Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.07.1996, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN OG UNGLINGAR Táp og fjör á tíunda stráka- móti KA-manna á Akureyrí Knattspyrnuveisla 5. flokks var haldin á Akureyri 3.-6. júlí sl. er blásið var til hins árlega ESSÓ-móts KA. Þetta var jafn- framt afmælismót, það 10. í röðinni, og mikið lagt í und- irbúning og við- urgjörning. Um 800 keppendur mættu til leiks og auðveldlega má tvöfalda þá tölu með foreldrum, þjálfurum og öðrum forráðamönn- Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri um. Hópurinn gisti í KA-heimilinu, Lundarskóla, Gagnfræðaskóla Akureyrar og á tjaldsvæðum. Að sögn Rúnars Sigurpálssonar í mótsstjórninni var mótið hnökra- lítið og stórslysalaust. Sumir fengu kúlu á höfuð eða skrámu á legg, en alltaf má búast við ein- hveiju hnjaski þegar svo margir krakkar eru samankomnir. Mótin tengjast Líkt og fyrri ár var Pollamótið haldið á sama tíma og Pollamót Þórs, þar sem gamlar knatt- spyrnuhetjur reyna að blása í kuln- aðar glæður með misjöfnum ár- angri. Tíðindum ber saman um að hnjaskið hafi orðið öllu meira hjá eldri kynslóðinni. Annars tengjast mótin á margan hátt, því ekki er óalgengt að feður og synir séu að sparka á sama tíma og bæði mót- in laða fjölda fólks til Akureyrar. Sem dæmi um tengsl mótanna má líka nefna að ónefndur forvíg- ÍSLAND, BANKt mLANDS sanki Morgunblaðið/Stefán Þór Sæmundsson Sigurlið FH í flokki b-liða ásamt Herði Magnússyni þjálfara ismaður styrktaraðila Pollamóts- ins var borinn af velli á Pollamóti Þórs, sennilega handleggsbrotinn. Það er svo önnur saga. Nefplástrar í stuttu spjalli við tvo dómara á mótinu kom fram að strákamir láta stundum hvína í sér ef þeim finnst dómarinn ósanngjarn, en þetta rýkur strax úr þeim og leik- gleðin tekur völd á ný. Ljót brot og önnur bolabrögð þekkjast varla og svo virtist sem þjálfarar væru með prúðmennsku ofarlega á blaði sínu og er það vel. Loks má til gamans geta að strákarnir fylgjast vel með tísk- unni í fótboltanum og voru nef- plástrar býsna algengir. Þeir sem ekki áttu viðurkennda nefplástra tóku bara Tomma og Jenna-plást- ur úr sjúkrakassanum og skelltu á nefið. Teygt og togað UNGIR knattspyrnumenn taka sér þá eldri til fyrir- myndar að mörgu leyti, eins og notkun nefplástra á KA- mótinu að þessu sinni bar merki. Og svo verður auðvit- að stundum að teygja á vöðvum eins þessir ungu Vestmannaeyingar gera hér á myndinnl. BREIÐABLIK var sigursælasta félagið á Esso-mótlnu 1996. Hér má sjá hluta keppenda og stuðningsmanna Kópavogsliðslns á KA-vellinum. „Ágœtis líf“ BREIÐABLIKSSTRÁKAR voru hæstánægðir með árangurinn þegar rætt var við þá síðdegis á laugardag, enda liðið komið í úrslit í öllum flokkum. Andri Kjartansson og Guðlaugur Steinar Gíslason sögðust æfa fjórum sinnum í viku og að strákarnir þekkt- ust vei. Þeir hefðu flestir verið með á síðasta Polla-móti. Þeim þótti samt súrt að tapa fyrir FH í úrslitaieik b-liða. Frá knattspyrnunni var talinu vikið að öðru sem drengirnir taka sér fyrir hendur meðan á mótinu stendur. „Við höfum farið í go-kart bíla, sund og út að borða. Þetta er ágætis líf,“ sögðu Aiidri og Guðlaugur áður en þeir fóru að hvetja féiaga sína í a-liðinu til sigurs. ANDRI Kjartansson og Guölaugur Steinar Gísla- son úr Breiöabliki. „Á ekki að vera hérna“ VÖLSUNGARNIR Jón Haf- steinn Jóhannsson og Jakob Özcan voru borubrattir eftir síðasta leik. Jakob er í b-lið- inu og keppti líka á síðasta móti. „Okkur hefur bara gengið vel. Við keppum sennilega við Þór um 9. sætið,“ sagði Jakob og það gekk eftir. Völsungur vann þann leik 2:1. „Ég á eiginlega ekki að vera hérna því ég er of ung; ur,“ sagði Jón Hafsteinn. „Ég var valinn upp úr 6. flokki af því að það vantaði í liðið. Þetta er rosalega gaman og ég hlakka til að koma næsta sumar.“ Strákarnir eru á mynd- inni, Jón Hafsteinn til vinstri og Jakob Özcan hægra meg- in. ÚRSLIT Knattspyrna Pollamót á Akureyri Úrslitaleikir A-tiða: I. sæti: Breiðablik - KR............2:1 3. sæti: KA - FH....................2:5 5. sæti: Leiknir- Völsungur.........1:2 7. sæti: Grótta- ÍR.................1:2 9. sæti: Keflavík - Fjölnir.........1:4 II. sæti: ÍBV - Þróttur.............4:2 13. sæti: Fram - Víkingur...........0:2 15. sæti: Njarðvík - Fylkir.........2:5 17. sæti: Grindavík - Huginn........1:2 19. sæti: Valur - Dalvík............1:2 21. sæti: Þór- UMFA.................4:1 23. sæti: Stjarnan - Haukar.........5:1 Úrslitaleikir B-liða: I. sæti: Breiðablik - FH............1:4 3. sæti: Keflavík - KR..............3:5 5. sæti: Fjölnir- Fram..............4:2 7. sæti: Þrðttur - Grótta...........4:1 9. sæti: Þór - Völsungur............1:2 II. sæti: Víkingur- IBV.............3:0 13. sæti: KA - Leiknir..............1:6 15. sæti: ÍR - Fylkir...............1:4 17. sæti: Valur - Haukar............4:3 19. sæti: Grindavík - Stjarnan......0:1 21. sæti: Njarðvík - UMFA...........2:3 Úrslitaleikir C-liða: I. sæti: Fjölnir - Breiðablik.......3:4 ■eftir vitaspyrnukeppni 3. sæti: KA - FH....................3:5 5. sæti: Keflavík - KR..............1:3 7. sæti: Þór - Fylkir...............1:3 9. sæti: Þróttur - Stjarnan.........4:2 II. sæti: V íkingur - Fram..........1:0 13. sæti: Leiknir- ÍBV..............1:3 15. sæti: Njarðvík - Völsungur 1....5:4 17. sæti: ÍR - Grótta...............4:5 ■eftir vítaspyrnukeppni 19. sæti: Valur- Völsungur2.........4:3 Úrslitaleikir D-liða: 1.-3. sæti: KA 1 - Breiðablik...................2:2 KA 1 - Fj'ölnir 1...................0:8 Breiðablik - Fjölnir 1..............1:2 4. - 6. sæti: KR2-KR1.............................l;6 KR 2 - Þór 1........................1:2 KR 1 - Þór 1........................7:0 7. - 9. sæti: ÍBV - Þór 2.........................1:2 ÍBV -Dalvík.........................4:1 Dalvík - Þór 2......................3:3 10. - 12. sæti: Fjölnir 2 - KA 2....................7:1 Fjölnir2-KA3........................5:3 KA2-KA3.............................3:4 13. - 15. sæti: Þór 3 - Samherjar...................0:1 Þór3-Þróttur........................1:5 Samheijar - Þróttur.................4:5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.