Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 C 3 FERÐALÖG -H A slóðum krókódíla, vísunda og Seans Connery Villt náttúra oq dýraiíf eru kannski ekki helstu aðalsmerki Bandaríkjanna, að minnsta kosti ekki í huqg flestra þeirra ferðamanna sem þanqað sækja. Þrátt fyrir það eru þar marqir þjóðqarðar oq náttúruperlur þar sem óbeisluð náttúran er friðuð oq dýra- oq fuqlalíf verndaó fyrir áqanqi mannanna. María Hrönn Gunnarsdéttir fór ó slóðir vísunda oq krókódíla oq hafði qaman af. SKAMMT norður af Fort Myers á Flórída er stór dýragarður, Babcock Wilderness Advent- ures, þar sem fjöldi villtra dýra og fugla lifir í sínu náttúru- lega umhverfi. Garðurinn er nefnd- ur í höfuðið á Edward Babcock nokkrum sem keypti landið snemma á öldinni til að stunda þar skógarhögg en þar er mikið um furutré. A þeim tíma bjuggu skóg- arhöggsmenn ásamt fjölskyldum sínum á búgarðinum og var á tíma- bili um 200 manna þorp þar. Hý- býli fjölskyldnanna voru nokkuð sérstök en þær bjuggu flestar í gömlum járnbrautarvögnum sem búið var að taka hjólin undan. Læknir staðarins veitti alla nauð- synlega læknisþjónustu og fyrir „fjórðung“ klippti hann hár íbúanna líka. Á elgin ábyrgð Nú er landið, sem er um 90 þús- und ekrur-í einkaeign aldraðs son- ar Edwards, Freds Babcock. Skóg- arhöggsmennirnir eru á bak og burt en í staðinn búa þeir sem starfa við dýragarðinn, leiðsögumenn og krókódíla-, nautgripa- og hrossa- ræktendur á búgarðinum. Fjöldi villta dýra og fugla lifir í garðinum, stórvaxnir og vígalegir vísundar, sakleysislegir en undir- förlir krókódílar af Alligator ætt- kvíslinni, pardusdýr, dádýr með hvítan hala og kalkúnar og pelíkan- ar. Þegar ég var á ferð í Babcock Wilderness Adventures var hlýtt í veðri en svolítill vindur. Áður en haldið var af stað á vit ævintýranna stakk ég stöfunum mínum niður á þar til gert blað og lofaði að fara ekki í mál við eiganda garðsins jafnvel þótt ég kæmi í pörtum til baka úr ferðinni. Tefli maður á tvær hættur í nágrenni við dýrin er það algerlega á manns eigin ábyrgð. Leiðsögumaðurinn og bíl- stjórinn hélt þó vel utan um gestina sína svo það var ekkert að óttast. Vígalegir vísundar Vísundarnir í Bandaríkjunum eru taldir hafa verið 60 til 75 milljónir þegar þeir voru flestir en árið 1886 fundust einungis 560 dýr í landinu. Nú eru þeir um 200 þúsund tals- ins, meðal annars í Babcock- búgarðinum, í Yellowstone-þjóð- garðinum og í Iandi sem er í eigu Teds Turners. Fyrsti áfangastaður okkar var einmitt þar sem vísund- arnir halda sig. Þeir voru hinir ró- legustu og létu okkur ekki trufla sig, ekki fyrr en kvikmyndatöku- maðurinn úr hópnum dreif sig með myndavélina á öxlinni út úr trukkn- um til að ná ögn betri myndum af þeim. Þá urðu þeir forvitnir og víga- legir komu þeir nær - og nær. „Eru þeir ekkert hættulegir?" spurði einn farþeginn og leist ekk- ert á hversu stórir þeir eru. „Jú,“ svaraði bílstjórinn og leiðsögumað- urinn, Mark Renz, rólegur eins og vísundur en stóð þó fljót- lega á fætur og hélt í hum- átt á eftir kvikmyndatöku- manninum. Þeir félagar storkuðu vísundunum svo- litla stund en hypjuðu sig svo upp í trukkinn, skræf- unum í hópnum til mikils léttis. Krókódílar í þúsundatali Við héldum áfram inn í garðinn. Mark hafði greini- lega augun hjá sér því ann- að veifið stöðvaði hann trukkinn Og benti inn á milli trjánna á dádýr með hvítan dindil, fugla og síð- ast en ekki síst á krókódíl- ana, sem eru af Alligator- ættkvíslinni. Það er ekki auðvelt fyrir óvana að koma auga á krókódílana, sem eru í þús- unda tali í garðinum, því þeim er fátt betur til lista lagt en að samlagast um- hverfi sínu. En Mark sá við þeim og skyndilega benti hann okkur á krókódílamóð- ur með þrjá pínulitla unga. „Þessir fæddust í ágúst í fyrra,“ sagði hann og bætti við að krókódílamóðir sé besta móðir í heimi. Hún gefí þeim reyndar ekki að éta en hún gæti þeirra sem sjáald- urs augna sinna í heilt ár eða þang- að til þeir eru orðnir um eins fets langir. „Eftir það eiga þeir ekki aðra óvini en manninn og tímann," sagði hann. Krókódílar verpa 20 til 60 eggjum í einu en einungis um tíundi hluti þeirra lifir því fuglar og önnur dýr éta eggin. Það er því varla að undra þótt móðirin gæti unganna sinna vel. Krókódílaungar vaxa um eitt fet á ári en þegar þeir eru orðnir 8 feta langir hægir á vexti karldýranna og hann stöðvast hjá kvendýrunum. Meðalævi krókódíla er 40 til 60 ár. Mark Renz hafði frá mörgu að segja á meðan hann ók okkur í gegnum garðinn enda á svæðið sér forvitnilega sögu. Hann benti okk- ur til dæmis á hengiplöntu sem lif- ir eingöngu á lofti en hana notaði INNAN Babcock-garðsins er stórt fenjasvæði sem heitir Telegraph Cyprus Swamps. Nafnið kemur til af því að leggja þurfti ritsímann framhjá svæðinu því það var svo torfært. Fró maíbyrjun til októberloko er Babtotk Wilderness Adventures-qarbur- inn einungis haföur opinn ó morgnana og er mælt með því að fólk hringi ó und- an sér til að fó upp- lýsingar um brottf- arartíma trukkanna. Á öðrum órstímum er haft opið fró níu til þrjú. Henry Ford í fyrstu til að stoppa upp sætin í bílunum sínum. Það varð hins vegar skammgóður verm- ir að setjast í bílsætin vegna þess að í plöntunni leyndust pöddur sem bitu fólk í sitjandann. Annar frægur maður hefur einn- ig haft viðkomu í garðinum atvinnu sinnar vegna en það er enginn ann- ar en fyrrverandi James Bond, öðru nafni Sean Connery. Kvikmyndin Just Cause, sem hann lék aðalhlut- verkið í, er nefnilega tekin í garðin- um og eykur fenjasvæði garðsins á spennu söguþráðarins. Þegar ferðin var um það bil á enda benti Mark okkur á staðinn þar sem Connery fann morðvopnið og sagði um leið hlægjandi frá því að áður en atrið- ið var filmað hafi þurft að reka krókódíl, sem hafði komið sér þar makindalega fyrir, í burtu. Þegar krókódíllinn hafði loksins hypjað sig var hafist handa við myndatök- una en krókódíllinn var forvitinn og vildi ekki missa af neinu. „Það var dálítið fyndið að sjá 007 taka á rás logandi hræddur þegar krókó- díllinn birtist á ný,“ sagði Mark og farþegarnir í trukknum sjá leikar- ann fræga í anda þar sem hann tekur til fótanna. Morgunblaðið/María Hrönn FRÁ vinstri: Leiðsögumaðurinn stökk sem snöggvast út úr bilnum og náði í lítinn krókódíl í farangursgeymsluna. Stórir og vígalegir vísundar með hnúð á bakinu rölta um svæðið. Fuglaskoðun ó Flórída merki, það fyrsta árið 1934. Fyrir ágóðann af sölu þeirra hafa verið keypt votlendi fyrir 200 landssvæði í líkingu við garðinn á Sanibel Island með það fyrir augum að vernda fuglalíf í Banda- ríkjunum. Eg verð að viðurkenna Morgunblaðið/María Hrönn ÞOLINMÓÐIR fuglaskoðarar í J.N. „Ding“ Darling. J.N. „DING“ Darling- garðurinn er ekki síðri en Babcock-dýragarðurinn, sérstaklega fyrir þá sem hafa yndi af fuglaskoðun. Þar fá fuglar af öilum mögulegum tegundum að lifa í friði fyrir byssuglöð- um skotveiðimönnum en „skotglaðir" Ijósmyndarar eru þess duglegri við myndatökur. Linsur og myndavélar þeirra síðar- nefndu standa á þrífótum um allan garðinn og hjá silja þolinmóðir Ijósmynd- arar á öllum aldri, af báð- um kynjum og bíða eftir hinu fullkomna myndefni. Garðurinn, sem er á Sanibel Island úti fyrir strönd Fort Myers borgar- innar, heitir eftir náttúru- fræðingnum og skopteikn- aranum Jay Norwood Darling. Darling þessi fékk Pulitzer-verðlaun árin 1923 og 1942 fyrir skopteikningar sínar en þær merkti hann alltaf með nafninu Ding sem er stytting úr Darling. Hann er einn af frumkvöðlum þess að varðveita villt dýralíf í Bandaríkjunum og í þeim tilgangi hannaði hann svokölluð andafrí- að ég hef ekki mikið vit á fuglum en ég hafði engu að síður mjög gaman af að aka i gegnum garðinn og stansa reglulega til að fylgjast með mönnum og fuglum og njóta þess að vera úti í góðu veðri og fallegri náttúru. Vísast hefði ferðin verið enn ánægjulegri ef ég hefði haft góðan sjónauka í handraðanum en svo var því miður ekki. Aðdráttar- linsa á myndavél gæti hins vegar bætt upp sjónauka- leysið og þeir sem hana eiga ættu endilega að taka hana með sér. Ég mæli með að fólk kaupi sér lítinn bækling, Wildlife Drive Guide, áður en það heldur inn í garð- inn. Hann kostar rétt inn- an við einn dollara og fæst í sjálfssölum á sama stað og maður borgar sig inn. Gjaldið fyrir hveija bifreið sem ekið er inn í garðinn eru fjórir dollarar. Á sér- stakri bylgjulengd, sem gefin er upp á skiitum meðfram veginum, er fróðleik um garðinn og fuglana útvarpað og það er vel þess virði að leggja við hlustir. Garðurinn er hafður opinn frá sólarupp- rás til sólarlags alla daga nema föstudaga. FERÐALÖG Það er qlltaf áhuqavert að fylqjast með viðbröqðum erlendra ferðamanna þegar þeir koma til Islands. Anna BjqrnadéWir, sem er búsett í Sviss, kom hingað með 70 ferðovönum Svisslendingum. Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir. MYNDATAKA í roki og rigningu við Gullfoss. í hópferð á heimahögum STEINGRÍMUR leiðsögumaður sagði mér frá spænskri konu sem fór yfir um eftir þriggja daga dvöl á íslandi. Hún hafði ekki gert sér grein fyrir til hvers konar lands hún var að fara. Ferðin austur fyrir fjall fór með hana og það þurfti að sprauta hana niður á Selfossi. En hún jafnaði sig og þoldi landið að lokum. Svisslendingarnir sem ég var á ferð með í vor voru ekki eins við- kvæmir. Þó viðurkenndu nokkrir að þeir væru fegnir að landið er ekki allt eins hijóstrugt og Reykja- nesið. Það ér ekkert grín fyrir suma að koma úr gróðurm- iklu landslagi til eyju íss og elda - franskur blaðamaður í páfa- ferðinni hér um árið andaði léttar þegar hann sá finnsku skógana eftir 23ja tíma dvöl á íslandi, hann hefði ekki þol- að íslenska náttúru öllu lengur! Aðrir verða svo hrifnir að þeir vilja helst setjast að. Ein kona í svissneska hópnum kom svo uppnumin frá Vest- mannaeyjum að hún vildi helst vaka alla vikuna svo að hún missti ekki af einu andartaki í þessu stórkostlega landi. Mér fannst tilvalið að fá hana með mér niður í bæ á björtu vorkvöldinu og sýna henni Kaffi Reykjavík. „Nei, ég get ekki hugsað mér að fara neins staðar inn,“ sagði hún og fékk sér blund áður en hún fór að taka myndir af styttum Ásmundar Jónssonar um miðja nótt. Torfærur við Sæbrautlna Vínbóndi frá Genf var til í bæjar- ferð. Við gengum meðfram sjónum úr Hótel Grand Reykjavík (ágætt hótel en ekki grand eins og nafnið bendir til) niður í bæ og furðuðum okkur á að það liggur engin al- mennileg gangstétt við Sæbrautina úr Laugarnesinu. Sólsetrið var und- urfagurt. Vínbóndinn flýtti sér að borða næstu kvöld til að geta notið sólsetursins, sólin sest ekki eins fallega í Sviss, a.m.k. ekki í Genf. Ég var fengin með í þessa ferð af því að svissneska fararstjóran- um, fyrrverandi ferðamálastjóra Sviss, þótti öruggara að hafa ein- hvern með í ferðinni sem skildi báðar þjóðirnar. Það var auðvitað algjör óþarfi en ég var ekkert að benda honum á það. Það er alltaf gaman að fara til íslands, jafnvel með sjötíu Svisslendingum. Þeir voru þingmenn með sérstakan áhuga á ferðamálum og makar þeirra. Hópurinn fer saman í vikufrí einu sinni á ári og að þessu sinni varð Island fyrir valinu. Ferðin gekk framar vonum. Glampandi sól þangað til síðasta daginn þegar hópurinn skoðaði Þingvelli, Gullfoss og Geysi í roki og rigningu, lenti í slyddu við skíða- skálann og blíðskaparveðri í Hafn- arfirði. Bláa lónið vakti feikilukku. Búningsaðstaðan er óviðunandi en flestir voru sammála um að Holliwoodflottheit eiga heldur ekki við á svona stað. Synd að það eigi að færa lónið lengra út í hraunið, það gefur því vissan vísindaskáld- skaparbrag að vera þarna alveg ofan í gufuspúandi orkuverinu. Misjöfn þjónusta Eyjaferð frá Stykkishólmi og glæný hörpuskel var annar há- punktur ferðarinnar. Ég fer héðan í frá aldrei með útlendinga til Is- lands án þess að stefna beint á Snæfellsnesið. Hádegisverður á Búðum vakti mikla hrifningu. Þjón- ustan var til fyrirmyndar, maturinn fyrsta flokks, umhverfið notalegt og fallegt. Éitthvað annað en í Valhöll á Þingvöllum. Sumarstarfið þar var auðfinnanlega ekki hafið. Þjónustan var slæm og salurinn bæði kaldur og kuldalegur. Það var mér að kenna að hópurinn borðaði þar. Það hafði verið mælt með Nesjavöllum en mér fannst ekki hægt annað en stjórnmálamennirnir borðuðu á Þingvöllum. Algjör mis- tök. Hin mistökin voru að gista á Hótel Borgarnesi. Það er lélegt hótel. Einhver hafði orð á því að það væri stíl- og sálarlaust. Holið í flugvallarhótelinu í Kefla- vík var heldur lítið fyrir svona stór- an hóp. Listaverkin þar á veggjunum vöktu athygli einnar konu sem kvartaði yfir því að hafa hvergi séð íslenskar hannyrðir eða list- muni til sölu - bara lopa á lopa ofan. Kjartan Már Kjartansson, skóla- stjóri Tónlistarskól- ans í Keflavík sá um skemmtiatriði við lokakvöldverðinn. Fjórar litlar stúlkur léku á fiðlu. Borðfé- lagi minn var hrifinn en grunaði að í Sviss þættu börnin mis- notuð ef þau fengju að koma fram við svona tækifæri. Kjartan Már og tveir félagar hans fluttu íslenskar vísur og fengu gesti til að taka þátt í gamninu. Það fór hrollur um konuna við hliðina á mér þegar allir áttu að krækja saman örmum - það var of þýskt fyrir hennar smekk - en hún róaðist þegar það átti ekki bara að rugga til hægri og vinstri heldur líka fram og aftur og standa upp og setjast. Hópurinn var orðinn móður og tjóður í kinnum af hlátri og áreynslu þegar skemmtiatriðinu lauk. Þá var líka tími til kominn að fara að sofa. Svisslendingarnir þurftu að vakna til að taka vélina til Lúxemborgar næsta dag. Þeir vöknuðu örugglega snemma. Það rann upp fyrir mér í þessari ferð að það er misskilningur að Sviss- lendingar séu stundvísir. Þeir eru alltaf minnst fimm mínútum á und- an áætlun. HITINN mældur við Geysi. SAS og menningin SAS er einn helsti styrktaraðili Kaupmannahafnar, Menningar- borgar Evrópu 1996. Af því tilefni hefur flugfélagið prýtt eina MD-87 vél sína með merki þessa viðburðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.