Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 2
2 E FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 KAPPAKSTUR MORGUNBLAÐIÐ „Þarf að vera kaldur og yfirvegaður“ Erfíðar aðstæður voru er Formula 1 kappakst- urinn fór fram í Barcel- ona á Spáni fyrir skömmu. Gunnlaugitr Rögnvaldsson fylgdist með keppninni og spjall- aði við Michael Schum- acher heimsmeistara eftir glæsilegan sigur hans á kappaksturs- brautinni. Eftir frábæra frammistöðu Þjóð- verans Michael Schumacher í spánska kappakstrinum í Barcel- ona, efast fáir um hæfileika hans undir stýri. Hann hreinlega rúllaði andstæðingum sínum upp á hálli brautinni, eftir óvænta úrhellisrign- ingu og bætti íyrir mistök sem hann gerði í keppninni á undan, þar sem hann ók á grindverk eftir nokk- urra sekúndna akstur á brautinni. En það er ekki að ástæðulausu að Schumacher hefur tvö undanfarin ár orðið heimsmeistari í Formula 1 kappakstri og sá yngsti í sögunni. Hann varð heimsmeistari 1994 að- eins 25 ára gamall. Morgunblaðið hitti Schumacher að máli á kapp- akstursbrautinni í Barcelona, þar sem hann vann sinn fyrsta sigur á árinu og þann fyrsta fyrir sitt nýja lið, Ferrari. Sigurinn var mikilvægur fyrir allt Ferrari-liðið sem fjárfesti gífur- lega með ráðningu Schumachers, í honum sem ökumanni auk alls kyns tækjabúnaðar, sem þurfti endurnýj- unar við. Schumacher sagði sjálfur í upphafi keppnistímabilsins að hann myndi ekki vinna fyrr en síð- ar á árinu, en framfaraskrefin hafa verið stór hjá Ferrari eftir að Schumacher kom til liðsins. Hann hefur prófað bílinn dag eftir dag, viku eftir viku, til að ná betri vinnslu vélar, drifs og fjöðrunar. Hinn öku- maður liðins, Irinn Eddie Irvine, hefur liðið fyrir þetta að vissu leyti, hefur ekki fengið að aka bílnum eins mikið á æfingum, en nýtur hinsvegar endurbótanna, sem Schumacher hefur látið lið sitt gera á bílunum. En að sama skapi eru margar breytinganna sniðnar að akstursstíl Schumachers, en Irvine vinnur úr því eftir bestu getu. Heimsmeistari á umdeildan hátt Þessir tveir ökumenn eru ólíkir. Schumacher er alvörugefinn og vinnusamur, lifír fyrir kappakstur- inn, enda þarf hann að sanna sig. Hann fær 20 milljónir dollara í árs- laun frá Ferrari og um 10 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Irvine er á léttari nótunum, er mjög góður ökumaður en um leið dálítill glaum- gosi í sér og nýtur sviðsljóssins. Schumacher er yfírvegaðri í kvennamálum, enda tiltölulega ný- giftur þýsku stúlkunni Corinu og hefur keypt sér 140 milljón króna hús í Monte Carlo, skattfríðinda landsins vegna. Þá á hann fasteign- ír annars staðar, auk Benz 500SL, Ferrari F40 auk fleira góðgætis, sem hæfír fremsta kappakstursöku- manni heims. Ferill Schumacher hófst í kart- arakeppninna, þrátt fyrir að hafa tvívegis fallið úr leik að undan- förnu. Hill vann þó síðustu keppni, sem var í Kandada og þeir kumpán- ar keppa í franska kappakstrinum um næstu helgi. Schumacher vex ásmegin og er nú í þriðja sæti að stigum á eftir félaga Hill hjá Will- iams, Kanadabúanum Jacques Vil- lenueve. Hill hefur mjög gott for- skot í heimsmeistaramótinu, eftir fimm sigra. „Vissulega erum við Hill and- stæðingar og kannski hef ég beitt dáítill sálfræði sem hefur kannski komið mér hvað verst á köflum. En stundum þarf að beita brögðum til að ná langt. En ég tel að ég sanni mig samt best á brautinni í hveiju móti,“ sagði Schumacher í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins á kappakstursbrautinni í Barcelona. Þar var Ferrari-liðið mætt í öllu sínu veldi, með fjóra fullhlaðna 10 hjóla trukka undir tækjabúnað og 15 önnur farartæki, m.a. risavaxnar móðurstöðvar fyrir keppnisstjóra, ökumenn og nánustu aðstoðarmenn. Um borð í trukkun- um undir varahluti voru fjórir kapp- akstursbílar, kynstrin öll af vara- hlutum og tölvubúnaði sem notaður er á mótunum og skammt undan voru dekkjatrukkar frá Goodyear dekkjaframleiðandanum, sem sér öllum keppnisliðum fyrir dekkjum. Á næsta ári fær fyrirtækið sam- keppni frá tveimur framleiðendum, eftir að hafa einokað þessa íþrótt í mörg ár. Sigldum bílunum eins og bátum kappakstri þegar hann var ungling- ur og hann varð þýskur meistari árið 1987 og Evrópumeistari sama ár. Það var ekki fyrr en árið 1991 sem Schumaher ók fyrst í Formula 1, þá fyrir keppnislið írans Eddie Jordan, sem hefur verið naskur að uppgötva ökumenn framtíðarinnar. Hann seldi Schumacher að segja má til Benetton árið eftir. Á betri bíl varð Schumacher strax sneggri og vann sína fyrstu og einu keppni það árið með liðinu bresk-ítalska, sem er í eign iðnjöfursins Benetton á Ítalíu. Árið eftir blómstraði Schumacher og varð heimsmeistari eftir átta sigra á hinum ýmsum brautum. Að vísu þótti umdeilanlegt hvort hann væri móralskur meist- ari. í síðustu keppni ársins ók hann gróflega í veg fyrir Damon Hill Ferill Michaels Schumacher Fæddur 3.1. 1969 í Kerpen í Þýskalandi. 1987: Varð þýskur meistari í kartakstri og Evrópumeistari í sömu grein. 1988: Færði sig yfír í Formula Ford 1600 og varð fjórði í þýska meistaramótinu og annar að stigum til Evrópumeistara. 1989: Varð þriðji í Formula Ford í þýsku meistarakeppninni. 1990: Byijaði í Formula 3 í Þýskalandi og varð meistari. Mercedes Benz réð hann í sportbílakappakstur og hann vann keppni í Mex- íkó. Hann var meðlimur í unglingaliði Benz, sem vinnur að því að byggja upp framtíðarökumenn. 1991: Hóf keppni í Formula 1 með Jordan, náði fimmta og sjötta sæti. Þótti strax mjög snöggur og mörg lið sóttust eftir honum um leið og hann hafði ekið í fyrstu keppninni. 1992: Skipti um lið, fór til Benetton. Vann sína fyrstu keppni, í Belgíu, og náði öðru sæti í þremur mótum. Hann varð þriðji að stig- um til heimsmeistara, með 53 stig. 1993: Ók með Benetton, vann í Portúgal, en varð annar í fimm mótum á árinu og fékk samtals 52 stig sem nægði honum til að ná fjórða sæti til meistara. 1994: Enn hjá Benetton. Vann átta mót á árinu og hlaut samtals 92 stig, sem tryggði honum fyrsta heimsmeistaratitilinn. Varð yngsti ökumaðurinn til að vinna titilinn, aðeins 25 ára gamall. 1995: Heimsmeistari að nýju eftir að hafa jafnað met Mansell hvað sigra varðar. Vann níu mót og fékk 102 stig. eftir að hafa ekið á vegg. Hann var áminntur sérstaklega fyrir atvikið af alþjóðasambandi akstursíþrótta- manna, en fékk engu að síður að halda titlinum. Hann vann heims- meistaramótið með eins stigs mun, þar sem Hill féll úr keppni vegna árekstursins. Síðan þetta gerðist hafa þessr tveir ökumenn eldað grátt silfur. Hill þótti kvarta og kveina dálítið í fyrra ef illa gekk og Schumacher gekk á lagið og gerði lítið úr Hill hvanær sem færi gafst. Þótti þá heldur hrokafullur og margir Bretar leggja fæð á hann fyrir vikið. Schumacher tryggði sér heims- meistaratitilinn að nýju í fyrra. En bæði Schumacher og Hill eru að reyna að breyta um stfl. Hill lætur árangurinn tala, leiðir heimsmeist- .......... Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson GLAÐUR með fyrsta sigurinn. Schumacher vann kappakstur- inn í Barcelona vlð erflAar aAstæAur. Hann hefur orAIA helms- meistari tvö undanfarin ðr. Morgunblaðið/GunnlaugurRögnvaldsson Á VIIMNUSTAÐNUM. Ferrari Schumachers nær 340 km hraAa og er tæpar tvær sek- úndur frá kyrrstöAu í 100 km hraAa. Ökumannskleflnn er þröngur og úr sérstakrl blöndu harAgerra plastefna. „Dekkin skiptu miklu máli í keppninni, en vatnsmagnið var svo mikið á brautinni og hraðinn mikill að ósjaldan flutum við upp og sigld- um bílunum eins og bátum. Það þarf ákveðna hörku í að gera slíkt en það er það eina sem þýðir. Láta vaða,“ sagði Schumacher. Hann er ekki hár vexti um 1,75 sm á hæð, 74 kg og því grannvaxinn, en hver vöðvi er í toppformi. Hann er í bestu líkamlegu ásigkomulagi allra kepp- enda í Formula 1 og þykir geta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.