Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 1
Á slóðum villtra dýra og Seans Connery Þrátt fyrir að villt náttúra og dýra- líf séu ekki helstu aðalsmerki Bandaríkjanna í augum ferða- manna, eru þar margir merkir þjóðgarðár og náttúruperlur. Skammt norður af Fort Myers á Flórída er stór dýragarður þar sem fjöldi villtra dýra lifir í sínu nátt- úrulega umhverfi. Þar er líka sér- stakur fuglagarður, J.N. Darling, þar sem fuglar af öllum möguleg- um tegundum lifa í friði fyrir skotglöðum byssumönnum, en ljósmyndarar eru þess dug- legri við myndatökur. 2 23ÖÍ. ',*,'^;:"":' „Hvalirnir hafa ótrúlegt aðdrátt- arafl," segir Heimir Harðarson hjá Norðursiglingu hf. á Húsa- vík, en fyrirtækið rekur trébát- inn Knörrinn hf. sem gerður er út í hvalaskoðun á sumrin. Út- lendingar eru í miklum meiri- hluta þeirra sem sigla með bátn- um til þess að skoða hval- ina, en Islendingunum — er þó að fjölga. *P Hvaf askoóun á Skjálf cmda Ilfoq0ratH*ttfe SUNNUDAGUR14. JULI1996 BLAÐ C Nýtt útibú hjá gjaldeyrisþjónustu GJALDEYRISÞJÓNUSTAN The Change Group leeland ehf. sem hóf rekstur fyrstu gjaldeyrisskipti- stöðvarinnar í Upplýsingamiðstöð ferðamála, Bankastræti 2, sl. sum- ar, hefur nú opnað nýtt útibú. Gjaldeyrisþjónustan í Banka- stræti er opin sjö daga vikunnar frá'kl. 8.30-20, en nýjaútibúið, sem er í húsnæði McDonald's, Austur- stræti 20, er opið sjö daga vikunn- ar kl. 9-23. The Change Group Intemationaler alþjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðvar í London, sem sérhæfír sig í gjaldeyrisþjónustu fyrir ferðamenn. ¦ Leikgarðurinn ó Akureyri verður stækkaður um helming Strandblakvöllur og bátatjörn meðal nýjunga FERÐAMENN sem eiga leið um Akureyri og eru með lítil börn heimsækja flestir garðinn við Sund- laug Akureyrar. Þar er margt að finna sem gleð- ur ungviðið; trambólín, hoppkastali, bátur, lítið dúkkuhús, mínígolf og steypt borðtennisborð. Lík- lega er þó vinsælast að fara rúnt í rafmagnsbíl. Þá setjast börnin undir stýri og aka sem leið ligg- ur um svokallaða Litlu Akureyri. Það er afmark- að svæði, smækkuð mynd af bænum, kirkjan, er þar, Greifinn, Kea, Bautinn, og fleiri byggingar sem þau bruna framhjá. Hugmyndina Litlu Akureyri fékk Sigurður Guðmundsson forstöðumaður sundlaugarinnar á Akureyri, þegar hann fór að velta fyrir sér hvern- ig hægt væri að nýta græna grasfleti á sundlaug- arlóðinni til að auka fjölbreytni í ferðamannaþjón- ustu á Akúreyri. Húsin voru síðan valin af handa- hófi, en byggingarframkvæmdum er ekki lokið því húsin sem gerð eru á vegum bæjarins, eru enn í smíðum. Það er Svavar Sverrisson sem var ráð- inn í að byggja húsin og nú er verið að vinna að bakhliðum þeirra. Síðan stendur jafnvel til að taka hús víðar af landinu og setja við götur Litlu Akureyrar. Bílarnir voru settir upp í fyrrasumar en þeir eru kostaðir af fyrirtækjum á Akureyri og víðar um land. Auk leikaðstöðunnar og sundlaugarinnar er nú Morgunblaðið/grg BRUNAÐ um Litlu Akureyri á rafmagnsbíl- um. KEA stendur við eina götuna, Bautinn, Greifinn, Höldur, Landsbankinn og fleiri hús sem Norðlendingar þekkja vel. söluturn á svæðinu og aðstaða fyrir fólk til að grilla. Nú stendur til að stækka garðinn, og Sigurður segir að neðra tjaldstæðið verði tekið undir leik- svæði með haustinu. „Við bætum við ýmsum leik- tækjum, strandblakvelli, rafmagnsskurðgröfum og síðast en ekki síst ætlum við að koma þarna fyrir tjörn fyrir báta þar sem krakkar geta siglt um sjálfir og stýrt bátunum líkt og rafmagnsbílun- um." Aðgangur er ókeypis í leikgarðinn á Akur- eyri en 50 krónur kostar í bílana og 100 krónur í mínígolf. - Sundlaugin er tengd garðinum. Nýta sund- gestir sér leiktækin? „Tvímælalaust og við höfum líka verið að gera sundlaugina upp með sérstöku tilliti til fjölskyldu- fólks. Árið 1994 voru settar upp tvær rennibraut- ir, barnabusllaug, eimbað og tveir heitir pottar gerðir upp auk þess sem komið var upp nýju sólbaðssvæði." Sigurður segir að í haust standi til að hefja byggingu á nýrri sundlaug við gömlu laugina og síðan verður hafist handa við viðbótarviðbyggingu þar sem afgreiðsla verður, búningsklefar fyrir kvenfólk, aðstaða fyrir sundkennara og þjálfara svo og veitingaaðstaða. Þá verður einnig settur upp nuddpottur og innipottur í sérstöku glerhýsi. Nýja laugin verður tekin í notkun næsta sumar. Hann segir að áætlað sé að nýbyggingunni verði iokið árið 1999. Eftir aldamót stendur til að breyta gömlu laug- inni þ.a. við dýpri endann komi önnur barnabusl- laug og síðan 25 metra sundlaug með fjölbreytt- um leiktækjum fyrir alla aldurshópa. H EIDRI BORGARAR b- HEIMSFERÐIRverðameð sérferð til Benidorm 24. septem- ber nk., með íslenskum fararstjór- um og íslenskum hjúkrunarfræð- ing. Um er að ræða 25 daga ferð þar sem gist er á bestu íbúðarhót- elum Heimsferða, El Faro og Century Vistamar. Þar eru allar íbúðir með einu svefnherbergi, stofu, fullbúnu eldhúsi og svölum. I ferðinni verða kvöldvökur, skemmtanir og fjöldi kynnisferða með íslenskum fararstjórum Heimsferða sem gjörþekkja stað- háttu á Benidorm. Verð er frá 49.930 m.v. hjón með tvð börn og 59.960 m.v. tvo fullorðna í íbúð. ¦ SÖFN ? FIMM söfn kynna nú starfsemi sína sameiginlega sem söfnin á Suðurströndinni. Þetta eru Húsið, þar sem Byggðasafn Árnesinga er, og Sjóminjasafnið á Eyr- arbakka, Þuríðarbúð á Stokks- eyri, Rjómabúið á Baugstððum og I Listasafn Árnesinga á Selfossi. Söfnin gefa fjölbreytta og heil- lega mynd af mannlífi, menningu og atvinnuháttum fyrri tíma. Að- I standendur vilja benda íbúuin höfuðborgarsvæðisins góðfúslega á að breyta örlítið tíl í sunnudags- bíltúrnum og aka Þrengslin aust- ur, um Eyrarbakka og Stokkseyri á Selfoss. Þá er kjörið að líta við í söfnunum á Suðurströndinni. SJÁÐU HVERNIG Frákr. 15,800,-* wy,.,,....,,.,..-...,..,...,,,,,,,.,, :. i ........iimi......¦¦—„—,.!......... ,.i n i ........ -¦¦¦¦-„.,.........—¦........... „....................... ¦——¦—. l25%AfSLÁTniRÚT TILDANMERKUR 3. SEPTEMBER Vikuferð til Færeyfa. Verð pr. mann miðað við fjóra í bíl ¦ alK sumar. Frá kr.28.900 Verð pr. mann miðað við fjögurra manna fjölskyldu með eigin bíl til Danmerkur eftir 4. )úlí og helm frá Noregi í ágúst. 2 fuliorðnir og tvö börn yngri en 15 ára. r Kr\tjrtllV VERÐ BÓKAÐUSTRAX, Ennþá laust í nokkrar ferðir Verð á mann. Blfreið innifalin <*/# m mm itömk mm NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN Laugavegur 3, S(mi: 562 6362 AUSTFAR HF Seyðisfirði. s(mi: 472 1111 Umboðsmenn um allt land b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.