Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hljóðlátur Röskur Mjúkur Stutt gírstöng FORD Transit er til bæði 9 og 15 manna. Morgunblaðið/Sverrir Lipur og hljóðlát Ford Transit smárúta með dísilvél SENDI- og farþegabíllinn Transit frá Ford kom snemma á þessu ári í nýjum búningi til landsins eins og þegar hefur verið greint frá hér á síðunum. Transit var algengur á götum og vegum hérlendis á árum áður og hefur nú sakir flöl- breytni, ágæts búnaðar og iS þokkalegs verðs alla burði til að ná vænni markaðshlutdeild Ui á ný. Hérlendis verður Ford BC Transit boðinn sem farþegablfl í tveimur lengdum, þ.e. 9 manna og síðan 10 til 15 manna eftir sætaskip- an. Heitir minni gerðin Toumeo LX og kostar milli 2,5 og 2,6 milljónir eftir vélarstærð en stærri gerðin kostar milli 2,6 og 2,7 m. kr. einnig eftir vélastærð og síðan má taka hann með ýmsum viðbótarbúnaði. Við skoðum í dag 15 manna gerðina með 2,5 lítra dísilvél með forþjöppu. ÁGÆTT er að komast inn og út um farþegarýmið er gangurinn milli sætanna er hins vegar ekki of breiður. Fínlegur SÆTI eru fyrir 15 í þessari gerð. 4,6 og með 2,83 m hjólhafi. Bíll- inn er heldur liðugur í akstri í borg og bæjum og er ekki flókið að meðhöndla hann í öllum venju- legum bílastæðum og slíku, það er helst að sýna þurfi lagni þegar reynt er að leggja í venjuleg stæði við stöðumæli þar sem aðrir hafa þrengt vel að. Á þjóðvegi hagar Ford Transit sér allvel, m.a. vegna þess að blað- fjaðrirnar að aftan eru ekki eins stífar og á sendibílaútgáfunni. Gerir það bílinn nánast mjúkan í akstri og virkar hann ekki laus í rásinni jafnvel þótt ekið sé með hann án farþega. Þá er vinnslan hörkugóð. Skaplegt verð Verðið er nokkuð þokkalegt á Ford Transit. Þessi 15 manna útgáfa sem er aukalega búin hit- aðri framrúðu, rafknúnum rúðum og speglastillingum kostar kr. 2.872.000 en myndi án aukabún- aðar kosta kr. 2.688.000. Með 100 hestafla dísilvélinni myndi bíllinn kosta kr. 2.778.000. Til saman- burðar má nefna að 9 manna bíll- inn kostar 2,5 milljónir með tveggja lítra og 115 hestafla bens- ínvél og tæpar 2,6 með 85 hest- afla dísilvélinni. Margs konar aukahlutir eru fáanlegir í bæði 9 og 15 manna bílana svo og annar búnaður. Má þar m.a. nefna að sjálfskipting sem aðeins er í boði í dísilútgáfun- ar kostar kr. 189.900, aukamið- stöð með tímastilli kostar 149.800 krónur, líknarbelgur í stýri kr. 54.800, útvarp með segulbandi kr. 24.900 og þannig mætti áfram telja. Telja verður þetta nokkuð skaplegt verð og má hiklaust segja að Ford Transit stendur vel fyrir sínu hvað varðar þægilegan ferðabíl. ® Jóhannes Tómasson Ford Transit er allt að því lag- legur bíll, hefur dálítið kantaðar línur en framendinn er fínlegur, góður halli frá vatnskassahlíf og luktum og upp á þakbrún. Fram- rúðan er ekki of stór og aðrar rúður einnig hæfilega stórar og lagleg neðri línan í fremsta hliðar- glugganum. Afturendinn er slétt- ur og felldur, hjólbarðar á 15 þumlunga felgum og raunar ýmis- legt fleira í boði þar, og allur er bíllinn hinn þokkalegasti í útliti. Transit er fáanlegur með þremur gerðum af toppi, þ.e. einni sem er „venjuleg", þá milli hæð og síðan sérlega háu þaki og er sú gerðin aðeins fáanleg í lengri gerðinni. Farþegabflamir eru ekki boðnir með lægstu þakútfærslunni. Að innan er Transit ósköp snyrtilegur. Sætaskipan í 15 manna bílnum er þannig að hjá bflstjóra sitja tveir farþegar og síðan em fjórar þriggja sæta raðir sem þýðir að bíllinn er fullur af sætum, ekkert rými er eftir fyrir farangur. Þeir sem vilja farang- ursrými verða því að fórna nokkr- um sætum eða hækka í honum gólfið og koma fyrir hólfum undir því. Ágætt er að sitja í öllum sætum, þau veita góðan stuðning og útsýni er gott á alla lund. Umgangur er sæmilegur, þ.e. miðjugangurinn má vart vera þrengri en kostur er að ekkert sæti þarf að hreyfa til að komast leiðar sinnar og annar kostur er að einnig er hægt að fara inn um afturhurðina til að komast t.d. í öftustu sætaröðina. Þá er góður kostur að samlæsingin virkar á allar hurðir og er það til þæginda í allri umgengni. MÆLABORÐ er vel frágengið og skemmtilega hannað. Gott mælaborð Mælaborðið er nokkuð smekk- legt o g er það allt frekar á breidd- ina en hæðina. Beint fram af öku- manni eru hefðbundnir hraða- og snúningshraðamælar ásamt helstu gaumljósum, útvarp efst hægra megin við stýrið og mið- stöðvarrofar þar fyrir neðan. Gír- stöng er sæmilega staðsett en mætti að skaðlausu vera hærri. Þá er stýrið voldugt, nokkuð svert á að taka og kannski varla nógu stórt. Hér er þó spuming hvort menn nálgast þennan bíl sem hóp- ferðabíl eða venjulegan fólksbfl en samkvæmt skilgreiningu er stærri gerðin að minnsta kosti hópferðabíll. Vélin er áhugaverð. í þessari gerð var 2,5 litra dísilvél með for- þjöppu og 85 hestöfl. Snúnings- vægið er 200 Nm við 2.100 snún- inga. Hægt er einnig að fá 100 hestafla dísilvél sem kostar þá um 100 þúsund krónum meira en það er spurning hvort nokkur þörf er á því. Betur færi að nota þá við- bót til að fjárfesta í viðbótarbún- aði eða þægindum. Vélin vinnur mjög létt og skemmtilega og er bæði ágætlega snör í viðbrögðum og vinnslu í brekkum og hólum á þjóðvegaakstri. Fimm gíra hand- skiptingin er líka lipur og þægileg viðskiptis nema hvað eins og nefnt var fyrr að stöngin mætti að skað- lausu vera ögn lengri. Elcki flóklnn í meðförum Ekki er flókið að aka eða með- höndla Ford Transit jafnvel þótt hann sé af lengri gerðinni. Eitt af því sem auðveldar málið er gott ökumannssæti, þ.e. með fjöl- breyttum og góðum stillingum. Heildarlengdin, rúmir 5 metrar er ekki mikið meira en allstór fólksbíll þótt hjólhafíð sé kannski meira, 3,5 m en styttri gerðin er Ford Transit í hnotskurn Vél: 2,5 títrar, 4 strokk- ar, 85 hestöfl, forþjappa. Afturdrlfinn - 15 manna. Vökvastýri. Tregðulæsing. Fimm gíra handskipt- ing. Höfuðpúðar og örygis- beiti á öllum sætum. Fjölstillanlegt öku- mannssæti. Rennihurð á hægri hiið. Tvískipt afturhurð, opnast 180 gráður. Samlæsing. Hiti í afturrrúðu. Upphituð framrúða. Rafknúnar rúður í fram- hurðum. Rafknúnir og upphitað- ir hliðarspeglar. Trappa að aftan. Lengd: 5,36 m. Breidd: 1,94 m. Hæð: 2,22 m. Hjólhaf: 3,57 m. Þyngd: 2.082 kg. Burðargeta: 1.168 kg. Stærð eldsneytist- anks: 68 I. Eyðsia: 9,9 I í þéttbýli, 9,0 I á 90 km hraða. Hjólbarðastærð: 225/70R 15 6PR. Staðgreiðsluverð kr.: 2.872.000. Umboð: Brimborg, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.