af miðpunktunum í starfi Ólympíuhreyfingarinnar í heiminum árið 1997. Hingað koma allir helstu forystu- menn Ólympíuhreyfingarinn- ar í heimsálfunum fimm, þar á meðal forsetar álfusamtak- anna,“ sagði Júlíus Hafstein, formaður Ólympíunefndar Is- lands, í gær. „Tveir svona fundir era haldnir á þessu ári, sá fyrri í Sun City fyrir stuttu og svo annar í Mexíkó í haust, en aðeins einn fundur verður á næsta ári. Það er slegist um að halda þessa fundi, þannig að ég tel það mikla viðurkenningu fyrir Ólympíunefnd íslands og okk- ar starf að fundurinn verði hér á næsta ári,“ sagði Júlíus. Formaðurinn sagði einnig í gær að Juan Antonio Samar- anch, forseti alþjóða Ólympíu- nefndarinnar, sem verður hér á ANOC-fundinum, hefði sam- þykkt að verða annar tveggja verndara Smáþjóðleikanna á næsta ári. Hinn verndari þeirra verður væntanlegur forseti íslands. Hurst fær loks boltann GEOFF Hurst fær á næstunni að gjöf knöttinn sem notaður var er hann skoraði þijú mörk fyrir England í úrslitaleik heimsmeistarakeppninn- ar í knattspymu gegn Þjóðveijum - þrjátíu árum eftir að leikurinn fór fram, 1966. Þýska knattspyrnutímaritið Total Football hóf leit að boltanum, en einn þýsku ieikmannanna, Helmut Haller tók hann eftir að flautað var til leiks- loka á sínum tíma. Haller, sem er 56 ára og rekur veitingastað í Augsburg, sagði að boltinn hefði horfið nokkrum vikum eftir úrslitaleikinn, þegar hann leyfði verslanaeigendum í borginni að hafa hann til sýnis í búðum þeirra. landsleikur þjóðanna í knattspyrnu og greinilegt að Króatar ætluðu sér ekki að tapa. Þeir léku skynsamlega og af varfærni en áttu líka færi. Það besta kom eftir sex mínútur þegar Robert Prosinecki lauk skemmtilegri sókn fjögurra manna með skoti af um 25 metra færi en boltinn smaug rétt yfir slána. Englendingar fengu nokkur góð marktækifæri. Robbie Fowler, sem fékk eldskírnina með landsliðinu í mars þegar hann kom inn á í æfinga- leik gegn mars, var í byijunarliðinu í öðrum landsleik sínum og skoraði um miðjan fyrri hálfleik en markið var ekki dæmt gilt þar sem Shering- ham hafði áður brotið á markverði Króata. Sex mínútum síðar kom fyr- irliðinn David Platt boltanum í netið en var réttilega dæmdur rangstæð- ur. Hann var aftur á ferðinni skömmu fyrir hlé en Mrmic varði vel. Fowler skaut yfir úr góðu færi um miðjan seinni hálfleik og skömmu síðar skaut Steve McManaman í stöng, Sheringham fékk boltann en hitti ekki á markið úr opnu færi. „Við lékum mjög vel gegn frábæru liði,“ sagði Terry Venables, landsliðs- þjálfari Englands, sem gerði engar breytingar á liði sínu. „Við fengum fimm mjög góð marktækifæri og hefðum átt að skora úr að minnsta kosti tveimur þeirra en ég er líka ánægður með varnarleikinn." Þrír leikir í HM Þrír leikir fóru fram í riðlakeppni HM. Júgóslavía vann Færeyjar 3:1 í 6. riðli og gerði Dejan Savicevic fyrstu tvö mörk leiksins í Belgrad. Makedónía fékk Liechtenstein í heimsókn og vann 3:0 en Island er með þeim í 8. riðli. Þá vann Grikk- land Slóveníu 1:0 í 1. riðli. FRJALSIÞROTTIR Vésteinnerá leiðinni til ÍR Vésteinn Hafsteinsson, íslands- meistari í kringlukastij hefur ákveðið að ganga til liðs við ÍR-inga fyrir komandi keppnistímabil, en hann er fæddur og uppalinn á Sel- fossi og hefur alla tíð keppt fyrir HSK, fyrir utan tvö ár sem hann var með KA á Akureyri fyrir tæpum tveimur áratugum. Vésteinn keppir því fyrir ÍR í sum- ar og er ákveðinn í að flytjast alkom- inn til íslands í haust, eftir að hafa tekið þátt í Ólympíuleikunum í Atl- anta. Þá tekur hann við þjálfun kast- ara hjá ÍR, kemur einnig til með að sjá um lyftingaæfíngar allra fijáls- íþróttamanna félagsins og vinna að útbreiðslustarfi á vegum fijáls- íþróttadeildarinnar. Þess má geta að Þráinn Hafsteins- son, bróðir Vésteins og fyrrum félagi úr HSK, er þjálfari hjá ÍR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.