Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 D 3 Bílasala aó færast inn í stórverslanir BYLTING hefur orðið í sölu á not- uðum bílum í Bandaríkjunum síðustu mánuði með tilkomu nýrra risabíla- sala. Vinnubrögðin eru líka með allt öðrum hætti. I stað sölumanna sem gera því sem næst hvað sem er til þess að sannfæra viðskiptavininn um að festa kaup á bíl beita starfsmenn nýju fyrirtækjanna engum þrýstingi og þegar eitt sinn er búið að setja verð á bíl verður því ekki breytt. Venjur kaupenda að breytast Það eru engir nýgræðingar í kaup- sýslunni sem hafa snúið sér að þess- um blómlegu viðskiptum. Raftækja- risinn Circuit City og myndbanda- keðjan Blockbuster hafa sett upp gríðarstórar miðstöðvar, CarMax, með allt að 1.000 nýlegum bílum utandyra. í síðasta mánuði tókst samstarf með einum stærsta seljanda eldhúsáhalda í Bandaríkjunum og gæðamálagúrúnum J.D. Power um stofnun Driver’s Mart og ráðgert er að setja á stofn 100 miðstöðvar vítt og breitt um Bandaríkin. Fyrirtæki á þessu sviði starfa öll með áþekkum hætti. Bílamir eru boðnir á föstu verði sem engin leið er að prútta niður og sölumennimir láta viðskiptavini í friði ef þeir óska þess. Andrúmsloftið er afslappað, hugað er að þörfum bamanna með leiktækjum og hægt er að fá sér hressingu á staðnum. Opnunartími er lengri en tíðkast hjá öðmm bílasöl- um. Sérfræðingar segja að þessir nýju viðskiptahættir hafi nú þegar breytt venjum bandarískra bílkaup- enda. Núna em fjórar CarMax miðstöðv- ar í rekstri og á síðasta ári seldu þær bíla fyrir 290 milljónir dollara, tæpa 19 milljarða ÍSK. Ráðgert er að opna sjö nýjar CarMax miðstöðvar á þessu ári og 20 fyrir árið 1999. Kort af bílastæðinu í CarMax miðstöð tekur sölumað- ur á móti viðskiptavini, svarar spurn- ingum hans og leiðir hann að tölvu með snertiskjá. Þar velur viðskipta- vinurinn þá bílgerð sem hann hefur helst áhuga á og prentar út allar upplýsingar um hann ásamt litmynd og korti sem sýnir hvar bílnum hefur verið lagt við miðstöðina. Ef við- skiptavininum líkar það sem hann sér á myndinni kallar hann í sölu- mann sem sest í farþegasætið og farið er í reynsluakstur. Á meðan skoða bifvélavirkjar CarMax uppí- tökubílinn. Þegar komið er til baka úr reynsluakstrinum fær viðskipta- vinurinn útprentað verðmat á uppí- tökubílnum ásamt verðtilboði. Sé það viðskiptavininum að skapi gengur CarMax frá öllum pappírum. Snúist honum hugur á hann þess kost að skila bílnum innan fimm daga frá kaupunum að því tilskildu að bílnum hefur ekki verið ekið meira en 250 mílur. Auk þess sem eftir lifir af upphaflegri ábyrgð bílsins frá fram- leiðanda býður CarMax 30 daga ábyrgð með hveijum bíl. Bílarnir sem CarMax selur eru fæstir eknir meira en 20.000 mílur og þeir hafa farið í gegnum viða- mikla skoðun. ■ VW EA420, nýr smábíll sem verður minni en Polo, verður með þriggja strokka vél. Nýr Volkswagen smóbíll smíóaóur ó sjð klsf VOLKSWAGEN hyggst smíða nýjan smábíl, minni en Polo, sem hefur verið hannaður þannig að samsetningin á aðeins að taka sjö klukkustundir. Ferdinand Piech, stjómarformaður VW, sagði á ráð- stefnu sem 850 bflvélahönnuðir sóttu í Vín í byijun mánaðarins, að einföld samsetningin væri lykill- inn að því að gera þetta verkefni ábatasamt fyrir VW. Nýi smábíllinn er byggður á styttri grind af Polo og keppir í sama stærðarflokki og Renault Twingo og Fiat Cinquecento. Ford Ka smábíllinn sem Ford hyggst setja á markað á næstu áram er í sama stærðarflokki. Piech sagði að það tæki 30 klst að smíða Golf og fullyrti hann að nýi Polo bfllinn yrði innan tíðar smíðaður á 14 klst. Nýi smábíllinn yrði hins vegar smíðaður á aðeins sjö klst. Þriggja strokka vél Bíllinn er þekktur undir vinnu- heitinu EA420 og var fyrst kynnt- ur sem Chico hugmyndabíllinn á bílasýningunni Frankfurt 1991. Bíllinn verður að öllum líkindum með þriggja strokka vél en áður hafði VW gert tilraunir með tveggja strokka vél en hætti þeim vegna þess hve erfiðlega gekk að fá þýðan gang í þær. Piech greindi ekki frá því í smáatriðum hvernig VW hyggst ná svo skömmum framleiðslutíma en ræddi ítarlega um samskipti bílaframleiðenda og birgja. Vitað er að VW er að leggja drög að tilraunum í verksmiðjum sínum í Brasilíu og Argentínu og í Skoda verksmiðjum sínum í Tékklandi þar sem birgjar verða starfandi innan verksmiðja VW. ■ Morgunblaðið/Sverrir ÞORLEIFUR Þorvaldsson, sölustjóri hjá Ingvari Helgasyni hf., afhendir Hafsteini Valssyni, eiganda Bílaleigu Reykjavíkur, átta nýja bíla af gerðinni Nissan Almera og Micra. Með þeim á myndinni er Hallfríður Karlsdóttir, eiginkona Hafsteins. Ný bílaleiga tekur til starfa í Reykjavík BÍLALEIGA Reykjavíkur er nýtt fyr- irtæki sem er að hefja starfsemi. Hafsteinn Valsson er eigandi bíla- leigunnar en hann hefur starfað sl. 20 ár hjá Bílaleigu Akureyrar. Hafsteinn kvaðst telja að enn væri rúm fyrir nýja bílaleigu en hann hyggst einbeita sér að útleigu á hefð- bundnum fólksbílum fyrst um sinn. Bílaleiga Reykjavíkur, sem er til húsa i Fellsmúla, fékk afhenta átta nýja bfla frá Ingvari Helgasyni fyrir skemmstu af gerðunum Nissan Micra og Nissan Almera. ■ TILBOÐ ÓSKAST 1 í Ford Thunderbird LX árg. ‘94 (ekinn 19. þús. mílur), Dodge Spirit ES árg. ’90, Dodge Van 250 (Custom) árg. ‘93 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 21. maí kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA Meöalaldur bíla hór á íslandi FÓLKSBÍLAR í Evrópu eru að meðaltali 8,2 ára gamlir. Bílaflotinn í Tékklandi er sá elsti í álfunni, 14,2 ár og þar eru bílar að meðal- tali 23 ára þegar þeir eru unnir í brotajárn. Norðmenn koma næstir á eftir með 10,4 ára gamlan flota og þar er bflum hent þegar þeir era að meðaltali 17,4 ára. Yngsti bíla- flotinn er hins vegar í Sviss, 5 ár. Bílafloti íslendinga er aðeins eldri en meðaltalsaldurinn var í árslok 1995 8,4 ár. ■ Meðalaldur bílaflotans í Evrópu Sviss 5,0 Ár I Bretland Jtl Holland sT' I Þýskaland 6,5 fe Italía 6,7 I Slóvenía 6,7^ Frakkland 6,8 I Belqía 6,9 I Dánmörk w I Spánn — 8,2| Meðaliaí 8,2 I ísland 8,4| Svíþjöð 9,1 I Finnland 9,2 1 Gnkkfáh’dr TÖ7Ó ! Noregur 10.4 1 Tékkíand H2 Auto- Hart* wachs I i 8 t ■-: ■ 1 Þekking Reynsla Þjónusta cá i icim iye SUOtJRl AHDSBHAUT S. 108 BEYKJAVlK. SlMI: SSI 4830. FAX: SI1 3862

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.