Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBIAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 D 3 Guðmundur Tyrfingsson ú Selfossi Einn yngsti floti hópferðnfyrirtækis GUÐMUNDUR Tyrfingsson í nýja Sprinter bílnum. GUÐMUNDUR Tyrfingsson á Sel- fossi hefur fengið nýjan bíl i sinn flota, Mercedes-Benz Sprinter 412. Fyrirtækið er nú með 15 bíla í sínum flota, þar af 11 Mercedes-Benz bíla og fjóra Toyota, þar af tvo Coaster og tvo Hi Ace. Sjö af bílunum er með ABS hemlakerfi. Líklega er leit- un að jafnungum bílaflota hjá hóp- ferðafyrirtæki og hjá Guðmundi Tyrf- ingssyni því meðalaidur bílanna er aðeins 6,54 ár. Fyrirtækið er um margt mjög sér- stætt. Þegar blaðamaður leit inn í heimsókn, meðal annars í þeim er- indagjörðum að reyna hinn nýja Sprinter, tók á móti honum elsti son- urinn, Benedikt. Hann er iærður bíla- smiður og yngri bróðir hans, Tyrfing- ur, er einnig að nema fagið. Þeir starfa undir styrkri stjórn Guðmund- ar Laugdal Jónssonar, yfirsmiðs, við að smíða yfirbyggingar og innrétting- ar í bíiaflota fyrirtækisins. Fjölskyldufyrirtækí Eiginkona Guðmundar, Sigríður Benediktsdóttir, var að baka pönnu- kökur og vöfflur, en auk þess að annast bókhald fyrirtækisins ekur hún einnig hópferðabílunum endrum og eins. Guðmundur var sjálfur rétt ókominn af fundi í Reykjavík en hann ekur bílum fyrirtækisins og annast auk þess ýmiss konar umsýslu. Dótt- irin Berglind starfar einnig við akstur og bókhald hjá fyrirtækinu. Þetta er því sannkallað flölskyldufyrirtæki og andinn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Fossnesi er sannarlega vinsamlegur og ljóst að mikil eindrægni ríkir innan fjölskyldunnar. Búlð að smíða yfir 20 bíla Meðan beðið var eftir Guðmundi fengu gestimir sér af veitingum frú Sigríðar og hún uppfræddi þá um fyrirtækið. Sigríður sagði að svo ein- kennilega sem það hljómaði þá vissu fæstir Selfyssingar af því að fyrirtæk- ið annast sjálft smíði yfirbygginga á bíla sína. Arið 1968 var smíðað yfir fyrsta bílinn en núna er búið að smíða yfir eina 20 bfla hjá Guðmundi Tyrf- ingssyni. Hjá fyrirtækinu starfa 10 fastráðnir starfsmenn og það hefur annast skólaakstur í yfir 30 ár í Gaulveijabæjarhreppi. Fyrstu árin var Dodge Weapon notaður í skóla- aksturinn. Núna á fyrirtækið 15 bíla, eins og fyrr segir, þar af eina 62 manna rútu, eina 26 manna, eina 28 manna, eina 29 manna, tvær 30 manna og tvær 42 manna rútur, eina 54 manna og eina 36 manna. ■ -B Sprinter - 5 strokka dísilvél með I orþjðppu Morgunblaðið/Gugu MERCEDES-Benz Sprinter, 17 manna fólksflutningabíll, er nýj- asta viðbótin í flota Guðmundar Tyrfingssonar. NYJASTA viðbótin í flota Guðmundar Tyrfmgssonar er Mercedes-Benz Sprinter. Bíllinn er með fimm strokka dísilvél með forþjöppu og millikæli og eldsneytisinnspýtingin er bein. Hest- öflin eru 122 og togið er 280 Nm við 2.000 snúninga á mínútu. Rúmtak vélarinnar er 2.874 rúmsentimetrar. Guðmundur fékk bílinn til sín gleij- aðan með einföldu gleri. Hann setti sjálfur sæti og dúk í bílinn og bætti í hann olíumiðstöð og ofnum sem tengdir eru kælivatninu. Hann setti einnig tvöfalt gler í bílinn. ABS og ABD Ræsir hf., umboðsaðili Mercedes- Benz, getur útvegað bílinn fullklæddan og gleijaðan. Ætlunin er að Guðmund- ur noti bílinn í skólaakstur. Staðalbún- aður í bílnum er ABS-hemlakerfi, ABD spólvöm sem er samverkandi við ABS- kerfið, 100% driflæsing sem sett er á með því að þrýsta á hnapp í mæla- borði, diskahemlar eru að framan og aftan og útispeglar eru rafhitaðir og fjarstýrðir. Þægilegur í meöförum Sala á Sprinter hefur gengið mjög vel frá því sala hófst á honum hérlend- is í apríl á síðasta ári. Alls hafa verið skráðir um 40 bflar og annað eins er komið til landsins eða rétt ókomið. Það er lítið frábrugðið því að aka 17 manna Sprinter fólksfiutningabfl og venjulegum fjölskyldubíl. Stórir speglar og gott útsýni hjálpar til við að létta allan akstur inn í stæði eða aðrar tilfæringar á bílnum. Stýrið er sæmilega stórt en ókostur er að ekki er hægt að breyta stillingu á því. Hins vegar eru armpúðar við bflstjóra- sæti sem henta vel til að hvíla hendur í langakstri. Bílstjórasæti er fjaðrandi og með nokkrum stillimöguleikum. Gírstöngin er stór og gengur beint ofan í gírkassann. Segja má að allt sé fyrir hendi sem menn eiga að venj- ast í svona bílum. VIÐ hliðarárekstur blásast upp tveir hliðarbelgir hjá ökumanni og farþega í 5- og 7-línu BMW. Búnaðurinn er væntanlegur vorið 1997. Hliðarbelgir fró BMW HLIÐARBELGUR hannaður af BMW hlaut nýlega verðlaun banda- ríska tímaritsins Best of What’s New in Automotive Technology fyr- ir tækninýjungar. Það sem réði úr- slitum við kjörið var samþætting tveggja hliðarbelgja sem veija efri hluta líkamans og höfuð ökumanns og farþega. Þetta er fyrsti líknar- belgur sinnar tegundar sem hann- aður hefur verið. Belgurinn sem ver bijóstkass- ann er innbyggður í hurð bílsins og verður fáanlegur í 5- og 7-línu BMW næsta vor. Höfuðbelgurinn verður fáanlegur á næsta ári í sömu gerðir. Pontiac Trans Am ÞENNAN glæsilega Pontiac Trans Am GTA árgerð 1988 á Jón Péturs- son í Hafnarfirði. Fyrir skemmstu var því ranglega haldið fram á þess- um síðum að eini Trans Am GTA árgerð 1988 væri í eigu Hallgríms Harðarsonar á Selfossi. Þessu til staðfestingar birtist hér mynd af bíl Jóns. Bíll Hallgríms er þó sá eini af þessari árgerð með stafræn- um mælum í mælaborði og leður- klæðningu. ■ TILBOÐ ÓSKAST [ Grand Cherokee Laredo 4x4 árg.'93 (ekinn 38 þús. mílur), Dodge Dakota Sport 2wd árg.'93, G.M.C. Safari árg. '88 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 4. júní kl. 12-15. " Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.