Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR KRAFTLYFTINGAR Auðunn og Jón settu f imm íslandsmet hvor Þrettán íslandsmet féllu á ís- landsmótinu í kraftlyftingum í íþróttahúsi Garðaskóla í Garðabæ um helgina. Jón Gunnarsson og Auðunn Jónsson settu báðir fímm íslandsmet. Jón keppti í í 100 kg flokki og setti tvívegis met í hné- beygju, 360 og 365 kg, tvö í bekk- pressu 211 og 215 kg og loks met í samanlögðum árangri 900 kg. Auðunn, sem er í 110 kg flokki, setti met í hnébeygju 370 kg, í rétt- stöðulyftu 360,5 kg og í saman- lögðu þríbætti hann metið; 940, 958,5 og 965 kg. Axel H. Guðmundsson setti tvö íslandsmet í 90 kg flokki. Hann lyfti fyrst 200,5 kg í bekkpressu og setti íslandsmet og bætti það síðan í 205 kg. Jón B. Reynisson bætti íslandsmetið í hnébeygju í +125 kg flokki, lyfti 402,5 kg. Loks setti Flosi Jónsson öldungamet í bekkpressu, 182,5 kg, í 100 kg flokki. Jón Gunnarsson fékk verðlaun fyrir besta stigaárangur í hné- beygju og Auðunn Jónsson fyrir bekkpressu, réttstöðulyftu og í samanlögðu. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Atlanta stöðvaði sigurgöngu Orlando ATLANTA stöðvaði sigur- göngu Orlando í úrslitakeppn- inni með þvíað sigra 104:99 á heimavelli ífyrrinótt. Or- lando hafði ekki tapað leik, sigraði Detroit 3:0 ífyrstu umferð og hafði yfir 3:0 gegn Atlanta fyrir þennan leik. Stað- an er því 3:1 og þarf Orlando einn sigur til að tryggja sér úrslitaieikinn í Austurdeildinni og fær tækifæri til þess á heimavelli ínótt. Steve Smith skoraði 35 stig og þar af sjö þriggja stiga körfur fyrir Atlanta sem hafði 20 stiga forskot í hálfleik, 67:47. Orlando náði að minnka muninn niður í eitt stig, 98:97, þegar ein og hálf mínúta var eftir. Grant Long kom Atlanta í 100:97 með skoti úr horn- inu og í næstu sókn Orlando mis- notaði O'Neal tvö vítaskot. Steve Smith kom Orlando í 102:97 þegar 40 sekúndur voru eftir og tryggði sigurinn. Horace Grant gerði 29 stig og tók 20 fráköst fyrir Orlando og Penny Hardaway var einnig með 29 stig. Shaquille O'Neal hitti illa af vítalínunni - aðeins 5 af 17 skotum rötuðu rétta leið. Hann endaði leikinn með 19 stig. „Eg get ekki annað en hrósað Atlanta. Þetta var frábær leikur," sagði Hardaway. Fimm leikmenn Atlanta gerðu meira en tíu stig í leiknum. Christ- ian Laettner var með 17 stig, Reuter SHAQUILLE O'Neal reynir hér skot úr teignum umkringdur leikmönnum Atlanta; Sean Rooks (t.v.)f Grant Long (t.h.) og Steve Smlth (fyrir aftan), sem var stigahæstur í leiknum með 35 stig. URSLIT Mookie Blayloek 14 og átti auk þess 11 stoðsendingar, Stacey Augmon gerði 13 stig og Grant Long 11. „Þessi leikur var mjög góður," sagði Laettner. „Enginn okkar vildi tapa þessum leik. Við komum einbeittir til leiks og lékum með „hjartanu". Við vorum grimm- ir og Smitty hitti nánast úr öllum skotum sínum." Atök Morgunblaðið/Bjarni AUOUNN Jónsson setti fimm íslandsmet á íslandsmótinu í kraftlyftlng- um um helgina. Hér er eitt þeirra í fæðingu. KNATTSPYRNA Markahrókar í sviðsljósinu Skagamenn og Blikar leika til úrslita um deildarbikarinn á Kaplakrikavelli Islandsmeistaralið ÍA og Breiða- blik, liðin sem hafa skorað flest mörk í deildarbikarkeppni KSÍ, verða í sviðsljósinu í Kaplakrika í Hafnarfirði í kvöld kl. 20, þar sem úrslitaleikurinn um bikarinn fer fram. Bæði liðin hafa skorað 37 mörk og hafa margir leikmenn kom- ið við sögu - alls hafa fjórtán Blikar skorað og tíu Skagamenn, níu þeirra í stórsigri gegn BÍ, 14:0. Blikar unnu næststærsta sigurinn, lögðu Reyni frá Sandgerði 10:0. Ljóst er að um verður að ræða baráttu markahróka. Leikurinn er að sjálfsögðu sögu- legur - fyrsti úrslitaleikurinn í hinni nýju deildarbikarkeppni og hann er jafnframt 100. leikurinn í keppn- Körfuknattleikur Úrslitakeppni NBA: Austurdeild: Atlanta-Orlando................................104:99 ¦ Orlando hefur yfir 3:1. GOLF LEK-mót í Sandgerði LEK-mót í golfi fer fram á golfvellinum í Sandgerði laugardaginn 18. maí klukkna 9. Keppt er í flokkum karla 55 ára og 50-54 ára svo og ! A og B flokki kvenna 50 ára og eldri. Skráning er ( síma 423 7802. Vormót Hafnarfjarðar Vormót Hafnarfjarðar í golfí fer fram á laug- ardaginn á Keilisvelli. Mótið er opið. Keppnis- fyrirkomulag er 18 holu höggleikur. Ræst verður út fra kl. 08.00. Skráning í sima 5553360. Fram spáð sigri Í2. deild og ÞrótturNes. í3.deild inni. Fram til þessa hafa 417 mörk verið skor- uð, eða að meðaltali 4,2 mörk I leik. Skagamenn hafa verið mjög sigursælir á undanförnum árum, aftur á móti hafa Blikar ekki fagnað mörgum titlum. Sigurður Halldórsson, fyrrum landsliðs- maður hjá ÍA, er þjálfari Breiðabliks og með liðinu leika tveir Skagamenn, sem léku með meistaraliði ÍA sl. keppnistímabil, Pálmi Har- aldsson og Theódór Hervarðsson. Þrír leikmenn liðanna eiga möguleikar á að verða markakóngar deildarbikarkeppninnar. Skagamaðurinn Mihjilo Bibercic hefur skorað flest mörk, eða tíu. Blikinn Arnar Grétarsson hefur skorað átta mörk, eins og Skagamaðurinn Stefán Þórðarson, sem skoraði mörk sín í fimm fyrstu leikjum IA, áður en hann meiddist. Tryggvi Guðmundsson, Vestmannaeyjum, hefur einnig skorað átta mörk, skoraði sex mörk í stórsigri Eyjamanna gegn ÍR, 9:0. Leikurinn beint hjá Sýn ÚRSLITALEIKUR í A og Breiðabliks í deildarbikarkeppni KSI verður í beinni út- sendingu hjá sjónvarpstöðinni Sýn í kvöld og er þetta fyrsta beina útsending stöðvar- innar frá innlendum íþróttaviðburði. Ikvöíd Knattspyma Ðeildarbikar, úrslit karla: Kaplakriki: Breiðablik - ÍA.......kl. 20 Meistarakeppni kvenna: Ásvellir: Breiðablik - Valur............18 FRAMARAR verða sigur- vegarar í 2. deild karla £ knattspyrnu, samkvæmt spá þjálfara liðanna í deildinni. Fram hlaut 80 stig, FH kemur næst með 71, Þ6r, Akureyri, í þriðja sætí rneð 64, Þróttur, Reykjavík, 55, Skallagrimur 43, Víkingur 40, KA 39, Vðls- ungur 22 og fallliðin, sam- kvæmt spánni, verða ÍR með 19 stig og Leiknir, Reykjavík, meðl7stíg. Þjálfarar 3. deildarliðanna spáðu einnig um lokar öðina í sinni deild. Þróttur, Neskaup- stað, hlaut 75 stíg, Víðir 70, Dalvík 57, HK 48, Grótta 47, Selfoss 44, Ægir 40 og Reynir, Sandgerði, 30 stig. Fallliðin í 3. deild verða þá Höttur með 22 stig og Fjöbiir með 17 stíg. íslandsmótíð í knattspyrnu hefst á föstudag og fara þá fram þrír leikir í 4. deild; Léttír - Njarðvík, GG - Aftur- elding og Bruni - Haukar. Keppni í 1. deild kvenna hefst á sunnudag og verður þá heíl umferð: ÍBV-ÍA,,KR- Stiarnan, Afturelding-ÍBA og Breiðablik-Valur. Keppni í 2. deild hefst ámánudag með leik Fram og Þróttar Reykjavík. Keppni í 1. deild karla hefst síðan fimmtudaginn 22. maí. Þessi lið leika í fyrstu um- ferð: ÍA - Stiarnan, Keflavík -KR,Breiðablik-Fylkir, Leiftur - ÍBV og Vafur - Grindavik. SUND Elín bætti þriggja ára met Bryndísar ELÍN Sigurðardóttir úr Sundfélagi Hafn- arfjarðar bætti þriggja ára gamalt met Bryndísar Ólafsdóttir í 50 m skriðsundi á Sundmeistaramóti Hafnarfjarðar á laug- ardaginn, er hún synti vegalengdinaá 26,33 sek. Met Bryndísar var 26,57 sek., sett 1993. Elin og Hjalti Guðmundsson urðu sund- meistarar Hafnarfjarðar fjórða árið í röð, Elín varð sigurvegari í fjórum greinum eins og Orn Arnarson, Hjalti í þremur greinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.