Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VERÐLÆKKANIR VEGNA BREYTTS VORUGJALDS FOLKSBILAR Verð fyrir Verð eftir Charade1,5 4radyra 1.198.000 1.128.000 Ckrysler Stratus 2,5 V6 sjálfsk. 2.850.000 2.500.000 Chrysler Voyager 2,5 sjálfsk. 2.850.000 2.500.000 Ford Escord 1,6 1.328.000 1.248.000 Ford Escord 1,6 langbakur 1.498.000 1.418.000 Honda Accord 2,2 sjálfsk. 3.080.000 2.720.000 Mazda 3231500 GLX 3ja dyra 1.575.000 1.475.000 Mazda 3231500 GLX 5ja dyra 1.663.000 1.550.000 Mazda 626 2000 GLX dísel 2.326.000 2.185.000 Mercedes Benz C 220 4.095.000 3.639.000 Mercedes Benz E 230 4.745.000 4.145.000 Mercedes Benz E 230 langbakur 5.115.000 4.515.000 Mercedes Benz E 280 5.725.000 5.452.000 Mercedes Benz E 320 sjálfsk. 6.555.000 6.145.000 Mercedes Benz E 420 sjálfsk. 8.215.000 7.715.000 M. Lancer GLXi langbakur sjálfsk. 1.590.000 1.495.000 Nissan Almera 1600 SLX 1.548.000 1.450.000 Opel Omega GL 2,5 V6 3.152.000 2.774.000 Opel Omega GL 2,5 V6 sjálfsk. 3.356.000 2.954.000 Opel Omega GL 2,5TD dísel 2.984.000 2.626.000 Opel Omega GL 2,5TD, dísel sj.sk. 3.188.000 2.805.000 Peugeot 406 turbo disel 2.015.000 1.895.000 Suzuki Baleno GLX1600 1.375.000 1.280.000 Suzuki Baleno GLX1600 HS 4x4 1.595.000 1.485.000 Volvo 960 2,5 3.098.000 2.798.000 Volvo 960 2,5 langbakur 3.248.000 2.948.000 JEPPAR Daihatsu Feroza 1,6,3ja dyra Ford Explorer XLT 4,0 Jeep Cherokee, 2,5 beinsk. Jeep Cherokee, 4,0 sjálfsk. Verð fyrir 1.748.000 3.548.000 2.680.000 3.450.000 Grand Cherokee Limited, 4,0 sjálfsk4.690.000 Isuzu Trooper 3,1 túrbó dísel 3.820.000 Isuzu Trooper 3,2 24V 3.968.000 M. Pajero 5D SW dísel túrbo 2800 3.490.000 M. Pajero 3D stuttur V6 3000 24V 2.920.000 M. Pajero 5D SW V6 3000 24V 3.780.000 M. Pajero 5D SW V6 3500 24V sjálfsk^40.000 Nissan Terrano II 2400 SLX 2.781.000 Nissan Terrano II 2,7TD SE 2.999.000 Nissan Patrol 2,8TD SLX 3.943.000 Nissan Patrol 4200 SE 4.690.000 T. Land Cruiser 3,0 GX dísel 3.695.000 T. Land Cruiser 3,0 GX dísel sjálfsk. 3.940.000 T. Land Cruiser 3,0 H GX dísel 3.895.000 T. Land Cruiser 3,0 H GX dísel sjáldsk! 40.000 T. Land Cruiser 3,4 GX sjálfsk. T. Land Cruiser 4,2 STD dísel T. Land Cruiser 4,2 GX dísel T. Land Cruiser 4,2 VX dísel T. Land Cruiser 4,5 GX sjálfsk. T. Land Cruiser 4,5 VX sjálfsk. FJÖLNOTA- BÍLAR Honda Shuttle 2,2,150 hp, sj.sk. 4.460.000 4.199.000 4.599.000 5.554.000 4.699.000 5.484.000 Verð eftir 1.648.000 3.348.000 2.390.000 3.150.000 4.460.000 3.610.000 3.750.000 3,130.000 2.760.000 3.570.000 3.990.000 2.470.000 2.660.000 3.495.000 4.445.000 3.275.000 3.475.000 3.525.000 3.725.000 4.194.000 3.994.000 4.374.000 4.994.000 4.379.000 4.994.000 Verðfyrir Verðeftir 3.150.000 2.780.000 Hógværar breytingar á vörugjaldi bifreiða ALÞINGI samþykkti breytingar á lögum um vörugjald á ökutækjum í vikunni og tóku nýju lögin gildi um mánaðamótin. Eftir því sem næst verður komist komu breytingarnar mönnum í bílgreininni á óvart því almennt var ekki búist við breyting- um fyrr en í haust. Samkvæmt nýju lögunum er vöru- gjaldsflokkum fækkað úr fjórum í þijá og hefur sú breyting í för með sér töluverða verðlækkun á bílum með 2,5 lítra bensínvélar eða stærri þvf í stað þess að bera 75% vöru- gjald bera þeir nú 65% vörugjald. Bílar með 1.600-2.500 rúmsenti- metra bensínvélar bera nú 40% vöru- gjald en báru áður 40-60% vöru- gjald. Hliðstæðar breytingar verða á gjaldflokkum dísilbíla. Ekki allir á eitt sáttir Breytingin hefur þegar haft áhrif á endursöluverð á notuðum bílum því Bílahúsið, sem er í eigu Ingvars Helgasonar hf., hefur þegar auglýst lækkað verð og aðrir segja að mark- aður fyrir notaða bíla muni breytast í samræmi við lækkað verð á nýjum bílum. Ekki eru allir á einu máli um ágæti þessara breytinga nú. Bent er á að ekkert er hróflað við vörugjaldi á svokölluðum vísitölubílum, með vél- arstærð frá 0-1.400 rúmsentimetrum en á móti kemur að bílar með 1600 rúmsentimetra vélum falla úr 40% vörugjaldi niður í 30% en ýmsir hafa bent á að 1400 vélar séu ívið litlar í fjölskyldubíla sem oft eru jafnvel í formi hlaðbaka. Einnig hefur það verið gagnrýnt að vörugjald á atvinnubíla, t.d. pall- bíla, er áfram 30% en víðast hvar í Evrópu bera slíkir bílar alls ekki vörugjald. Sú spurning vaknar einnig hvort sala á jeppum muni aukast á kostnað pallbíla sem margir hafa látið smíða á hús og breyta á alla kanta. Nú munar t.a.m. ekki nema 15 prósentustigum á vörugjaldi af pallbílum og jeppum með bensínvélar undir 2,5 lítrum að rúmtaki en ekki þarf að leggja í jafnmikinn kostnað við brejAingar á jeppunum. Nýir vörugjaldsflokkar á ökutækjum Fólksbifreiðar knúnar tógB^fciwFóiksbifreiðar knúnar bensínhreyfli: 'uSSSpSp dísilhreyfii: Sprengirými vélar Vörugjald Sprengirými vélar Vörugjald 0-1.600 sm3 30% 0-2.100 sm3 30% 1.601-2.500 sm3 40% 2.101 -3.000 sm3 40% Ylir 2.500 sm3 65% Yfir 3.000 sm3 65% Torfærutæki íslandsmeistarans próf aó í brekkum og börðum Orkubú ú hjólum TIL að komast að vél, drifi og fjöðrunarbúnaði að framan má svipta yfirbyggingunni af, sem auðveldar vinnu aðstoðarmanna. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson AUSUDEKKIN að framan hafa geysilegt veggrip, en að aftan eru skófludekk. Haraldur telur að með þessari blöndu dekkja hafí hann betri stjóm á tæki sínu en með ausudekkjum allan hringinn. HARALDUR Pétursson byijaði tit- ilvömina í torfæruakstri vel um síð- ustu helgi, vann fyrsta torfærumót ársins. Hann ekur sérsmíðuðum 600 hestafla keppnistæki í flokki sérútbúinna jeppa. Blaðamaður Morgunblaðsins skrapp í prufutúr á jeppanum, þar til uppúr sauð. Á vatnskassanum vel að merkja. Ég neita því ekki að nóttina fyr- ir prufutúrinn var mér ekkert sér- staklega rótt. Að eiga fyrir höndum að slást við 600 hestöfl upp snar- brattar brekkur sem getur kostað óvæntar afleiðingar ef ökumaður gerir mistök, er taugatrekkjandi hugsun. En þegar ég var sestur undir stýri, kominn með öryggis- hjálm á höfuðið og belti yfir axlir og mjöðm, þá var ég til i allt. Að vísu var mér ekkert of vel við að nítrókútur, sem spýtir köldu og súrefnisríku lofti inn á vélina var staðsettur á milli fótanna. Hvað ef hann allt í einu læki og frysti allt sem fyrir yrði? Þá fannst mér galli að hafa vatnskassann beint fyrir aftan mig og vörn hefði mátt vera á bensíntanknum, sem var við vinstri olnbogann. Hann var fremur hvass viðkomu og ég var dálítið hissa að Haraldur hefði ekki gúmmívörn á honum og öryggis- búrinu, ef til veltu kemur í keppni. Með aftra hönd á stýri „Haldið fast á meðan vagninn er á ferð“ stendur á skilti í mæla- borðinu. Skiltið var tekið úr stræt- isvagni, sem Haraldur hefur keypt til að flytja dýrgripinn til keppni. Haraldur á það til að halda með annarri hendi í yfirbygginguna, þegar mest gengur á í þrautum, ekur með aðra hönd á stýri. Hann benti mér á viðvörunarljós fyrir vatns- og olíukerfi og sagði mér að drepa á vélinni ef það kviknaði á þeim. Steikja ekki vélina. Annars bara að fjala bensíngjöfína í botn í brekkunum, svo kraftur nítró inn- spýtingarinnar hressti vélina enn frekar. Eg var hissa á útsýninu, nema hvað hálf voniaust var að sjá afturúr jeppanum, þrátt fyrir hring- laga baksýnisspegil sem festur var á veltibúrið. Fastur í beltunum gat ég varla hreyft neitt nema hendum- ar og höfuðið örlítið til hliðanna. Ég fór létta þraut í hliðarhalla, sem mér leist ekkert of vel á í fyrstu, en var eins og að drekka vatn á breiðum ausu og skóflu- dekkjunum. Þá kom að barði einu og jeppinn sat fastur. Ég bakkaði og byijaði upp á nýtt, hugsandi það að þeir sem á horfðu gæfu nú ekki mikið fyrir þennan ökukappa. Jepp- inn þeyttist upp barðið og sand og moldarstrókurinn stóð í allar áttir. Móða kom á gler hjálmsins og ég gerði rifu á hann. Ég fór sömu þraut nokkrum sinnum og þótti nokkuð borubrattur og spretti úr spori bakvið hóla, sem enginn sá mig. Haraldur bepti mér nú á aðra þraut upp verulega bratta brekku. Ég spurði hvað væri hinum megin. „Það er slétt, ég fór þarna fyrir nokkrum árum“, sagði hann. Þetta minnti mig á atvik sem henti Gunn- ar Egilsson fyrir nokkrum árum á æfingu í Jósepsdal. Hann sveif upp bratta brekku, sem hann þekkti. Þegar upp var komið var þverhnípi niður og jeppinn sveif sex metra leið, lenti á trýninu og var all ófrýni- legur og óökufær á eftir. En Halli þekkti þessa brekku betur, taldi hann. Saup hveljur í brekkunni Ég taldi í mig kjark og jeppinn stóð nánast upp á endann að mér fannst, allavega sá ég bara himin- inn. Ég saup hveljur en um leið sá ég hitamælin rjúka í 220 gráð- ur, sem er ekki hollt fyrir vélar. Ég drap strax á vélinni og beið bjargvættarins. Fyrir aftan mig frussaði vatnskassinn í_ hálshæð, ekki þægileg tilfinning. í ljós kom að vatnsdæla var að hrekkja jepp- ann og hafði verið alla keppnina, daginn áður. Þrautirnar eru bara svo stuttar í torfæru að jafnvel má aka án þess að kælikerfið sé í toppstandi. Vatni var bætt á og ég ákvað að best væri að ljúka prófuninni. Bað Harald rétt að kíkja upp á hæðina, sem hann hafði ætlað að senda mig. Hann kom tilbaka sposkur á svip. „Það er svolítið bratt niður hinum megin, þeir hafa graf- ið þetta eitthvað síðan síðast", sagði hann og glotti. Vantaði ðkveðni Haraldur sagði að ég hefði mátt vera ákveðnari á gjöfínni á köflum, en mér hefur alltaf fundist orðatil- tækið: „Betra er heilum bíl heima að aka“ gott veganesti. Ég hefði samt alveg viljað aka lengur. Ég skil nú betur afhveiju keppendur endast í þessu ár eftir ár, jafnvel fjárvana. Hraðinn og eftirvæntingin eftir því hvort þú nærð upp brekkur og börð án áfalla getur orðið að fíkn. Spennan og adrenalínið ræður ferðinni. Sumir ná þeirri list að aka djarflega án verulegra áfalla, en aðrir kollkeyra sig ár eftir ár. Hinn gullni meðalvegur er í góðu gildi, en stundum þarf að taka hressilega áhættu. Haraldur virðist hafa náð tökum á þessu, en óhöpp eru samt álltaf skammt 'undan í torfæru. En byijunin lofar góðu hjá Haraldi og jeppinn er vönduð og úthugsuð smíði. ■ Gunnlaugur Rögnvaldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.