Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 FERÐALÖG Ljjósmynd/Páll Stefánsson Hestaferðir og þjónusta ó Búðum HESTAMENNSKA og hótel í viku á Búðum á Snæfellsnesi hefur nú verið sett á markað fyrir hönd Victors Sveinssonar í Þýskalandi og Dan- mörku. Von er á tveimur hópum í sumar, en árið 1997 verða margir hópar, samkvæmt mark- aðsáætlun. Hugmyndin er að blanda saman lúxusþjónustu og hestamennsku, sem felst í gistingu, mat og hestaferðum. Selt er í pakkaferðir fyrir að minnsta kosti sex manneskjur og í mesta lagi tólf. Ferðin stend- ur I sex daga, og kostar í heild um 60 þúsund krónur. Hestamennirnir fara í fjórar dagsferðir og ganga svo að góðri þjónustu að kvöldi. Morgunblaðið/Golli Fararsijóri frá hestaleigunni Gobbedígobb er með í för og verður með sögulega fræðslu. Far- ið verður frá Búðum um sandana og löngufjör- urnar, einnig gamlar skreiðarflutningaleiðir, Klettsgötu gegnum hraunið, yfir Arnarstapa og upp á Fróðárheiði. Victor Sveinsson segir að þetta ferðaboð hafi fengið góðar viðtökur í Þýskalandi, það falli Þjóðverjum vel og hafi vantað hér á landi. ■ Viréisaukaskattmn til baka - takk! Endurgreiðsla virðisaukaskatts í nokkrum löndum Land Virðisauka- skattur Lágmarks- upphæð sem kaupa þarf fyrir Austurríki 17,6% 6.400 Belgía 17% 15.400 Bretland 14,9% 5.000 Danmörk 20% 3.400 Finnland 18% 1.700 Frakkland 17,1% 15.000 Grikkland 11,5-15,3% 11.400 Holland 14,9% 12.100 írland 17,4% Ekkert lágmark Ítalía 13-16% 13.400 Lúxemborg 13% 6.700 Noregur 18,7% 3.400 Portúgal 14,5% 5.000 Slóvenía 8,1-24,2% 6.000 Spánn 13,8% 8.000 Sviss 6,1% 27.000 Svíþjóð 20% 1.000 Ungverjaland 9,1-20% 12.700 Þýskaland 13% 2.300 ÞAÐ er í raun með ólíkindum hve fáir ferðamenn nýta sér endurgreiðslu á virðis- aukaskatti. Fyrir utan mat, hótelgistingu og bílaleigubíl eða yfír höfuð fyrir utan það sem neytt er innan þess lands sem heim- sótt er, geta ferða- menn fengið endur- greiddan virðisauka- skatt af flestu sem þeir kaupa til þess að taka með sér heim, svo framarlega sem upp- hæðin er yfír ákveðnu lágmarki. Sú upphæð er mismunandi milli landa, sem og virðis- aukaskattshlutfallið eins og sjá má á með- fylgjandi töflu sem unnin er upp úr Travel & Leisure. Það virðist nokkuð algengur misskilning- ur að íslendingar á ferð um Evrópu eigi ekki rétt á endur- greiðslu virðisauka- skatts. Staðreyndin er hins vegar sú að virðisaukaskattur fæst ekki endurgreiddur þegar um er að ræða íbúa Evrópusambands- lands á ferðalagi um önnur EB lönd. ísland er ekki innan Evrópusam- bandsins og samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið hefur engin áhrif á endurgreiðsluna, eins og sumir virðast halda. Margar verslanir eru sérstaklega merktar með Tax-Free límmiðum í gluggum og þar er einfalt að ganga frá málum varðandi endurgreiðsl- una. Það þýðir hins vegar ekki að aðrar verslanir bjóði ekki upp á þennan möguleika, þar er málið bara flóknara. í Tax-Free merktum verslunum útfyllir afgreiðslufólkið sérstaka miða sem síðan þarf að framvísa á flugvöllum eða landa- mærum til að fá stimpil. Þegar stimpillinn er fenginn er hægt að fara í sérstaklega merktar lúgur á viðkomandi stöðum, oftast flug- völlum, til þess að fá skattinn endurgreiddan. Upphæðin er greidd beint út í gjaldeyri viðkom- andi lands, lögð inn á kreditkorta- reikning eða send með ávísun heim til ferðamannsins. Þegar um er að ræða verslanir sem láta ferðamenn ekki fá sérstak- lega útfyllt eyðublöð, þarf fólk sjálft að sjá um að fylla slík blöð út. Það er ekki flókið mál og blöðin má nálgast víða, t.d. í upplýsingabásum verslanamiðstöðva. Eftir að hafa fengið stimpil á þessi blöð á flug- völlum eða við landamæri þarf að senda þau til viðkomandi verslana sem síðan senda endurgreiðsluna um hæl, annað hvort sem póstávís- un eða inn á kreditkortareikning. Þess þarf að gæta að þeir hlutir sem fólk ætlar að fá endurgreiðslu á séu aðgengilegir á meðan pappír- arnir eru stimplaðir þvi oft biðja : ,ijg embættismennirnir um að fá að sjá hlutina. Þessi aðgerð getur oft tek- ið nokkuð langan tíma, enda mynd- ast oft langar biðraðir ferðamanna sem vilja endurgreiðslu á virðis- aukaskatti. Það er því gott ráð að | mæta tímanlega út á flugvöll. ■ fl Fimmtíu skemmtiferðaskip Fleiri sjófaend- ur til Islands í \ FIMMTÍU skemmtiferðaskip koma til Reykjavíkur í sumar, sex þeirra fara svo til Isafjarðar og fjörutíu til Akureyrar. Fleiri far- þegar koma með þeim en í fyrra en þá komu 21.348. Fimm skip- anna verða lengur en einn dag og er það nýlunda. Helmingur farþega á skemmti- ferðaskipum sem koma hingað eru Þjóðverjar en vaxandi fjöldi Breta, Frakka, Bandaríkjamanna og ítala leggur leið sína hingað. Nýr hópur farþega eru Rússar sem verða á skipinu Kazakhstan II, en það hefur oft komið hingað áður en alltaf með Þjóðveija. Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Reykja- víkurhafnar, segir að hefðbundið sé að skemmtiferða- skip leggi að höfn snemma morg- uns og fari aftur um kvöldið. Hins- vegar megi nú merkja breytingar á þessu vegna þess að farþega- skipti verða á skipunum Costa Allegra, Shota Rustaveli, Mermoz, Berlin og Astra II. Leiguvélar koma með nýja farþega og fljúga með hina heim. Farþegar kaupa mlnjagripi fyrlr 5.404 krónur Reykjavíkurhöfn átti hlut að könnun sem Félagsvísindastofnun vann með því að kanna hug far- þega skemmtiferðaskipa árin 1993, 1994 og 1995 og kemur í ljós að meðalaldur þeirra er um sextíu ár, launin eru yfír meðal- lagi, flestir með háskóla- gráðu, og meðaltal- seyðsla í minjagripi er 5.404 krónur. Skipin sem koma til íslands eru yfirleitt á siglingum um hin kaldari svæði jarðar, eins og Noreg, Fær- eyjar, ísland, Jan Majen eða „Norden“ sem merkir líka ferskt loft í hugun margra. Dæmi um önnur markaðssvæði skemmti- ferðaskipa eru hlý svæði Vestur- ísland nefnt árlö 1835 í auglýsingu um siglingu Morgunblaðið/Kristinn SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Oriana er stærsta skipið sem kom til Reykjavíkur í fyrra. landa og framandi svæði eins og Karíbahafið, Afríka og Kína. Ágúst segir að í samstarfi við Færeyinga og Grænlendinga sé verið að reyna að bæta Grænlandi við viðkomustaði skipanna. Hins- vegar sé það fremur erfitt vegna þess að yfirleitt tekur siglingin 14 daga og einhver annar staður dytti því út. Norsku firðirnir eru helstu keppinautamir. Þess má geta í lokin að orðið Cruise þýðir að sigla fram og aft- ur sér til skemmtunar, en Agúst Ágústson rakst nýlega á grein sem upplýsir að orðið hafi fyrst verið notað árið 1835 í auglýsingu sem birtist í blaðinu Shetland Journal: Imaginary cruise from Stromness in Scotland, round Iceland and the Faroe Islands. ísland er því tengt skemmtisiglingum frá upphafí, þótt þessi ferð hafí reyndar aldrei verið farin. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.