Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ASTRA er nú fáanlegur með sterkari 1.400 rúmsentimetra vél sem er ágætlega snörp. Opel Astra með nýrri og sprækari vél og aukapakka ARCTIC Edition útgáfan er talsvert reistari og verður verklegri þegar hún er komin á 14 þumlunga álfelgurnar. ALLT er með sama sniði að innan og verið hefur. Bæði er rými gott og frágangur á öllu vandaður. NÝJA vélin eyðir kringum 8,8 lítrum í þéttbýl- isskakinu en eyðslan fer niður í 5,2 lítra á jöfnum 90 km þjóðvegahraða. OPEL Astra er nú fáanlegur með nýrri aflmeiri 1.400 rúmsenti- metra vél en verið hefur í boði til þessa og þótt hestöflunum fjölgi ekki meira en úr 82 í 90 er nokkur munur á því hversu þetta er sprækari og skemmti- legri kostur. Astra er fáanlegur í ýmsum útgáfum og tilbrigðum, stallbakur, hlaðbakur og lang- bakur og nú er einnig farið að bjóða pakka með ýmsum auka- búnaði, hækkun, stærri hjólbarða og fleira og er sú útgáfa kölluð Arctic Edition. Astra hefur náð ágætu flugi hérlendis eftir frem- ur hæga markaðssókn lengi vel enda ekki á þokkalegu verði fyrr en á síðari misserum. Verðbilið á útgáfunum með 1.400 rúms- entimetra vélunum er frá rúmum 1.300 þúsund og uppí tæp 1.500 þúsund. Við skoðum báðar þessar gerðir nánar hér í dag. Opel Astra er ágætlega lagað- ur í útliti, hefur skemmtilegar sveigjur, boga og stalla á hliðum eða fram- og afturenda. Hver gerð hefur sömu heildareinkenni en „bak“-lagið gefur hverri gerð sín séreinkenni. Luktir og rúður eru hæfilega stórar og fínlegir hliðarlistar og stuðarar undir- strika vel góðar línur. Að innan eru Astra bílarnir vel úr garði gerðir. Sætin fara vel með alla farþega og rýmið er gott á flesta enda og kanta. Ökumannssætið hefur stillanlega setu auk hinna hefðbundnu still- inga og í báðum framstólum fá menn góðan stuðning við læri og bak. Mælaborð er skemmtilega buggt upp af þremur einingum. I einni, beint fram af ökumanni, eru hefðbundnir hraða- og snún- ingshraðamælar með bensín- mæli, næsta eining til vinstri hefur að geyma blástursop frá miðstöð og rofa fyrir aðvörunar- Ijós og neðan við hana er eining fyrir útvarpið og miðstöðvarrof- ana. Lítll hækkun Nýja aflmeiri vélin er sem sagt 1.400 rúmsentimetrar, fjögurra strokka, 16 Aventla og með beinni fjölinnsprautun og 90 hestöfl. Þau hafa verið 82 í 1.400 vélinni til þessa og virðist þessi aukning skila sér mjög vel í vinnslu og viðbragði. Eyðslan í bæjarakstri er 8,8 lítrar á 100 km og á þjóðvegi á jöfnum hraða fer hún niður í 5,2 lítra. Það sem er þó kannski ánægjulegasti kosturinn við þessa vél er að þar sem rúmtak- ið er hið sama hrekkur bíllinn ekki upp um flokk í aðflutnings- gjöldum og því hækkar verðið ekki nema um 32 þúsund krónur á sjálfskipta bílnum sem reyndur var. Hér er því nánast óþarfí að leggja í 150 þúsund króna fjár- festingu til að fá 1.600 rúmsenti- metra vél - hér er aflið feikilega nægjanlegt við allar helstu að- stæður sem venjulegur fjöl- skyldubíll ratar í. Stallbakurinn kostar sem sagt 1.487 þúsund krónur með sjálfskiptingu en fer niður í 1.388 þúsund sé hann tekinn með handskiptingu. Nýr kostur í Arctic Edition í þessari upprifjun og endur- skoðun á Astra með stærri vél var einnig tekið í Arctic Edition útgáfuna og var það handskiptur langbakur. Þessi útgáfa er örlítið breytt frá hinni hefðbundnu og eru breytingamar þessar: Bíllinn hefur verið hækkaður um 2 cm og jafnframt settur á 14 þumlunga álfelgur en venju- legi bíllinn er á 13 þumlunga felgum. Þá kemur hann á svo- nefndum heilsárshjólbörðum sem segja má að dugi í flestum tilvik- um en þeir sem á annað borð kjósa neglda hjólbarða skipta trú- lega yfir veturinn. Þá fylgir bíln- um aukasett af mottum. Þessi pakki kostar 50 þúsund krónur og er mjög hagstæður þegar litið er til þess að aðeins álfelgurnar kosta hátt í þetta. Hægt er að fá Arctic Edition- pakkann í allar gerðir af Opel Astra. Opel Astra er ágætlega búinn bíll með grunnbúnaði sínum sem er þessi helstur: Vökvastýri, samlæsingar, fjarstýrðir hliðar- speglar, útvarp með segulbandi og fjórum hátölurum, stillanleg hæð bílbelta og strekkjarar, tví- skipt og fellanlegt aftursæti, hreyfdtengd þjófavörn, 8 ára ís- lensk ryðvarnarábyrgð og þriggja ára ábyrgð. Hljóðlátur Ekki þarf að fjölyrða mikið um sjálfan aksturinn. Astra stendur fyrir sínu, hann er ágætlega röskur og viljugur með þessari 90 hestafla vél og engin þörf á meiru fyrir venjulega fjölskyldu- notkun. Bíllinn er einnig ágæt- lega rásfastur, lipur í handskipt- ingunni og hljóðlátur. Ilelsti gall- inn við Astra bílana er að vatn getur stundum lekið inn um rúð- ur, t.d. ef framrúða er opnuð og bleyta er á þakinu (sem gerist t.d. þegar aka þarf inn í bílastæð- ishús) og það sama á við um afturhurðina - þama er eins og útlit hafí ráðið ferðinni en ekki þægindin í umgengni við vatn- sagann. Stallbakurinn með þessari nýju vél kostar kr. 1.487.000 og er það nokkuð hagstætt verð því Opel Astra er vissulega traust- vekjandi bíll, rúmgóður og með ágætum búnaði. Þetta á við um sjálfskipta bílinn en sá með fimm gíra handskiptingunni kostar kr. 1.388.000. Arctic Edition gerðin kostar kr. 1.5001.000 beinskipt. Eins og fyrr segir er þessi auka- hlutapakki í boði í allar gerðir Opet Astra og kostar 50 þúsund krónur. ■ Jóhannes Tómasson FORD hyggst smíða smájeppa sem byggður er á 1999 árgerð af Escort. Alpe hugmyndabíll- inn að ofan var einnig byggð- uráEscort 1999. Smójeppi fró Ford FORD hyggst setja á markað smá- jeppa árið 1999. Aætlanir hljóða upp á framleiðslu á 200 þúsund slíkum jeppum á ári sem byggðir eru á Ford Mondeo fólksbílnum. Bíllinn kallast nú UW187 og á aðeins að taka þrjú ár í hönnun. Ford íhugar einnig fram- leiðslu á enn smærri jeppa, UW221, sem byggður yrði á endurhönnuðum Escort árgerð 1999. Sá bíll kæmi á markað sem 2001 árgerð. BMW f járfestir BMW hyggst fjárfesta 500 milljónum punda í dótturfýrirtæki sitt Rover næstu fímm til sex árin. Framleiðslu- geta verksmiðja Rover verður aukin og núverandi gerðir verða algjörlega endurnýjaðar. BMW hyggst líka nota 200 milljónir punda til þess að auka framleiðslugetu sína í verksmiðju sinni! Spartanburg í Suður-Karólínu. Sú fjárfesting er talin til marks um háan framleiðslukostnað á megin- landi Evrópu og vandamál vegna sterkrar stöðu þýska marksins. Inn- an tíu ára er talið að 40% kostnaðar við framleiðslu á hveijum Rover bíi verði vegna drifbúnaðar og rafkerfis. Honda Orthia HONDA hefur kynnt bílinn Orthia í Japan. Orthia er fjórhjóladrifinn langbakur sem byggður er á sömu grind og Civie. Bíllinn var frum- kynntur á síðustu Tókíóbílasýning- unni. Hann er fáanlegur í Japan með 1,8 lítra og 2,0 lítra vélum. Honda hyggst ekki flytja bílinn út frá Japan. VW Caravelle er kominn nýr og endurbættur. NýVW Caravelle VW hefur kynnt endurhannaðan Caravelle fjölnotabíl, þar á meðal gerðir sem eru með kraftminni út- færslum af VR6 og Audi fimm strokka TDI vélum. Báðar vélarnar eru með meira togi en í upprunalegu gerðunum en færri hestöflum. Cara- velle verður boðin með 2,8 1 VR6 sem skilar 145 hestöflum, (var 140 hest- öfl), og forþjöppudísilvélin frá Audi skilar 102 hestöflum (var 140 hest- öfl). Caravelle er einnig með nýrri innréttingu með líknarbelgjum og framendinn er endurhannaður. hjólbaröar GOODYEAR hefur sett á markað nýja gerð hjólbarða, Infítred, sem eiga að vera mun endingarbetri en venjulegir hjólbarðar. Ef Infítred hjólbarðarnir slitna þannig að þeir verði ónothæfir innan þriggja ára frá kaupum endurgreiðir Goodyear þá með nýjum. Eftir þriggja ára notkun fá notendur hjólbarðanna nýja á 50% afslætti. Hver hjólbarði kostar um 100 dollara, um 6.500 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.