Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN OG UIMGLIIMGAR Golf Es? Pepsi Cola open í Leirunni sunnudaginn 11. ágúst kl. 10.00. Bakhjarl er Ölgerðin Egill Skallagrímsson Fyrirkomulag: Höggleikur með og án forgjafar. Aukaverðlaun fyrir að vera næst holu á fjórum par 3 holum. Útdráttur í mótslok. Skráning hafin í síma 421 4100. Morgunblaðið/Jón Stefánsson VALSSTÚLKUR sigruðu í keppni A-liAa í 3. flokki. Efri röA f.v., Ragna Lóa Stefánsdóttlr þjálf- VESTU ari, Hildur GuAjónsdóttir, Rakel Logadóttir, Hildur Jónsdóttir og Rakel Þormarsdóttir. NeAri ara frá röA f.v., Berglind íris Hansdóttir, Laufey Óiafsdóttir, GuAbjörg SigurAardóttir, Erna Erlendsdótt- sigur ú ir og Kristín Þóra Haraidsdóttir. EFTIR mótiA völdu þær Arna Steinsen o milli sjá hvort li« HIÐ árlega Guli- og Silfurmót Breiðabliksfór fram dagana 19.-21. júlí. Mótið var nú haldið í 12. sinn og fór það fram á glæsilegu íþróttasvæði Blika í Kópavogi. Þetta er stærsta mót sinnar tegund- ar á landinu og jafnframt það elsta - var fyrst haldið 1985. Allir yngri flokkar kvenna hafa þátttökurétt á mótinu og var hann vel nýttur að þessu sinni þvíalls mættu 101 liðtil keppni. Ekki var aðeins leikin knattspyrna yfir helgina því einnig voru haldnar kvöld- vökur og ýmsir kunnir íþróttamenn og skemmtikraftar létu sjá sig. Edwin Rögnvatdsson skrifar Ekki var hægt að kvarta yfir veðrinu í Kópavoginum um- rædda helgi. Mótið var sett á fimmtudeginum með þeim hætti að gengið var frá Di- graneskirkju niður í dalinn að Smár- anum, íþróttahúsi Breiðabliks. Guð- mundur Oddsson, formaður knatt- spyrnudeildar Breiðabliks, setti mótið auk þess sem hann bauð stúlkurnar og aðstandendur liðanna velkomna. Því næst fór fram knatt- spymuleikur á milli úrvalsliðs Óm- ars Ragnarssonar og Ástu B. Gunn- laugsdóttur. Þeim leik lauk með naumum sigri Ómars og félaga. Lið Ómars státar nú af glæstri sigur- göngu og hefur það ekki tapað allt frá upphafi vega, að sögn mótshald- ara; Páll Óskar Hjálmtýsson tók við af Ómari og Ástu með líflegri sviðs- framkomu. Hann var heppinn að komast af vettvangi í heilu lagi því stúlkurnar voru mjög hrifnar af hans framlagi. Leikið var á tíu grasvöllum Breiðabliks og fór riðlakeppnin fram á föstudeginum 19. júlí. Henni lauk á laugardeginum og þá hófst keppni í milliriðlum. Leikir um sæti fóru fram á sunnudeginum 21. júlí og var mótinu slitið með pompi og prakt. í 2. flokki sigraði lið íþrótta- bandalags Akureyrar, en gestgjaf- arnir voru ekki langt undan og höfnuðu í öðru sæti. Valsstúlkur sigruðu í keppni A-liða í 3. flokki eftir úrslitaleik við Dalvíkinga. í keppni B-liða sigraði BÍ frá ísafirði, en þær sigruðu Blikastúlkur í úrslit- um. í fjórða flokki voru Eyjameyjar allsráðandi því stúlkurnar úr IBV sigruðu bæði í flokki A- og B-liða. Nágrannar þeirra úr Tý sjgruðu 'í keppni A-liða í 5. flokki. í keppni B-liða sigruðu gestgjafar Blika- stúlkna eftir úrslitaleik gegn Va! frá Reyðarfirði. í sjötta flokki hrepptu KR-ingar hnossið, en þær sigruðu Þórsara í leik um fyrsta sætið. Þátttakan á mótinu var meiri en búist hafði verið við, en alls mættu 1.030 stúlkur í Kópavoginn. Aldrei hafa fleiri stúlkur tekið þátt í mót- inu en nú. Grípa þurfti til þess að láta þá þátttakendur sem gistu halda til í tveimur skólum, þ.e. Smáraskóla og Þinghólsskóla. Ekki voru aðeins sigurvegarar verðlaunaðir á mótinu því einnig voru veitt háttvísiverðlaun. Prúð- asta liðið í 2. flokki var Geislinn frá Hólmavík. Þróttarar frá Neskaup- stað voru prúðustu stúlkurnar í 3. flokki A en heimamenn Blika fengu verðlaunin í flokki B-Iiða. í keppni Knattspymuveisla í Kópavogsdal Yfir þúsund stúlkur mættu á Gull- og Silfurmót Breiðabliks BYKO - MOTIÐ verður haldið á Kiðjabergsvelli, Grímsnesi, sunnudaginn 11. ágúst. Vegleg verðlaun, bæði með og án forgjafar, auk annarra verðlauna. Skráning á Kiðjabergi í síma 486 4495 kl. 16-20 fimmtudag og föstudag og frá kl. 10-20 á laugardag. Komið og spilið á hinum stórglæsilega Kiðjabergsvelli. Allir kylfingar velkomnir. BYKO MEJJSTARASAMBAND HUSASMIÐA A-liða fjórða flokks voru Tindastólsstúlkur prúðastar, en Njarðvíkingar í flokki B-liða. Grindvíkingar sýndu prúðmannlegustu fram- komuna í keppni A-liða í 5. flokki og Valsstúlk- ur frá Reyðarfirði fengu sömu verðlaun í keppni B-liða. Lið Sindra frá Höfn í Hornafirði var prúðast í sjötta flokki. Að sögn mótshaldara voru forráðamenn lið- anna sammála um að vel hefði tekist til því „aðstaða Breiðabliks í Kópavogsdal er með því besta sem gerist,“ eins og segir í fréttatilkynn- ingu mótshaldara. Veðrið var mjög gott og rættist heldur betur úr því, en mótið hófst í dálitlum rigningarúða. Grillveisla fór að lokum fram á Kópavogsvelli eftir verðlaunaafhend- ingu í blíðskaparveðri. I tilkynningu mótshaldara segir einnig, Tvær stúlkur á EM ísundi TVÆR íslenskar stúlkur keppa á Evr- ópumeistaramóti unglinga í sundi sem hefst í Kaupmannahöfn í dag. Það eru þær Lára Hrund Bjargardóttir, Þór Þor- lákshöfn, og Halldóra Þorgeirsdóttir úr Ægi. Lára keppir í þremur greinum, 200 m flugsundi, 200 og 400 m fjórsundi, en Halldóra í 100 og 200 m bringusundi. Lái’a hefur keppni strax í dag er hún stingur sér til sunds í 400 m fjórsundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.