Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG FARÞEGAR Knarrarins voru allir með myndavélar á lofti þegar hrefnurnar létu sjá sig. AÐ LOKINNI vel heppnaðri ferð út á Skjálfanda er lagst aftur að bryggju á Húsavík. Þessi dýr hafa alveg ótrúlegt aðdrúttarafl Morgunblaðið/Hanna Katrín ÁRNI skipstjóri kíkir eftir hvölum úr stýrishúsinu. Heimir leiðsögumaður hefur enn betri yfirsýn ofan af stýrishúsinu. „Hvalur klukkan níu!“ Hópurínn ílykktist út á bakborða á bátnum, myndavélar fóru á loft og eftirvæntingin var næstum því áþreifanleg. Fyrsti hvalurinn hafði látið á sér kræla. Hanna Katrín Fríðriksen mundaði myndavélina eins og aðrir. ÞAÐ var um þijátíu manna hópur sem mætti niður á Húsavík- urbryggju rétt fyrir klukkan eitt, til þess að fara í þriggja tíma hvalaskoðunarferð með Knerrin- um. Flestir voru útlendingar, reyndar allir nema skipstjórinn, leiðsögumaðurinn og tveir forvitn- ir blaðamenn frá Morgunblaðinu. Leiðsögumaðurinn, Heimir Harð- arson, kynnti leikreglumar á með- an Knörrinn skreið frá bryggju út á Skjálfanda. Mestar líkur voru á að sjá hrefnur, höfrungar léku sér líka oft í kringum bátinn og eins mátti búast við því að sjá langreyði eða áðrar stærri hvala- tegundir. Veðrið var reyndar ekki alveg eins og best verður á kosið, sól en vindur og skyggnið ekki nógu gott. „Ef þið sjáið eitthvað verðið þið að láta aðra vita,“ sagði Heim- ir. „Ef hvalur sést beint fyrir stafni, kallið þið klukkan tólf, beint til hægri klukkan þijú, og svo framvegis. Þið megið ekki vera feimin við að kalla.“ Og svo útskýrði hann hvernig best væri að leita eftir hvölunum, taka eftir hvalablæstri eða sporði í fjarska. Forvitin hrefna Sem sagt, allar myndavélar á lofti og allra augu beindust í þá átt sem hvalurinn hafði sést - klukkan níu. Heimir sagði okkur að þetta hefði verið hrefna, hún var rétt við bátinn og lyfti sér hátt upp úr sjónum til að fá betra útsýni. Það mun vera sjaldgæft að þær geri það og þeir lukkuleg- ir sem sáu til hennar. Eftir smá- stund heyrðist heljarinnar skvamp hinum megin við bátinn. Hópurinn þusti yfir á stjórnborða, tímanlega til þess að sjá hrefnuna síga mak- indalega niður í sjóinn. Hún hafði leikið á okkur, farið undir bátinn og skoðað skringilegheitin frá nýju sjónarhorni. Sem betur fer var forvitni hrefnunnar ekki sval- að og hún lék sér í kringum bát- inn á meðan farþegar mynduðu í gríð og erg. Fleiri hrefnur bættust í hópinn og þegar mest var syntu þær þijár við hliðina á bátnum, fyrir aftan og framan, svo samhliða að engu líkara var en þær væru í list- sundi. Áfram hélt Knörrinn, yfir Skjálfanda á meira dýpi, að Kinn- arfjöllum. Þar sagði Árni algengt að sjá höfrunga og svo langreyðar sem auðvelt væri að nálgast því þær væru svo rólegar. Engir höfr- ungar og engar langreyðar voru á ferli en hrefnurnar voru með ættarmót. Einn sá í sporðinn á hnúfubak. Á leiðinni til baka fengu hvalaskoðarar kaffi, heitt kakó og bollur og voru hinir kát- ustu. Sumir, ef ekki allmargir, ætluðu aftur út daginn eftir og jafnvel oftar. „Þau hafa svo ótrú- legt aðdráttarafl þessi dýr,“ sagði Heimir. „Útlendingar koma sér- staklega til landsins til þess að skoða hvalina, því þeir hafa heyrt að hér séu góðar aðstæður til þess. Þeir fara þá í nokkrar ferð- ir, dag eftir dag.“ Fleiri íslendingar Það er Norðursigling hf. sem rekur Knörrinn. Þetta er annað sumarið sem trébáturinn fer með fólk í hvalaskoðun, en áður var hann fískibátur. Eigendur Norð- ursiglingar hafa fest kaup á öðrum gömlum trébát frá Bolungarvík sem verið er að gera upp. Hann verður væntanlega kominn í gagn- ið næsta sumar og hefur hlotið heitið Langskipið. Ámi Sigurbjamarson, skipstjóri Knarrarins, sagði bátinn fara dag- lega í þessar hvalaskoðunarferðir sem taka þijá tíma. Báturinn væri nýttur í fleiri ferðir, sem oftar en ekki væm klæðskerasniðnar eftir óskum viðskiptavina. Langstærstur hluti þeirra ferða- manna sem skoða hvali með Knerrinum út á Skjálfanda em útlendingar. I fyrra vom um 5% íslendingar, en Ámi og Heimir segja þá fleiri nú. Mikill áhugi á hvalaskoðunarferðunum hefur líka orðið til þess að það sem eftir er sumars verður líklega farið út þrisvar á dag, alla daga vikunnar. Ferðin kostar 2.500 krónur. Samvinnuferðir-Landsýn Handbók fyrir farþega STARFSFÓLK ferðaskrifstofunn- ar Samvinnuferðir-Landsýn hefur tekið saman í bók ítarlegar upplýs- ingar og minnisatriði fyrir ferða- menn. Bókina fá farþegar ferða- skrifstofunnar afhenta þegar þeir sæykja miða. í bókinni er að finna upplýs- ingar um reglur um bókanir á ferðaskrifstofum, um breytinga- gjald og forfallagjald og fleiri atr- iði sem ber að hafa í huga við bókun. Þar em minnisatriði varð- andi vegabréfið, um greiðslukort og annan farareyri, kafli um ferða- tryggingar með símanúmerum sem máli skipta og kafli um ákvæði trygginga í tengslum við leigu á bíl erlendis. Einnig er að finna mörg heil- ræði sem varða heilsu fólks á ferðalögum og um frágang íbúðar og húss heima þegar haldið er í ferðalag. Ennfremur minnislista yfir það helsta sem rétt er að hafa með í ferðina, upplýsingar um akstur á erlendum vegum og margt fleira. Gunnhildur Arnardóttir og Helgi Pétursson í þjónustustjórn SL höfðu umsjón með útgáfu bókar- innar. Sex smáhýsi reist á Dæli í Víðidal Áhersla lögö á f jöl- breytni í gistingu BÆNDURNIR á Dæli í Víðidal í Húnavatnssýslu hafa byggt sex smáhýsi á landareign sinni og munu leigja þau út sem svefnpokapláss. Þeir hafa boðið gistingu í nokkur ár og aðsóknin aukist ár frá ári. Á Dæli eru nú fjölbreyttir gistimögu- leikar og hafa þau hjón gistirými fyrir fjörutíu manns. Sigrún Valdimarsdóttir og Víg- lundur Gunnarsson á Dæli hófu að huga að ferðaþjónustu árið 1988, þegar fjárstofn þeirra var felldur vegna riðu. Þau keyptu sumarhús og notuðu það fyrst sem veiðihús en hófu síðan almenna útleigu þess og byggðu annað hús árið eftir. Á bænum er gamalt íbúðarhús sem var mjög illa farið og hafði aðeins það hlutverk að hýsa hænsnastofn búsins. „Annaðhvort var að jafna það við jörðu eða gera eitthvað rót- tækt,“ segir Víglundur. Þau ákváðu að gera húsið upp og bjóða þar upp á gistingu í uppbúnum rúmum í fjórum herbergjum. Víglundur vann mikið að endurgerð hússins, eins og að annarri uppbyggingu á jörð- inni. í vor keyptu þau sex smáhýsi frá Eistlandi og hefur Víglundur sett þau upp í hálfhring og innréttað fímm þeirra fyrir svefnpokapláss. Geta fjórir sofið í hvetju húsi. í því sjötta er eldhús og önnur sameigin- leg aðstaða fyrir öll húsin og raun- ar einnig fyrir tjaldsvæði sem verið er að útbúa undir brekkunum. Ferðaþjónustusvæðið hefur verið skipulagt til framtíðar og þar er gert ráð fyrir tveimur smáhýsa- þyrpingum til viðbótar og fleiri sumarbústöðum. Sigrún og Víg- lundur segja að aðsóknin ráði fram- haldinu, ef hún haldi áfram að auk- ast með sama hraða og undanfarin ár verði fljótlega ráðist í næsta áfanga. Sigrún segir að þau hafí verið að hugsa um fjölbreytnina þegar þau keypti eistnesku smáhýs- in. Útlendingarnir vilja uppbúin rúm og aðstaða er til að taka á móti þeim í gamla íbúðarhúsinu. íslenskar fjölskyldur vilja vera út Morgunblaðið/Helgi Bjarnason VÍGLUNDUR Gunnþórsson og Sigrún Valdimarsdóttir framan við nýju smáhýsin á Dæli i Víðidal. af fyrir sig, gjarnan í lengri tíma og sumarbústaðirnar henta fyrir þær. Síðan er boðið upp á svefn- pokapláss í smáhýsunum, til dæmis fyrir hópa. Loks er tjaldsvæðið fyr- ir þá sem þannig eru útbúnir. „Við teljum mikilvægt að hafa fjölbreytt framboð af gistingu. Svo sér maður hvað markaðurinn segir við þessu,“ segir Sigrún. Dæli er sex til sjö kílómetra’ frá þjóðveginum um Víðidal, eftir því hvaða leið er far- in. Sigrún og Víglundur eru aðilar að Ferðaþjónustu bænda og geta boðið upp á hefðbundna afþreyingu fyrir ferðafólk, svo sem hestaleigu og veiði. HB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.