Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ • MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 C ö FERÐALÖG FERÐALÖG SÚ fullyrðing að Benidorm á Spáni sé sólríkasti staður í Evrópu með 306 sólardaga á ári á efalítið sinn þátt í að landinn hefur sótt þangað í æ rík- ari mæli undanfarin ár. Þessi gamli fískimannabær í Valenciahéraði við Costa Blanca eða Hvítu ströndina á Austur-Spáni, hefur frá miðbiki aldar- innar laðað til sín milljónir ferðamanna og byggst upp með ógnarhraða. Þótt dyntóttir íslenskir veðurguðir hafí ekki verið ýkja grimmir í vetur fannst mér, langþreyttri af sólarleysi, lítið á þá að treysta á komandi sumri og tilhugsunin um letilíf á sólarströnd varð sífellt geðþekkari þegar nær dró páskum. Eftir greindarlegar rökræður við sjálfa mig ákvað ég að taka for- skot á sumarið og bregða mér í viku með Samvinnuferðum/Landsýn til Benidorm um páskana. Stemmningin í Leifsstöð að morgni 3. apríl minnti mig svolítið á skóla- ferðalögin í gamla daga, enda margt um manninn, létt yfir fólki og allir virtust þekkja alla. Inn á milli glað- beittra sólarlandafara stikuðu að vísu ábúðarmiklir karlar, sem töluðu í GSM-síma, og höfðu áreiðanlega þungar áhyggjur af afkomu þjóðarbús- ins í fjarveru sinni. Slíkir símar voru ekki til þegar ég fór í skólaferðalög. í svokölluðum pakkaferðum eru ferðimar til og frá áfangastað stund- um ekki síðri skemmtun en dvölin á staðnum. Eftir þriggja og hálfs tíma ánægjulegt flug tóku vasklegir far- arstjórar á móti hópnum og skipuðu í tvo hópferðabíla. Akstur að Levante Club-hótelinu, við samnefnda strönd, tók um hálftíma og með því að hlýða á fararstjórann urðu farþegar margs vísari á leiðinni. Litla Manhattan í fljótu bragði er fátt á Benidorm sem minnir á gamla tíð, þegar fiskveið- ar og landbúnaður voru aðalatvinnu- vegir íbúanna. Árið 1966 lögðu borg- aryfirvöld fram fyrstu drög að skipu- lagi bæjarins og hófust stórtækar framkvæmdir tveimur árum síðar. Sandskaflar og óiífu- og ávaxtatré viku á skömmum tíma fyrir breiðgöt- unum Mediterraneo, sem íslendingar kalla Laugaveginn, einni götu fyrir ofan Levante-ströndina, og Europa Avenida, sem liggur frá sömu strönd í norður. Við þessar þijátíu metra breiðu götur risu skýjakljúfarnir einn af öðrum, allir sjö metra innan lóðar- marka, sem þýddi að fjörutíu og fjórir metrar voru milli húsa. Auðvelt er að ímynda sér hvílík bylting slíkar fram- kvæmdir hafa verið í þorpi þar sem aðalgatan var einungs sex metra breið. Vegna allra skýjakljúfanna sker Benidorm sig frá öðrum spönskum strandbæjum og er stundum nefnd Litla Manhattan. Núna er verið að byggja þar fjörutíu og níu hæða hót- el, sem verður hæsta hótelbygging í Evrópu. Bæjaryfirvöld hafa ekki sett nein takmörk um hæð bygginga, en því hærri sem byggingin er, þeim mun opnara svæði þarf að vera í kringum hana til að nægilegt rými sé fyrir bíla- stæði, garða, verslunarsvæði og síðast en ekki síst til að ekkert skyggi á sólina, aðaltekjulind bæjarins. Levante Club, þar sem þorri sam- ferðamannanna gisti, er steinsnar frá ströndinni og í göngufæri við gamla bæinn. Hvort tveggja fannst mér mik- ill kostur. í hótelinu eru misstórar íbúð- ir í fjórum níu til sautján hæða bygg- ingum, úti- og innisundlaug, matsölu- staður og bar. Aðstaða er öll hin snyrtilegasta, en snyrtimennska virðist raunar hvarvetna í hávegum höfð á Benidorm. Ekkert stress Þar sem einkunnarorð mín í þess- arri ferð áttu að vera „ekkert stress" lét ég hjá líða að fara með hópnum og fararstjórunum á kínverskan veit- ingastað skömmu eftir skráningu á hótelið. Hins vegar mætti ég, eftir smáskoðunarferð um næsta nágrenni, á íslendingaballið á hótelinu síðar um kvöldið og hafði gaman af, enda ekki oft sem sjá má alla aldurshópa dansa og skemmta sér saman. Með ekki háleitara markmið en að slappa af, liggja í sólinni, borða vel og skemmta mér, varð ég ekki mikið fróðari en áður um menningu og sögu Spánar. Aftur á móti komst ég að því að á Benidorm eru ógrynni góðra matsölustaða og tugir diskóteka og næturklúbba. Mér til afsökunar hef Diskó og skemmtanir ffi Sísi ■ Wiíí- i * ■ -'i | -1 ' j I I 1 Mjt í GAMLA bænum eru þröngar, bugðóttar götur. LEVANTE-ströndin er þrír kílómetrar. Morgunblaðið/vþj KAFFIHÚS við „Laugaveginn". Gamla fiskimannaþorpid sem núna hef ur vidur- nef nið Litla Manhattan Skýiakljúfar og tandurhreinar strendur eru helstu einkenni Benidorm. Valgeröur Þ. Jónsdóttir heillaóist þó mest gf gamla bænum með öllum skemmtilegu stöðunum sem þar er að finna. /i*- ... 'Ví- Nrfj Vv • •?-:+ * MÓTAÐ í sandinum. IBOLTALEIK á ströndinni. PIZZURNAR á Topo Gigio eru hið mesta lostæti. ég þó fyrir satt að á Benid- orm eru sérstakir menningar- viðburðir ekki daglegt brauð og meira er lagt upp úr af- þreyingu af ýmsu tagi fyrir börn og fullorðna. Margir kjósa að taka bíla- leigubíl og ferðast á eigin vegum, en líklega eru fleiri sem skella sér í skipulagðar skoðunar- og skemmtiferðir ferðaskrifstofanna. Sam- vinnuferðir/Landsýn bjóða upp á nokkrar slíkar, m.a. í Port Aventura - ævin- týragarðinn, Aqualan- dia - vatnsleikjagarð- inn, sem sagður er einn stærsti og glæsi- legasti vatnsleikja- garður Evrópu, hálfs dags ferð í dýragarð, verslunarferð til Alic- ante, sem er 300 þús- und manna hafnar-, verslunar- og iðnaðar- borg, skammt sunnan við Benidorm, einnig er boðið upp á tor- færuakstur um nærliggjandi sveita- þorp með áningu við Toll de la Cald- era, stærsta foss Valenciahéraðs við Algar-þorpið. í páskaferðinni náðist ekki næg þátttaka í tívolíferðina, sem alla jafna er mjög vinsæl, en ungir sem aldnir fjölmenntu í næturklúbba- ferðina í Benidorm Palace. Að mínu viti voru skemmtiatriðin, m.a. flam- ingodansarnir, grínleikarinn og töfra- maðurinn, á heimsmælikvarða og hljómsveitin The Four Tops stóð vel fyrir sínu og náði upp mikilli stemmn- ingu. Rlsinn og þorpsstúlkan Annars er ýmislegt hægt að gera sér til dundurs á Benidorm og ekki nauðsynlegt að fara langt til að hafa gaman af dvölinni. Bærinn státar af tveimur þriggja kílómetra tand- urhreinum ströndum, sem liggja sitt- hvoru megin við ævafornan kastala á klettahöfða. Þaðan er frábært útsýni og er Benidorm eyja í beinu sjón- máli. Eyjan, sem var í eina tíð at- hvarf smyglara og sjóræningja, er mikil náttúruperla með fjölskrúðugu fuglalífi. Sagan segir að risi í fjallinu Sierra Aitona hafi orðið ástfanginn af þorpsstúlku, sem hryggbraut hann. Risinn reiddist gífurlega og vildi hefna sín. Hann tók stein úr fjallinu og ætlaði að grýta þorpsbúa, en missti marks og steinninn lenti í sjónum. Þeir sem trúa sögunni segja að land- fræðilegar mælingar sýni að eyjan er nákvæmlega eins í laginu og stórt skarð í fjailinu. Vísindamenn segja þetta bábilju eina og benda á að eftir að ísöld leið undir lok hafi skriðjöklar orðið til þess að bútur úr fjallinu lenti í sjónum. Á strandgöt- unni meðfram Levante eru veit- ingahús, versl- anir og barir á hveiju strái og fjölskrúðugt mannlíf nánast allan sólarhring- inn. Á morgnana bjóða sumir veit- ingastaðir upp á danstónlist og þangað kemur gamla fólkið til að dansa við undirleik hljóm- borðsleikara, fer síðan heim og hvílir sig, en mætir aftur í dansinn um kvöldmatarleyt- ið. Unga fólkið virðist hugsa sér lítt til hreyfings fyrr en um mið- nættið. Nokkuð fjarri ströndinni, um miðja vegu milli gamla bæj- arins og Le- vante-hótelsins, er aragrúi diskó- teka og alls konar bara og veitingaStaða, þar sem skemmtikraftar troða upp. Myndir af Sticky Vicky og Sexy Barbara voru mest áberandi á auglýsingaskilt- um. Konur þessar fóru á marga staði á hveiju kvöldi og léku listir sínar fáklædd- ar mjög. Sú fyrrnefnda sér- hæfði sig í vægast sagt nýst- árlegum töfrabrögðum en hin dansaði trylltan dans og reyndi allt hvað af tók að fá einhvern sveininn til að verða sér til skammar. Öllu sómasamlegri voru hinir ýmsu hljóðfæraleikarar og söngvarar, sem virtust líka fara á milli staða og skemmta með leik og söng. Flestir hafa efalítið mátt muna sinn fífíl fegurri. Margir voru auglýstir sem fyrrverandi liðsmenn gamalla breskra eða bandarískra bítlahljómsveita, eins og The Drifters Gamli bærinn Elsti bæjarhlutinn er einfaldlega nefndur gamli bærinn. Sem betur fer var hann ekki látinn víkja fyrir skýja- kljúfum, því án hans væri fátt á Benid- orm sem minnti á gamla fískimanna- þorpið sem bærinn eitt sinn var. Hús- in sem fískimennirnir byggðu sér, eru flest tveggja hæða, óregluleg í laginu og sum örlítið hallandi. Þau mynda skemmtilega þyrpingu og milli þeirra eru þröngar, bugðóttar götur. Á þessu svæði er fjöldi ólíkra verslana, kaffi- húsa og veitingastaða slíkur að vikan rétt dugði til að að skoða það helsta. Ég var þó öll af vilja gerð, gramsaði í skemmtilegum antikverslunum og giingurbúðum, gekk staðföst fram hjá tískubúðum, en kynnti mér veitinga- húsin nokkuð ítarlega og fæ enn vatn í munninn þegar ég hugsa um kanínu- kjötið sem matreitt var í tómat og hvítlauk á Las Parrillas. Fáir eftirrétt- ir fannst mér jafnast á við pönnukök- una með eplamaukinu og heitu súkku- laðisósunni á franska veitingastaðnum L’Escargot. Allmörg veitingahús bjóða upp á paella, þjóðarrétt Spánverja, sem upprunninn er í Valenciahérðaði, enda svæðið eitt fárra á Spáni þar sem hrísgijón, aðaluppistaðan í réttinum, eru ræktuð. Pizzuaðdáendur ættu þó að fara á „Laugaveginn" og bragða á pizzunum á Topo Gigio, því þær eru hið mesta lostæti. Betra er að bera sig fyrir- mannlega við borðhaldið, því yfír- þjónninn, einstaklega tiginmannlegur á að líta, er sagður setja ofan í við gesti sem honum finnst ekki kunna tilhlýðilega borðsiði. Þótt Benidorm státi af flestu sem prýðir fyrirmyndar strandbæi fannst mér gamli bærinn helsta skrautfjöð- urin. Þeir sem ekki skoða sig um þar hafa misst af miklu á Benidorm. ■ um I miðbænum og spjalla við sölukalla sem selja Fyrir utan að skoða söfn oq falleqg staði fannst Jóhönnu Kristjóns- dóttur gaman að randa skraut og skran. Hin eina og sanna FRÁ Alexandríu. Alexandría vistarverur konungsfjÖlskyldunn- ar og þeim er öllum vel og mynd- ariega haldið við en ekkert þeirra var opið gestum. Mér kom dálítið á óvart að finna ekki almennilegan fískiréttastað í borginni þrátt fyrir fyrirspurnir. Góðan fiskrétt borðaði ég þó í seinna skiptið, það var á Hótel Palestínu sem er án efa á feg- ursta stað borgarinnar, í Montaza- görðunum og við litla vík með grænum sjó. í borginni eru helstu hótelin Palestínuhótei, Sheraton og Ramada, svo og Cecil við aðaltorg- ið. Einnig fjöldi annarra góðra og þokkalegra, svo það er sjaldan hörgull á gistirými fyrir aðkomu- menn. Ekki er ástæðan til að mæla með Sheraton en Palestínu- hótelið er til fyrirmyndar. Ferðin tekur í mesta lagi 3 klst. Fyrir utan að* skoða söfn og fallega staði er bara gaman að randa um í miðbænum, spjalla við sölukalla sem selja skraut og skran. „Cartier“-úr fyrir nánast ekki neitt, setjast á skemmtilega te- staði og allir gefa sig á tal við mann. En Alexandría er bragðminni en Ka- iró, hún er þægileg og kannski ekki beint hugljúf, en fyrirhafnarlítil. Mér létti þó stór- um þegar ég fann að bílstjórarnir voru eins og í Ka- iró, menn sem virð- ast friðsemd- armenn að öllu leyti missa ger- samlega stjórn á sér þegar þeir setj- ast undir stýri, flauta og flauta og keyra af þvílíku offorsi að það er eins og þeir séu með sárveika móð- ur sína á leið á spítala. Ferð til Alexandríu um Eyði- merkurhraðbrautina en ekki Deltaveginn sem er austar og mun seinfarnari, en örugglega fallegri, tekur ekki nema í mesta íagi 3 klukkutíma. Far með t.d. því ágæta fyrir- tæki Delta Company er fjarska þægileg. Borið er fram te og sætindi fyrir sæmilegt verð, en Tommi og Jenni með arabískum texta auk boðlegrar egypskrar eða amerískrar kvikmyndar eru sýndar á leiðinni í loftkældum og stundum 2ja hæða bíl. Þetta ger- ir að verkum að til Alexandríu kemur maður ekki þreyttur held- ur upplagður og tilbúinn í tuskið. ÍBÚAR Alexandríu geta státað af því að um sjötíu borgir víðs vegar um heiminn hafa verið skírðar í höfuðið á henni, en auð- vitað er hún Alexandrían eina og sanna. Borgin var upphaflega reist af Alexander mikla eins og alkunna er og eftir að hafa barið á Persum hélt hann með hermenn sína til Egyptalands. Þeir gerðu hann að faraóa sínum í Memphis. Alexander ákvað að reisa hafn- arborg við Miðjarðarhafið en þeg- ar hann hafði hleypt verkinu af stokkunum hélt hann á braut og kom ekki aftur til landsins fyrr en hann var fluttur þangað látinn og jarðsettur. Raunar státa Alexandríubúar af því að fleiri frægar persónur mannkynssög- unnar áttu þar rætur. Kleópatra að sjálfsögðu, Arkimedes, Omar Sharif og síðast en ekki síst Gamal Abdel Nasser, forseti sem er dáður af almenningi hér þótt um 26 ár séu liðin síðan hann dó. Húsið sem hann fæddist í og bjó fyrstu sjö ár ævinnar er með sömu ummerkjum og þá. SS8F i--. Í2P&&P4&W* kílómetra. Þegar ég kom til Alex- andríu í þau skipti bæði sem ég hef farið þangað var ægissíðan vissulega fögur en húsin virtust meira og minna enn í dvala. Ka- iróbúar mæta ekki fyrr en í maí- lok eða síðar. Því er búið í fæstum þessara gríðarmiklu og ekki alltaf fallegu blokka en kannski réðst það fyrst og fremst að þar var svo lítið líf að sjá. Sjávarilminn fór að leggja að vitunum mörgum kílómetrum áður en komið er inn í bæinn, sem er Islendingi svo fjarska þekkur. Alexandría er langtum hreinni borg en Kairó, snyrtileg borg og skipulögð þó víða séu innan um fátækrahverfi eins og víðar. Borgin er grunn - varla meira en fnnm sex kílómetrar að dýpt en það er fyrst og síðast ægissíð- an sem töfrar mann. Og vinsemd fólksins er öðruvísi. Alaxendría fær ekki ýkja marga túrista miðað við aðra staði í Egyptalandi og sé maður alnennt vinsæll og vel séður í Kairó er Þar var eitt af sjö undrum veraldar í Alaxandríu var einn- ig ljósatuminn, talinn eitt af sjö undrum verald- ar. Af honum sést nú hvorki tang- ur né tetur en sl. ár hafa vísinda- menn og fornleifafræðingar verið að finna alls kyns merka forn- muni á hafsbotninum rétt við hafnarkjaftinn svo kannski ljósat- urninn finnist eða að minnsta kosti brot úr honum. Menn skemmtu sér dátt yfir því á dögunum þegar Chirac Frakk- landsforseti var í heimsókn og kom við í Alexandríu og hittist þá svo ljómandi vel á að. þegar hann bar að var verið að hífa upp úr sjónum myndarlegt steinhöfuð. Borgin er smábær miðað við Kairó. Þar búa að jafnaði um 3,5 milljónir manns en í sumarhitum Kairó flykkjast efnaðir Kairóbúar þangað og íbúatala fer upp í 6 milljónir. Andvari Miðjarðarhafsins leik- ur um borgina og hitamunur á henni og Kairó er venjulega 5 stig og stundum meira yfir sumarið. Sofandi ægissíAa Strandlengjan sem borgin stendur við þenur sig um 25-30 KRAKKARNIR léku sér í Miðjarðarhafsfjörunni. TIGNARLEGUR inngangur (keyrsla) í garðana. maður hrein himnasending í Alex- andríu. Því þeir eru svo hjartanlega þakklátur erlendum ferðamönnum sem nenna að fara þessa 230 kíló- metra til að dvelja með þeim þó ekki sé nema örfáa daga. Af því þeir eiga því bara ekki að venjast. Ýmsar sögulegar mlnjar að sjá Þar er mjög merkt grískt-róm- verskt safn, minnisvarðar, kata- kombur sem jafnvel manneskja eins og ég með innilokunarkennd á óeðlilegu stigi, getur skoðað, og hin fræga Pompeiusarsúla. Að ógleymdum Montaza- görðunum, en þá lét næst síðasti kóngur gera, og innan hans eru MONTAZAGARÐARNIR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.