Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA 2. deild karla Þróttur R. - Völsungur...............4:1 Zoran Micovic (17. - vítasp.), Páll Einarsson (66.), Ingvar Ólason (70.), Hermann Karls- son (77.) - Hjörtur Hjartarson (44.). Skallagrímur - Leiknir R.............3:0 Sindri Grétarsson (17.), Valdimar Sigurðs- son (23., Hilmar Hákonarson (78.) ÍR-Þór...............................0:1 - Hreinn Hringsson (75.). KA-FH................................1:1 Bjami Jónsson (41.), - Lúðvík Amarsson (48.). Bikarkeppni kvenna KS - ÍBA.............................2:3 KVA - LeiknirF.......................1:2 Stjarnan - Haukar....................4:2 ■Sigurliðin tiyggðu sér rétt til að leika í 8-liða úrslitum ásamt Breiðablik, ÍA, KR, Reyni S. og Val. Frjálsíþróttir í gær var alþjóðlegt ftjálsíþróttamót í Hels- inki og helstu úrslit voru þessi: 110 m grindahlaup: 1. Tony Jarrett (Bretl.)..........13,48 2. Falk Balzer(Þýskal.)...........13,66 3. Li Tong (Kína).................13,67 400 metra hlaup karla: 1. Iwan Thomas (Bretl.)...........45,14 2. Du’aine Ladejo (Bretl.)........45,19 3. Robert Guy (Tinidad & Tobago)..45,65 Spjótkast karia: 1. Boris Henry (Þýskal.)..........86,48 2. Patrik Boden (Sviþjóð).........82,60 3. Harri Hakkarainen (Finnlandi)..81,76 Langstökk kvenna: 1. Ludmila Ninova (Austurr.).......6,99 2. YolandaChen (Rússl.)_...........6,71 3. Viktoria Vershinina (Úkraínu)...6,64 400 metra hiaup kvenna: 1. Aelita Jurtsenko (Úkrafnu).....52,78 2. Lee Naylor (Ástralíu)..........53,33 3. YolandaWarren (Bandar.)........53,98 100 metra hlaup karla: 1. Frankie Fredericks (Namibíu)....9,87 2. Darren Braithwaite (Bretl.)....10,13 3. Donovan Bailey (Kanada)........10,15 100 metra hlaup kvenna: 1. Marina Trandenkova (Rússl.)....11,10 2. Marcia Richardson (Bretl.).....11,48 3. Johanna Manninen (Finnlandi)...11,51 200 metra hlaup karla: 1. Vladislav Dologodin (Úkraínu)..20,33 2. Riaan Dempers (S-Afríku).......20,61 3. David Oaks (Bandar.)...........20,66 1.500 metra hlaup karla: 1. Francis Kiptoo (Kenýju)......3.43,09 2. Glenn Stewart (Bretl.).......3.43,11 3. Paul Mwangi (Kenýju).........3.44,07 400 metra grindahlaup karla: 1. Torrance Zellner (Bandar.).....48,82 j 2. Rohan Robinson (Ástralíu)......48,85 3. Llewellen Herbert (S-Afríku)...49,41 800 metra hlaup kvenna: 1. Kelly Holmes (Bretl.)........1.58,53 2. Malin Everlof (Sviþjóð)......2.01,66 3. Karen Gudesen (Danmörku).....2.04,61 800 metra hlaup karla: 1. Vebjom Rodal (Noregi)........1.44.95 2. Hezekiel Sepeng (S-Afríku)...1.46,00 ■ 3. Curtis Robb (Bretl.).........1.46,42 1.500 metra hlaup kvenna: 1. Fernanda Ribeiro (Portúgal)....14.52.66 2. Annemari Sandell (Finnlandi) ...15.14,34 3. Sara Wedlund (Sviþjóð)......15.19,53 Kúluvarp karla: ; 1. Paolo Dal Soglio (Ítalíu).....20,44 2. Cottrell J. Hunter (Bandar.)...19,60 ) 3. Markus Koistinen (Finnlandi)..19,18 Stangarstökk karla: 1 equal. Igor Trandenkov (Rússl.)..5,80 1 equal. Vadim Strogolev (Rússl.)..5,80 3. Dimitri Markov (Hv-Rússl.)......5,70 Þrístökk karla: 1. Jonathan Edwards (Bretl.)......17,82 r 2. Sigurd Njerve (Noregi).........17,01 ! 3. Carlos Calado (Portúgal).......16,69 Hástökk kvenna: 1. DebbiMarti (Bretl.).............1,92 2. Nele Zilienskiene (Litháen).....1,89 3. Jo Jennings (Bretl.)............1,83 Spjótkast kvenna: 1. Tanja Damaske (Þýskal.)........66,62 2. Heli Rantanen (Finnlandi)......65,46 3. Oxana Ovchinnikova (Rússl.)....63,26 Sindri Þórsarar heppnari Þórasarar gerðu góða ferð í Mjóddina og hirtu þaðan öll stigin þtjú. ÍR-ingar sem spiluðu á köflum ágætlega, geta svekkt sig á að hafa ekki sett sinn fyrsta Bergmann bolta í netið Og Eiðsson haldið eftir einu skrífar stigi, sínu fyrsta. Liðin skiptust á að sækja en ekki tókst að koma tuðrunni í net- ið. Seinni hálfleikurin var beint framhald af þeim fyrri. Liðin skipt- ust á að sækja og voru ÍR-ingar þar lítt djarfari. Þrátt fyrir ágætis- tilraurnir náðu þeir þó ekki að skora. Það var síðan á 75. mín. sem dró til tíðinda. Hreinn Hrings- son Þórsari átti ágætis sendingu inn á teig ÍR þar sem Sveinn T. Pálsson var fyrir og sendi til baka á Hrein sem með smá hjálp varnar- manna ÍR kom boltanum í netið. Þrátt fyrir að það sem eftir lifði leiks væru ÍR-ingarnir meira með boltann og virtust þess fullvissir að þeir ættu ekki skilið að fara af velli án þess að setja knöttinn að minnsta kosti einu sinni í netið, kom allt fyrir ekki og þeir gengu niðurlútir af velli marka- og stiga- lausir. Jafnræði hjá KAogFH Leikur KA og FH verður tæp- lega eftirminnilegur fyrir þá sárafáu og daufu áhorfendur sem létu sig hafa það að mæta á Akur- ^■■■^H eyrarvöll í gær- Stefán Þór kvöldi. Jafnræði var Sæmundsson með liðunum þegar skrífar frá á heildina er litið og Akureyri lokatölurnar 1:1 gefa góða mynd af gangi mála. Þó voru FH-ingar öllu meira með boltann, sérstaklega í seinni hálfleik. Markið sem skildi liðin að í leik- hléi kom á 41. mín. er Bjarni Jóns- son lék upp miðjuna og lét skotið ríða af í 27 metra fjarlægð frá markinu. Boltinn fór í boga yfir Daða markvörð sem stóð ansi framarlega. Þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af seinni hálfleik tók Hörður Magnússon, miðherji FH, boltann á lofti á hægri væng, sneri sér við og sendi fyrir markið þar sem Lúðvík Arnarsson rak ennið í knöttinn sem lak í netið framhjá markverði KA. Bjarni Jónsson lék vel fyrir KA og Lúðvík, Hörður og Davíð Ólafs- son áttu góða spretti fyrir FH. Hins vegar var fátt eða ekkert í þessum leik sem gaf vísbendingu um að þessi lið ættu erindi í 1. deild. RAYMOND WEIL ^GOLFMÓTIÐ^ Opna RAYMOND WEIL golfmótið verður haldið laugardaginn 29. júní á Garðavelli, Akranesi. Glæsileg RAYMOND WEIL úr í verðlaun fyrir 1.2. og 3. sæti með og án forgjafar. Fjöldi aukaverðlauna - dregið úr skorblöðum. Mótið hefst kl. 9.00. Allir velkomnir. Skráning hafin í síma 431 2711. RAYM0ND WEIL H El LDVERSLU N I N GENEVE UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI, ECHO EHF. BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þjóðverja, segir Englendinga sigurstranglegri. Bæði lið leita hefnda á Wembley að eru gestgjafarnir frá Englandi, sem taldir eru sigurstranglegri í undanúrslitaleiknum gegn Þjóðveijum á Wembley-leikvanginum í dag, en sigri Englendingar yrði það í fyrsta sinn sem enskt landslið kæmist alla leið í úrslita- leik Evrópukeppninnar. Brugðið getur þó til beggja vona og Þjóðveijar eru ekkert á þeim buxunum að láta Englend- inga krækja fyrirhafnarlaust í gullverð- launin, þeir ætla sér sigur og gera þar með að engu draum ensku þjóðarinnar um að sagan frá 1966, þegar Englend- ingar fögnuðu sigri á stórmóti í knatt- spyrnu í fyrsta og eina sinn, sé að endur- taka sig. Einungis sex ár eru liðin síðan Eng- lendingar og Þjóðverjar mættust síðast í undanúrslitaleik á stórmóti í knatt- spymu en það var í heimsmeistara- keppninni á Italíu árið 1990. Þá fögnuðu Þjóðverjar sigri eftir vítaspyrnukeppni en Englendingar sátu eftir með sárt ennið. í dag leita Englendingar hefnda og óneitanlega er margt sem bendir til þess að Þjóðveijar eigi eftir að eiga undir högg að sækja. Englendingar hafa vax- ið með hveijum leik, meiðsli hafa sett strik í reikninginn í herbúðum Þjóðveija og ekki má gleyma því að Englendingar verða dyggilega hvattir áfram af tugum þúsunda blóðheitra, enskra knatt- spyrnuáhugamanna á Wembley. Það er þó ýmislegt sem hjátrúarfullir aðdáendur enska liðsins óttast og marg- ir segja það fyrstu vísbendingu um ósig- ur Englendinganna að í fyrradag biðu þeir lægri hlut þegar hlutkesti var varp- að um hvort liðið fengi að leika í aðalbún- ingum sínum, en alla jafna leika bæði lið í hvítum treyjum og dökkum buxum. Sumir benda á þá staðreynd að í síðustu þrettán viðureignum Englendinga og Þjóðveija á knattspyrnuvellinum hafa Englendingar aðeins sigrað tvisar og enn aðrir telja það illan fyrirboða að í þeim níu Evrópumótum, sem haldin hafa ver- ið, hafa gestgjafarnir dottið út sex sinn- um í undanúrslitum og þar af þrisvar fyrir Þjóðvetjum. Bæði lið standa frammi fyrir því að missa sterka leikmenn úr byijunarliðum sínum, en hjáÞjóðveijum eru þeir Júrgen Klinsmann og Fredi Bobic úr leik vegna meiðsla og Englendingurinn Gary Ne- ville tekur út leikbann í dag vegna tveggja gulra spjalda. Terry Venables, þjálfari Englendinga, kvíðir þó engu og segir að það muni verða sitt síðasta verk sem landsliðsþjálfari að tryggja Englendingum Evrópubikarinn en kol- legi hans hjá þýska liðinu, Berti Vogts, er ekki eins áhyggjulaus: „Englending- arnir eru augljóslega sigurstranglegri. Þeir hafa vaxið og dafnað með hveijum leik í keppninni, en við munum þó leika til sigurs í níutíu mínútur og lengur ef með þarf,“ sagði Vogts og miðvallarleik- maðurinn Andreas Möller tók í sama streng: „Það er margt á móti okkur, meiðsli, áhorfendur og mikið álag. Við gerum okkur engu að síður grein fyrir að þessi leikur gæti orðið hápunktur ferils okkar og munum því gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna enska liðið á þeirra eigin heimavelli." Englendingar hafa ekki sigrað Þjóð- verja á stórmóti í knattspymu síðan í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar á Englandi árið 1966. Líkleg byqunarlið liðanna á Wembley í dag eru annars eftirfarandi: England: Seaman, Pearce, Adams, Sout- hgate, Ince, Platt, Gascoigne, McManaman, Anderton, Shearer og Sheringham. Þýskaland: Köpke, Sammer, Babbel, Hel- mer, Reuter, Ziege, Scholl, Hássler, Eilts, Möll- er og Kuntz. Dómari leiksins heitir Sandor Puhl og kemur frá Ungveijalandi. Miklir yfirburðir Þróttara Sigurgeir Guðlaugsson skrifar Það voru heimamenn í Þrótti, sem höfðu undirtökin lengst af í viður- eign sinni við Völsung frá Húsavík á Valbjarnarvellinum í Laugardal í gærkvöldi og uppskáru fjögur fal- leg mörk gegn aðeins einu marki gestanna. Leikurinn fór hægt af stað en Völs- ungar voru að vísu óheppnir að komast ekki yfir snemma leiks þegar fyrirliði þeirra, Ásmundur Arnarsson, átti fastan skalla í stöngina. Þetta virtist þó gera það að verkum að Þróttarar vöknuðu almennilega til lífsins og aðeins örfáum mínútum síðar dæmdi Einar Guðmunds- son, dómari leiksins, vítaspymu á Völs- unga eftir að knötturinn hafði hrokkið í hönd eins varnarmanns þeirra. Ur spyrnunni skoraði Zoran Micovic örugg- lega, sendi knöttinn framhjá Björgvini í marki Völsungs, og kom heimamönnum í 1:0. Gestirnir neituðu þó að gefast upp og eftir snarpa sókn þeirra aðeins mínútu fyrir leikhlé náði Hjörtur Hjartarson að jafna metin eftir laglegan undirbúning þeirra Jónasar Garðarssonar og Ás- mundar Arnarssonar. í leikhléinu gerði svo úrheliisrigningu í Laugardalnum og virtust leikmenn ör- Morgunblaðið/Kristinn EINAR Örn Birgisson, Þrótti, smeygfr sér framhjá Húsvíkingnum Arnari Bragasyni en Heiðar Slgurjónsson fylgist álengdar með. litla stund að átta sig á blautum vellinum í síðari hálfleik. Þá færðist aukin harka í leikinn og hafði Einar dómari Guð- mundsson í mörg horn að líta á tímabili. Bæði lið fengu ágæt tækifæri til að komast yfir í fyrri hluta síðari hálfleiks, fyrst Hjörtur Hjartarson fyrir Völsung, sem komst einn inn fyrir vörn heima- manna en Amaldur Loftsson bjargaði skoti hans á línu, og síðan Páll Einars- son, fyrirliði Þróttar, en fast skot hans hafnaði í stöng andstæðinganna. Um miðjan hálfleikinn náðu svo Þróttarar algjörum yfirburðum á vellinum og mörk frá þeim Páli Einarssyni og Ingvari Óla- syni með fjögurra mínútna millibili drógu allan kraft úr gestunum. Það var svo Hermann Karlsson, sem greiddi Völs- ungum endanlega rothöggið þegar hann bætti við fjórða marki heimamanna skömmu síðar, en Hermann hafði komið inn á sem varamaður í lið Þróttar aðeins örfáum mínútum áður. Með sigrinum í gær sýndu Þróttarar að þeir eru til alls líklegir í 2. deildinni í sumar en Húsvíkingar áttu slæman dag og vilja eflaust gleyma þessum leik'sem fyrst. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 C 3 KNATTSPYRNA TENNIS Fjórir í banni hjá Tékkum ÞÓTT margir knattspyrnuáhugamenn líti einungis á undanúrslita- leik Frakka og Tékka á Old T rafford í Manchester í dag sem upphitun fyrir hinn undanúrslitaleikinn, leik Englendinga og Þjóð- verja á Wembley-leikvanginum sfðar um daginn, er vafalítið von á fjörugum og spennandi leik þegar þessi tvö skemmtilegu knatt- spyrnulið mætast. Frakkar hljóta að teljast sigur- stranglegri aðilinn á Old Traff- ord, einkum þar sem fjórir af leik- mönnum Tékka, þeir Radek Latal, Jan Suchoparek, Radek Bejbl og Pa- vel Kuka, taka út leikbann í leiknum, en Tékkarnir hafa sýnt það og sann- að að þeir eru til alls líklegir, á því fengu Italir og Portúgalir að kenna. „Auðvitað skapar það vandamál þeg- ar stilla þarf upp fjórum nýjum leik- mönnum í undanúrslitaleik en ég hef fulla trú á öllum mínum mönnum og kvíði engu. Fyrir tveimur árum lékum við vináttulandsleik við Frakka í Bordeaux og höfðum yfir 2:0 þegar tíu mínútur voru eftir þrátt fyrir að leiknum hafi lyktað 2:2. Við erum alveg jafngóðir og þeir frönsku og ætlum okkur alla leið,“ sagði Dusan Uhrin, þjálfari Tékka, í samtali við fréttamenn í gær. Frakkar eiga þó einnig við nokkur vandamál að stríða en framherjinn Christophe Dugarry er meiddur og einn besti leikmaður þeirra, Christian Karembeu, hefur fengið að líta gula spjaldið tvisvar í keppninni og leikur því ekki með félögum sínum í dag. Þjálfari Frakkanna, Aime Jaequet, á í nokkrum vandræðum með að fylla skarð Karembeus en líklegast þykir að Sabri Lamouchi, leikmaður Aux- erre, taki sæti hans í liðinu. Ljóst er að fjarvera Karembeus veikir nokkuð franska liðið, en varn- arlína þess, sem þykir ein sú besta í keppninni, hefur aðeins fengið á sig tvö mörk, að undanskildum vítaspyrn- um Hollendinga í vítaspyrnukeppn- inni í átta liða úrslitunum. Ef Jacquet þjálfari tekur þá ákvörðun að færa Marcel Desailly fram á miðjuna og láta hann taka sæti Karembeus í stað Lamouchis er hætt við að skyndisókn- ir Tékkanna gætu átt eftir að reyn- ast Frökkum skeinuhættar. „Þeir munu draga sig til baka, leyfa okkur að ráða ferðinni og reyna svo að veiða okkur í gildru. Ef við sofnum á verðin- um koma þeir á fleygiferð í bakið á okkur og það megum við ekki láta gerast,“ sagði Jacquet og fyrirliði Frakkanna, Didier Deschamps, bætti við: „Við verðum að einbeita okkur að styrk þeirra sem liðsheildar en ekki því hver kemur í staðinn fyrir hvern." Bæði lið ætla sér stóra hluti á Old Trafford í dag og þótt Frakk- arnir séu sterkari á pappírunum er nokkuð víst að Tékkarnir munu selja sig dýrt og beijast til síðasta blóð- dropa til að komast í úrslitaleikinn. Þeir sýndu það á móti ítölum og Port- úgölum að þá má aldrei vanmeta og í þá gryfju ætla Frakkar sér svo sann- arlega ekki að falla. Líkleg byijunarlið á Old Trafford eru annars eftirfarandi: Frakkland: Lama, Lizaruzu, Blanc, Desailly, Thuram, Zidane, Guerin, Desc- hamps, Lamouchi, Loco og Djorkaeff. Tékkland: Kouba, Hornak, Kadlec, Ku- bik, Poborsky, Nemec, Nemechek, Berger, Nedved, Drulak og Smicer. Dómari leiksins verður Skotinn Leslie Mottram. Skallagrímur aftur á toppinn Eg er mjög ánægður með leik okkar, við lékum vel og var sig- ur okkar sanngjarn. Við verðum að ■■■■■ halda okkur á jörð- Kristján B. inn>. eigum erfiðan Snorrason leik gegn FH í Hafn- skrifar arfirði framundan," sagði Valdimar Sig- urðsson, besti leikmaður Skalla- gríms, sem endurheimti fyrsta sætið í 2. deild með því að leggja Leikni R. að velli í Borgarnesi, 3:0. Valdi- mar skoraði annað mark heima- manna og lagði hin upp, sem Sindri Grétarsson og Hilmar Hákonarson skoruðu. Leikurinn var jafn í byijun, en eftir að Sindri Grétarsson hafði náð að skora fyrsta markið náðu heima- menn yfirhöndinni og réðu gangi leiksins - og það þrátt fyrir að þeir léku tíu í 53 mín., þar sem Þórhallur Jónsson fékk reisupassann eftir að hafa fengið að sjá sitt annað gula spjald á 32. mín. Yfirburðir heima- manna voru miklir í seinni hálfleik og hefðu þeir átt að skora þijú til fjögur mörk til viðbótar. „Eg get ekki verið ánægður með leik okkar. Við lékum illa og þá sérstaklega í seinni hálfleik," sagði Steindór EIí- son, leikmaður Leiknis. Reuter Enn falla þeir stóru úr leik að hefur reynst ýmsum bestu tennismönnum heims erfitt að komast í gegnum fyrstu umferð Wimbledonmótsins sem nú fer fram. í gær varð Yevgeny Kafeln- ikov frá Rússlandi að játa sig sigr- aðan í viðureign við 21 árs gamlan breskan spilara, Tim Henman, í fimm settum 7-6 6-3 6-7 4-6 7-5. Kafelnikov sigraði nýlega á einu stærsta móti tennismanna Opna franska mótinu og er í sjötta sæti styrkleikalista tennismanna en Bretinn er í 62. sæti. Leikur þeirra var jafn og æsi- spennandi og tók þijár klukku- stundir og 36 mínútur. „Spila- mennska mín í dag var mjög slök og óhætt að segja að ég hafi valdið sjálfum mér vonbrigðum. Ég hef aldrei áður tapað í fyrstu umferð á einum af stóru mótunum fjórum. Þetta er ný reynsla fyrir mér og hún er slæm,“ sagði Kafelnikov að ieik loknum. Fremsta tenniskona heims, Steffi Graf, lét hins vegar ekki slá sig út af laginu í fyrsta leik sinum á mót- inu. Hún mætti tékknesku stúlk- unni Ludmilu Richterovu og hafði betur í tveimur settum, 6-3, 6-1 í leik sem tók 53 míntútur. Sanchez Vicario frá Spáni sem lék til úrslita við Graf í Wimbledon í fyrra og tapaði, komst einnig örugglega í aðra umferð. Hún lagði Adriana Serra-Zanetti 6-3, 6-4 í leik sem ekki stóð heldur lengi yfir. Að höqgva sendiboðann Svartil formanns Leifturs SAGT er að Neró keisari í Róm hafi haft þann sið að höggva sendiboðann, bæri hann slæmar fréttir. Aðgerðir í þessum dúr upplifum við blaða- og fréttamenn gjarnan, þegar stórlyndum þykja fréttirnar sem við segjum heldur óhagstæðar. Af grein Þorsteins Þorvaldsson- ar formanns Leifturs vegna leik- banns Slobodans Milisic má helst draga þá ályktun að ákvarðanir Aganefndar KSÍ hafi í umræddu tilviki og muni líklega áfram, fara eftir því hvað mér þóknist að fjalla um. Eg þakka pent þennan heið- ur. Og þann áð vera skrifaður fyrir því hvað íþróttadeild RÚV yfir höfuð sýnir, og fjallar um í þessu efni og kannski öðrum. Af þessu tilefni vil ég taka fram eftir- farandi: Ég hafði með höndum umfjöll- un um téðan leik og ljótt brot Milisic. Og rökstyð málsmeðferð mína með sjálfsagðri upplýsinga- skyldu fréttamanns. Eg hafði raunar ekki með höndum leik KR og Vals, en það skiptir engu. Brot Milisic var sýnt einu sinni á eðli- legum hraða og einu sinni hægt, á miðjum degi að aflokinni beinni útsendingu frá EM. Samantekt af leik Vals og KR með broti Hilmars Björnssonar á Lárusi Sigurðssyni var sýnd í sama skipti, ekki endurtekin hægt, en sýnd í annað sinn. í frétt Adolfs Inga af málinu eftir að leikbannið var sett, voru bæði þessi atvik sýnd, endurtekin hægt, og sérstök athygli vakin á broti Hilmars. Svo geta menn deilt um við hvaða borð menn sitja, ég veit ekki til þess að staðið hafi á því hingað til að Aganefnd fái afrit af myndum hér á Sjónvarp- inu, séu þær á annað borð til. Þorsteinn má þó eiga, að hann kemst að kjarna málsins, mitt í öllum orðaflaumnum um ójöfn og jafnvel óæskileg áhrif mín: Allir sem unna knattspyrnu vilja upp- ræta skepnuskap eins og kristaÍl- ast í árás Milisic á Bibercic, hvað sem öðrum samskiptum þeirra líð- ur. En það næst aldrei allt sem ljótt er í knattspyrnu á myndband svo óyggjandi sé, fremur en önnur lögbrot. En, það að lögum og regl- um sleppi ekki, þó dómari sjái ekki til, ætti að vera víti til varn- aðar. Með kveðju til Ólafsfirðinga og ósk þeim til handa um gæfuríkan og drenglyndan leik á knatt- spyrnuvellinum. Samúel Örn Erlingsson. Höfundur er íþróttafréttamaður hjá RÚV ÍÞRÚMR FOLK ■ ANDRE Agassi, einn fremsti tennismaður heims á síðustu árum, virðist vera að fatast flugið. Á mánudaginn tapaði hann í fyrstu umferð Wimbledonmótsins fyrir lítt þekktum landa sínum Doug Falch í fjórum settum. Fyrir mán- uði tapaði hann í 2. umferð á Opna franska mótinu einnig fyrir minni spámanni og landa sínum, Chris Woodruff. ■ MONICA Seles fór betur af stað í mótinu en landi hennar, Agassi. Hún lagði Ann Grossman í tveimur settum í leik sem tók aðeins 50 mínútur. Seles hefur ekki verið með á Wimbledon mótinu í fjögur ár kvaðst hafa verið tugaóstyrk þegar leikurinn hófst en hafi snemma jafnað sig. ■ KIMIKODate sem var fánaberi japönsku keppendana á Wimble- don er í 12. sæti styrkleikalista tenniskvenna. Hún lét löndu sína Kyoko Nagatsuka ekki þvælast fyrir sér og vann hana í tveimur settum í leik sem tók 53 mínútur. Date komst í fjórðungsúrslit í fyrra. ■ BORIS Becker þýski tennis- maðurinn er að sjálfsögðu á meðal þátttakenda á Wimbledon . Hann skýrði frá því áður en keppnin hófst að hann hefði mun meiri áhuga á knattspyrnu en tennis. Becker sem hætti að æfa knattspyrnu 12 ára til þess að einbeita sér að tennis- íþróttinni sagðist því miður þurfa að fylgjast með þeim leikjum sem eftir væru á EM í sjónvarpi. Hann yrði að einbeita sér að Wimbledon- mótinu. Helst vildi hann þó vera meðal áhorfenda á knattspymuvell- inum og fylgjast með gangi mála. ■ BECKER náði einum leik áður en Wimbledon mótið hófst en þá fór hann ásamt landa sínum Micha- el Stich á leik Þjóðverja og Itala. Stich er líka meðal keppenda á Wimbledon. ■ KEPPENDUR á Wimblendon eru þeir síðustu sem taka þátt í mótinu á þeim stað þar sem vellirn- ir eru staðsettir nú því til stendur og byggja upp vellina annars stað- ar. Vellimir sem nú er leikið á eru 72 ára gamlir. Á nýja svæðinu verð- ur pláss fyrri 11.000 gesti í kringum aðalvöllinn. ■ REIKNAÐ er með að keppendur á Wimbledon að þessu sinni noti um 34.000 tennisbolta áður en yfir lýkur um aðra helgi. ■ ANDREA Gaudenzi tennis- maður frá Ítalíu var fyrsti keppand- inn á Wimbledon til þess að verða sektaður fyrir óíþróttamannlega framkomu í sigurleik hans á Bandaríkjamanninum Micahel Joyce. Þarf Gaudenzi að greiða 150.000 krónur. ■ ALLS voru það 256 þátttakend- ur sem hófu keppni í einliðaleik karla og kvenna á Wimbledon mótinu á mánudaginn enda eftir talsverðu að slægjast þar. Sigur- vegarinn í karlaflokki fær í sinn hlut um 40 milljónir króna og sú sem stendur uppi ósigmð í kvenna- flokki fær fjórum milljónum minna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.