Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 1
Danmörk Ódýrir bílaleigubílar fyrir íslendinga Tveggja víkna gjald: Opel Corsa, dkr. 2.995 Opel Astra, dkr. 3.590 Opel Astra st., dkr. 3.990 OpelVectra, dkr. 4.390 Innif. ótakm. akstur og tryggingar. Fáið nánari verðtilboð. Nýkominn sumarhúsalisti sendist ókeypis tjölbreytt úrval sumarhúsa um alla Danmörk. International Car Rental ApS. Uppl. á íslandi sími 456-3745. Gamla fiskimanna- þorpið sem núna hefur viðurnefnið Litla Manhattan. BENIDORM Flugleiðir og SAS Lægri Saga Class fargjöld FLUGLEIÐIR og SAS hafa gert samkomulag um að bjóða ný og lægri Saga Class fargjöld, svokölluð Saga2 gjöld, til 46 staða í Evrópu- sambandinu. Fargjöldin eru 25-30% lægri en almenn Saga Class gjöld. Þjónustan um borð og á flugvöllum er sú sama og Saga Class farþegar njóta og hægt er að bóka Saga2 gjöldin og gera breytingar á ferðatilhögun með allt að fjögurra daga fyrirvara. . Símon Pálsson, forstöðumaður arkaðsdeildar Flugleiða á íslandi, segir reynslu af slíkum fargjöldum góða, en þau stóðu til boða til nokk- urra staða sl. vetur. Að sögn Símonar hefur sala á Saga Class farmiðum á íslandi, þ.e. Saga Class og Saga2, aukist um 28% milli ára fyrstu fjóra mánuði þessa árs. Hann segir markmið Flugleiða og SAS að auðvelda íslenskum fyrir- tækjum aðgang að markaði Evrópu- sambandsins. Fólk úr viðskiptalífinu eigi nú greiða leið til um 50 borga í Evrópu á þessum nýju fargjöldum. |lto(0tttiHiiM^ SUNNUDAGUR19. MAÍ1996 BLAÐ C Hin eina sanna 3 Lægsta verð á bílaleigubílum hverf sem ferðinni er heitíð Hringdu i okkur og fáðu sendcn sumarbækllnginn s: 588 35 35 Breytingar ó fyrningarreglum Vildarklúbbs Flugleiða Ferðapunktar í allt að f jögur ár ánfyrningar UMSÓKNAREYÐUBLÖÐ um aðild að Vildarklúbbi Flugleiða liggja frammi á söluskrifstofum Flugleiða, í flugstöðvum, hjá ferðaskrifstofum og víðar. FRÁ 1. maí sl. eru ferðapunktar, sem korthafar Vildarklúbbs Flugleiða ávinna sér, í gíldi í allt að fjögur ár. Korthafí sem byrjar í Vildarklúbbnum í júní 1996 getur því safnað sér punkt- um til 31. desember 1999 án fyrning- ar. Hafi hann ekki náð að safna nægilegum punktum fyrir vildarferð eða vildarþjónustu, falla áunnir punktar á árinu 1996 niður. Elísabet Hilmarsdóttir, deildarstjóri Vildarklúbbsins, segir að allir 18 ára og eldri geti sótt um að verða félagar í klúbbnum. Fylla þurfi út umsóknar- eyðublöð, sem liggi frammi á sölu- skrifstofum Flugleiða, í flugstöðvum, hjá ferðaskrifstofum og víðar. Við skráningu vinnur korthafi sér inn 3.000 ferðapunkta, sem eru jafn- margir punktar og hann getur áunnið sér með ferðum á almennu farrými til og frá Kaupmannahöfn. Sem dæmi um ávinning Vildar- klúbbsfélaga segir Elísabet að 36 þúsund ferðapunktar nægi til að vinna sér inn vildarferð til Norðurlandanna, Amsterdam, London, Glasgow og Lúxemborgar, en hins vegar þurfi 50 þúsund ferðapunkta til vildarferðar til Bandaríkjanna og Halifax í Kanada. Frá 1. mars hafa korthafar Vildar- klúbbsins jafnframt getað safnað ferðapunktum fyrir innkaup í Saga Boutique með því að fá kaupin skráð á kort sín. Sem dæmi safnast 150 ferðapunktar fyrir innkaup frá 2.001 kr. til 5.000 kr. Elísabet segir að korthafar Vildar- klúbbs Flugleiða njóti einnig vildar- kjara hjá SAS, Scandic-hótelunum og Herz-bílaleigunum. ¦ HATIÐ HESTAMANNA ? FJÓRTÁN daga alþjóðleghátíð hestamanna verður í Ungverja- landi 10. til 24. september f haust vegna 1100 ára landvinnings- afmælis þjóðarinnar. Forfeður Ungverja numu land- svæðið, sem nú kallast Ungverja- land, á hestbaki og vilja nú stefna reiðmönnum allra þjóða til sín. Aðstandendur hátíðarinnar hafa leitað hófanna hjá íslendingum um hesta og reiðmenn á hátíðina. Hátíðin verður fjölbreytt og miðað við að bæði áhugamenn og atvinnumenn geti notið hennar, en hún hefst á þvi að um 5000 knapar frá 105 löndum riða um stræti Kecskemétborgar, en þar er hátíðin haldin. Fallegasti hestur veraldar verð- ur valinn á hátíðinni, en meðal þeirra sem vclja hann verða Luc- iano Pavarotti og Bridgitte Bard- ot. Einnig verður markaður með öllu sem viðkemur reiðmennsku, og dagskrá með sýningum og keppni. Upplýsingar um hátíðina fást hjá Túra És Távlovasok, H- 1053. Búdapest, Ferenciek tere 4. Sími 1171-644. Fax 2670-171. ¦ . *£,_-, ¦ ¦' ¦ ¦..! wv&v . ... ¦ ¦ . Á. Ca's Sabones á PALMA N0VA Vistarverur: Rúmgóðar íbúðir með einu svefnherbergi, eldhúskrók, baði, svefnherbergi og góðum svölum sem allar snúa út að glæsilegum garðinum. Aðstaða: Tvær sundlaugar, barnalaug, sundlaugarbar, bar, leiktæki og dagleg skemmtidagskrá. Staðsetning: Glæsileg strönd og gífurlegur fjöldi veitinga- og skemmtistaða á Magaluf og Palma Nova í stuttu göngufæri. Tilvalinn staður fyrir alla í fjölskyldunni! 133 Bókunarslaða 17. inaí maí 20. uppselt 27. uppselt júní 3. 6 sæti laus 10. uppselt 17. uppselt/biðllsti 24. laussæti júli 1. 10sætilaus 8. 3 sæti laus 15. uppselt 22. laussæti 29. laussæti ágúst 5. uppselt iwilffl staðgreitt á mann m.v. 2 fullnrðna í íbúð ÚRVAL ÚTSÝN Lágmúla 4: sími 569 9300, Hafnarflrði: sími 565 2366, Kejlavík: sími 421 1353, Selfossi: sfmi 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og hjá umboðsmbnnum um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.