Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VITO heitir nýi sendi- eða fjölnotabíllinn frá Mercedes Benz. Morgunbiaðið/Svemr Vito — nýr f jölnotabíll f ró Mercedes Benz VITO er nafnið á nýjasta atvinnu- tækinu frá Mercedes Benz, þ.e. hér er um að ræða fjölnotabíl, sendibíl, bfl stórfjölskyldunnar eða lítinn hópferðabíl. Vito er kannski helst hentugur sem sendibíll þar sem klæðningar eru ekki á hliðum og bfllinn með lág- marksbúnaði en í haust er hins vegar væntanleg önnur gerð, Viano, sem er með þessum venju- legu þægindum og því sem menn eiga að venjast í farþegabílum. Vito er í boði með 2,3 lítra dísilvél- um með eða án forþjöppu eða tveggja lítra bensínvél og kostar gluggabíll með sjö sætum 2,8 milljónir en sendibíllinn rétt rúm- ar tvær milljónir með gluggum en án virðisaukaskatts. Vito og Viano tilheyra V-línunni frá Mercedes Benz en bílarnir voru fyrst kynntir á bílasýningunni í Genf snemma á þessu ári. Við skoðum stuttlega Vito hér á eftir. Vito er með hefðbundnu sendi- bflslagi, er nokkuð síður að sjá á götu og hjól eru lítil. Framendinn er hallandi með fínlegum stuðara og luktum og framrúðan stór. Hliðarúður eru eins og samfelldar með svörtum póstum og hliðar- hurð, rennihurð, er staðalbúnaður vinstra megin en hægt að fá hana hægra megin einnig ef óskað er. Afturhleri opnast upp og er það frekar ókostur en hitt þegar svo stór hleri er annars vegar, liðlegra er að hurðin opnist til annarrar hliðar eða sé tvískipt með hlið- aropnun. Skemmtileg gírsklptlng Að innan er Vito nokkuð hefð- bundinn, þ.e. fyrirkomulag mæla- borðs og mælarnir sjálfir en skemmtileg tilbreyting er gír- stöngin. Hún er í mælaborðinu, rétt hægra megin við bflstjóra og nokkuð vel staðsett en ekki í gólfí eins og algengt er/Hún er stutt og þarf ekki miklar hreyfingar milli gíra, jafnvel of stutt en það venst hins vegar nokkuð veL Þetta er mjög haganlegt þegar farþega- sætin við hlið bflstjóra eru tvö - þá er ekki hætta á að miðjufarþeg- inn sé fyrir eða trufli við gírskipt- ingar. Sé bíllinn tekinn til farþega- flutninga getur sætaskipan verið mjög fjölbreytt. Hægt er að hafa tvo stóla frammí eða tvö minni háttar sæti við hlið bflstjóra. Þá AÐSTAÐA ökumanns er góð í Vito og sérstaklega er staðsetning gírstangar skemmtileg. HÆGT er að taka Vito með eða án farþegasæta. er hægt að hafa þijá stóla í miðju eða tvo þar og þijá aftast og getur Vito því verið allt að átta manna bíll. Þá er farangursrými orðið takmarkað en örlítið samt. í þessari útgáfu fer lítið fyrir klæðningum og þægindum og því myndu þeir sem taka bílinn sem farþegabíl trúlega vilja klæða hann meira. Þannig hefur Guð- mundur Jónasson hf. t.d. tekið einn slíkan bíl til smærri hóp- ferða. Vlnnur vel Vélin í Vito sem var prófaður er 2,3 lítra dísilvél með forþjöppu sem er 98 hestöfl en hún er ann- ars 79 hestöfl. Hún býður uppá góða vinnslu, hefur ekkert ofurvið- bragð þrátt fyrir forþjöpppu og millikæli en dugar mjög vel til allra venjulegra snúninga í þétt- býli og er seig í langferðum. Á vissu snúningssviði á þjóðvega- akstri verður vart við eins konar hátíðnihljóð í efsta gír sem getur orðið hvimleitt en það er þó ekki til stórvandræða. Vito er mjög meðfærilegur og lipur og er á all- an hátt vel fallinn til snattferða sem fyrirtækisbíll í smáflutning- um. Burðargetan er kringum 900 kg en bíllinn sjálfur vegur 1.705 kg. Vito er 4,66 m langur, 1,87 m breiður og 1,87 m hár. Hjólhafið er 3 metrar. Vito kostar kr. 2.850.000 sé hann tekinn með farþegasætum, rúmar 2,5 milljónir ef hann er ætlaður til sendiferða (2,4 m. kr. með minni vélinni) og rúmar 2,3 ef hann er tekinn gluggalaus. Bíll- inn er einnig fáanlegur með tveggja lítra bensínvél sem er 129 hestöfl og kostar þá gluggalaus bfll tæpar 2,3 milljónir, 2,5 með gluggum og tæpar 2,8 með glugg- um og sætum. ■ Jóhannes Tómasson Utbúa sjúkrabíl fyrir Fær- eyinga FORD-umboðið Brimborg, Bíla- smiðja G og Ó og Donna hf. í Hafn- arfirði hafa tekið að sér að útvega og útbúa Ford Econoline sjúkrabfl fyrir Landsjúkrahúsið í Þórshöfn í Færeyjum. Ford-umboðið gerði sjúkrahúsinu tilboð ásamt sam- starfsaðilunum og segir Ríkharður Ulfarsson hjá Brimborg að hér sé um að ræða fullkominn sjúkrabíl með margs konar neyðarbúnaði. Um er að ræða aldrifinn Econol- ine með 7,3 1 210 hestafla dísilvél, vökvastýri, fjögurra gíra sjálfskipt- ingu með yfirgír, tregðulæsingu, hemlalæsivörn, líknarbelg og fleiru. Hliðhurðir eru tvískiptar með gluggum og afturhurð sömuleiðis. Bifreiðasmiðja Gunnlaugs og Ósk- ars tekur að sér ýmsar breytingar á bílnum, m.a. að hækka yfirbygg- ingu, setja skilvegg með rennihurð milli bílstjóra- og sjúkrarýmis, bekk og borð og ýmsan annan búnað vegna tækjakosts sem í bílnum þarf að vera. Þá er komið fyrir aukamiðstöð, Ijósum og bíllinn er klæddur í hólf og gólf. Frá Donnu í Hafnarfirði koma sjúkrabörur, ljós og sírena. Gert er ráð fyrir að afhenda bfl- inn sem er af árgerð 1997 síðar á þessu ári. ■ Mitsubishi innkallar MITSUBISHI Motors, þriðji stærsti bflaframleiðandi Japans, hefur þurft að innkalla næstum 300 þús- und bíla í Japan og 335 þúsund bfla annars staðar i heiminum til þess að gera við galla sem gæti leitt til hemlabilunar. Bílarnir eru allir framleiddir á tímabilinu 2. apríl 1990 til 31. maí 1995 og eru af gerðunum Sigma, Pajero, Dia- mante, Debonair og GTO. Bíll númer 250 millj. BÍLL númer 250 milljón af Ford gerð rúllar af færibandi einnar af 47 verksmiðjum Ford einhvem næstu daga. Ford hefur framleitt bíla síðan 1903. Mest hefur verið framleitt af Ford Escort en í öðru sæti kemur svokallaður „Tin Lizzie" sem einnig kallaðist Ford T. Smíð- aðir voru 12,5 milljónir bílar af þeirri gerð. Jenið lækkar LÆKKANDI gengi japanska jens- ins gagnvart dollar er mikill ánægjuauki fyrir japanska bíla- framleiðendur. Þeir gætu notað gengislækkunina til þess að auka hagnað sinn eða til þess að auka söluna á kostnað samkeppnisaðila heima fyrir og erlendis. Bandarískir og evrópskir framleiðendur eru að sama skapi uggandi vegna gengis- þróunarinnar. C-línu coupé MERCEDES-Benz býr sig undir að setja á markað tveggja dyra sport- útfærslu af C-línu bflnum en hann verður kynntur í Evrópu snemma á næsta ári. Hjólhaf bílsins verður hið sama og C-stallbaksins en afturljós og kringlóttar framlugtir eru með sama útliti og á E-línu bflnum. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.