Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 4
FRJÁLSÍÞRÓTTIR Guðrún undir meti í 100 m grindahlaupi Meðvindurvarof mikill til að tíminn fáist staðfestur Guðrún Arnardóttir hljóp undir nýlegu íslandsmeti sínu í 100 m grindahlaupi í undanrásum bandaríska háskólameistaramóts- ins í fijálsíþróttum í fyrrinótt - fór vegalengdinga á 13,10 sekúnd- um - en meðvindur var of mikill til að tíminn teljist gildur. Var 2,6 metrar á sekúndu en má mest vera 2,0 metrar á sek. Islandsmet Guðrúnar frá því fyrir tæpum hálf- um mánuði er 13,18 sek. Guðrún hljóp 400 m grinda- hlaupið á 56,61 sek. í undanrásum 'á mótinu eins og greint var frá í blaðinu í gær og var þar nærri íslandsmeti Helgu Halldórsdóttur frá 1988. Guðrún átti að keppa í úrslitum 400 m grindahlaupsins í nótt og í undanúrslitum styttri vegalengdarinnar fljótlega eftir það og kvaðst, í samtali við Morg- unblaðið í gær, vonast tii að bæta sig enn frekar. „Svo virðist vera,“ svaraði hún hæversklega þegar blaðamaður hafði orð á því að hún væri greini- lega í mjög góðri æfingu um þess- ar mundir. „Ég sé til hvað gerist í kvöld [aðfaranótt laugardags]. Nú er að duga eða drepast - þetta er síðasta mótið mitt fyrir háskól- ann því ég er að útskrifast og því eins gott að standa sig.“ Guðrún sagðist í raun ekki vera að æfa núna fyrir 100 m grinda- hlaupið en sér gengi þó betur í því um þessar mundir en lengra hlaupinu, en „þetta er þó allt að koma,“ bætti hún við. Stefka Kostadinova stökk afturyfirtvo metra STEFKA Kostadinova, heimsmeistari í hástökki kvenna, stökk tvo metra og sigraði í keppni í Wörrstadt í Þýskalandi. Kostad- inova, sem er frá Búlgaríu, hafði áður farið yfir sömu hæð á árinu en engri annarri stúlku hefur tekist það. Inga Babakova frá Úkraínu stökk 1,96 og Þjóðveijinn Alina Astafei frá Rúmen- íu var í þriðja sæti, stökk 1,94. Ólympíumeistarinn Heike Hen- kel frá Þýskalandi var í fimmta sæti, stökk 1,87 m, en Hen- kel, sem hefur verið í barneignarfrii, hefur ekki farið yfir tvo metra síðan í júlí 1993. GUÐRÚN Arnardóttir í keppni í 400 m grindahlaupi á heims- meistaramótlnu í Gautaborg í fyrrasumar. ■ DANNY Ainge, fyrrum leik- maður NBA-liðs Boston Celtics í körfuknattleik, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Phoenix Suns. ■ MICHAEL Payne, bandaríski leikmaðurinn hjá Fram, er orðinn löglegur og verður með í fyrsta skipti er ungmennalið félagsins - lið 23 ára og yngri - mætir Ökkla í bikarkeppninni á mánudagskvöld. ■ BARCELONA tryggði sér í gær markakónginn á Spáni, Juan Pizzi, leikmann hjá Tenerifa. „Draumur- inn rættist,“ sagði Pizzi. ■ EMANUEL Amunike lands- liðsmaður Nígeríu í knattspyrnu sem leikið hefur með Sporting í Lissabon hafði áður verið seldur til Barcelona fyrir 238 milljónir króna. Hann var fyrsti leikmaður- inn sem nýráðinn þjálfari Barcel- ona, Bobby Robsson, keypti eftir að hann réð sig til félagsins. ■ JOSE Luis Chilavert, mark- vörður Velez Sarsfield í Argent- ínu, gerði eitt mark í 5:1 sigri á móti Lanus um síðustu helgi, skor- aði úr vítaspymu. Þetta var annað mark landsliðsmannsins frá Paraguay í deildinni en hann skor- aði úr aukaspyrnu af eigin vallar- helmingi gegn River Plate í mars. ■ TIBOR Selymes, knattspyrnu- maður frá Rúmeníu, hefur gengið til liðs við Anderlecht og gert fimm ára samning við félagið. Hann lék áður með Cercle Briigge. Selymes hefur leikið 27 landsleiki og er í 22 manna hópi Rúmeníu sem kepp- ir á Evrópumeistaramótinu í Eng- landi í næsta mánuði. ■ ROMARIO var heldur betur á skotskónum er Flamengo lagði Olaria 4:1 í deildarkeppninni í Brasilíu í vikunni. Hann gerði öll mörk Flamengoliðsins og virðist kunna vel við varnarmenn Olaria því hann gerði fimm mörk í leik gegn þeim í fyrra. Romario hefur nú gert 24 mörk í 16 leikjum og er greinilega í sókn eftir lægð um tíma. ■ CELTIC fékk í gær til liðs við sig ítalska sóknarleikmanninn Pa- olo Di Canio frá AC Milan. Di Canio kom til Skotlands í gær í einkaflugvél til að ganga frá ijög- urra ára samningi. Hann er þriðji leikmaðurinn sem hefur komið til Celtic á tveimur mánuðum, hinir eru Portúgalinn Jorge Cadete, miðhetji og varnarmaðurinn Alan Stubbs, félagi Guðna Bergssonar hjá Bolton. KORFUKNATTLEIKUR Seattle sá aldrei til sólar LEIKMENN Seattle Super Sonics sáu aldrei til sólar í sjöttu viður- eigninni gegn Utah Jazz í Salt Lake City ífyrrinótt. Heimamenn komu sem grenjandi Ijón til leiks og skoruðu tólf fyrstu stigin og létu forystuna aldrei af hendi eftir það og sigruðu með 35 stiga mun, 118:83. Gestirnir náðu aldrei að koma forskoti Utah neðar en ítíu stig. Staðan er þvíjöfn íeinvígi liðanna um sigurinn íVesturdeildinni og réttinn til að leika gegn sigurvegurum Austur- deildarinnar, Chicago Bulls, í úrslitum. Því verður leikið til þraut- ar á sunnudagskvöldið sjöunda leik liðanna í Seattle. Rússar og Spánverjar í úrslitum EM ÞAÐ verða Rússar og Spán- veijar sem leika til úrslita í Evrópumeistaramótinu í hand- knattleik á Spáni á sunnudag- inn. Júgóslavar og Svíar munu bítast um þriðja sætið. í undan- úrslitum í gær lögðu Spánverj- ar liðsmenn Júgóslaviu 27:23 og Rússar lögðu Svia að velli 24:21. Með framgöngu sinni í mótinu hefur landslið Spán- verjar tryggt sér sæti í hand- knattleikskeppni Ólympíuleik- anna í Atlanta. í leikjum um önnur sæti báru Frakkar sigurorð af Þjóðveij- um með 24 mörkum gegn 21 og Rúmenar hrepptu níunda sætið með sigri á Ungveijum í jöfnum leik, 28:27. Frændur vorir Danir töpuðu enn einum leiknum í keppninni er Slóven- ar lögðu þá að velli 27:24. Kró- atar unnu Tékka 27:25 í keppni um fimmta sætið. Utah hefur nú haft betur í tveim- ur síðustu leikjum á heima- velli sínum eftir að hafa verið und- ir, 3:1, í einvíginu. Um leið hefur það opnað fyrir möguleikanum á að leika í fyrsta sinn til úrslita í NBA. Seattle-liðið sem hafði hæsta vinningshlutfallið í Austurdeildinni að lokinni deildarkeppninni lék hins vegar síðast til úrslita 1979. „Þetta var sætur sigur í þýðing- armiklum leik og nú þurfum við að halda uppteknum hætti og leika jafnvel í síðasta Ieiknum á sunnu- daginn,“ sagði Karl Malone glaður í bragði að leikslokum. Hann átti stórleik, skoraði 32 stig, tók 10 fráköst, gaf sjö stoðsendingar og vann knöttinn fjórum sinnum af andstæðingunum. Jeff Hornacek kom honum næstur með 23 stig. John Stockton rak af sér slyðruorð- ið eftir slaka leiki gegn Seattle í úrslitakeppninni, gerði 14 stig, átti 12 stoðsendingar og gætti Paytons sem sjáaldurs auga síns. Shawn Kemp var stigahæstur leikmanna Seattle með 26 auk þess sem hann náði 14 fráköstum. Detl- ef Schrempf gerði 16 stig og Sam Perkins 14. Eins og fyrr segir fóru leikmenn Utah hreinlega hamförum strax í upphafi, skoruðu 12 fyrstu stigin og héldu uppteknum hætti til loka fyrsta leikhluta - voru þá þrettán stigum yfir, 35:22. Þeir tóku þráð- inn upp að nýju í byijun annars leikhluta og voru komnir með 22 stiga forskot um tíma áður en smá- neisti kviknaði hjá gestunum sem gerðu 11 stig í röð og löguðu stöð- una örlítið fyrir leikhlé - 58:47. Hafi vonarneisti leikmanna Se- attle glæðst snemma í þriðja leik- hluta er Gary Payton minnkaði for- skot Utah í tíu stig, 61:51, slokkn- aði hann jafnskjótt. Leikmenn Utah náðu aftur öruggri forystu, 78:60, eftir að Homacek hafði tekið góða rispu og gert átta stig í röð. Snemma í fjórða leikhluta varð öll- um það ljóst að Seattle var endan- lega úr myndinni. Utah náði 26 stiga forystu, 93:67, og fékk aukinn byr í seglin það sem eftir lifði leiks og er að landi var komið hafði 35 stiga sigur verið innbyrtur. Þetta var versta útreið sem Seattle-liðið hefur hlotið í úrslitakeppni síðan 1978 er það tapaði fyrir Washing- ton, 117:82. Skotnýting leikmanna Utah var framúrskarandi, þeir hittu úr sextíu af hundraði langskota auk þess sem vörnin lék við hvurn sinn fingur og olli því að leikmenn Seattle misstu knöttinn tuttugu og þrisvar sinnum. Þrátt fyrir allt var engan bilbug að finna á George Karl þjálfara Seattle að leikslokum, hann var viss um að leikmenn sínir myndu snúa við blaðinu í lokaleiknum á sunnu- daginn sem verður sýndur beint á Stöð tvö og hefst leikurinn og út- sendingin klukkan 23.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.