Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Umbúðamál í ólestri STJORN Islandsmarkaðar TclanrlcrviavUíirSiiv Tif hefur ákveðið að stofna sér- ISlíURlMIlílI lAiltmi III. stakt félag í þeim tilgangi stofnar umbúðamiðlun ff koma ™;úwum í lag, en að sogn Agusts Iiiin- arssonar, stjórnarformanns, eru þau mál í miklum ólestri. Kassar og kör gangi á milli aðila eftirlitslítið og fáir hugsi um körin. „Menn eru tregir að endurnýja kör vegna þess að þau lenda fljótt á flakki og erfitt er að endurheimta þau. Það er orðin gömul hugmynd að reyna að ná tökum á þessum málum með miðstýrðum hætti, en ekki hefur tekist að átta sig á því hvaða útfærsla er heppilegust," segir Ágúst. Islandsmarkaður fékk Viðskipta- fræðistofnun Háskóla íslands til að vinna hagkvæmnisathugun um umbúðamiðlun. Gerð var skýrsla um efnið þar sem lagt er til að ís- landsmarkaður reki umbúðamiðlun sem hluta af starfseminni. Slík miðlun yrði háð nákvæmu, tölvu- stýrðu skráningakerfi, sem byggði á strikamerkingum. Nú er að verða til tæknibúnaður, sem uppfylit get- ur slíkar kröfur. Nýja félagið, sem er dótturfyrirtæki Islandsmarkað- ar, er þannig hugsað að tekjur kæmu inn sem nýttust til endurnýj- unar kara auk þess sem byggt verð- ur upp upplýsingakerfi, sem gefur ætíð til kynna hvar einstök kör eru. Hægt verður að reikna út leigu og hafa umsjón með endurheimtu. Gert er ráð fyrir að tölvukerfi ís- landsmarkaðar verði nýtt til skrán- ingar, innheimtu og reikningshalds. Morgunblaðið/Silli ÞÓRÐUR Pétursson hefur skotið nokkra seli að undanförnu. Blöðruselur gerir usla Húsavík. Morgunblaðið. HÚSVÍSKIR sjómenn hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna blöðrusels á Skjálfanda. Hann held- ur sig nú grynnra en oft áður og gerir usla í þorskanetum þeirra, sem eiga net í sjó, bæði grunnt og djúpt. Selurinn ræðst á fiskinn í nótunum og bítur aðallega kviðinn. Sjómenn telja jafnframt að hann fæli þorsk- inn frá því að ganga í flóann. Sverrir Héðinsson, sem rær á Kvikunni ÞH, hefur í vor fengið fimm blöðruseli í þorskanet, en eng- an á síðasta ári. Þórður Pétursson veiðimaður hefur skotið nokkra blöðruseli án þess að hafa fengið greitt fyrir þá hjá ríkinu, eins og áður. Selurinn þykir góður í refafóður, en lítið fæst fyrir hann á þeim markaði svo að svo stöddu er ekki hagstætt að gera út á selveiðar. Mecklenburger tapaði 111 millj. kr. 1995 Togari seldur til Argentínu ÞÝSKA útgerðarfélagið Mecklenburger Hochseefíschei, sem er dótturfyrirtæki Útgerðarfélags Akureyringa hf., tapaði á síðasta ári 2,5 milljónum þýskra marka sem svarar til 111 milljóna ísl. króna, þrátt fyrir verulegar umbætur í rekstrinum. Jón Þórðarson, stjórnarformaður ÚA, sagði í samtali við Verið að rekstur þýska útgerðarfélagsins hefði batnað til muna eftir gagn- gera endurskipulagningu, sem framkvæmd var á árinu 1994, og áfram yrði unnið að því að leita leiða til þess að bæta afkomu fé- lagsins. Meðal annars væri nýlega búið að ganga frá sölu eins af togur- um fyrirtækisins, Aurega, til Arg- entínu, og er afhending fyrirhuguð síðar í sumar. Jón sagði að söluverð yrði ekki gefið upp. Eftir stæðu þá fimm togarar í eigu þýska félagsins. Liggja stóran hluta ársins Að sögn Jóns má leita skýringa á tapi í því að ekki er raunveruleg- ur fullur rekstur á skipum félagsins nema hluta ársins. „Afkoman er út af fyrir sig viðunandi þegar skip- in eru í rekstri, en kvótinn er þann- ig að þau eru fyrst og fremst á karfaveiðum á Reykjaneshrygg og svo með lítilsháttar kvóta í Barents- hafi. En stóran hluta ársins hafa skipin legið í höfn.“ Á síðasta stjórnarfundi í Meckl- enburger Hochseefischerei kom Jón Þórðarson nýr inn í stjórnina i stað Gunnars Ragnars, fyrrverandi framkvæmdastjóra ÚA, en aðrir stjórnarmenn frá íslandi eru Björg- ólfur Jóhannsson framkvæmda- stjóri ÚA og F’étur Bjarnason stjórnarmaður í ÚA. FRÉTTIR FRÁ Hvammstangahöfn. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Miðfjörður fullur af fiski Hvammstangi. Morgunblaðiö. ÓVENJULEGT ástand hefur verið í innanverðum Húnaflóa á liðnum vikum. Þorskur virðist vera um all- an sjó. Fyrst varð vart við fiskinn, þegar sjómenn hugðust veiða rauð- maga, hann varð í minnihluta en nóg af þorski. Á Miðfjörð komu þá nokkrir bát- ar frá höfnum við Eyjafjörð og mokveiddu. Sögur heyrast af 20 tonna afla á sólarhring hjá 60 tonna bát. Fiskinum var landað á Hvammstanga og hann fluttur norður til vinnslu. Fiskurinn var vænn og hrognafullur. Má telja fullvíst, að hann muni hrygna í ein- hveijum mæli í Húnaflóa á þessu vori. Uggur virðist í rækjusjómönnum, ef þorskur ætlar að sækja í flóann í auknum mæli. Bæði gengur hann á rækjustofninn, og eins má búast við vandamálum vegna þorskseiða á komandi hausti. Tólf togarar vilja fara í síldina TÓLF af nítján togur- Kvóta hinna sjö togaranna TÍZÍÍZ t úthlutað á nótaveiðiskip staðfest umsóknir sínar, en frestur til þess rann út á miðnætti í fyrra- kvöld. Alls óskuðu nítján togarar eftir að fá að veiða síld þegar að sjávar- útvegsráðuneytið auglýsti eftir umsóknum, en ljóst er að sjö skip hafa nú hætt við fyrirhugaðar veiðar. Af þeim 190 þúsund tonnum, sem komu í hlut íslendinga, voru átta þúsund tonn tekin frá fyrir togarana. Þeir, sem fara munu á veiðarnar, fá sinn hluta af þessum átta þúsund tonnum, en það sem verður umfram, mun deilast niður á öll síldarskipin. Þeir tólf togarar, sem staðfest hafa umsóknir og hyggjast fara í Síldarsmuguna, eru: Páll Pálsson ÍS, Hoffell SU, Ljósafell SU, Venus HF, Eyvindur Vopni NS, Ólafur Jónsson GK, Barði NK, Gnúpur GK, Örvar HU, Stakfell ÞH, Hrafn Sveinbjarnarson GK og Þerney RE. Aftur á móti þeir togarar, sem sóttu um en hætt hafa við eru: Snorri Sturluson RE, Björgúlfur EA, Nökkvi HU, Björgvin EA, Baldvin Þorsteinsson EA, Örfirsey RE og Guðbjörg ÍS. Gott að hafa síldina ef litið er til lengri tíma Upphaflega stóð til að togararnir þyrftu að heija síldveiðar fyrir 5. júní, en því var breytt í 20. júní fyrir síðustu helgi. Öll nótaveiði- skipin, sem fengu úthlutað í þar síðustu viku, eru farin á veiðar. Þau eru 51 talsins. „Ég reikna með því,“ sagði Kristján Loftsson í gær þegar hann var spurður hvort hann ætlaði á síld- veiðar. „Við förum fyrir þá dagsetn- ingu sem nefnd hefur verið í þessu sambandi." Hann sagði að það gæti vel verið að það væri hagkvæmara að vera á Reykjaneshryggnum í augnablik- inu, en ef hugsað væri til lengri tíma gæti verið gott að hafa síldina líka. „Útgerðin tekur ekki aðeins eitt ár,“ sagði hann. Kostnaðurinn við að fara á síld- veiðar segir Kristján að sé óveruleg- ur: „Við eigum síldarflokkunarvél og notum meira og minna sömu veiðar- færin. Það er ekkert mál að veiða síldina, heldur er spurningin hvaða verð fæst fyrir hana, hversu langur tími fer í veiðarnar og hvar hún kemur til með að halda sig. Það veit enginn fyrirfram með öruggri vissu.“ Ari Hafliðason Tekið á móti 1.0001 af steinbít Patreksfirði. Morgunblaðið HINN 1. maí var haldið upp á það í frystihúsinu Odda hf. á Patreksfirði að búið var að taka á móti eitt þús- und tonnum af steinbít á vertíðinni í ár. Er þetta annað árið í röð sem tekið er á móti yfir þúsund tonnum af steinbít. Oddi hf. er einn stærsti aðilinn í framleiðslu á steinbítsafurð- um á landinu. Vertíðinni er nú lokið og hafa bátarnir flestir skipt yfir á dragnót og þeir minni farnir að sækja í þorskinn. Starfsmenn, ásamt mök- um og börnum, héldu upp á áfang- ann með grillveislu og gerði fólk lambakjötinu góð skil enda sáu Hall- dór Leifsson útgerðarstjóri og Skjöldur Pálmason verkstjóri um grillið og eru þeir rómaðir kokkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.