Morgunblaðið - 10.05.1996, Side 1

Morgunblaðið - 10.05.1996, Side 1
— --—--T—————— • MARKADURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Gildi yleininga Að þessu sinni fjallar Bjarni Ólafsson um yleiningar í þætti sínum Smiðjan. Þær eru fram- leiddar í verksmiðju Límtrés í Biskupstungum og eru m. a. notaðar í íbúðarhús, stóra skála og frystihús. / 22 ► ---— Bygginga- dagar YFIR 30 fyrirtæki í sjö bæjar- félögum víðs vegar um landið taka þátt í Byggingadögum, sem Samtök iðnaðarins standa fyrir nú um helgina. Dagskrá- in stendur yfír frá kl. 13-17 á laugardag og sunnudag. / 24 ► U T T E K T I Firðinum VIÐ Klukkuberg í Set- bergshlíð í Hafnarfírði er að rísa mjög for- vitnilegt hús, en það er sí- valningur, sem arkitektarnir Vífill Magnússon og Halla Haimesdóttir hafa hannað. Húsbyggjandinn er Júlíus Matthíasson en bygginga- meistari Valdemar Thoraren- sen. — Það var mjög áhugavert og skemmtilegt að fá þetta verkefni, segir Vífíll í viðtali hér í blaðinu, þar sem íjallað er um þetta sérstæða hús. — Lóðin við Klukkuberg er brött og stendur hátt. Hús- byggjandinn gaf fijálsar hendur við hönnun hússins, en tók fram, að það skyldi ekki vera hefðbundið. Húsið er 230 ferm. auk bfl- skúrsins, sem er 35 ferm. Nú er húsið nánast fokhelt og ætlunin, að flutt verði inn í >að seint á þessu ári. Að sögn húsbyggjandans, Júlíusar Matthíassonar, munar ekki miklu á byggingarkostnaði á þessu húsi og hefðbundnu húsi. — Þetta verður gott hús og þarna getur að líta óvenju snjallar lausnir á mörgum at- riðum, segir Júlíus. — Það þarf stundum að leggja meiri vinnu í eitt og annað varðandi smíði og frá- gang á einstökum hlutum í húsi með svo sérstæðu formi, segir Vífíll. — En húsasmiðir hafa gaman að fást við nýstárleg verkefni, þar sem kunnátta þeirra nýtist til fulls. / 16 ► Hagstætt verð á íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu Raunverð íbúðarhúsnæðis í fjölbj á höfuðborgarsvæðinu 1990-1! Verðyísitala hvers fermetra, 1990 = 10 VERÐ á íbúðum í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu hefur farið lækkandi að undanförnu, eins og fram kemur á teikningunni hér til hliðar, en hún er byggð á tölum úr kaupsamningum hjá Fasteignamati ríkisins fram til febrúar sl. Verð- gildið 1990 er sett á 100. Samkvæmt þessu var verðið hæst í marz 1994, en það hefur síðan farið lækkandi hægt og sígandi og komst lægst í desember sl. Fasteignamat ríkisins byggir mat sitt á kaupsamningum, sem fasteignasalar skila og eru tölurnar byggðar á seldum íbúðum af öllum stærðum. Tölurnar segja því ekki til um, hver breytingin sé orðin 4 verði einstakra stærðarflokka af íbúðum, en verð er yfirleitt hlutfallslega hærra á minni íbúðum en þeim stærri. Munur á verði íbúða innan ein- stakra stærðarflokka getur líka auðvitað einnig verið mikill á hverj- um tíma, hver sem verðþróunin er, þar sem íbúðir eru að sjálfsögðu mjög mismunandi að allri gerð. Erfitt er að segja fyrir með nokk- urri vissu um verðþróunina framundan. Að mati margra fast- eignasala er talið, að verð eigi ekki eftir að lækka meira en muni held- ur fara hækkandi vegna vaxandi efnahagsbata í þjóðfélaginu. Aukn- ir lánamöguleikar í húsbréfakei-finu við fyrstu íbúðarkaup hafa líka leitt til meiri hreyfingar á minni íbúðum, sem hefur svo keðjuverkandi áhrif á sölu á stærri íbúðunum. Verðhækkanir á íbúðum gerast hins vegar hægt og því ekki lfldegt, að verð muni hækka verulega á næstunni, heldur gerist það smám saman á næstu misserum. En hvað sem því líður, þá er ljóst, að verð á íbúðum í fjölbýli er hagstætt eins og er. J * h 7 APV 96 1990 '91 '92'93 ^-- 1993 1994 1995 ’96 X. FA5TEIGNALAN 5KAN Skctndia býðurþér sveigjanleg lánskjör ef jni þarft að skuldbreyta eða stœkka við þig ' nýtt simanúmer 540 50 60 t fáit) nánarí upplýsingar Skandia Fyrir hverja cru Fasteignalán Þá sem eiga lítið veðsettar, Skandia? auðseljanlegar eignir, en vilja lán Fasteignalán Skandia eru íyrir alla á stór-Reykjavíkursvæðinu sem eru að til annarra ijáifestinga. kaupa sér fasteign og: Kostir Fasteignalána Skandia Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki Lánstími allt að 25 ár. nægilega hátt lán í húsbréfakerfinu. Hagstæð vaxtakjör. Þá sem vilja breyta óhagstæðum eldri Minni greiðslubyrði. eða styttri lánum. Stuttur svartími á umsókn. Dœmi um mánadarlegar ajborganir afl.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia* \fcxtir(%) 10 ár 15 ár 25 ár 7,0 7,5 8,0 11.610 8.990 7.070 11.900 9.270 7.500 12.100 9.560 7,700 FJÁRFEBTINGARFÉLAGIÐ SKANDIA Miðað er við jafngrciðslulán. *Auk verðbóta LAUGAVEGI 170 • SÍMI 540 50 BO • FAX 540 50 B1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.