Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fRwpiiiHaMfr 1996 KNATTSPYRNA LAUGARDAGUR 1.JÚNI BLAÐ D Pierce fylgdi í kjölfar Agassi MARY Pierce vard í gær annar þekktí tennisleikar- inn tíl að falla úr leik á Opna franska meistaramót- inu í tennis er hún tapaði fyrir lítt þekktri þýskri stúlku, Barböru Rittner, í tveimur settum, 6-1, 6-2, í þriðju umferð mótsins, en þetta er annað árið í röð sem hún verður að hætta ieik að lok- inni þríðju umferð eftír að hafa tapað fyrir minni spámanni í íþróttínni. Áður ha fði Andre Agassi hrokkið úr skaptínu i annarri umferð fyrir Iftt þekktum landa sínum, Chrís Woodruff. Pierce olli aðdáendum sinum á heimavelli mikl- um vonbrígðum með sliikum leik þar sem hún áttí aldrei neitt svar við skörpum leik Rittners. Áhorfendur höfðu vonast eftír auðveldum sigrí og þar af leiðandi myndi hún mæta hinni spænsku Sanchez Vicario í næstu umferð, en þegar úrslit voru tj ós var púað á heima- stulkuna Pierce er hún gekk af leikvelli. Þær Pierce og Rittner mættust síðast á Ber- linarmótínu fyrir tveimur vik- um en þá sigraði Pierce auð- veldlega, en hún er nú í 12. sætí heimslista tennismanna en Rittner er í 80. sætí. Sanchez Vicario rúllaði Ye- lenu Likhovtseu frá Rú sslandi upp í tveimur settum 6-0,6-0. Onnur Iftið þekkt tennis- kona, Irina Spirlea frá Rúss- landi, kom á óvart f gær og lagði þá Brendu SchuItz-McC- arthy frá Hollandi f tveimur settum sem bæði enduðu 6-2. Hollenska stúlkan er skráð í 8. sæti heimslistaiis en Spirlea er þar ekki skráð. ítalir Evröpu- meistarar ÍTALIR urðu í gær Evrópu- meistarar í flokki ungmenna- landsliða 21 árs og yngrí i knattspyrnu er þeir lögði Spánverja að velli 4:2 í fram- lengdum leik og vftapsyrnu- keppni. Var þetta f þriðja sinn í röð sem ítalir sigra f EM í þessum flokki. Staðan að lok- iuni framlengingu var 1:1 og áður en yfír lauk voru ítalir aðeins með niu leikmenn á vellinum því tveir höfðu verið reknir ú taf. Frakkar náðu þríðja sætinu með sigrí á Skot- um 1:0. Fimm nýlið- ar með í Kaplakrika ATLI Eðvaldsson, þjálfarí lands- liðs íslands skipað leikmönnum undir 21 árs aldri, hefur valið fimm nýliða í byrjunarlið sitt, sem mætir Makedóníumönnum í Evr- ópukeppninni á Kaplakrikavellin- um í dag kl. 14. Þá eru í liðinu þrír leikmenn sem hafa aðeins leikið einn leik. Nýliðarnir eru Bjarki Stefánsson, Val, Arnar Viðarsson, FH, Valur Fannar Gíslason og Þorbjörn Atli Sveins- son, Fram, og Andri Sigþórsson, Bayern Míinchen. Þeir sem hafa leikið einn leik eru Guðni Rúnar Helgason, Völsungi, Bjarnólfur Lárusson, ÍBV og Ólafur Stígsson, Fylki. Leikreyndasti leikmaður- inn er Sigurvin Olafsson, Stuttg- art, sjö leiki, markvörðurinn Árni Gauti Arason, f A, hefur leikið sex leiki og Brynjar Björn Gunnars- son, KR, hefur leikið þrjá leiki. Þeir eru tilbúnir í slaginn Morgunblaðið/Kristinn ÞRIR af reyndustu leíkmönnum Islands, Guðni Bergsson, Bolton, Blrklr Kristlnsson, Brann, og Sigurður Jónsson, Örebro, eru alllr tilbúnlr í slaglnn gegn Makedóníumönnum á Laugardals- velllnum í kvöld. Viðtal við Sigurð / D3 Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður um leikinn gegn Makedóníu: Verðum að leika til sigurs á heimavelli Birkir Kristinsson mun verja mark íslands í kvöld í HM- leiknum gegn Makedóníu á Laugar- dalsvellinum kl. 19. Birkir sagði að það væri alltaf skemmtilegt að leika fyrir hönd íslands og þá sérstaklega á Laugardalsvellinum, þar sem áhorfendur stæðu við bakið á lands- liðinu. „Það er mikilvægt fyrir okk- ur að ná góðum úrslitum í fyrsta leik. Við verðum að leika til sigurs, eins og við verðum að gera í öllum heimaleikjum okkar. Það er hins vegar mun raunhæfara að reyna að halda í annað stigið þegar við leikum á útivelli, sérstaklega gegn írum og Rúmenum. Ég veit afskaplega lítið um þetta makedóníska lið, annað en að það leikur 4-4-2 leikkerfi. Annars held ég það skipti ekki máli hvaða lið við erum að leika við, við verðum fyrst og síðast að hugsa um okkur sjálfa. Það hefur sýnt sig að þegar við erum að velta mótherjunum of mikið fyrir okkur þá gengur illa, ekki síst þegar við teljum þá lakari en okkur." Hvernig heldur að íeikurínn verði - á laugardagskvöidi? „Þetta er dálítið skrítinn tími, en leikmenn finna ekkert fyrir því þeg- ar á völlinn er komið. Fyrir áhorf- endur held ég að þetta sé góður tími, Sjómannadagurinn er daginn eftir og ég held það geti myndast skemmtileg stemmning á vellinum og það kemur okkur að sjálfsögðu til góða," sagði Birkir. Vala stökk fjóra m í Óstrava VALA Flosadóttir stSkk 4 metra siétta i stangarstökki á alþjóðlegu frjálsiþróttamótí í Ostrava í Tékklandi i gær- kvöldi. Vala sigraði á mðtínu en rúmensk stúlka, sem varð f ððru sætí, stökk 3,90 m. Vala stökk 4,06 metra í Bratislava fyrr í vikunni, eins og áður hefur komið fram í Morgun- blaðinu og varð þá í öðru sæti. Birgir Örn í Keflavík? BIRGIR Örn Birgisson, lands- liðsmaður í körf uknat tlcik úr Þ6r á Akureyri, sem stóð sig geysílega í fyrstu landsleikj- um sinum í Evrópukeppninni á dðgunum, er að ölluiu likind- um á leiðinni í raðir Keflvik- inga skv. heinuldum Morgun- blaðsins. KIMATTSPYRNA: VIÐTAL VIÐ GUÐNA BERGSSON, FYRIRLIÐA ÍSLANDS / D2,D3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.