Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Ákveðnir að byija vel Morgunblaðið/Þorkell UNGIR atvinnumenn, Lárus Orri Sigurðsson, Stoke, og Þórður Guðjónsson, Bochum. ÞÓRÐUR Guðjónsson, sem leikur með Bochum í Þýska- landi, er einn hinna ungu leik- manna ílandsliðshópnum. Hann hefur leikið sex lands- leiki, þar af einn „alvöru11 landsleik, gegn Lúxemborg í forkeppni HM 1993. Þórðurer Skagamaður og var marka- kóngur með ÍA árið 1993 þegar hann gerði 19 mörk í deildinni. Bjami bróðir hans hefur gert fimm mörk með ÍA í fyrstu tveimur umferðum deildarinn- ar. „Hann er í stuði strákurinn og hefur komið skemmtilega á óvart," sagði Þórður um árang- ur Bjarna. órður sagði mjög góðan anda ríkjandi í hópnum. „Það er alltaf sami gálgahúmorinn í hópn- um og ég held hann sé nauðsynleg- ur, Menn eru alltaf í góðu skapi og léttleikinn er ráðandi. Þó svo að nokkrir nýir leikmenn séu að koma inn í hópinn þá er þetta sami kjaminn og ég held við séum með mjög góða blöndu af ungum og eldri leikmönnum,“ sagði Þórð- ur. „Við erum ákveðnir í að byija vel - með sigri á heimavelli og síðan verðum við að sjá til hvernig þróunin verður. Það eru nokkrar óþekktar stærðir í riðlinum með okkur og því óraunhæft að ræða á þessu stigi hvemig riðillinn þró- ast. Mér líst vel á að leika á Laug- ardalsvelli á laugardagskvöldi. Eg er vanur að leika á föstudags- kvöldum í Þýskalandi og það er fínt, þá skapast meiri og skemmti- legri stemmning en á leikjum sem fram fara um miðjan dag,“ segir Þórður. Hann kann vel við sig hjá Boch- um og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. „Ég var kominn aftur í byrjunarliðið undir lokin á mótinu og ég held ég sé að skríða í að ná fullri getu aftur. Það verða einhveija breytingar hjá liðinu fyr- Guðrún nærri metinu GUÐRÚN Arnardóttir, Ár- manni, keppti í gær i 400 metra grindahlaupi á banda- ríska háskólameistaramót- inu sem haldið er í Oregon ríki. Hún hiljóp á 56,61 sek- úndu sem er hennar besti tími í greininni og aðejns 7/100 úr sekúndu frá ís- , landsmeti Helgu Halldórs- dóttur frá 1988. Guðrún hafði áður áunnið sér keppn- isrétt 1 greininni á Ólympiu- leikunum en lágmarkið er 57 sekúndur sléttar. ir næsta tímabil, það fara alltaf þrír til fjórir leikmenn og aðrir koma í staðinn. Næsta ár verð ég ekki sem útlendingur hjá félaginu og mun því sitja við sama borð Mér hefur ekki gengið vel og fyrir því eru ástæður sem ég verð að vinna úr,“ sagði Pétur Guðmundsson kúluvarpari í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Pétur hefur á síðastliðinni viku keppt í tvígang á mótum í Bandaríkjunum og verið langt frá sínu besta. Kast- aði lengst 17,53 metra á fyrra mótinu og 17,43 á því síðara. ís- landsmet hans er 21,26 metrar. „Ég hef verið mjög óheppinn með meiðsli. Um miðjan mars tognaði ég illa í hægri mjöðm og missti þá út dýrmætan kafla þar sem ég ætlaði að vinna mig út úr því að vera þungur og hægur i að vera hraður. Fyrir vikið er ég of hægur í útkastinu og missi hálfpartinn kúluna. Þetta er ástæðan fyrir því hversu slakur ég er um þessar mundir, en það er bara eitt til ráða og það er að vinna sig út úr vandan- um.“ Pétur sagðist keppa um næstu og Þjóðveijarnir. Mér sýnist að sum lið verði með marga „útlend- inga“ og Bielefeld er til dæmis búið að kaupa þijá Hollendinga, sem teljast ekki útlendingar næsta helgi í San Jose og síðan stæði til að taka þátt í stigamóti Alþjóða fijálsíþróttasambandsins í Róm 5. júní. „Ég ætla að sjá til með stiga- mótið, það er ekkert gaman að fara á stigamót og standa sig illa.“ Hugsanlega yrði það ofan á að vera áfram í Bandaríkjunum við æfingar og keppni. Hversu mikið hann keppti eftir þetta kæmi ljós að nokkrum mótum loknum. Hann myndi meta framhaldið hjá sér með hliðsjón af þeim. „Það er slæmt að koma hægur inn á stórmótin, þá kemur upp spenna sem gerir það að verkum að maður fer að kasta illa og ég má bara ekki við því nú.“ Pétur sagði einnig að hann væri svo til búin að jafna sig í mjöð- minni en eftir stæði veikur vöðvi sem hann hefði þurft að fá spraut- ur í sem hefði veikt hann. „Það hrundi bara hjá mér kerfið eftir að ég var búinn að leggja mikið í það við æfíngar í vetur." ár og liðið er með útlendinga þann- ig að trúlega verður um helmingur leikmanna af öðru þjóemi en þýsku hjá félaginu næsta tímabil," sagði Þórður. Um framhaldið sagðist Pétur vera bjartsýnn svo fremi sem hann kæmist hjá meiðslum. Þá gæti hann náð stigvaxandi uppbyggingu fram að Ólympíuleikum í júlí. Til að keppa þar þyrfti hann að sanna þátttökurétt sinn með því að kasta 19,50 metra fyrir 3. júlí, en það er Ólympíulágmarkið. Hann væri ánægður með að Ólympíusamband- ið hefði ákveðið að styrkja sig fram yfír Ólympíuleikana en ekki til 30. júní eins og upphaflega hefði stað- ið til. Vésteinn Hafsteinsson hefur einnig verið meiddur upp á síðkast- ið tekur þátt í sínu fyrsta móti um helgina. Sigurður Einarsson spjót- kastari er um þessar mundir stadd- ur í Kanada við keppni. „Það þýðir ekkert annað en að líta björtum augum fram á veginn. Ég veit hvað ég þarf að gera til að vinna mig útúr vandanum og það er að æfa og æfa, og æfa rétt.“ ■ HAILE Cebreselassie heims- meistari í 10 km hlaupi ætlaði að setja heimsmet í 3.000 m hlaupi á móti í Hollandi um liðna helgi en iegar á hólminn var komið kom rigning og talsverður vindur í veg fyrir að af því yrði að þessu sinni. ■ CEBRESELASSIE hefur tvö ár í röð sett heimsmet í Hollandi, í hitteðfyrra í 5 km hlaupi og í fyrra í 10 km hlaupi og hefur fyrir vikið unnið hug og hjörtu Hollend- inga sem vonuðust eftir að kappan- um tækist að setja heimsmet þriðja árið í röð. ■ ÞETTA hlaup var það síðasta sem Gebreselassie tók þátt í fyrir Ólympíuleikana í sumar. Fram til þeirra ætlar hlauparinn að æfa baki brotnu í höfuðborg heimalands síns, Addis Ababa og freista þess að sigra bæði í 5.000 og 10.000 m hlaupi á Ólympíuleikunum í Atl- anta. ■ DERARTU Tulu hlaupakona frá Eþíópíu og landi Gebreselassi- es sigraði í 5.000 m hlaupi á sama móti, hljóp á öðrum besta tíma ársins 14.55,71 mínútu. Hún virðist í góð því góðri æfingu og líkleg til að veija gullverðlaun sín í greininni frá síðustu Ólympíuleikum. ■ MERLENE Ottey spretthlaup- ari frá Jamaíka náði öðrum besta árangri í 100 m hlaupi kvenna um helgina er hún fór vegalengdina á 11,02 sekúndum, en vindur var aðeins yfír leyfilegum mörkum og því fæst árangurinn ekki staðfest- ur. ■ STEVE Smith frá Bretlandi sigraði í hástökki á alþjóðlega mót- inu í Hollandi um helgina, stökk 2,30 m og hampaði fyrstu gullverð- launum sínum í greininni á stór- móti í meira en eitt ár. ■ WILSON Kipketer hinn ken- ýsk- ættaði Dani hafði mikla yfir- burði í 800 m hlaupi á mótinu og kom í mark á 1.45,90 mínútu. ■ ASRID Kumbernuss heims- meistari í kúluvarpi kvenna frá Þýskalandi náði besta árangri árs- ins í greininni er hún kastaði 20,50 m á títtnefndu móti í Hollandi um síðastliðna helgi. ■ DA VE Cowens hefur verið ráð- inn aðalþjálfari Charlotte Hornets í NBA deildinni. Hann kemur í stað Allans Bristows sem rekinn var fyrir rúmum mánuði. Cowens var á sínum tíma einn þekktasti leik- maður deildarinnar og var valinn besti leikmaður deildarinnar keppn- istímabilið 1972-’73. Einnig var hann sex sinnum þátttakandi í stjörnuleiknum. Cowens lék lengst af með Boston Celtics. ■ BENGT Johanson landsliðs- þjálfari Svía í handknattleik hefur framlengt samning sinn við sænska handknattleikssambandið fram yfir EM árið 1998. ■ STAFFAN Olson hefur ekkert leikið með Svíum í síðari hluta EM vegna meiðsla í baki sem hann varð fyrir í þriðja leik gegn Dönum. ■ MICHAEL Hatz landsliðsmað- ur Austurríkis í knattspyrnu og leikmaður Rapid frá Vínarborg hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Reggiana á Italíu. ■ RICK Pitino þjálfari Kentucky, en þeir eru háskóla- meistarar í körfuknattleik í Banda- ríkjununi hefur afþakkað boð um að gerast þjálfari New Jersey Nets í NBA. „Hugur minn er hjá Kentuckyliðinu og hvergi annars- staðar," sagði Pitino í yfirlýsingu. Hann hefur staðfest að forráða- menn Nets hafí boðið sér 30 millj- ónir dollara í laun auk eignaraðild- ar að félaginu fyrir fimm ára samn- ing. FRJALSIÞROTTIR PéturGuðmundsson kúluvarpari hefurverið langtfrá sínu besta Verð að vinna mig út úr vandanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.