Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 3n*t0miJbi$faib 1996 FOSTUDAGUR 3. MAI BLAÐ C Óskar fer með Gunnari Qunnar Gunnarsson handknattleiks- þjálfari og Óskar Þorsteinsson, sem hefúr aðstoðað hann undanfarin ár, eru báðir á leiðinni til norska félagsins Elver- um. Þeir voru ytra um síðustu helgi og í gærkvöldi gekk Gunnar frá samningi við félagið með þeim fyrirvara þó að innan nokkurra daga lægi ljöst fyrir hvaða leik- menn yrðu hjá því. „Eg fer líklega út aftur KNATTSPYRNA Newcastle náði ekki í næstu viku og þá verðum við með æf- ingu og leikum einhverja leiki. Annars hefst ég handa fyrir alvöru um miðjan júlí," sagði Gunnar í gærkvöldi. Samning- urinn er til þriggja ára og hefur Gunnar fengið frí frá vinnu í eitt ár. „Ég get þá komið heim aftur ef allt fer á verri veg," sagði Gunnar. Óskar Þorsteinsson hefur ekki gengið endanlega frá samningi við félagið. „Það stefnir allt í að ég fari til Elverum þó svo ekki sé búið að ganga alveg frá því," sagði Óskar í gærkvöldi. Hann mun þjálfa kvennalið félagsins, sem leikur í 2. deild- inni, og varalið karla, sem leikur í 3. deild- inni, en það er.skipað leikmönnum 17 til 20 ára. Að auki mun hann aðstoða Gunn- ar með aðalliðið. sign NEWCASTLE færðist fjær þeim draumi að vinna sinn fyrsta meistara- titil síðan 1927, með því að gera aðeins jafntefli 1:1 gegn Nottingham Forest á City Ground í gærkvöldi. Möguleikar liðsins eru nú að Man. Utd. tapi í Middlesbrough, ef íiðið gerir jafntefli þar þarf Newcastle að vinna Tottenham heima með sjö marka mun til að draumurinn rætist. Newcastle fékk nógu góð færi í leiknum til að sigra en heppnin var ekkí með liðinu og því fór se'm fór. „Við sóttum mikið til að reyna að skora meira en segja má að það hafi komið okkur í koll," sagði Peter Be- ardsley, fyrirliði Newcastle. Beardsley kom Newcastle yfir á 32. mín. með glæsilegu marki. Hann fékk knöttinn fimm metrum utan vítateigs, lék snilldarlega á þrjá varn- armenn, renndi sér inn í vítateiginn og þrumaði með vinstra fæti efst í nærhornið. Newcastle sótti mun meira fram að leikhléinu og á loka- sekúndunum fékk Les Ferdmand dauðafæri til að auka muninn — var einn og óvaldaður fyrir framan mark- ið, þrumaði yfir það. Snemma í seinni hálfleik átti Ferd- inand svo fastan skalla í þverslá For- est-marksins þannig að annað mark virtist liggja í loftinu. Og það kom á 75. mín., en reyndar hinum megin. David Batty, miðvallarleikmaðurinn sterki hjá Newcastle sem valinn var maður leiksins, gerði einu mistök sín er hann missti knöttinn afar klaufa- lega frá sér á miðsvæðinu, Ian Woan náði honum á miðlínunni, lék upp völlinn og lét vaða er hann var 25 metra frá marki. Skotið var glæsilegt og knötturinn þandi út netamöskvana að baki Shaka Hisloks markvarðar. Besta færið eftir þetta fékk Belg- inn Philippe Albert hjá Newcastle, sannkallað dauðafæri alveg í lokin, sem ekki nýttist. Reuter DAVID Ginola, útherjl Newcastle, í baráttu vlð Paul McQregor á Clty Ground. Staðan / C1 Batistuta tryggði Fiorentína sigur ARGENTÍNUMAÐURINN og fyrirliði Fiorentína, Gabriel Batistuta, try ggði liðinu sigur á Atalanta í fyrri bikarúrslitaleiknum á ítalíu, 1:0.45.000 áhorfendur f ögnuðu sigrinum í Flórenz í gær- kvöldi. Spurningin er hvort 21 árs bið Fiorentína eftir titli sé á enda. Seinni leikurinn far fram í Bergamo 18. maí. Svíar og Þjóðverjar Evrópumeistarar SVÍARtryggðu sér sinn fimmta Evrópumeistara- titil í borðtennis karla í Bratislava i Sióvakíu í gærkvöldi, með þvi að vinna Frakka, sem höfðu titil að verja, 4:1. Þjóðverjar urðu meistarar i kvennaflokki, unnu Ungverja 4:2. Leikmenn gengu af leikvelli í Sof íu LEIKMENN Levski Sofía gengu af leikvelli í bikar- úrslitaleiknum í Búlgaríu, þegar fimmtán mín. voru til leiksloka og liðið undir, 0:1, í baráttu gegn Slavía á miðvikudaginn. Forseti félagsins var ekki ánægður með störf dómarans og línu- varða, þannig að hann kallaði menn sína af leik- velli. Dómarinn, Mitko Mitrev, og linuverðirnir fengu fyigd 25 lögregluþjóða þegar þeir yfirgáfu leikvanginn. Það hefur lengi loðað við knattspyrnu í Búlgaríu, að ekki sé hreint mjög i pokahorninu í sambandi við úrsiit leikja - að þau séu ákveðin fyrirfram. Mörgum liðum sem hafa leikið gegn Slavía hafði verið hótað og ógnað fyrir leiki. Levski Sofía var í fréttum um sl. helgi, þegar áhorfendi kastaði lifandi snák að dómara. Búig- arska knattspyrnusambandið tók málið fyrir i gær og dæmdi Slavía sigur, 4:0, í bikarúrslitaleiknum. Eindhoven í úrslit EIÐUR Smári Guðjohnsen og félagar hans hjá Eindhoven tryggðu sér rétt til að leika bikarúr- slitaleikinn í Hoiiandi, með sigri á Roda 3:1 í gærkviildi. Eindhoven mætir Sparta Rotterdam i úrslitum 16. mai. Brasiliumaðurinn Ronaldo kom inná sem varamaður, eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hann fór af leikvelli eftir 25 mín. meidd- ur á öxl, eftir slæmt f alla. Einn besti pílukast- ari heims í heimsókn J AMIE Harvey frá Skotlandi, sem er fimmtí stiga- hæsti pílukastari í heiminum um þessar niundir, kom tii iandsins i gær og mun dvelja hér fram á mánudag. Hann ætlar að koma við á nokkrum píulukaststöðum og byrjar í dag á Ránni i Kefla- vík, en þangað kemur hann kl. 19.30. Á morgun, laugardag, verðiir hann á Grand Rokk kl. 16 og Glaumbar ki. 19.30, á sunnudaginn á Garðakránni kl. 14 og í Hafurbirninum í Grindavik kl. 19.30. Glenn Hoddle tekur við landsliði Englands GLENN Hoddle, knattspyrnu- stjóri Chelsea og fyrrum leik- maður Tottenham og f ranska liðsins Mónakó, var ígær ráð- inn landsliðsþjálfari Englands. Hoddle, sem er 38 ára og verð- uryngsti landsliðsþjálfari Eng- lands, tekur við starfi Terry Venebles eftir Evrópukeppni landsliðs í Englandí ísumar. Hoddle hefur verið knattspyrnu- stjóri Chelsea undanfarin þrjú ár og gert mjög góða hluti með lið- ið. Hann stjórnar Chelsea í síðasta sinn á heimavelli, Stamford Bridge, gegn Blackburn Rovers um helgina. Þessi fyrrum leikstjórnandi Totten- ham og enska landsliðsins gerði fjögurra ára samning við enska knattspyrnusambandið sem talinn er gefa honum eina millj. punda í vasann. Fyrsta verkefni Hoddles verður að stjórna enska landsliðinu í und- ankeppni heimsmeistarakeppninnar og stefna að því að koma liðinu í HM í Frakklandi 1998. Fyrsti leikur liðsins verður við Svartahafið aðeins níu vikum eftir EM, þar sem verður leikið gegn Moldavíu 1. september. Fimm vikum síðar stjórnar hann landsliðinu gegn Pólverjum á Wembley. Hoddle var frábær knattspyrnu- maður, sem lék lykilhlutverk hjá Tottenham og fór síðan til Frakk- lands, stækkaði sjóndeildarhring sinn er hann gerðist leikmaður með Mónakó og varð meistari með lið- inu í tvígang. Hoddle lék stórkost- lega í Frakklandi og fannst Frökk- um undarlegt að ekki væri not fyrir hann í enska landsliðínu. Knattmeðferð hans var frábær og einnig sendingar, sem voru hnit- miðaðar. Michel Platini, fyrrum knattspyrnumaður Evrópu og þjálfari franska landsliðsins, var einn af aðdáendum Hoddles. „Ef hann hefði verið Frakki hefði franska landsliðið verið byggt í kringum hann, hann hefði leikið yfir hundrað landsleiki fyrir Frakk- land," sagði Platini. Þessi ummæli eru athyglisverð því að Hoddle lék ekki nema 53 landsleiki fyrir Eng- land. Hoddle sagði á fundi með frétta- mönnum í gær, að hann ætli að halda áfram að byggja upp það sem Venables hefur verið að gera. „Ég hef alltaf sagt, að ég hefði leikið fleiri landsleiki ef Venebles hafi verið þjálfari á þeim tíma sem ég var að leika." Venables óskaði Hoddle til ham- ingju með nýja starfið og sagði að vera hans hjá Mónakó komi til með að hjálpa honum mikið. „Glenn er einn af bestu leikmönnum sem England hefur átt." KNATTSPYRNA: LEIFTUR AUÐVELD BRÁÐ Á AKRANESI / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.