Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 D 3 Smíða f rumgerð íslensks sportbíls Gunnar E. Bjamason og Theo- dór H. Sighvatsson eru að smíða frumgerð tveggja sæta íslensks sportbíls, sem þeir kalla Adrenal- ín. Gunnlaugur Rögnvalds- son hitti þá félaga. GUNNAR og Theodór smíðuðu grindina úr prófílstáli, sem ger- ir bílinn léttan og sterkan. Mbl/Gunnlaugur FRAMENDINN er aðeins til í frauðplasti, enn sem komið er. Lögun hans skiptir miklu máli upp á útlit, vindmótsstöðu og þar með aksturseiginleika. TVEIR íslenskir bílaáhugamenn eru langt komnir með smíði á frum- gerð sportbíls, sem þeir vilja koma á markað hérlendis undir merki fyrirtækisins Gleðibílar hf. Þeir Gunnar E. Bjarnason og Theodór H. Sighvatsson hönnuðu tveggja sæta sportbíl, sem er byggður úr prófílstáli og áli. Bíða þeir nú eftir svari frá Iðntæknistofnun um styrk til að geta lokið verkinu, sem hefur kostað nokkurra mánaða smíða- vinnu, mikla hugmyndavinnu og talsvert fé. Hugmyndin að bílnum fæddist þegar þeir félagar voru að vinna í bílkross keppnisbíl Gunnars. Theodór kvartaði yfir því að eiga ekki almennilegan bíl og lagði Gunnar þá til að þeir smíðuðu sér tvo sportbíla. Nú er afraksturinn að líta dagsins ljós. Þeir telja bflana vel heppnaða og vilja markaðssetja þá hérlendis fáist samþykki þeirra sem ráða, m.a. bifreiðaeftirlitsins og fleiri opinberra aðila. Erf itt að f inna íslenskt naf n „Við áttum heitar samræður um frumskrefin. Ég er alinn upp í 8 cylindra geiranum og vildi stóra vél, en Gunnar vildi léttari 4 cylindra vél. Útkoman varð sú að smíða prufu eintökin með 6 cylindra vél, fara milliveginn“, sagði Theodór í samtali við Morg- unblaðið. „Síðan var enn meiri hausverkur að finna nafn á bílinn. Það mátti ekki gerast að hægt yrði að snúa mætti útúr heitinu eða að grín yrði gert að því. Það er erfitt að finna íslenskt orð sem er þjált, en útkom- an varð Adrenalín. Mér finnst það segja allt sem segja þarf um það hvað bfllinn á að færa eigendum sínum,“ sagði Gunnar. Þeir félagar notast við ýmsa hluti úr notuðum bílum í framgerð- ir bílanna, en verði af framleiðslu verða allir hlutir nýir. Björgunarfé- lagið Vaka og A’ðalpartasalan hafa veitt þeim stuðning með ýmsum hlutum í stýrisbúnaði og fjöðrun, sem allir voru sandblásnir og yfir- famir fyrir notkun. Skipt var um legur og gúmmí í þeim öllum. Þá lagði réttingarverkstæði Bjarna Gunnarssonar þeim lið með aðstöðu til smíðavinnu og Bílastjarnan málaði yfirbygginguna, sem er úr áli. „Sumir telja þessa hugmynd okkar fráleita, en við getum þetta alveg eins og erlendir aðilar. Oflug keppnistæki hafa verið smíðuð hér- lendis, þannig að þekkingin er víða til staðar. Við teljum að markaður sé fyrir hendi hérlendis, en við eig- um eftir að fá úr því skorið hvaða skatta og gjöld við verðum að greiða. Við sleppum þessu bara ef þetta verður einhver skattpíning. En líklega mun bíll af þessu tagi með 1400 cc, allt að 125 hestafla Ford vél kosta um 1,2 milljónir, tilbúinn á götuna,“ sagði Gunnar. Gætum vel aö öryggi Fleiri vélar verða á boðstólum, en grunngerðin á að skila bílnum úr kyrrstöðu í hundrað á rúmum sex sekúndum. Hefbundinn GTi bíll er 8-9 sekúndur í sama hraða. Hönnun bílsins á að þola 3-400 hestafla vél og tilheyrandi upptak. Möguleiki er að fá aflmiklar Volvo og Renault vélar sem passa vel í vélarsalinn og henta vel sökum létt- leika. Einnig hentar t.d. 2.8 V6 Chevrolet vél ágætlega eða jafnvel stærri vélar. Grunngerð bílsins vegur um 700 kíló. „Við gætum vel að öryggi öku- manna. Á bakvið ökumann og í gólfi er 2,5 mm þykk álplata, límd og hnoðuð og öll grindin er soðin með þríhyrninga uppbyggingu sem gefur mikinn styrk. Fram- og afturhluti eiga að krumpast við árekstur, eins og í venjulegum bíl- um. Þá verða ökumaður og far- þegi með sex punkta öryggisbelti, sem er mun öruggara en hefð- bundin bílbelti. Veltibogi er líka fyrir aftan ökumannsrýmið", sagði Theodór. Theodór og Gunnar eyddu mikl- um tíma til að finna út hentugustu afstöðu stýrisbúnaðar og fjöðrun- ar, sem er stillanleg á þijá vegu að aftan. Þeir hefðu viljað smíða spyrnur eftir eigin hugviti, en bíða með það ef af framleiðslunni verð- ur, notast við Saab 900 spyrnur að framan og að aftan Volvo hás- ing, spyrnur og gormar. Dempar- anna munu þeir velja þegar öll þyngd er kominn í bílinn, vél, gír- kassi og drif. Hæð undir lægst punkt verður 15 sentimetrar, sem hentar íslenskum aðstæðum vel. Áhugasamir kaupendur bíöa „Hönnun fjöðrunarinnar og af- staða hennar er gífurlega mikil- væg, svo aflið fari ekki bara í spól. Við erum ekkert að finna upp hjól- ið, höfum stuðst við ýmsar fræðibækur og útfært hlutina eftir eigin hugmyndum. Vissulega er margt sem við myndum vilja breyta í dag, en það gerist þá bara í fram- leiðslubílunum. Við eigum eftir að skerpa útlitið og klára framendann. Hann er mikilvægur og við ætlum að gæta þess að bíll- inn verði ekki eins og aðrir sam- bærilegir bílar. Að mörgu leyti er okkar bíll sterkari en sambærilegir bílar og við treystum honum full- komnlega í árekstrarprófun erlend- is ef því er að skipta", sagði Theo- dór. Nú þegar eru aðilar sem hafa áhuga á að kaupa bíla af þeim Theodóri og Gunnari. „Þeir vilja sjá afraksturinn en bíða spenntir. Bíladella íslendinga er mikil og ég held að markaðurinn bjóði upp á talsverða sölu. Það er kominn tími á eitthvað nýtt á göturnar og það er ekki verra að það sé, íslenskt. Sérútbúnir jeppar hafa sannað sig hérlendis, því skyldu íslenskir bílar ekki gera það líka,“ sagði Gunnar. ÞANNIG er hugmyndin að Adrenal- ín bíllinn líti út. Enn er eftir að útfæra framendann fullkomlega. Vindskeið aftan á bílnum verður stillanleg. Alþjóðlega bílasýningin í New York REKSTURSKOSTNAÐUR BIFREIÐA 1996 Útreikningar FÍB miðast við nýja bifreið, árgerð 1996 Verðflokkur (kr) 1.050.000 1.050.000 1.350.000 1.350.000 2.000.000 2.000.000 Þyngd (kg) 850 850 1050 1050 1300 1300 Eyösia (1/100 km) 8 8 9 9 11 11 Tryggingaflokkur 1 1 2 2 3 3 Eignarár 5 3 5 3 5 3 Aksturáári(km) 15000 30000 15000 30000 15000 30000 A: Kostnaðurvec na notkun ar Bensín (72 kr/l) 86400 172800 97200 194400 118800 237600 Viðhald og viðgerðir 53000 75000 61000 89500 79000 109000 Hjólbarðar 21000 30500 21500 31500 27000 41000 Kostnaður á ári 160400 278300 179700 315400 224800 376300 Kostnaður á km 10,69 9,28 11,98 10,51 14,99 12,54 B: Tryggingar, skí ittar og sk oðun Tryggingar 72000 72000 86200 86200 94500 94500 Skattar og skoðun 11100 10900 13500 13300 18700 18500 Kostnaður á ári 83100 82900 99700 99500 113200 113000 Kostnaður á km 5,54 2,76 6,65 3,32 7,55 3,77 A+B á km 16,23 12,04 18,63 13,83 22,53 16,31 C: Bílastæðiogþ rif Bílastæðakostnaður 5700 5700 5700 5700 5700 5700 Þrif, FÍB o.fl. 12600,331 13699,812 12600,331 13699,812 12600,331 13699,812 Kostnaður á ári 18300,331 19399,812 18300,331 19399,812 18300,331 19399,812 Kostnaður á km 1,2200221 0,6466604 1,2200221 0,6466604 1,2200221 0,6466604 A+B+C á km 17,453355 12,68666 19,846689 14,47666 23,753355 16,95666 D: Verðrýrnun Verðrýrnun/ári (%) 9,5 12,2 9,6 12,6 9,6 11,8 Verðrýrnun/ári (kr) 99750 128100 129600 170100 192000 236000 Kostnaður á km 6,65 4,27 8,64 5,67 12,80 7,87 A+B+C+D á km 24,103355 16,95666 28,486689 20,14666 36,553355 24,823327 E: Fjármagnskos tnaður Vaxtakostnaður 6% 48037,5 51471 61560 65691 91200 98760 Kostnaður á km 3,2025 1,7157 4,104 2,1897 6,08 3,292 Samtals heildarkc istnaður - 1 ár Heildarkostn. á ári 409587,83 560170,81 488860,33 670090,81 639500,33 843459,81 Heildarkostn. á km 27,305855 18,67236 32,590689 22,33636 42,633355 28,115327 BIFREIÐAKOSTNAÐUR 1996 SAMKYÆMT UTREIKNINGUM FIB 410-843 þúsund krónur kostur uð eigu og reku bíl KOSTNAÐUR við rekstur og eign fólks- bifreiðar miðað við eitt ár. Við útreikn- ingana er stuðst við þijá verðflokka nýrra bifreiða, árgerð 1996, sem annars vegar er ekið 15.000 km og hins vegar 30.000 km á ári. Endurnýjun bifreiðarinnar miðast við árlegan akstur þ.e. eftir 5 ár miðað við 15.000 km á ári og eftir 3 ár miðað við 30.000 km á ári. Eldsneytiseyðsla, viðhald, skattar, tryggingar, verðmætatap og vextir eru grunnur þessara kostnaðarreikninga. Hver og einn getur notað töfluna til viðmiðunar varðandi reksturskostnað eigin bifreiðar og fært inn í þar til gerð- an dálk (eigin bifreið). Með því að sleppa verðmætarýrnuninni og ijármagnskostn- aðinum getur hver bíleigandi séð við hvaða útgjöldum má búast næstu mán- uðina. Útreikningarnir styðjast við meðaltöl þannig að ekki er hægt að búast við hárnákvæmum niðurstöðum í einstök- um tilvikum. Ákveðin fylgni er á milli vissra útgjaldaliða, sem tengjast verði og stærð bifreiða, það er bensínkostnað- ar, trygginga, viðhalds og verðrýrnun- ar. Þetta gerir bifreiðaeigendum kleift að glöggva sig á reksturskostnaði eigin bifreiðar. Það sem vegur þyngst í bifreiðakostn: aðinum er kostnaður vegna notkunar (A) og verðrýrnunar (D). Það er mögulegt að hafa áhrif á vægi þessara útgjaldaliða t.d. með því að kaupa lítinn og eyðslu- grannan bíl, reyna að sinna hluta við- halds sjálfur og hafa endursöluverð í huga við kaup á nýjum bíl. FÍB félagar njóta margvíslegra afslátta af þjónustu og rekstrarvörum vegna bifreiðaeignar sinnar og geta í mörgum tilfellum lækk* að bifreiðakostnað sinn verulega. Forsendur útreikninganna Bensínverðið er haft fast 72 kr/ltr. Þessi liður er breytilegur og ræðst af þróun bensínverðs á heimsmarkaði, bensíntegund og landfræðilegri stað- setningu. Bíleigendur sem eru að reikna út kostnað vegna eigin bíls færa inn það bensínverð sem þeir borga. Olíufé- lögin eru hætt að selja 92 oktan bensín sem var ódýrast og við það hefur meðal- verð bensíns hækkað hér á landi. Val neytenda varðandi þjónustustig og verð- lagningu hefur aukist á helstu þéttbýlis- stöðunum með tilkomu sjálfsafgreislu- stöðva, þar sem bíleigendur geta fengið ódýrara bensín gegn því að dæla sjálf- ir. Hugsanlega mun bensín hækka enn frekar á næstunni vegna þróunar á heimsmarkaði og ákvörðunar Irving ol- fufélagsins að hefja ekki starfsemi hér á landi. Opinberir skattar eru yfir 70% af útsöluverði hvers bensínlítra. Viðhald og viðgerðir er meðaltals- kostnaður vegna tugaskoðana bifreið- aumboðanna (ábyrgðarskoðanir). Tekið er tillit til viðgerða og varahlutakostnað- ar miðað við notkun, ekinna km á ári og eignarára, í samræmi við rannsóknir bifreiðaeigendafélaga í Skandinavíu. Endurryðvörn og smurþjónusta er einn- ig inni í þessum lið. Úpplýsingar um varahlutaverð, efnis- vinnu- og þjón- ustukostnað eru fengnar frá bifreiðaum- boðum, varahlutasölum, ryðvarnarfyrir- tækjum og smurstöðvum. Hjólbarðar. Gert er ráð fyrir að fjög- ur nagladekk séu keypt með nýjum bíl. Umfelgun og jafnvægisstilling á hjól- barðaverkstæði, tvisvar á ári, er tekið með í reikninginn. Útreikningar á hjól- barðasliti eru unnir með hliðsjón af handbók Alþjóðabankans, Quantificati- on of Road Úser Savings, QRUS. Upp- lýsingar: Hjólbarðaverkstæði og QRÚS. Tryggingar. Hér er stuðst við meðal- iðgjald fyrir ábyrgðartryggingu, slysa- tryggingu ökumanns og eiganda, framr- úðutryggingu, kaskótryggingu og vá- tryggingu ökumanns. Miðað er við tryggingartaka á áhættusvæði 1 með 55% bónusafslátt af ábyrgðartryggingu, 40% bónusafslátt og 35.000 kr. sjálfsá- hættu af kaskótryggingu. Iðgjöld bif- reiðatrygginga eru óbreytt frá 1995 og líklegt að tryggingakostnaðurinn lækki enn á þessu ári í kjölfar útboðs FÍB. Aukin samkeppni og innkoma erlends tryggingafélags eftir mitt þetta ár á enn eftir að auka hag neytenda. Skattar og skoðun. Bifreiðagjaldið hefur hækkað yfir 70% á föstu verði frá árinu 1988! Skatturinn er innheimtur tvisvar á ári fyrir 6 mánuði í senn. Bif- reiðagjaldið fyrir fyrri helming ársins 1996 er 5,86 kr. fyrir hvert kílógramm af eigin þyngd bifreiðar. Sé bifreiðin þyngri en 1000 kg skal að auki greiða 3,80 kr. fyrir hvert kílógramm af eigin þyngd bifreiðar sem er umfram 1000 kg. I sambandi við skoðunina er miðað við gjald (2.910 kr) fyrir almenna skoð- ++' un og mengunarmælingu í samræmi við hámarksverð sem dómsmála- ráðuneytið gefur út. Samkeppni er nú í bifreiðaskoðun á höfuðborgar- svæðinu og þar er hægt að njóta hagstæðari skoðunargjalda. FIB fé- lagar eru með afslátt hjá öllum bif- reiðaskoðunarfyrirtækjunum. Bif- reiðaöryggisgjald, 200 kr, er inn- heimt með skoðunargjaldinu. Nýjar bifreiðar, sem ekki eru notaðar í atvinnurekstri, skal skoða í fyrsta sinn á þriðja ári eftir fyrstu skrán- ingu og síðan árlega frá og með fimmta ári þ.e. fjórða árið þarf ekki að skoða. Útreikningar FIB styðjast við meðaltalskostnað bifreiða sem keyptar eru nýjar og ekki seldar fyrr en eftir 3 eða 5 ár og þess vegna er vægi skoðunargjaldsins í útreikn- ingunum minna en gildir um at- vinnu- og eða eldri bifreiðar. Bílastæði, þrif o.fl.. Bílageymslur, stöðumælar og leigustæði. Undir þrifin falla heimsóknir á bílaþvotta- stöðvar, bón, hreinsiefni o.fl. Árgjald FÍB 1996 er 3.300 kr. Verðmætarýrnunin er gefin upp bæði í prósentum og krónum og sýnir meðal verðfall bifreiðar á milli ára, miðað við þriggja- eða fimm ára eign . Bifreiðar falla hlutfallslega meira í verði fyrsta árið en næstu 2-3 árin þar á eftir. Verðfall á milli ára eykst oft aftur þegar bifreið er orðin meira en 4 ára gömul. Bifreið- ar halda misvel verði eftir tegundum, útliti og aldri. í töflunni er stuðst við meðal verðrýrnun bifreiða í þeim verðflokkum sem þar eru tilgreindir. Upplýsingarnar eru unnar upp úr gögnum frá bílasölum bifreiðaum- boðanna. Fjármagnskostnaður (vaxtatap) hér eru reiknaðar út vaxtatekjur af því fjármagni sem, að meðaltali, er bundið í bifreiðinni á eignartíma hennar. Stuðst er við raunvexti sem í boði eru hveiju sinni. Formúlan sem notuð er við útreikningana styðst við jafnaðar verðmætarýrnun á hveiju ári. Fjármagnskostnaður = V * I+E 100 2 V = raunvextir I = innkaups- verð, nýr bíil árg. 1996 E = endur- söluverð (e. 3 eða 5 ár) ® ...orðaðu það við Fálkann Morgunblaðið/Halldór Kolbeins BMW Z3 var stillt upp á vegg á sýningunni. PLYMOUTH Grand Voyager með rallíútliti á sýningunni í New York. BMW Z3 fæst handskiptur eða sjálfskipturog vélin er 138 hestöfl. JEEP Wrangler var sýndur í þversniði. Hann er kominn með kringlóttar framlugtir og nýjan fjöðrunarbúnað. BMW Z3 og Voyager vöktu athygli PLYMOUTH bílaverksmiðjumar bandarísku, sem eru hluti Chrysler samsteypunnar, sýndu á alþjóðlegu bílasýningunni í New York fyrr í mánuðinum, að það er ýmislegt að gerast í þeim herbúðum. Mesta at- hygli vakti líklega nýr og endurhann- aður Voyager fjölnotabíll. Styttri bíllinn kallast einfaldlega Yoyager en sá lengri Grand Voyager. Árgerð 1996 er algjörlega ný að út- liti, ytri línumar orðnar mun fólksbíla- legri sem sést helst í samspili glugga og ytra byrðis og stærri hjólum. Boð- ið er upp á tvær gerðir, grunngerðina og SE. Gmnnvél í Voyager er 2,4 lítra, 150 hestafla vél með tveimur yfir- liggjandi kambásum með þriggja eða fjögurra þrepa sjálfskiptingu. Staðal- vél á Grand Voyager er hins vegar 3,0 lítra, V6 vél með einu yfirliggj- andi kambás sem skilar einnig 150 hestöflum. Þeir sem vilja meira vélar- afl geta fengið 3,3 lítra, 158 hestafla V6 vél eða 3,8 lítra, 166 hestafla V6 vél. Bílamir em framdrifnir en Grand Voyager er einnig fáanlegur með al- drifí. Tveir líknarbelgir er staðalbún- aður en ABS hemlakerfi valbúnaður. Plymouth býður SE fjölnotabílinn einnig með svokölluðu rallíútliti. Þá er vatnskassahlífin og hurðarhúnar samlitir bílnum og hann er á álfelgum. BMW Z3 Helsta tromp BMW á alþjóðlegu bílasýningunni í New York var eins og vænta mátti nýi sportbíllinn Z3, nýi James Bond bíllinn. En þótt mest áhersla hafi verið lögð á Z3 síðustu mánuðina vom engu að síður kynntar töluverðar breytingar á öðr- um bílum BMW. BMW Z3 er opinn tveggja sæta sportbíll sem er smíðaður í Spartan- burg í Suður-Karólínufylki. Hann er með 1,9 lítra vél með tveimur yfir- liggjandi kambásum og skilar 138 hestöflum. Hann er fáanlegur með fimm gíra handskiptingu eða fjög- urra þrepa sjálfskiptingu. 8-línan, flaggskipin í sportbílaflota BMW, er einnig endurbætt. 840CÍ er með V8 vél sem nú er orðin 4,4 lítrar en var áður 4,0 lítrar. Hestafla- fjöldinn er hinn sami, 282, en há- markstogið er nú 350 Nm við 3.900 snúninga á mínútu í stað 295 Nm áður. Acura sýndi tvo nýja bíla, fyrsta jeppann sem fyrirtækið smíðar og CL-sportbílalínuna. CL er fyrsti bíll- inn sem er að öllu leyti hannaður í Bandaríkjunum og framleiddur þar af innflytjanda erlendra lúxusbíla. framleiðanda. Bílarnir eru í tveimur útfærslum, 2,2 CL, sem er þegar fáanlegur, með 2,2 lítra, 145 hest- afla vél og 3,0 CL með 3,0 lítra V6 vél sem fer á markað í haust. ■ TILBOD OSKAST ig Pekking Reynsla Pjónusta SUÐURlAIIÐSBRRUr S, UB RtrRJAUlK, SlMlt SBt 4670. fRX; SB1S8B7 Pontiac Grand Am SE, árgerö '95 (ekinn 35.000 míl ur), GMC Suburban 1500 SLE 4x4, árgerö '93 (ekinn 37.000 mílur) og aörar bifreiöar er veröa sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 30. apríl kl. 1-15. Tilboöin veröa opnuö á sama staö kl. 16. Dráttartöggur Tilboð óskast í AMC dráttartögg, árgerð '85. Tilboöin veröa opnuö á sama staö kl. 16.00 SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.