Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Grand Cherokee með viljugri dísilvél Grand Cherokeeí hnotskurn Vél: 2,5 lítrar, 4 strokkar, 116 hestöfl. Aldrif, hátt og lágt. Tegöulæsing að aftan. Vökva- og veltistýri. Tveir líknarbelgir. Hraðafesting. Fjarstýrðar samiæsingar. Rafmagn í rúðum. Rafstillanlegir og upphitaðir hliðarspeglar. Hemlalæsivörn. Útvarp og segulband með 6 hátölurum. Afturrúðuþurrka. Lengd: 4,5 m. Breidd: 1,76 m. Hæð: 1,64 m. Hjólhaf: 2,69 m. Hæð undir lægsta punkt: 23,8 cm. Þyngd: 1.850 kg. Stærð eldsneytistanks: 87 I. Eyðsla: 13,2 I í þéttbýli, 8,6 á jöfnum þjóövegaakstri. Sjö ára verksmiðjuryðvörn. Staðgreiðsluverð kr.: 3.580.000. Umboð: Jöfur, Kópavogi. Staðal- búnaður Hljóðlátur Rásfastur GRAND Cherokee jeppinn frá Chrysler fyrirtækinu bandaríska er nú fáanlegur hérlendis með 2,5 lítra dísilvél og er það svoköll- uð Laredo gerð sem er í boði með þessari vél. Grand Cherokee hefur verið á markaði hérlendis í flögur ár og verið fáanlegur með ýmsum stærðum bensínvéla, Jgg sjálfskiptur eða handskiptur. Grand hefur kostað á bilinu 3,9 Ui og uppí tæpar 4,9 milljónir króna QJ en dísilbíllinn kostar tæpar 3,6 milljónir og verður hann tekinn til skoðunar í dag. Þótt telja megi þennan bíl talsverða íjárfestingu er hann að flestu leyti áhugaverður bíll enda margt sem fylgir með í kaupun- um af öryggis- og þægindabúnaði. Fyrir þá sem kjósa dísilvél er Grand Cherokee tvímælalaust kostur sem þeir ættu ekki að láta framhjá sér fara. Sama útlit Útlit á Grand Cherokee hefur ekki breyst - og er hann eins og verið hefur miklu nær þvi að vera með fólksbílaútliti og þægindum hans en vinnubíll eða torfærutröll. Menn hafa heldur ekki lagt i miklar breytingar með Cherokee - aðrir jeppar eru betur til þess fallnir - og kannski eru eigend- ur Cherokee yfírleitt ekkert á þeim buxunum að vilja breyta bflum sínum nokkuð. En Cherokee er samt sem áður með hefðbundnu jeppalagi, eða langbakur, fímm manna, afturdrifínn en með háu og lágu aldrifí og með tregðulæsingu að aftan. Fram- og afturluktir eru fínlegar og bíllinn með örlítið ávöl hom, breið- an hliðarlista eða bylgjur sem hafa sama svipmót og stuðarar. Afturhurð- in er tvískipt, opna má efri hlutann eða gluggann upp eða renna honum niður og síðan neðri hlutann niður á við. Góðurbúnaður Vel er búið að öllu innan stokks. Ekki er of hátt að setjast upp í Grand jeppann og öll sætin eru þægileg, fram- sætin þó betri en þokkalegt rými er samt afturí og útsýni er ágætt úr öllum sætum. Mælaborð er að mestu hefð- bundið nema hvað eiginlegur miðju- stokkur er ekki fyrir hendi heldur er það ein heild með öllum nauðsynlegum rofum og mælum. I stýrinu eru þó rofar fyrir hraðafestingu og á stefnu- Ijósaarminum við stýrið er þurrkurofi. Voldugt hólf er milli framsæta en hanskahólfíð er heldur lítið vegna líkn- arbelgsins farþegamegin sem tekur sitt rými. Af öðrum öryggisbúnaði má MJÖG vel er búið að ökumanni og allur frágangur innan stokks er bæði smekklegur og traustlegur. MEÐ AL öryggisbúnaðar í Grand Cherokee eru tveir líknar- belgir. Þeir eru þannig búnir að ekki er hætta á að þeir springi út þótt bílnum sé ekið á grófum fjallvegi. nefna hemlalæsivöm og síðan er Grand Cherokee búinn hraðafest- ingu, fjarstýrðum samlæsingum, veltistýri, fjölstillanlegu ökumanns- sæti, útvarpi, hlíf yfír farangurs- rými, lituðu gleri, sérstakri hljóðein- angrun, rafstillanlegum og upphituð- um hliðarspeglum og rafmagni í rúð- um. Vélin í þessari gerð er sem áður segir 2,5 lítra dísilvél, fjögurra strokka með forþjöppu og gefur hún 116 hestöfl. Þetta er mikil vél og gefur bflnum ágæta vinnslu og við- bragð. Hún er heldur ekki hávær og má segja að hér geti allir kostir dísil- vélar notið sín án þess að ókostimir sem oft eru minni vinnsla og hávaði komið að marki fram. Gírskiptingin er fímm gíra hand- skipting og er Grand Cherokee ágæt- lega lipur með henni. Stöngin er vel staðsett, hún rennur hljóðlítið milli gíra og er á allan hátt auðveld viður- eignar. Grand Cherokee er á alla lund vel gerður bíll og vandaður. Þegar komið er inn og sest undir stýri fær ökumaður strax á tilfinninguna að hér sé vel frá öllu gengið og bíllinn impeTus Uröarstígur 9 sími 551 1902 er verklegur strax og farið er að hreyfa hann. Samt sem áður er hann merkilega lipur og þægilegur og stendur hvaða fólksbfl sem er fyililega á sporði hvað varðar lipurð í borgar- snattinu. Sem ferðabíll er hann og á heimavelli, fer mjúklega og hljóðlítið um malarvegi og er sérlega vel rás- fastur. Þá fínnst litið fyrir ferðinni og eins og oft er á bílum af þessari stærð þarf að fylgjast vel með hraða- mæli. Eyðslan er kannski í það mesta í bæjarakstri fyrir dísilvagn, rúmir 13 lítrar í bæjarskakinu en getur far- ið niður í 8,6 1 á jöfnum þjóðvega- akstri. Verðið á Grand Cherokee Laredo með dísilvél er kr. 3.580.000. Sama gerð með fjögurra lítra og 185 hest- afla bensínvél kostar rétt tæpar fjór- ar milljónir króna og má því segja að dísilútgáfan sé viðráðanlegri kost- ur. Menn geta lækkað fjárfestinguna umtalsvert sé hún valin en fyrir þá sem vilja enn meiri þægindi er boðið uppá Limited útgáfuna sem kostar vel yfír 4,6 og 4,8 milljónir krón^ en hún er reyndar ekki boðin með dísilvél. Þetta má með öðrum orðum telja veijandi verð og er frekar hætt við að menn þurfí að hugsa sig tvisv- ar um ætli þeir að taka dýrari bensín- útgáfurnar. ■ Jóhannes Tómasson Vatnsdælur Nýir varahlutir Hosuklemmur Vatnshosur Tlmareimar og strekkjarar Bensíndælur ' Bensínlok * Bensínslöngur Álbarkar Kúplingsbarkar og undirvagns- gormar. ...í bifreiðina þína Við erum aðalumboðsaðilar fyrir bifreiðavara- hlutina TRIDON Skandinavia A/S. Varahlutir sem við erum stolt af. Markvisst þjónum við ykkur enn betur! BRÆÐURNIR Lógmúla 9 • Sími: 553 8820 • Fax: 568 8807 BOSCH verslunin, aökeyrsla frá Háaleitisbraut TRIDONthSöluaðilar: GH verkstæðið, Borgarnesi. Þórshamar, Akureyri. Víkingur, Egilsstöðum. Vélsmiðja Hornafjarðar, Hornafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.