Morgunblaðið - 30.06.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.06.1996, Qupperneq 1
% Höfuðborg og stærsta borg Rúmeníu, Búkar- est, virkaði andstæðu- kennd á Ijósmyndarann Þorkel Þorkelsson, sem mundaði vélina nýlega á mannlíf og bygginar í borg hinna miklu öfga. Byggingar í borginni eru til dæmis ýmist feiki- lega fallegar eða í al- gerri niðurníðslu. SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 BLAÐ C fyrir íslendinga Tveggja vikna gjald: Opel Corsa, dkr. 2.995 Opel Astra, dkr. 3.590 Opel Astra st., dkr. 3.990 Opel Vectra, dkr. 4.390 Innif. ótakm. akstur og tryggingar. Fáið nánari verðtílboð. Nýkominn sumarhúsalisti sendist okeypis fjölbreytt úrval sumarhúsa ■ um alla Danmörk. *>. Fjöldi ferðamanna sækir Vestmannaeyjar á sumrin og mörg stórmót eru haldin Líf ið í Eyjum breyfisf með ferðamannatímanum LÍTIÐ gerist yfir vetrartímann í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum, en á sumrin lifnar allt við og vantar þá gistirými þegar mest er um að vera. Svipmót bæjarins gjörbreytist og sjávar- plássið fær á sig alþjóðlegan svip. Örn Ólafsson í Upplýsingamiðstöð Vest- mannaeyja telur ástæðuna fyrir vinsældum Eyjanna felast í sérstöðu þeirra. „Það er svo margt hérna sem ekki finnst annarsstaðar, til dæmis sprangið og pysjutímabilið," segir hann. Gestir í Eyjum hafa margir heillast af sigl- ingum með P.H. Víking um Eyjarnar, að sögn Arnar, og eru ferðir tvisvar á dag. Einnig hefur nýlega verið boðið upp á bátsferðir með sjóstöng við Úteyjar. „Sérstakar gönguferðir eru nýjung hjá okk- ur í sumar,“ segir Óm og bætti við að á föstu- daginn hefðu börnin gengið syngjandi um bæinn í góða veðrinu. Hann sagði einnig að 15 skemmtiferðaskip kæmu til Eyja í sumar og var eitt þeirra í heimsókn á föstudaginn, Explorer. Ferðamálafulltrúi Vestmannaeyja, Páll Marvin Jónsson, segir að þegar mest sé um að vera þurfi jafnvel að fá pláss fyrir gesti í heimahúsum. Núna stendur Peyjamótið yfir í Eyjum eða m.ö.o. Shellmót í knattspyrnu drengja, og talið er að um 1200 gestir gisti Eyjamar af því tilefni. Heijólfur er uppbókaður fram á þriðjudag vegna þess, og verður nánast loft- brú milli lands og Eyja. Pæjumótið var líka vel sótt en það var hald- ið í júníbytjun. Landsmót í golfi verður í Vest- mannaeyjum síðar í þesum mánuði og verður nýr átján hola völlur vígur á mótinu. Búist er við miklum fjölda gesta í tengslum við mótið. Á morgun, 1. júlí, hefjast lundaveiðar í úteyjum sem standa í tíu daga. „Það er eftir- sótt að komast í úteyjar þessa daga,“ segir Páll Marvin. Loks nefndi hann Þjóðhátíðina í byijun ágúst og 17. ágúst hefjast Hálandaleik- ar með kraftakörlum eins og Hjalta Úrsusi. Ekki eru til staðfestar tölur um fjölda far- þega til og frá Eyjum með Herjólfi, Flugleið- um, íslandsflugi og Flugfélagi Vestmanneyja Morgunblaðið/Sigurgeir SPRANG hefur heillað marga sem sækja Eyjamar. frá maí til september, en 70 þúsund er eitt- hvað nærri lagi, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér. ■ Á döfinni í Dnnmörku ►í MOESGÁRD-safninu í Árós- um mun standa yfir fram á haust, firna yfirgripsmikil sýn- ing á allra handa hlutum og munum frá Austurlöndum nær, svo sem kryddjurtum, silfur- búnaði, fatnaði og gömlum arabískum handritum. I Kaupmannahöfn hefur söngleikur byggður á ævintýri eftir Hans Christian Andersen verið sviðsettur í Gladsaxe-leik- húsinu. Sýningar verða til 3. ágúst. „ímyndir frá Afríku 1996“ er yfirskrift hátíðahalda í höfuð- borginni. Fram til 6. júlí munu um 600 afrískir listamenn, dans- arar, leikarar og tónlistarmenn koma fram og sýna listir sínar víðs vegar um borgina. í Louisiana-nýlistasafninu í Kaupmannahöfn stendur yfir sýning á verkum samtímalista- manna frá Evrópu, Banda- ríkjunum og Japan. Meðal ann- ars eru þar til sýnis málverk, höggmyndir, ljósmyndir og margt fleira. ■ 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.