Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.05.1996, Blaðsíða 7
h MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 D 7 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson NÝI Sighvatur Bjarnason VE 81 í höfninni í Eyjum. Nýr Sighvatur Bjarnason til Yinnslustöðvarinnar NÝR Sighvatur Bjarnason VE sem Vinnslustöðin í Eyjum keypti frá Noregi kom til Vestmannaeyja fyr- ir skömmu. Skipið er smíðað í Noregi árið 1975 og er burðargeta þess um 1500 tonn af bræðslufiski en um 1350 tonn í kælitönkum. Skipið er búið bæði til troll- og nótaveiða og getur verið með tvær nætur og troll um borð í einu. Skipið er ágætlega tækjum búið, skipt var um spilbúnað og vélbúnað árið 1987, aðalvélin er 3.020 hest- afla Bergen, og er togkraftur þess um 40 tonn. Skipið er búið nýjum nótablökkum sem settar voru í það fyrir tveimur ái-um. Með kaupunum á skipinu er ætlun Vinnslustöðvarinnar að fá fyrr loðnu til bræðslu auk þess sem kælitankar skipsins gera mögulegt að sigla með afla til vinnslu til manneldis lengri veg en skip Vinnslustöðvarinnar hafa getað til þessa en nýi Sighvatur mun hefja síldveiðar austan við land á næst- unni. Ætlunin er að gamli Sighvatur Bjarnason verði seldur í stað þess nýja. Skipstjóri á skipinu verður Guðmundur Sveinsbjörnsson en hann var áður með gamla Sighvat Bjarnason. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson NÝR Glófaxi við komuna til heimahafnar í Eyjum. Nýr Glófaxi til Eyja NYR Glófaxi kom til heimahafnar í Eyjum fyrir skömmu. Bergvin Oddsson, útgerðarmaður og skip- stjóri, keypti skipið frá Árskógss- andi þar sem það hét Arnþór EA. Skipið er þó ekki alveg óþekkt í Eyjum, því áður en það fór norður hét það Bergur og var það í eigu Sævalds Pálssonar, útgerðar- manns. Nýi Glófaxi er 349 brúttótonn að stærð og í honum er 750 hest- afla vél en skipið er einnig vel búið fiskleitar og siglingatækjum. Gló- faxi er keyptur án kvóta og er ráð- gert að skipið byrji á því að halda til síldveiða í Smugunni. Gamli Gló- faxi er enn í eigu Bergvins en sam- kvæmt heimildum Versins er ráð- gert að hann verði seldur og kvót- inn af honum færður yfir á nýja Glófaxa. GREINAR Alþingi afleggi ekki línutvöföldun NÚ ER til umræðu á Alþingi stjórnarfrum- varp um stjórn fisk- veiða. Þetta er eitt af stórmálum í íslensku efnahagslífi og því hafa fiestir skoðanir á málinu sem stangast því miður oftast á. Það sem ég hef áhyggjur af er að hróflað verði við svokallaðri línutvö- földun eins og nú er til umræðu. Af hveiju, það langar mig að skýra nánar. Frá því að fiskmark- aðir tóku til starfa hafa unnist margir mikilvægir markaðir fyrir afurðir okkar erlendis. Þetta gerðist vegna þess að aðgangur framleiðenda að hráefninu varð auðveldari og þeir gátu því boðið afurðirnar fleiri afurðasölum, sem kepptust við að fá sem best verð. Þeir erlendu aðilar, sem borga hæst verð, krefjast mestra gæða og því er mikilvægt að hafa aðgang að hráefni af hæsta gæðaflokki. Þessir markaðir eru ekki síst þeir, sem kaupa ferskan fisk sem fluttur er út með flugi bæði til Bandaríkjanna og Evrópu eftir að tollar lækkuðu á ferskum unnum fiski þangað. Kröfuharðlr markaðir og dýrari línufiskur Ekki þarf að orðlengja það hversu mikilvægt það er fyrir þjóð- ina og efnahag hennar að slíkum mörkuðum sé sinnt því þegar lítið má veiða af þorski skiptir það efna- haginn miklu hvort kílóið af flökuð- um þorski kostar 350 krónur eða 400. Þeir framleiðendur, sem kaupa sitt hráefni á fiskmörkuðum og hafa sérhæft sig mest í að fram- leiða á kröfuharða og dýra mark- aði, sækjast helst eftir fiski sem veiddur er á línu því hann er óum- deilanlega besti fiskur, sem kemur að landi. Þorskur og ýsa sem veiðast á línu eru að jafnaði 10-15% dýrari á fisk- markaði en sömu tegundir í sömu stærðarflokkum veiddar í önnur veiðarfæri. Munurinn er minni á þorski og meiri á ýsu og misjafnt eftir því við hvaða veiðarfæri er miðað. Það er þvi aivarlegt fyrir fisk- markaðina og þá framleiðendur, sem treysta á þá, ef línuútgerð á undir högg að sækja og dregst sam- an. Ég tel að það yrði mikið slys og afturför í þeirri viðleitni að koma með fiskinn sem verðmætastan að landi og efla efnahag þjóðarinnar um leið. Á Suðurnesjum skiptir þetta mjög miklu máli fyrir svæðið allt. Hér er mikið af framleið- endum, sem sérhæfa sig í afurðum í háum gæðaflokki sem eru fluttar út með flugvél- um. Sú vinnsla útheimtir margt fólk í vinnu sem hefur yfir mikilli sér- þekkingu að ráða svo sem í flökun og fær greitt í samræmi við það. Mér segir svo hug- ur að á þessum físk- vinnslustöðum sé greitt betra kaup en að meðal- tali í greininni. Línuútgerðin skapar mörg störf Ýsa, sem berst á land á haustin, er að megni til veidd á línu því hún veiðist síður í önnur veiðarfæri. Áður fyrr lögðu menn net með sex tommu riðli á vorin og haustin til að veiða ýsu, en nú heyrir það sög- Mikilvægt er að hafa aðgang að hráefni í hæsta gæðaflokki, ---------------------------- segir Olafur Þór Olafsson, sem jafn- framt telur að ekki megi hrófla við svokallaðri línutvöföldun. unni til því þau fyllast af þorski, sem ekki má veiða. Þess vegna er mjög mikilvægt að sinna ýsumark- aðinum með línuveiðum á haustin. í kringum línuútgerð skapast mörg störf og nægir þar að nefna beit- ingu. Það lifnar yfir Suðurnesja- byggðum á haustin eftir að línuút- gerð hefst, en hún liggur gjarnan niðri yfir sumarið. Þá fer fók að hafa meira á milli handanna og þess gætir í öllu atvinnulífinu. En hvers vegna minnkar iínuút- gerð ef tvöföldunin er tekin af? í fyrsta lagi veiðist ekki sá fiskur á línu sem bátarnir fá að auki í tvöföldun kvótans. í öðru lagi, sem er alvarlegra, er að hætt er við að útgerðarmenn muni hætta að gera út á línu. Rætt um tvær leiðir Það eru einkum tvær hugmyndir í gangi um það hvernig skal skipta Ólafur Þór Ólafsson þeim kvóta, sem hingað til hefur farið í tvöföldun kvótans hjá línu- bátunum. Annars vegar er að skipta honum jafnt á allan flotann. Yrði sú ieið farin yrði mjög lítill hiuti þessa kvóta veiddur á línu og færi því ekki í hæsta gæðaflokk hráefn- is eins og hann gerir nú. Hin leiðin er að skipta kvótanum milli þeirra sem stundað hafa línu- veiðar undanfarin ár. Þessi leið er talin tryggja það að þessi hluti heildarkvótans verði áfram veiddur á línu. Það er hins vegar alls ekki öruggt því þegar kvótinn er kominn í hendur útgerðarmannsins hefur hann möguleika á að ráðstafa á annan hátt og verður því ekki tryggt að hann veiðist á línu. Eins og ástandið er í dag er sjálfsagt hagkvæmast að veiða hann alls ekki sjálfur heldur leigja kvótann innan ársins á 90-95 krónur hvert kíló. Besta leiðin til að tryggja að sem flestir geri út á línu er að hafa slíkan hvata sem tvöföldunin er. Forsendurnar sem voru lagðar til grundvallar línutvöfölduninni » hafa í raun ekkert breyst frá því sem þær voru þegar hún var sett á og því engin ástæða til að taka hana af. Þeir sem ekki njóta þess að geta tvöfaldað kvóta sinn á þessu tímabili, eins og eigendur báta með önnur veiðarfæri af öllum stærðum hafa bent á, segja að þeir muni einnig fara að gera út á línu til að komast í þennan forréttindahóp. Það teldi ég til bóta því línan fer mun betur með fiskislóðina, og sá aukni kvóti sem þeir fengju með » þessu móti skaðar ekki meira en þau spjöll gerð eru með öðrum stór- virkum veiðarfærum sem notuð eru í dag. Auk þess kæmi þá meira af hráefni af hæsta gæðaflokki að landi. Ég ætla þvi að vona að ekki verði hróflað við þeirri grein sem fjallar um línutvöföldunina í núverandi lögum um fiskveiðar. Reyndar er spurning hvort ekki ætti að reyna að styrkja fleiri út- gerðarmunstur ef hætta er á að þau séu á undanhaldi. Það er nauðsyn- legt að hafa fjölbreytnina sem mesta því við vitum ekki hvað morg- undagurinn ber i skauti sér þótt eitthvað eigi ekki upp á pallborðið í dag. Það er mjög mikilvægt að úrval á fiskmörkuðum sé sem mest til að svara þörfum þeirra fjöimörgu kaupenda sem byggja afkomu sína á að kaupa hráefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Suðurnesja hf. ir^i \>Q/K A D BBB^BBkÆB^^iBRk m æ \ l í i vf ^**~,*„~**^ jt \ i A TVINNUAUGl ÝSINGAR Vélstjóri á frystitogara Fyrsta vélstjóra vantar á fiystitogarann Sigurbjörgu ÓF 1 frá Ólafsfirði. Vélarstærð 1980 KW, Wartslita. Skriflegar umsóknir sendist til Magnúsar Gamalíelssonar hf., Hornbrekkuvegi 3, 625 Ólafsfirði, fax 466 2537. textiFrekari upplýsingar veita Svavar og Sig- urgeirísíma 466 2337. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál og öllum svarað. Verkstjóri ífiskvinnslu Traust fiskvinnslufyrirtæki á Norðausturlandi óskar að ráða verkstjóra í fiskvinnslu. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn til afgreiðslu Mbl. fyrir 2. júní, merkta: „Þ-123“. Sjómaður - gæðaeftirlitsmaður Sjómaður, vanur frágangi á ísfiski í lest, ósk- ast á rússneskan ísfisktogara sem landar á Vopnafirði. Um er að ræða tvær veiðiferðir. Skilyrði að viðkomandi sé enskumælandi. Upplýsingar í síma 473 1143. Tangi hf. KVttlTABANKINN Kvótabankann vantar þorsk til leigu og sölu Sími565 6412, fax565 6372, Jón Karlsson. Fiskvinnslutæki B-189 v flökunarvél, Marel flokkari eldri gerð, nýupperður hjá Marel, og handflökunarkerfi. Upplýsingarísímum 565 1355og421 6063. H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.