Morgunblaðið - 29.05.1996, Side 4
4 E MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Strokleður í
Pennalandi
- HVAR er ég? spurði strokleðrið
sjálft sig þegar það var dottið úr
stóru gati frá himnum. Það sá einn
penna, sem það hafði aldrei séð áður.
- Sá hefur mjókkað, sagði stok-
leðrið við sjálft sig. Það fann síma.
Þar stóð: Setjið inn kortið og sláðu
númer.
- En ég á ekkert kort, sagði strok-
leðrið, en síðan sá það annan penna
og sagði við hann:
- Veist þú hvar hægt er að kaupa
kort?
- Hvemig kort? Bílakort, búða-
kort, símakort.
- Símakort.
- Þá verður þú að hringja og
panta það.
- Hvernig á ég að geta pantað
símakort þegar ég á ekkert síma-
kort til að hringja?
- Ég veit ekki. Jú! Ég skal teikna
fyrir þig kort.
- Vá! Það get ég ekki gert, ég
get bara strokað.
- Ha?! Ert þú ekki penni?
- Penni! Hvað er nú það?
- Veistu það ekki. Allir sem ekki
eru pennar þurfa að fara til lögg-
unnar og sýna ID-kort (persónuskil-
ríki), bílakort og allt! Hvernig komst
þú hingað?
- Ég datt úr gati, Nína Nora
gati. Hún tekur öll strokleður og
hendir þeim bara eitthvert út í loft-
ið og ég datt hingað.
- Hvaðan kemur þú? Þú hlýtur
að kpma frá annarri veröld.
- Ég kem frá plánetunni Stroki.
- Nú, en núna ert þú á plánet-
unni Penníró. Hvað heitir þú?
- Ég heiti Strím, en þú?
- Pinnó Pensilason. Þú verður að
fela þig eða fara til kóngsins í
Pennalandinu og láta skrifa þig inn
í þykka bók, og þá mátt þú búa hér.
- Við skulum sjá, en hvað með
kortið mitt?!
(Höfundur: Berglind Þórólfs-
dóttir, Váster&s, Svíþjóð.)
Lausnir
miuoatí oaí 'tuy eSSutj 3o n^tuunj uo buuiui
suiaQB jnífaA uu!|2njuqi|9>) flsuuiw ?u ujiaui i>|.iOAq ja uuunfíuiujÁqsrfj
Asa og Petra
ÞAÐ voru einu sinni tvær stelpur.
Þær voru alltaf að keppa hvor við
aðra. Einn dag sagði Petra: Ég get
hlaupið upp að stóra trénu og klifr-
að upp í það og hoppað niður.
Það get ég líka, sagði Ása. En
þú átt að gera það fyrst.
Petra gerði það sem henni var
sagt.
Nú átt þú að hoppa, hrópaði hún.
Ása gerði það sem henni var sagt
að gera.
Þetta var ekkert merkilegt,
skrökvaði hún. Ég get stokkið af
bílskúrsþakinu heima hjá mér.
Sýndu mér það þá, sagði Petra.
Ása hoppaði af bílskúrsþakinu
heima hjá sér. Reyndu að gera þetta
betur, Petra! hrópaði hún.
Petra gerði þetta alveg eins vel.
Síðasta greinin sýnir hver er best-
ur, sagði hún svo. Petra sagði að þær
ættu að stökkva af svölunum hennar
Ásu næsta dag. Stelpumar fóru heim
til sín og byijuðu að æfa sig.
Næsta dag eftir morgunmat hitt-
ust þær heima hjá Ásu. Þær önduðu
djúpt og hoppuðu samtímis. Petra
lenti á götunni og Ása lenti í rósar-
unnanum. Báðar lentu illa, en sem
betur fer ekki á hausnum. Samt
þurftu þær að fara á spítalann. Þær
voru saman á stofu.
Svo hlógu þær að allri vitleysunni!
(Höfundur: Sólveig Sigurðar-
dóttir, Vásterás, Svíþjóð.)