Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 C 3 FERÐALOG FERÐALOG FERÐASKRIFSTOFAN Bona- venture Travel er ekki áber- andi við Stafford-stræti í Winnipeg í Kanada, aðeins lítið skilti við útidyrnar gefur til kynna hvaða starfsemi fer fram á fyrstu hæð hússins. En eins og á flestum öðrum ferðaskrifstofum er ys og þys innandyra og svo undar- lega sem það hljómar eru margir viðskiptavinirnir íslendingar. Ruth Wiebe er eigandi ferðaskrifstof- unnar og hún hefur starfað á þess- um nótum í 20 ár en alla tíð hefur hún átt góð viðskipti við íslend- inga. „Viking Travel á Gimli er ferða- skrifstofa í eigu Vestur-íslepdinga og sérhæfir sig í ferðum til íslands fyrir þá en síðan ég byrjaði í þessum ferðamálageira hef ég _ átt stöðug og góð viðskipti við íslendinga," sagði Ruth við Morgunblaðið. „Pró- fessor Haraldur Bessason var fyrsti íslenski viðskiptamaður minn en þegar hann stjórnaði íslenskudeild- inni við Manitoba-háskóla var hann í góðu sambandi við íslendinga og íslenska námsmenn og þegar þeir þurftu að ferðast benti hann þeim á mig. Þannig byrjaði þetta og sam- skiptin hafa aukist jafnt og þétt en ekki hefur skemmt fyrir að vegna samskipta við Harald og fleiri íslend- inga hef ég haft mikinn áhuga á Islendingum, íslandi og öllu sem ís- lenskt er. Eg hef líka verið í góðu sam- bandi við Gyðu Sveinsdóttur hjá Samvinnuferðum-Landsýn og fyrr í sumar áttum við gott samstarf. Við skipulögðum ferð um Kanada fyrir kirkjukórinn á Akureyri, um 70 manns, og ég var henni innan hand- ar varðandi bændaferð. Kórinn fór um íslendingabyggðir, til Calgary og Vancouver og Tamara Mallin sem vinnur hjá mér var með í för allan tímann. Bændumir fóru meðal ann- ars til Calgary en vegna einhverrar stífni gat Gyða ekki fengið flugfarið á sama verði fyrir allan hópinn, um 90 manns. Það er nefnilega oft þann- ig í þessum bransa að hagstæðasta verðið stendur ekki öllurn jafnt til boða. Ferðaskrifstofum á íslandi er ekki sagt frá einstökum tilboðum sem bjóðast í Kanada og ég fæ ekki að vita um tilboð á íslandi. Því er samvinna mjög æskileg með hags- muni ferðamannanna í huga og það hefur verið frábært að vinna með Gyðu þó ég þekki hana ekki að öðru leyti - við höfum aldrei hist. En í fyrrnefndu tilviki gat ég fengið sama verð fyrir íslensku farþegana sem annars hefðu þurft að borga mun meira ef fyrsta boði hefði verið tek- ið, nánar tiltekið 528 dollara í stað- inn fyrir 316 dollara. Flesta munar um minna.“ Góðtilboö Ferðamenn þekkja fargjalda- frumskóginn en varla er nema fyrir sérfræðinga að komast í gegnum hann. í þessu sambandi má benda á að flugfélög í Kanada eru oft með mjög hagstæð tilboð á leiðum Ferðqskrifstofa fyrir íslendinga B A sínum en yfir- leitt standa þau til boða í mjög skamman tíma. Blaðamaður fékk t.d. flug frá Winnipeg til Flórída um Torontó og til baka sömu leið fyrir um 10.000 kr. en miðar á þessu verði voru til sölu í þrjá daga. Á sama tíma var boðið upp á flug frá Halifax um Torontó til Flórída og til baka og kostaði mið- inn um 20.000 kr. í báðum tilfellum var um mjög hagstætt fargjald að ræða en það stóð ekki til boða á íslandi. „Við fáum öll svona tilboð inn á borð til okkar og viðskiptavinirnir vita af því. En nálægð við flugfélög- in er aðeins einn þáttur. Þegar hóp- ferðir eru skipulagðar skiptir miklu máli að ná góðum samningum við fyrirtækin sem reka rútumar og M. K B C' ALB. | MANIlt/^-V. <, / ONT\./ ‘Calgary Winnipeg N D A R í K I! N Morgunblaðið/Steinþór RUTH Wiebe hefur átt mikil samskipti við Islendinga, en hún rekur ferðaskrifstofu í Winnipeg. sama er að segja um hótelin. Við byijuðum að skipuleggja kórferðina um síðustu áramót og Tamara komst fljótlega að því að ferðaþjónustan í Banf og Jasper hafði meiri áhuga á að sinna japönskum ferðamönnum en íslenskum, hefur sjálfsagt talið að meira væri upp úr Japönunum að hafa. Hún sagði viðkomandi aðil- um að Japanir gætu verið mikilvæg- ari fyrir þá en Islendingar væru mikilvægari fyrir okkur og við vild- um að þeir fengju bestu mögulega þjónustu á hagstæðu verði. Sjónarm- iðið komst til skila og allt gekk eins og í sögu en erfiðara hefði verið fyrir einhvern á íslandi að skipu- leggja ferðina og ná eins hagstæðum kjörum. Rétt eins og þegar ég sendi hóp til Þýskalands fæ ég einhvern þar til að ganga frá samningum vegna ferða í Þýskalandi því heima- maður þekkir betur til en aðrir og fær örugglega betri kjör.“ Aukin samskipti Ruth sagðist gera ráð fyrir auknum samskiptum milli Kanada og íslands vegna flugsins til Hali- fax frá íslandi. „Varðandi ferðir til Íslands þurftum við alltaf að fara í gegnum New York eða Balti- more en Halifax breytir stöðunni og opnar nýja möguleika. Til þessa hafa íslendingar ferðast mikið til Kanada og Kanadamenn hafa einn- ig sóst eftir að heimsækja ísland en með Halifax-fluginu verða sam- skiptin enn auðveldari og ég held að þau eigi eftir að aukast til muna. Heimagisting hjá íslenskri konu Steinþór Guðbjartsson íSLENDINGABYGGÐIRNAR í Manitoba í Kanada eru mörgum kunnar. Fólk af íslenskum ætt- um er þar áberandi og íslensk staðarnöfn má víða sjá. í Winnipegborg ber hins vegar minna á íslensku umhverfi en engu að síður eru margir Islend- ingar og Kanadamenn af ís- lenskum ættum í borginni. Edda Ólafsdóttir Kristjánsson er einn þeirra. Hún flutti til Winnipeg 1973, en nú eru öll börnin flutt að heiman og því ákvað hún í sumar að opna heimili sitt fyrir ferðamönnum, með Islendinga frá Islandi fyrst og fremst í huga. „Islendingar hafa verið iðnir við að heimsækja Winnipeg og með tilkomu beina flugsins til Halifax má gera ráð fyrir aukn- um fjölda íslenskra ferðalanga,“ sagði Edda aðspurð um tildrög heimagistingar hennar. „Þó nokkuð hefur verið um fjölmenn- ar skipulagðar ferðir og ég hef tekið eftir að oft eru með í för Islendingar, einkum eldra fólk, sem talar jafnvel ekki ensku og finnur fyrir óöryggi á hótelum. Mér fannst sjálfsagt að reyna að koma til móts við þetta fólk og þar sem ég bý ein í stóru húsi fannst mér sjálfsagt að bjóða þessa þjónustu." Edda hefur verið áberandi í íslenska samfélaginu í Winnipeg og látið mikið að sér kveða. í 20 ár hefur hún selt vörur í heimahúsum frá Shaklee, sem sérhæfir sig í framleiðslu snyrti- og hreinlætisvara úr náttúruleg- um efnum, en undanfarin fjögur ár hefur hún einnig starfað með eldri borgurum í Winnipeg. „Þegar ég fór að minnka við mig hjá Shaklee jókst frítími minn og þá fór ég að huga að ein- hveiju öðru. Fyrir einu og hálfu ári gaf ég kost á mér í sjálfboðal- iðsvinnu til að stytta alzheimer- sjúklingum stundir og var með þeim á hverjum mánudegi en starfið hefur undið upp á sig og ég er alltaf að bæta við mig. Ég fann fljótlega að þó fólkið sé hamlað á einhvern hátt þá getur það sungið og hefur gaman af því. Þess vegna mæti ég með gítarinn og í sameiningu rifjum við upp gömlu, góðu lögin. Þetta er gefandi og skemmtilegt og öllum finnst svo gaman en ég hef fengið borgað fyrir þetta í rúmt ár.“ Morgunblaðið/Steinþór EDDA Ólafsdóttir Kristjánsson fyrir utan heimili sitt. Fyrsti íslendingurinn fbúar Winnipeg eru um 600.000 og er stöðugt verið að skipuleggja ný íbúðahverfi. Edda býr í einu slíku rólegu og afmörkuðu einbýlishúsahverfi, að 74 Eaglemount Cresent, í suðurhluta borgarinnar. „Ég get leigt út tvö tveggja manna her- bergi og eitt eins manns og hef auk þess barnarúm. Að sjálf- sögðu býð ég fólki að sækja það út á flugvöll og fer með það aft- ur gegn vægu gjaldi og svo er ég tilbúin að fara með því í verslunarferðir. Það sem mörg- um finnst einfalt og eðlilegt vefst fyrir öðrum og ég er fyrst og fremst að hugsa um síðarnefnda hópinn þó allir séu auðvitað vel- komnir. Winnipeg býður upp á marga mismunandi gistimögu- leika en mér vitanlega er þetta í fyrsta sinn sem íslendingur er með svona þjónustu heima hjá sér.“ Edda býr í tvílyftu húsi og eru svefnherbergin á efri hæðinni. Hún leigir tveggja manna her- bergin á 70 kanadíska dollara nóttina, um 3.500 kr., en eins manns herbergið á 40 dollara, um 2.000 kr. „Þetta er bara grunnverð, því ef um lengri dvöl er að ræða slæ ég verulega af, en í öllum tilfellum er morgun- verður innifalinn." ■ * Odýr matur og austræn stemmning Kína í London ÞAÐ JAFNAST næstum á við ferð til Austurlanda að heimsækja Kína- hverfið í London. Ljón prýða hliðið inn í götuna og veitingastaðir með framandi nöfnum eru á hvora hlið. Það eru ekki síður viðbrigði að koma inn á staðina sjálfa. Þar er þjónustulundin ámóta mikil og tíðk- aðist fyrir tuttugu árum í Norður- Evrópu. Þá er verðlagið mjög lágt. Sem dæmi má nefna að hægt er að fá tíu rétta máltíð fyrir tæpar fimm hundruð krónur. Þannig lýsir blaðamaður Berl- ingske Tidende stemmningunni í Gerrard Street, sem er í kjarna Kínahverfisins við Leicester Square í London. Þar byijaði Kínahverfið að myndast fyrir 35 til 40 árum og það fer ört stækkandi. Fyrir 10 til 15 árum var hægt að telja veit- ingastaðina í næstu götu, Lisle Street, á fingrum annarrar handar. Núna er þar krökkt af veitingastöð- um. Og við endann á þessum göt- um, í Wardour Street og Newport Place, er það sama upp á teningn- um. Þegar blaðamaður BT reyndi að ná tali af nokkrum veitingahúsaeig- endum kom fljótlega í Ijós að þar giltu aðrar reglur og önnur viðmið en hann átti að venjast. „Því miður, eigandinn er í fríi og við vitum ekki hvenær hann kemur til baka,“ var sagt á einum stað. „Því miður, eigandinn býr í Hong Kong og hefur samband við okkur þegar honum sýnist. Við megum ekki setja okkur í samband við hann,“ var sagt annars staðar. „Hvað réttirnir kosta? Það stend- ur á matseðlinum.“ Þarna eru menn ekki að eyða orðum í óþarfa smáatriði eins og að svara spurningum viðskiptavina. Það eru líka aðeins Evrópubúar, ófróðir um kínverska menningu, sem eru svo vitlausir að spyrja - og það er fyrirfram gefið að ekki fæst svar. Eftir margar tilraunir fékk blaðamaður BT tvo veitingahúsa- eigendur til að svara sér. Annar var Andrew Wong á veitingastaðnum Mr. Wu í 28 Wardour Street. Þar var boðið upp á hlaðborð og hljóð- aði tilboðið upp á 400 krónur fyrir tíu rétti. Réttirnir voru hver öðrum kræsilegri, - enda var troðfullt á staðnum jafnt á mánudagskvöldi sem morguninn eftir. „Aðalatriðið er að vera fljótur að skipta út matargestum á borðun- um,“ sagði Wong. „Viðskiptavinir okkar geta auðvitað setið eins lengi og þá lystir, en fáir taka lengri tíma í borðhaldið en klukkutíma." Einnig fór blaðamaður BT á Luxuriance í Gerrard Street og fékk sér ljúffenga máltíð; rækjur, og sesamfræ á ristuðu brauði, ristuðan þara (alveg afbragð), grilluð rif- bein, maíssúpu með krabbakjöti, önd í pönnuköku með ostrusósu og agúrku og vorlauk, rækjur í chili- sósu, uxakjöt í ostrusósu, margs- konar grænmeti og hrísgijón. Allt kostaði þetta rétt rúmar 1.200 krónur. Framreiðsla og öll þjónusta .gengur mjög hratt fyrir sig á veit- ingastöðunum í Kínahverfinu. Tim Tang, veitingahúsaeigandi og vara- formaður Kínahverfissamtakanna, fæddist í Hong Kong en vann sig upp í London. Hann hefur skýringu á reiðum höndum. „Þegar Evrópubúar sækjast eftir vinnuafli leita þeir fyrst og fremst eftir réttindum,“ segir hann. „Kín- veijar vita að þeir hafa fyrst og fremst rétt til þess að vinna lengi og af kappi áður en þeir geta kraf- ist betri launa. Þess vegna eru svo margir ungir Kínveijar í vinnu á veitingastöðunum. Þeir vinna á föstu tímakaupi, sem er 50 til 100 krónur auk þjórfjár. Það þýðir að eigendurnir vita að þeir gefa topp- þjónustu vegna þess að þeir þurfa á þjórfénu að halda. Ef þeir eru duglegir geta þeir svo óskað eftir launahækkun. Þannig virkar fram- boð og eftirspurn." ■ Þýtt og staðfært úr Berlingske Tidende Morgunblaðið/jt GUÐMUNDUR leiðsögumaður Konráðsson bendir inn eftir Djúpinu en hann gengur með ferðahópana um Vigur og segir eitt og annað um það sem fyrir augu ber. Síðdegiskaffi í Vigur og víðar á Vestf jörðum Á NÍU mílna hraða stýrir Konráð hrefnuveiðimaður Eggertsson (hann gegnir ekki öðru nafni) rækjubát sínum Halldóri Sigurðssyni inn Isa- fjarðardjúpið með stefnu á Vigur. Fyrst ekki má veiða hvalinn verður Konráð að taka sér eitthvað annað fyrir hendur með bátinn og rækjan bíður haustsins. Með í för eru ferða- menn, íslenskir og erlendir, sem Guðmundur sonur Konráðs ætlar að lóðsa um eyna. Að því loknu setjast menn að hlaðborði í Viktoríuhúsi sem Vigurbændur (trúlega öllu heldur konur þeirra) hafa bakað og útbúið þá um morguninn. Vesturferðir á ísafirði skipuleggja þessa fjögurra tíma túra í Vigur en ferðaþjónustan hefur og ýmis önnur tilboð á sínum snærum, greiðir götu ferðamannsins og bendir honum á hvaðeina skoðunarvert í fjórðungn- um. Ferðaþjónustan býr í góðu sam- býii við ferðamálafulltrúann í Edin- borgarhúsinu gamla við Aðalstræti en á síðustu misserum hefur hópur drífandi manna komið upp marghátt- aðri listastarfsemi í húsinu. En við erum á leið inn Djúpið. Siglt og griliað Á Halldóri Sigurðssyni er rúm fyrir 50 manns. Báturinn er fram- byggður og þar sem ekki þarf að nota spilið á ferðamennina var það tekur burtu og skýli sett á dekkið. Þar geta menn notið útsýnis á sigl- ingunni eða vippað sér frammá og spjallað við Konráð í glugganum. -Við sáum hrefnu í morgun, segir hann og skimar með kíkinum og lætur fljóta með að hvalaskoðun sé ekki merkileg útgerð, betra sé að veiða hvalinn og fá meiri tekjur þann veg. En í sumar snýst hann með ferðamenn. Siglir alla daga í Vigur síðdegis, skýst á 10 manna hraðbáti ef farþegar eru fáir og getur á hvorum bátnum um sig far- ið aukaferðir með litla sem stóra hópa, tekið land á góðri strönd og slegið upp grillveislu með varðeldi og tilheyrandi. Áttatíuþúsund lundar taka á móti ferðamanninum í Vigur. Þeir sitja við holur sínar, svamla á sjónum eða flýta sér í fæðuleit og snúa tilbaka með síli. Tíu manns hafa nú fasta búsetu í Vigur og lifibrauð sitt þar. Þau hafa um fimmtíu fjár, nokkrar kýr, veiða átta til tíu þúsund lunda og hann fjölgar sér samt, æðarfugl- inn sem hefur þar gott atlæti gefur 50 kg af dúni þegar vel gengur og nú síðast gefur snúningurinn við ferðamanninn einnig nokkrar tekjur enda stöðug ásókn og mál að hafa á því nokkurt skipulag. Því kom til þessi samvinna við Vesturferðir og það verður enginn svikinn af bak- kelsinu í því gamla Viktoríuhúsi eft- ir að hafa notið náttúrunnar og feng- KONRÁÐ kíkir eftir hrefnunni um leið og siglt er fyrir Álftafjörðinn. TJÖRUHÚSIÐ í Neðstakaupstað - 200 ára - en hýsir í sumar nýtt kaffihús síðdegis alla daga. ið nasasjón af gamla tímanum og vinnubrögðum hans sem ekki veit af streitu nútímans. Ferðamaðurinn gengur því mun hægar til skips en frá því þegar halda skal heim og vill helst dvelja áfram þar sem tíminn er kyrr. Slitlagið lengist En víðar má fara um Vestfirðina. Þar eru vegir um allar sveitir nema Jökulfirði og Hornstrandir og vel ökufærir þótt ýmsir telji þennan landshluta ekki byggilegan sakir er- fiðra samgangna. Greiðfært um Djúpið nánast allt árið sem er eðlileg leið Sunnlendinga til ísafjarðar. Þeg- ar Steingrímsfjarðarheiði sleppir og við tekur Djúpvegur nr. 61 um Isa- fjörð, Mjóafjörð, Skötufjörð, Hest- ijörð, Seyðisljörð, Álftafjörð og síðan Skutulsfjörðinn verða kaflar með bundnu slitlagi stijálir en þeir lengj- ast þó. í sumar bætist við vænn kafli í Skötufirði. Einfalt ráð er að fara rólega yfir grófu kaflana, staldra við og njóta fjörunnar og fjallanna. Á sumarferð um Vestfirði liggur eng- um á því sé ekið á 90 km hraða um alla firði og nes fara bæði selur og örn framhjá ferðamanninum að ógleymdum fuglinum. Kaff i í Tjöruhúsinu í lokin má minnást á Neðstakaup- stað á ísafirði þar sem Turnhúsið geymir sjóminjasafn og í Tjöruhúsinu eru sumarkvöld með sérstakri dag- skrá á fimmtudagskvöldum. Tjöru- húsið hefur auk þess fengið nýtt hlut- verk því þar má fá kaffi og meðlæti alla daga. Jóhanna söngkona Þór- hallsdóttir hefur tekið að sér að hella uppá baka lummur og býður fjalla- grasabrauð og fleira með dyggum stuðningi frá Hótel ísafirði. Þetta nýjasta kaffihús á Ísafirði í 200 ára gömlu húsi tekur um 60 manns í sæti og þeir sem sækja vel að Jó- hönnu geta jafnvel fengið hana til að taka lagið - enda er píanó á staðn- um. | Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.