Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 3
2 D SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 D 3 Hvað tekur langan tíma að opna hurðalæsingu bíla? út í úrekstrarprófun PSA dísilvélar í Micra Hópbílar kaupa Ren- ault rútu HÓPBÍLAR hf. keyptu nýlega fyrstu Renault rútuna sem Bif- reiðar og landbúnaðai’vélar af- henda. Hópbílar eru í eigu Hagn- vagna og Hrafns Antonssonar en fyrirtækið hét áður Hópferðabílar Pálma Larsen. Bílafloti Hópbíla er fimm bilar og sætafjöldi þeirra er frá 17 upp í 52 sæti. Af þessum fimm bílum eru tveir nýir keyptir á þessu ári. Á síðastliðonu hausti voru sett ör- yggisbelti í öll sæti í bílum Hópbíla og hefur það mælst vel fyrir hjá skólum og leikskólum. Rútan er af gerðinni Re- nault FRl GTX en þessi gerð var kosin rúta ársins í Evrópu 1991. Vélin er 340 hestöfl og gírkassinn átta gíra með tölvuskiptingu. Bíllinn er með loftfjöðrum að framan og aftan, ABS-hemlakerfi og spól- vörn. Rútan er tæpir tólf metrar á lengd og um 2,5 metrar á breidd. Heiidarþyngdin er 18,5 tonn. Rútan er með sætum fyrir 49 farþega og hattarekkar ofan sæta eru lokaðir. Sæti og loft eru pluss- klædd. Tölvustýrð loftkæling er í bílnum, tvöfalt gler og hann er búinn salerni, myndbandstæki með tveimur skjám, ísskáp og sjálfsafgreiðsluvél fyrir heita drykki. Svefnaðstaða er fyrir ökumann sem kemur til góða eftir að skylt var að nota ökurita við akstur. Sæti eru með glasahaldara, fóta- skammel og hægt er að auka hlið- arrými með því að færa innri sæti nær miðju. ■ MEÐAL búnað- ar í rútunni er salerni. Nissan Almera kom best í NÝRRI og strangari árekstrarprófun en Evrópusam- bandið gerir kröfur um sem Motor, málgagn samtaka dan- skra bifreiðaeigenda, og systur- samtök þeirra í Þýskalandi, ADAC, gengust fyrir stóð Niss- an Almera sig best. Könnunin náði til fjögurra bíla í milli- stærðarflokki. Motor hefur gagnrýnt þær lágmarkskröfur sem evrópskum bílaframleið- endum er gert að standast á sviði árekstrarvarna. Sam- kvæmt þeim má stýri bílsins ekki ganga lengra inn í far- þegarýmið en 12,7 sm þegar bílnum er ekið á steinvegg á 50 km hraða á klst. Gagnrýni Motor virðist eiga við rök að styðjast. Altént prófa evrópskir bílaframleiðendur árekstrarþol sinna bíla við mun strangari aðstæður. Bílunum er RENAULT Mégane hafnaði í öðru sæti. reyndar enn ekið á 50 km hraða á klst á steinvegg en það er að- eins vinstri helmingur framendans sem lendir á steinveggnum. Með þessu prófi eru gerðar meiri kröfur til styrkleika bílsins. Strangari kröfur í undirbúningi eru strangari kröfur frá Evrópusambandinu og búist við að þær taki gildi þrátt fyrir hörð mótmæli frá evrópskum bílaiðnaði. Frá og með október 1998 verður lágmarkskrafan sú að árekstrarþolið verði prófað með því að aka bíl á 56 km hraða á klst á steinvegg þannig að 40% af fram- hluta bílsins lendi á honum. Það var ADAC sem þróaði nýja árekstrarprófið sem mun gera auknar kröfur til bílaframleiðenda. Próf það sem ADAC notar núna reynir enn meira á árekstrarþol bíla. Hraðinn er nú 60 km á klst. NISSAN Almera stóð sig best í árekstrarprófun sem Motor og ADAC gengust fyrir. Auk þess er í prófi ADAC meiri áhersla lögð á styrkleika sætis- baka aftursætanna sem eiga að þola höggþunga frá 18 kg far- angri úr farangursgeymslu. Einn- ig er tekið tillit til þess skaða sem bílarnir valda öðrum bílum við árekstur, hve „harðir“ þeir eru. Fjórir bílar gengu í gegnum próf ADAC, Nissan Almera, Renault Mégane, Fiat Brava og VW Golf. VWGolf Það er skemmst frá því að segja að Golf, sem jafnan er talinn mjög öruggur bíll, en hefur ekki verið breytt að verulegu ráði í fjögur ár, fékk lakasta einkunn í prófi ADAC. Nissan Almera og Renault Mégane báru sigurorð yfir Fiat Bravo þegar allt er talið saman. Niðurstöðurnar í prófinu voru birtar í maíhefti Motor. Þar kemur m.a. fram að aftursætisbak í VW Golf gefur eftir í árekstri þannig að farangur getur lent á öku- manni. Einnig er talið til að höfuð- púðar eru of lágir og veita ekki nægilegan stuðning fyrir hálsinn. Farangursrýmið aflagast ekki mikið en Golf er á hinn bóginn „harður“ gagnvart öðrum bílum í árekstri. Höfuðmeiðsl eru þó minnst á bílstjóra í Golf. ■ PSA, samsteypa Peugeot og Citro- én, mun framleiða 1,5 lítra dísilvél- ar fyrir Nissan í Micra smábílinn sem framleiddur verður í Englandi í haust. Þetta er í fyrsta sinn sem Nissan kaupir dísilvélar frá öðrum framleiðanda til þess að setja í bíla sína. Nissan hefur ekki smíðað dísil- vélar af þeirri stærð sem henta smábíl eins og Micra. Búist er við að samningur framleiðendanna verði gerður opinber á bílasýning- unni í París í haust. Heimildar- menn innan Nissan segja að um 10 þúsund bílar af þeim 130 þús- und af gerðinni Micra árgerð 1997 verði með dísilvél PSA. Dísilbíllinn er einkum ætlaður á markaði í Frakklandi og Niður- löndum, þar sem dísilbílar eru hátt í helmingur fólksbílamarkað- arins. Dísilvél PSA er 58 hestafla með beinni innspýtingu og hefur verið notuð í Peugeot 106 og Ro- ver 100. Hún verður einnig innan tíðar í Citroén Saxo. Carisma stallbakur MITSUBISHI hefur sett nýjan fernra dyra Carisma stallbak á markað í Bretlandi sex vikum fyrr en áætlað var. Þetta er gert til FIAT Bravo í þriðja sæti. VW Golf kom verst út úr prófinu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson RENAULT FRl GTX var nýlega afhent Hópbílum hf. SÆTI og loft eru plussklædd. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Með hjól á toppnum MARGIR skemmtilegir bílar koma til landsins með ferjunni Norrænu og búnaðurinn oft með nýstárleg- um hætti. Þennan Land Rover bíl rakst ljósmyndari á við færeyska sjómannaheimilið í Reykjavík á dögunum. Ferðamennirnir sem honum aka eru greinilega undir langdvöl búnir því á toppgrind bíls- ins hvíla kistur og varahjólbarðar. Grand Prix fyrir barnaf jölskyldur NÝR fernra dyra stallbaksútfærsla af Mitsubishi Carisma kemur á markað í Evrópu í október. Hingað til hefur hann aðeins ver- ið fáanlegur sem fimm dyra hlaðbakur. þess að vera með í sölubylgjunni í ágústmánuði en þá eru bílkaup- endur einna áhugasamastir um nýja bíla vegna nýrra skráningar- númera sem eru útgefin í þeim mánuði. Bíllinn kemur ekki á markað í öðrum löndum Evrópu fyrr en í október. Fernra dyra bíllinn er eins og fimm dyra bíllinn framleiddur í NedCar verksmiðjunni í Hol- landi, sem er í eigu Mitsubishi, Volvo og hollenskra ríkisins. Car- isma verður fáanlegur með 1,6 lítra, 89 hestafla vél og 1,8 lítra, 114 hestafla vél. ■ Meiri búnað- ur I Toyota Land Cruiser ÁSTÆÐA er til að leiðrétta það sem ranglega var upplýst og vant- aði í upptalningu á búnaði á ýms- um gerðum hins nýja Toyota Land Cruiser sem íjallað var um í bíla- blaðinu sunnudaginn 21. júlí og biðjast velvirðingar á. Allar gerðirnar eru búnar tann- stangarstýri, tveimur líknarbelgj- um, einnig sú ódýrasta, STD gerð- in. GX gerðin hefur hemlalæsivörn pg álfelgur fram yfir þá ódýrustu. í VX gerðinni bætist síðan við ofantaldan búnað breiðari hjól- barðar með tilheyrandi brettavíkk- unum, hlífðarklæðningar á hliðum í öðrum lit en bíllinn, krómað grill, spegla og hurðarhúna og þak- grindarboga. Var þessa ekki getið í upptaln- ingunni á helsta búnaði bílsins sem prófaður var. Þá skal einnig árétt- að þar hefði einnig átt að koma fram að VX bíllinn sem var prófað- ur er átta manna eins og greint var í texta. ■ HÖNNUÐIR Pontiac leituðu ekki langt yfír skammt þegar þeir teiknuðu 1997 árgerð af Pontiac Grand Prix. Bíllinn ber að sjálf- sögðu keim af fyrri gerðum sama bíls og hönnuðirnir staðhæfa að mikið hjólhaf sé það sem kaupend- ur vilji. Þeir segja að nýr Grand Prix státi af góðum aksturseigin- leikum og djarflegu útliti. Bíllinn er einkum miðaður við þarfir barnafólks sem ennþá legg- ur áherslu á það að eiga fallega bíla. Pontiac gerir ráð fyrir að hin nýja fernra dyra útfærsla af Grand Prix verði um tveir þriðju allrar sölunnar. Tveggja dyra bílar, co- upé, voru um tveir þriðju allrar sölunnar af 1996 árgerð. Keppt viA Japanl Nýi bíllinn er að koma í sýning- arsaíi vestra en framleiðsla í verk- smiðjunni í Fairfax er nú að kom- ast í fullan gang. Fernra dyra bíllinn er sá fyrsti í röð íjögurra bíla í millistærðarflokki sem Gen- eral Motors vonast til að dragi til sín kaupendur sem hafa flykkst til Honda (Accord) og Toyota (Camry). General Motors ætlar sér samt stærri hluti í keppni við japanskan innflutning með Nýrstaðall um öryggisbúnað segir aíð það eigi að taka a.m.k. 2 minútur að brjóta upp hurðalæsingar. Opel Astra Ford Scorpio Ford Mondeo Saab 900 Opel Omega Audi A6 Ford Fiesta Mercedes-Benz C Volvo 850 Toyota RAV4 Ford Escort Peugeot 406 Citroen Xantia Volvo 940 Renault Megane Saab 9000 Volvo S40/V40 VWGolf Renault 19 Seat Tolede Toyota Corolla Masda 626 Mitsubishi Galant Mitsubishi Carisma 1 mín. 48 sek. 1 mín. 45 sek.* 1 mín. 42 sek.* 1 mín. 32 sek. 1 min. 7 sek. 41 sek. 38 sek. 30 sek. 30 sek.* 25 sek. 21 sek. 20 sek. 15 sek. 15 sek. 12sek. 10 sek. 10sek. 7 sek. 5 sek. 5sek. 5sek. 4 sek. 4 sek. ‘Bnungfs hægt að opna hurðalæslngu með valdi PONTIAC Grand Prix, fernra dyra stallbakur, kostar 18 þúsund dollara í Bandaríkjunum. Oldsmobile Intrigue árgerð 1998, en hann er smíðaður á sama grunni og Grand Prix og er vænt- anlegur á markað snemma næsta árs. Grand Prix bíllinn sækir greini- lega útlit sitt til kraftabílanna sem Pontiac setti fyrstur bíla- framleiðenda á markað í Banda- ríkjunum á sjöunda áratugnum. Við undirbúning að hönnun bílsins fóru stjórnendur djúpt í saumana á bestu og lökustu árgöngum Grand Prix sem kom fyrst á mark- að 1962. í upphafi áttunda ára- tugarins dró úr vinsældum Grand Prix enda var útlit bílsins þá breytt og líktist hann minna hin- um vinsælu kraftabílum fyrirtæk- isins en áður. Nýtt fjöðrunarkerfi Núna hefur Pontiae endur- hannað fjöðrunarkerfi og yfír- byggingu bílsins til þess að færa aksturseiginleika hans meira í takt við þá ímynd sem varpað er upp af honum. Hjólhafið var auk- ið um rúma 7,5 sm og bil milli framhjóla aukið um 5 sm. Bíllinn er nú með gashöggdeyfum og gormum að framan og efri hluti hjólanna er látinn vísa örlítið inn í bílinn til þess að auka stöðugleika hans. Fjöðrun á afturhjólum var einnig endurbætt til þess að bæta aksturseiginleikana og draga úr veghljóði og titringi inni í bílnum. V-6 vélar Bíllinn er fáanlegur með tveim- ur vélargerðum. Staðalvél er 3,8 lítra, V-6 sem skilar 195 hestöflum og einnig fæst hann með 240 hest- afla V-6 með keflablásara. Snemma á næsta ári verður einnig fáanleg 3,1 lítra, V-6 vél. Fáanlegur er alls kyns lúxus- búnaður í innanrými bílsins, svo sem upphitað ökumannssæti, 12 diska geislaspilari og endurvarp af mælaborði í framrúðu, þar sem lesa má af hraðamæli, útvarpi og aðrar upplýsingar. Á síðasta ári seldi Pontiac 131.747 Grand Prix bíla sem var 11,4% söluaukning frá 1994. Að- eins Grand Am seldist betur á síð- asta ári. ■ ...orðaðu það við Falkann **5$°«* Hart- wachs PEKK ■amtr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.