Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 1
Farþegar gera tilboð í f erðir Ferðaskrifstofan Ratvis býður viðskiptavin- um sínum að gera sér tilboð um fargjald, en á vegum skrifstofunnar er flogið einu sinni í viku til Algarve í Portúgal, og kostar til dæmis vika fyrir hjón með tvö börn um 34 þúsund krónur. Þorgrímur Þorgrímsson hjá Ratvís segir ferðaskrifstofuna vera með leiguflug hjá írska flugfélaginu CityJet, sem var valið flugfélag ársins í Bretlandi í fyrra fyrir góða þjónustu. Þorgrímur segir algengt að fólk leiti vel fyrir sér áður en það kaupi farmiða og kanni verðið víða. Ratvís hafi því ákveðið að bjóða fólki að gera tilboð í ferðirn- ar til Praia da Rocha og Albufeira á Portúgal. Mikið uppbyggingarstarf hefur verið unnið í ferða- málum á vestasta odda Evrópu, sunnanverðum Vestfjörðum. Þar hefur til dæmis á undanf örnuin árum verið unnið að ýms- um uppákomum til að laða að ferðamenn. 2 o o Látrabjarg SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ1996 BLAÐ C Danmörk Odýrir bflaleigubílar fyrir fslendinga Tveggja vikna gjald: Opel Corsa, dkr. 2.995 OpelAstra, dkr. 3.590 Opel Astra st., dkr. 3.990 Opel Vectra, dkr. 4.390 tnnif, ótakm. akstur og tryggingar. Fáið nánari verðtilboð, Nýkominn sumarhusalisti fjölbreytt úrval sumarhúsa um alla Danmörk. ¦ . tnlfirnational Car Rental AdS. Uppl.álslandisími 456-3745 Sífellt fleiri ferðamenn líta til Strandasýslu og þar er ýmislegt í gangi til þess að mæta þessum aukna áhuga Rólegir náttúruunnendur STRANDAMENN hafa undanfarið unnið ötullega að því að auka fram- boð á afþreyingu ýmiskonar fyrir ferðamenn á svæðinu. Að sögn Stefáns Gíslasonar, sveit- arstjóra, hafa tveir starfsmenn verið ráðnir til að vinna sérstaklega að ferðamálum. „Þessir vinna er styrkt af Nýsköpunarsjóð námsmanna og starfsmennirnir, Jón Jónsson, þjóð- fræðingur og Rakel Pálsdóttir, þjóð- fræðinemi eru nú að vinna úr hug- myndum sem Jón setti fram þegar hann starfaði hér á síðasta ári. Þær ganga út á að kynna Strandasýslu út frá þjóðsögum og sögnum af svæð- inu. Við viljum markaðsetja það sem svæði náttúru og sögu og höfða til rólyndra náttúruunnenda." Sem dæmi um breytingar sem unnar væru í þessum anda nefndi " Stefán nýlega ophun Café Riis í Hólmavík. Um er að ræða glæsilegt veitingahús í elsta húsi bæjarins sem var byggt 1897. Það er í uppruna- legri mynd að utan og í innréttingar er notaður rekaviður og úrskurður er áberandi, meðal annars galdra- stafir ýmiskonar. Að sögn Stefáns var það fyrsta verkefni Jóns og Rakelar þegar þau hófu störf í byrjun júní að vinna at- burðadagatal fyrir sumarið. „Þá stóð svo sem ekki til að gera neitt, en svo fylltist dagatalið þar sem hver at- burðurinn rekur annan. Það voru hestaferðir, gönguferðir, ljósmynda- samkeppni og sýningar, bryggjuhátíð á Drangsnesi og margt fleira. Svo hugsa menn líka lengra fram í tím- ann og það er til dæmis fyrirhuguð galdrasýning á Trékyllisvík á næsta ári." Strandirnar spennandi Stefán hafði ekki handbærar upp- lýsingar um fjölda ferðafólks sem hefði heimsótt Strandir undanfarin sumur, en sagði aukninguna greini- lega. „Áhugi fólks á þessu lands- svæði hefur aukist verulega en það hefur vantað einhverja afþreyingu fyrir ferðamenn. Nú er sú afþreying í boði. Það er of snemmt að spá fyr- ir um fjöldann í sumar, en mér sýn- ist þetta fara vel af stað, enda greini- legt að fólki þykir Strandirnar spenn- andi kostur." Aðspurður hvort hvala- og sela- skoðunarferðir væru í boði sagði Stefán að eitthvað hefði verið um bátsferðir frá Drangsnesi út í Gríms- ey, en alla jafna vantaði báta þannig útbúna að þeir mættu gera út á að flytjafólk. „Það er þó nóg að skoða hér. Ég fór til dæmis fyrir nokkrum dögum út í Grímsey á bát og sá að minnsta kosti tíu hvali á þessum stutta kafla." Gistimöguleikar eru góðir á Ströndum. Á Hólmavík eru gott tjaldstæði, auk þess sem þar eru gistiheimili með fjölbreyttum gisti- möguleikum. Þá er gistiheimili í Bjarnarfirði, en þangað er um hálf- tíma akstur norður frá Hólmavík. „Þar búa menn svo vel að hafa sund- laug, nokkuð sem er ekki hér í Hólmavík. í Bjarnarfirði hafa menn unnið að ýmsum nýjungum í ferða- þjónustunni. Þær eru á þessari nátt- úrulínu, til dæmis sumarbúðir og fjöl- skylduvikur þar sem fræðsla er í boði um náttúruna og fleira. Rétt við Drangsnes er bændagisting og svo er hótel á Djúpuvík auk gisti- heimilis í Norðurfírði." Stefán segir að ekki sé um að ræða lúxusgistingu, heldur sé að- staðan í takt við þær áherslur sem menn hafa á ferðaþjónustunni í Strandasýslu. „Menn vilja kynna svæðið fyrir ferðafólki án þess að leggja út í mikinn stofnkostnað eða breyta ásýnd svæðisins í stórum at- riðum." — Horn ÍJ ESTFIRfl Bjarg- tangar ^Jrékyttk- 'M/Jí vík A { ^^C%rl^^>-^C\Reyk]arnes )ó«^rV^«9ur n^i ^fév^*"' hæölr M. .¦¦''IKolbans- Háafel) Vivflk '¦¦ \ );> PUNKTAR ? Jafningjafræðsla framhalds- skólanema og Samvinnuferðir- Landsýn hafa komið á fót ferðaklúbbnum FLAKK sem starfræktur verður í allt sum- ar. Klúbbfélagar, sem eru á aldrinum 15 til 21 árs gamlir, geta safnað punktum með ferðalögum innanlands til að fara í ódýrar ferðir til Beni- dorm á Spáni og Lundúnar- borgar. Ferðir FLAKK eru vímulausar, 811 neysla áfengis og annarra vúnuefna óheimil. ?Tvær utanlandsferðir eru skipulagðar og geta þeir sem hafa farið að minnsta kosti þrjár ferðir innanlands komist í þær á hagstæðu verði. 15. júlí verður flogið til Benidorm á vegum Samvinnuverða-Land- sýnar og stendur ferðin í viku, verðið er 19.800 krónur með gistingu og fararsljórii innifal- inni. Lundúnaferðin stendur fjóra daga eða frá 27. - 30. ágúst og mun Páll Óskar lljáhní ýsson annast farar- sljórn. Ferðin kostar 15.800 krónur. ?Ferðir sem hægt er að fá punkta fyrir eru t.d. gönguferð á Fimmvörðuháls og ferð til Kulusuk á Grænlandi. UHVERNIG Vikuferö til Færeyja. Verð pr. mann mlðað vlð fjóra í bíl í alK sumar. Frá kr.28.900, Verð pr. mann miðað vlð fjögurra manna fjölskyldu með eigin bíl til Danmerkur eftir 4. júlí og heim frá Noregi í ágúst. 2 fullorðnlr og rvö börn yngri en 15 ára. Verð á mann. Bifreið innifalin ViSA %AFSLATTURUT TIL DANMERKUR 3. SEPTEMBER NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN Laugavegur 3, Slmi: 562 6362 AUSTFAR HF Seyðisfirði, sími: 472 1111 Umboðsmenn um allt land

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.