Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 C 3 FERÐALÖG Caymaneyjar í Karíbahafi Öfugt við mynd JOHN GRISHAMS af Caymaneyjum í bók- inni Fyrirtækið eru eyjarnar friðsælar. SVAVAR GUÐNI / SVAVARSSON, eini Islendingurinn ó Caymaneyjum, nýkvænt- ur og ónægður vegna þess að hitinn þar kemur í veg f) /\\ r kvalir hans sökum brjóskeyðingar, segir frá. INNFÆDDIR eyjabúar hlæja að útlendingum sem leggjast í sólbað. Það hvarflar ekki að þeim sjálfum. Svavar er rauðhærð- ur og forðast sólböð, eyjaskeggjar tóku honum því strax vel. Hann sýndi gáfumerki. FRÁ Miami-flugvelli og nið- ur til Caymaneyja tekur eitthvað á aðra klukku- stund að fljúga. Cayman- eyjar eru í Samveldi bresku krún- unnar. Þær eru þtjár og að flatar- máli samtals um 100 fermílur. Eyjarnar heita Stóra-Caymaneyja, Cayman Brac og Litla-Cayman. Þær hafa aðdráttarafl Karíbahafs- ins, hvítur sandur, tær sjór, sól og árið um kring gott veður. Kurteisi og vingjarnlegt viðmót Caymanbúa er frábært og öll framkoma ber af því sem ég hef séð víðast ann- ars staðar í veröldinni og hef farið víða. Stóra-Caymaneyj an er þeirra stærst (Grand-Cayman á landa- korti) og er í 480 mílna fjarlægð suður af Miami, Cayman Brac og Litla-Cayman eru 89 mílur í norð- austur frá Stóru-Caymaneyju. Flug til eyjanna er fremur auðvelt, Cayman Airways, American Airlines og North West Airlines fljúga daglega milli Georgetown á Stóru-Cayman og Miami. British Airways flýgur tvisvar í viku frá Gatwick, London og Stóru-Cay- man. Cayman Airways fljúga einn- ig milli eyjanna og Tampa í Florida, Houston og Atlanta. American Airlines flýgur reglulega til Ra- leigh Durham. Innanlandsflug sér Cayman Airways um. Cayman Airways og Air Jamaica hafa reglulegt flug til Jamaica og einn- ig bandarísk félög. Caymanar eru líkir okkur að því leyti að þeir breyta ekki tímanum eins og þeir í Bandaríkjunum, held- ur hafa hann óbreyttan allan ársins hring. Algengur hiti að sumri er 80°en í sumar hefur verið heitara og vetrarhiti er 75° Þetta er auð- vitað á Farenheit! Caymaneyjar eru myndaðar af kóröllum á fjallatoppum á þekktum neðansjávarfjallgarði. Kristófer Kólumbus fann eyjarnar árið 1503. Árið 1670 var gerður samningur um stjóm eyjanna við Stóra-Bret- land og voru þær háðar eða bundn- ar Jamaica þar til 1962. Mikið er um gamlar sjóferðasögur og sjó- ræningjasögur frá Caymaneyjum og eru þær heimsþekktar. Á öllum eyjunum þrem eru aðeins 32 þús- und íbúar, þar af búa 30 þúsund á Stóru-Cayman og á Litlu-Cay- man búa færri en 60 og þá rúm- lega 1940 á Cayman Brac. Ferðalangar hafa völ á öllum bestu gerðum hótela. Helstu og flestir ferðalangar koma með Karíba-„Drottningunum“ og „Prinsessunum" sem koma frá Bandaríkjunum og sigla um Karíbahafið, stoppa einn dag og halda síðan áfram um Karabíska- hafið. Caymaneyjar eru í heims- klassa hvað varðar „scuba“-köfun, leiðbeinendur eru frábærir. Veit- ingastaðir af öllum gerðum og stærðum eru þar; evrópumatur, amerískur matur, caymanskur matur, kínverskur matur og allt sem matarkyns er, ekki samt kæst- ur hákarl. Veitingastaðirnir eru um eitt hundrað. Þarna er golfvöllur ie Presbyterian / The United Church in Jam? Church J and the Cayman Islands • (Congregational/ Disciptes of Christ/Presbyi BRÚÐHJÓNIN í fyrstu íslensku hjónavígslunni á Caymaneyjum: Svavar Guðni Svavarsson og Bernice Svavarsson. gerður af Jack Nicklaus, 18 hola, squash, tennis og alls kyns önnur íþróttaaðstaða. Gestir eru vel- komnir á íþróttastaðina. Gott er að fá leigða bfla en viðkomandi sem ætlar að leigja bíl verður að hafa gilt ökuskírteini frá heimalandi sínu, til þess að fá ökuleyfi. Athug- ið að þarna er vinstri handar akst- ur. Ferðir eru farnar fyrir ferða- menn um helstu staði. Einnig eru leigubifreiðar og var ég sérlega hrifinn af þeim. Þá eru til leigu reiðhjól, vespur og mótorhjól. Það er mikill fjöldi verslana (Duty free) með ilmvötnum á heimsmælikvarða; úr, skartgripir, kristall og alls kyns munir. Það er töluvert mikið af kirkjum og margar kirkjudeildir eiga þarna fulltrúa og fólk er kirkjurækið þar sem ég sá og þekki til, gestir eru ávallt velkomnir á allar kirkjusam- komur og hvattir til að koma. Sjóræningjavikuskemmtunin sem haldin er í október er stærsta skemmtun eyjarskeggja. Batabano skemmtunin sem haldin er á vorin hefur á sér meira karíba-yfirbragð, með tónlist á götum úti. Afmælis- dagur Englandsdrottningar, sem er á þjóðhátíðardag íslendinga 17. júní, er frídagur og sýnir hið sterka samband við bresku krúnuna. Nokkrir næturklúbbar eru og þama ýmist með ameríska eða karíbatónlist, tveir gaman- skemmtistaðir og tvö leikhús ásamt einu kvikmyndahúsi eru þar einnig. Venjulegur klæðnaður er þarna, en Iéttur hitans vegna. Nekt og ber brjóst í sólbaði sem annars staðar er stranglega bann- að. Skyrtu er krafist er þú ferð af ströndinni. Við kvöldverð á veit- ingastöðum er óskað eftir almenn- um klæðnaði, ekki stuttum buxum og bol. Þarna er skjaldböku-búgarður, sá eini sinnar tegundar í veröld- inni þar sem skjaldbökur eru ræktaðar til manneldis. Skjald- bökukjöt er mjög ljúffengt. Þarna eru bátar með glugga neðansjávar svo hægt sé að fylgjast með sjáv- arlífinu og lítill kafbátur, sem minnir ósjálfrátt á Jules Verne og Nemo skipstjóra. Caymanar eru geðprúðasta fólk sem ég hef kynnst. Fremur heitt hefur verið í sumar en við fáum þá kannski betri gjólu í vetur. ■ VIÐ vígslu hringsjárinnar. AÐ KVÖLDI17. þessa mánaðar fór fram vígsluathöfn nýrrar og vandaðrar hringsjár Ferðafélags íslands, sem stendur á Uxa- hryggjum við svonefndan Uxa- hryggjaveg, sem liggur af Kalda- dalsvegi niður í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Stendur hringsjáin á klapparhæð nærri veginum og í námunda við svokallað Uxavatn. Er mjög víðsýnt frá þessum stað og blasir við fagur fjallahringur, jöklar, tindar, vötn og heiðar, frá hringsjárstæðinu. Hringsjáin er mjög vönduð að allri gerð og geymir hún fjölda örnefna, sem ætla má að ferða- menn, sem að hringsjánni koma í framtíðinni, muni hafa gagn og ánægju af. í námunda við hringsjána hefur Vegagerð ríkisins komið fyrir góðu bifreiðastæði, þannig að þar verður hentugur áningarstaður og stefnt er að því að gerður verði göngustígur frá stæðinu að hring- sjánni. Gerð hringsjárinnar tók um tvö ár og annaðist Jakob Hálfdanar- son tæknifræðingur gerð hennar fyrir ferðafélagið en ýmsir ferða- félagsmenn vittu aðstoð við verk- ið. Hefur Jakbo gert allmargar hringsjár undanfarin ár, m.a. fyr- ir Ferðafélag íslands, en Jakob lærði hringjsárgerð hjá Jóni J. Víðis mælingamanni, sem fyrr á árum var hinn helsti hringsjár- smiður hérlendis og hannaði m.a. fyrstu hringsjá Ferðafélags ís- lands, sem reist var á Valhúsahæð á Seltjarnanesi árið 1937. Við vígslu hringsjárinnar á Uxahryggjum voru viðstaddir um 70 gestir, m.a. úr Reykjavík en einnig úr Lundarreykjadal, en ferðafélagið hafði boðið öllum íbúum hreppsins til athafnarinn- ar. Páll Sigurðsson, forseti Ferða- félags íslands, flutti ávarp, þar sem hann bauð gesti velkomna og lýsti gerð hringsjáarinnar, en hér er um að ræða fimmtándu hringsjá ferðafélagsins og deilda þess. Síðan aflijúpaði Inga Helga Bjömsdóttir, húsfreyja á Þver- felli í Lundarreykjadal, hring- sjána. Hafði hreppsnefnd Lundar- reykjadalshrepps veitt nokkurn fjárstyrk til gerð hringsjárinnar og auk þess fékkst styrkur úr Menningarsjóði Sparisjóðs Mýra- sýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.