Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 4
H Auðveldur heimasigur meistara Breiðabliks Morgunblaðið/Asdis BLIKASTÚLKUR tryggðu sér í gærkvöldi farseðlllinn í úrslitaleik Bikarkeppni KSÍ þegar þær lögðu Skagastúlkur að velli 4:0 í Kópavoginum. Hér eru það Katrín Jónsdóttir, Breiðabliki, og Skagastúikurnar Erna B. Gylfadóttir og Magnea Guðlaugsdóttir, sem kljást um knöttlnn. KORFUKNATTLEIKUR Finnar of stórir fyrir íslendinga Islandsmeistarar Breiðabliks áttu ekki í neinum teljandi vandræð- um með að tryggja sér sæti í úrslita- leik Bikarkeppni Sigurgeir kvenna í knatt- Guölaugsson spymu þegar þeir skrifar lögðu stöllur sínar frá Akranesi að velli í undanúrslitaleik keppninnar í Kópavoginum í gærkvöldi og unnu 4:0 eftir að staðan hafði verið 2:0 í hálfleik. Blikastúlkur hófu leikinn af mikl- um krafti og sóttu nokkuð stíft strax á upphafsmínútunum en það var þó ekki fyrr en um miðjan fyrri hálfleik að íslandsmeisturunum tókst að brjóta ísinn með laglegu marki frá Erlu Hendriksdóttur. Ekki liðu svo nema tvær mínútur þar til Ásthildur Helgadóttir, sem að öðrum ólöstuðum var best Blika- stúlkna í gær, átti fallegt skot að marki Skagastúlkna sem hafnaði í þverslánni en Ásthildur hafði þó heppnina með sér skömmu síðar þegar hún skoraði framhjá Stein- dóru í markinu eftir slæm varnar- mistök Skagastúlkna og kom Blik- unum í 2:0. í síðari hálfleik héldu síðan heimamenn áfram að sækja óg eft- ir einungis þriggja mínútna leik kom Margrét Ólafsdóttir þeim í 3:0 og fjórða markið leit svo dagsins ljós um miðjan hálfleikinn og aftur var það Margrét, sem fann réttu leiðina í mark gestanna. Undir lok leiksins virtist svo sem Blikastúlkur slökuðu örlítið á enda öruggur sigur í höfn og fengu Skagastúlkur þá mjög gott tæki- færi til að minnka muninn en þrumuskot Kristínar Halldórsdóttur small í stöng Blikamarksins. Þrátt fyrir nokkrar ágætar til- raunir beggja liða urðu mörkin svo ekki fleiri og það verða því íslands- meistararnir úr Kópavoginum, sem leika til úrslita í Bikarkeppni KSÍ síðar í þessum mánuði. Það verður að teljast líklegt að haldi Breiða- bliksstúlkur áfram að leika af sama krafti og þær gerðu í gærkvöldi muni þær hampa bikarnum eftir- sótta að úrslitaleiknum loknum. Blóðtaka fyrir Nets KÖRFUKNATTLEIKSMAÐ- URINN öflugi Armon Gill- iam, sem leikið hefur með New Jersey Nets í bandarísku NBA-deildinni síðastliðin þijú keppnistímabil, skrifaði í vik- unni undir fjögurra ára samn- ing við Milwaukee Bucks. Þá missti New Jersey einnig framheijann sterka Rick Ma- horn úr herbúðum sínum, en hann skrifaði undir samning við Detroit Pistons. Islenska landsliðið í körfuknattleik beið í gær lægri hlut fyrir Finn- um 88:99 á Opna Norðurlandamót- inu í Tampere í Finnlandi. Finnarn- ir bytjuðu leikinn mun betur og náðu strax á upphafsmínútunum góðu forskoti en undir lok fyrri hálfleiks breyttu íslendingar úr pressuvörn yfir í svæðisvörn og gaf það ágæta raun því fljótlega var munurinn kominn niður í þijú stig. I byijun síðari hálfleiks juku Finnarnir svo forystuna upp í þrett- án stig og eftir það var róðurinn orðinn heldur þungur fyrir íslend- inga, sem náðu aldrei að komast almennilega inn í leikinn á ný og vinna upp forskot Finnanna. Finnska liðið, sem hefur á að skipa mun hávaxnari leikmönnum en það íslenska, lék mjög vel í leiknum, var sterkara í öllum fráköstum og réð hraða leiksins lengst af. „Ég er svona tiltölulega sáttur við leikinn þrátt fyrir tapið,“ sagði Jón Kr. Gislason landsliðsþjálfari eftir leikinn í gær. „Finnar eru með sterkasta liðið hér að mínu mati og við lentum í vandræðum með þá inni í teignum. Þeir eru talsvert stærri en við og voru iðnir við að leika inn í teiginn hjá okkur. Hin liðin hafa reyndar gert það líka en okkur gekk betur að stöðva þá en Finnana. Fyrstu tveir leikir okkar voru mjög góðir en þessi einna sist- ur,“ sagði Jón. Hann sagði að Herbert væri enn óleikfær en hins vegar hefði Her- mann Hauksson komið inn núna og staðið sig vel. „Hermann kom mjög grimmur inn og gerði 25 stig. Pétur Ingvarsson hefur komið skemmti- lega á óvart í þessum leikjum, gerði 18 stig í fyrsta leiknum, 17 í dag og gegn Lettlandi í gær gerði hann sigurkörfuna frá miðju," sagði landsliðsþjáfarinn. Miklu munaði um fráköstin í þess- um leik því Finnar tóku 33 slík, 26 í vöm og 13 í sókn, en íslenska lið- ið náði aðeins að taka 13 fráköst í leiknum. Stoðsendingar Finnana urðu 11 en íslendingar áttu aðeins tvær og sendi Guðjón Skúlason í bæði skiptin, en hann átti skínandi leik, gerði 17 stig. Vítanýting íslenska liðsins var góð, 90,5%. Hermann skoraði úr öllum níu skotum sínum, Guðmund- ur, Sigfús og Jón Arnar hittu allir úr báðum skotunum sem þeir fengu, Pétur hitti úr þremur af fjórum skot- um og Hjörtur úr einu af tveimur. Stig íslands: Hermann Hauksson 25, Guðjón Skúlason 17, Pétur Ingvarsson 17, Guðmundur Bragason 8, Helgi Jónas Guð- finnsson 7, Sigfús Gizurarson 7, Hjörtur Harðarson 5, Jón Arnar Ingvarsson 2. FOLX ■ KNATTSPYRNUSTJÓRI ensku meistaranna Manchester United, Alex Ferguson, telur lík- legast að það verði Newcastle, sem hampa muni enska meistaratitlin- um að loknu komandi keppnistíma- bili. ■ SAMKVÆMT fréttum frá Eng- landi hafa ensku meistararnir Manchester United mikinn áhuga á að fá til liðs við sig hollenska landsliðsmanninn Patrick Kluivert frá Ajax. ■ LOUIS Van Gaa/þjálfari Ajax, er engan veginn sáttur við að missa þennan mikla markahrók úr sínum herbúðum en hann hefur þó lýst því yfir að ef forráðamenn United bjóði andvirði 1,5 milljarða ís- lenskra króna í strákinn megi byija að ræða málin. ■ HÖRÐUSTU aðdáendur enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United slógu upp tjaldbúðum í hvorki meira né minna en þijár nætur fyrir utan höfuðstöðvar liðs- ins í því skyni að krækja sér í miða á viðureign Newcastle og Man- chester United um góðgerðar- skjöldinn, sem fram fer á sunnudag- inn en þar mun Alan Shearer leika sinn fyrsta leik fyrir Newcastle. ■ ENSKA úrvalsdeildarfélagið Chelsea sigraði á sterku fjögurra liða móti í Nottingham, sem lauk um síðustu helgi. Chelsea sigraði Ajax frá Hollandi 2:0 í úrslitaleik og voru það Dennis Wise og Dan Petrescu, sem skoruðu mörkin en auk Chelsea og Ajax tóku þátt í mótinu Nottingham Forest og Manchester United. ■ EGYPSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Hazem Imam hefur skrifað undir samning til þriggja ára við ítalska 1. deildarfélagið Udinese. Imam skoraði yfir 80 mörk á fjórum árum með Zamalek í Egyptalandi og hefur honum verið líkt við hinn ítalska Gian- franco Zola og þess vegna verið kallaður „Zola pýramídanna“. ■ CIRIACO Sforza landsliðsmað- ur Sviss skrifaði í vikunni undir samning til þriggja ára við Inter Milan. Þessi 26 ára gamli knatt- spyrnumaður lék áður með Bayern Miinchen. Ekki hefur fengist upp- gefíð hvað Milanómenn þurftu að greiða fyrir pilt. Sem kunnugt er þá er Roy Hodgson fyrrum lands- liðsþjálfari Sviss nú þjálfari Inter- liðsins. ■ AGANEFND knattspyrnusam- bands íslands úrskurðaði á fundi sínum á þriðjudag 46 leikmenn í keppnisbann og eru þar á meðal þrír úr 1. deild karla. Þeir eru Jak- ob Jónharðsson, Keflavík, Daði Dervic, Leiftri og Salih Heimir Porca, Val, og munu þeir allir verða fjarri góðu gamni á sunnudag þegar heil umferð verður leikin í 1. deild. ■ ENSKA úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur boðist til þess að greiða ástralska félaginu Adelaide City um 52 milljónir króna fyrir sóknarmanninn Damian Mori. ■ FORRÁÐAMENN ástralska liðsins eru hins vegar engan veginn sáttir við hvernig kollegar þeirra hjá Manchester hyggjast greiða fyrir Mori, helminginn fyrirfram, hluta eftir að kappinn hefur leikið 20 leiki og afganginn eftir 40 leiki, og vilja þeir traustara greiðslufyrir- komulag. ■ VERKFALL knattspyrnu- manna í neðri deildunum á Eng- landi virðist nú nær óhjákvæmilegt en leikmenn eru mjög óánægðir með hversu lítinn hluta af sölu sjón- varpsréttar félög þeirra fá í hlut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.