Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR23.JÚNÍ1996 D 3 Morgunblaðið/Kristján BRYNJAR Finnsson, starfsmaður Gúmmívinnslunnar, setur ný Bridgestone-dekk undir einn af bílum Sérleyfisbíla Akureyrar á meðan Árni Laugdal, sem er lengst til vinstri, færir Gunnari M. Guðmundssyni framkvæmdasrjóra viðurkenningu. Gúmmívinnslan tekur við umboði f yrir Bridgestone-hjólharóa Of ur-Skodi næsta vor GÚMMÍVINNSLAN hf. á Akureyri hefur tekið við umboði á íslandi fyr- ir Bridgestone-hjólbarða. Bridgestone-hjólbarðar voru leið- andi merki á íslenska markaðnum þar til fyrir rúmum tíu árum þegar sala þeirra snarféll þar sem þau stóð- ust ekki lengur verðsamkeppni við ódýrari hjólbarða. Hagstæður samn- ingur Gúmmívinnslunnar nú tryggir að landsmenn geta fengið þessi dekk á góðu verði að því er Þórarinn Krist- jánsson framkvæmdastjóri segir. Hann sagði það mikla viðurkenningu fyrir fyrirtækið að hafa fengið um- boð fyrir þessa hjólbarða. Umboðið hafi verið laust í nokkur ár, margir falast eftir því en enginn staðist kröfur verksmiðjanna til þess. Gúmmívinnslan fær dekkin af Evr- ópulager Bridgestone í Frakklandi, fólksbíladekkin eru framleidd í Evr- ópu en jeppa-, vörubíla- og vinnuvéladekk eru að stærstum hluta framleidd í Japan. Fyrirtækið er einn stærsti gúmmíframleiðandi heims og næststærsti hjólbarðaframleiðandinn, á eftir Michelin. Umhverfissjónarmið hafa verið höfð að leiðarljósi hjá Gúmmívinnsl- unni og fram kom á fundi þar sem tilkynnt var að fyrirtækið hefði tekið við umboðinu að slík sjónarmið væru einnig leiðandi í framleiðslu Bridges- tone, m.a. hefði það hannað og fram- leitt hjólbarða sem þola sólningu betur en ýmsir aðrir hjólbarðar. Gúmmívinnslan á Akureyri hefur keypt hluta í Hjólbarðaþjónustu Hafnarfjarðar og sagði Árni Laug- dal, markaðsstjóri fyrirtækisins, að hjólbarðarnir yrðu til sölu þar og einnig myndi öll þjónusta varðandi sólningu á slíkum hjólbörðum á höf- uðborgarsvæðinu fara þar fram. Fyrstu Bridgestone-hjólbarðarnir voru settir undir langferðabifreiðar Sérleyfisbíla Akureyrar, en það fyr- irtæki hefur lengi verið í við- skiptum við Gúmmívinnsl- una. Gunnar M. Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Sér- leyfisbíla Akureyrar, sagði að fyrirtækið hefði yfir að ráða 15 bílum. ¦ ÞEIR KALLA hann Ofur-Skodann. Skoda Octavia er fyrsti nýi bíllinn sem Skoda framleiðir síðan VW eignaðist meirihluta í tékknesku verksmiðjunum og hann kemur á markað innan tíðar. Octavia er af svipaðri stærð og Toyota Carina. Hann verður með vél frá VW og Audi og það sem mestu skiptir, hann verður ódýr. Octavia er bíllinn sem Skoda ætl- ar sér að keppa með í stærri og dýrari flokkum bíla. Framleiðend- urnir hafa haldið nýja bílnum vel leyndum og lítið hefur lekið út til fjölmiðla um útlit hans eða gerð. Það var hins vegar á allra vitorði að nýr og stærri Skoda væri á leið- inni. Tæknin þýsk Bíllinn var frumkynntur fjölmiðl- um í byrjun mánaðarins en hann verður ekki frumsýndur almenningi fyrr en á bílasýningunni í París í október. Stuttu síðar yerður hann kynntur í Tékklandi og Slóvakíu en búist er við að hann verði kominn á markað víðast í Evrópu næsta haust. VW á 70% hlut í Skoda og mest af tækninni er þaðan komin. Undir- vagninn er hinn sami og verður í hinum nýja Audi A3 sem verður kynntur nú í sumar. Það verður þó ekki fyrr en 1998 sem fjórða kyn- slóð VW Golf og Vento fá sama undirvagninn sem þykir um margt mjög nútímalegur. Octavia er 4,51 m langur. Fernra dyra stallbakurinn virkar nokkru stærri en núverandi VW Vento og einnig Opel Astra og Toyota Cor- olla, sem Skoda segir að nýi bíllinn muni keppa við. Octavia er jafn langur og Toyota Carina en breiðari. Á góðu verði Talsmenn Skoda segja að grunn- gerð Octavia verði sérlega vel útbú- in, betur búin en t.d. grunngerð Carina. Verðið á bílnum mun ráða miklu um framgang hans á þessum markaði. Ekkert er í raun enn vitað um verð ennþá en þó skrifar danska dagblaðið Beríingske Tidende að ódýrasta gerðin verði á svipuðu verði og þriggja dyra grunngerðin af t.d. Toyota Corolla og allt að 10.000 dönskum krónum ódýrari en*. Hyundai Elantra. Séu þessar tölur færðar yfír á íslenskan verúleika mætti hugsanlega búast við að Octavia kostaði hér um eða yfir 1.200.000 krónur. Audi1,8lvél Grunngerð bílsins verður með 1,6 lítra, 75 hestafla VW vélinni sem einnig er að finna í Felicia, VW Golf og VW Polo. Meiri athygli vek- ur að dýrasta útfærslan verður með 1,8 lítra, 20 ventla Audi vél sem skilar 125 hestöflum. Einnig verður Octavia fáanleg með 1,9 TDI véf VW (forþjöppudísilvél), sem skilar 90 hestöflum. Octavia er fyrsti nýi bíllinn sem kemur frá Skoda verksmiðjunum eftir að VW eignaðist meirihluta í verksmiðjunum 1992. Skoda Felic- ia, sem var settur á markað fyrir rúmu ári, er ekki alveg nýr bíll heldur endurbætt útgáfa af Skoda Favorit. SKODA Octavia er ætlað að keppa við Opel Astra og Toyota Corolla. Fyrsti Prem- ium bíllinn BIFREIÐAR og landbúnaðar- vélar af hentu í síðustu viku fyrsta Renault Premium bílinn til viðskiptavinar hérlendis, Egils Skallagrímssonar. Egill Skallagrímsson varð þar með fyrsti viðskiptavinurinn í Evr- ópu til þess að fá af hentan bíl úr þessari nýjii línu Renault. Bíllinn er af gerðinni Distrib- ution með 300 hestafla vél og afhenti Heiðar J. Sveinsson hjá B&L Vilhjálmi Kvaran bíl- stjóra hjá Agli Skallagrímssyni bílinn við höf uðstöðvar fyrir- tækisins. ¦ Morgunblaðið/Golli ING REYNSLA ÞjÓNUSTA FÁLKINN TILBOÐ OSKAST Suzuki Sidekick JX 4x4 árg.'93 (ekinn 17 þús. mílur), ¦.>ios»iwurs,iss.,: Ford Taurus GL árg.'92, Chevrolet Blazer S-10 Tahoe 4x4 (tjónabifreið) árg.'89 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 25. júníkl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.