Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG SPRUNGUSVÆÐI á Langjökli skoðað. Morgunblaðið/ Arna HORFT frá Langjökli yfir til Þjónustuskálans Jaka. I návígi við Langjökul „SJÁÐU, hvernig þokan læðist í burtu,“ segir Jakob við afa sinn Kristleif Þorsteinsson frá Húsafelli, sem keyrir veginn í gegnum Kalda- dal í átt að Langjökli. Blaðamaður, sem einnig er með í för, lítur út um bílgluggann og sér hvernig Langjök- ull kemur smám saman í ljós undan þokunni, rétt eins og einhver sé að svipta hulunni af þessum fallega og tignarlega jökli. Við jökulrætur glampar á lítið hús, sem Kristleifur segir vera þjónustuskála, meðal ann- ars fyrir þá sem hyggja á ferðir upp á jökulinn. „En þangað er för okkar einmitt heitið í dag,“ segir hann. Kristleifur er einn af stofnendum vélsleðaleigunnar Langjökuls hf. sem bjóða upp á vélsleða- og snjóbílaferð- ir um jökulinn. Skömmu síðar rennur Kristleifur í hlað hjá þjónustuskálanum sem nefnist Jaki, en þaðan er stórbrotið útsýni. Nokkrir ferðamenn eru að baksa við að klæða sig í hlýja galla og stígvél, en aðrir standa með hjálma undir hönd, tilbúnir að leggja af stað upp jökulinn. Blaðamaður fær einnig hlífðarföt á staðnum og heldur af stað, í snjóbíla- og vélsleðaferð, ásamt öðrum ferðamönnum. Hægt er að velja um tvenns konar ferðamáta á jöklinum. Sumir vilja þeysa um á vélsleðum, á meðan aðr- ir velja rólegri ferð á snjóbílnum. Leiðsögumenn eru í broddi fylkingar og fara með hópinn í skemmtilega ferð, þar sem meðal annars er stopp- að hjá sprungusvæði skammt frá Geitlandsjökli, hæsta kolli Langjök- uls. Útsýnið er stórkostlegt og ólýs- anleg sú tilfinning að þeysa um á vélsleða um víðáttu jökulsins. Dagsferðir frá Reykjavík Vélsleðaleigan Langjökull hf. býð- ur upp á þessar skipulögðu snjóbíla- og vélsleðaferðir allt sumarið og fram í október, alla daga vikunnar. Boðið er upp á ólíkar leiðir um jökulinn, sem taka mislangan tíma og fer verð- ið á ferðunum eftir því, frá 2.200 krónum upp í 8.400 krónur. Innifalið í því er leiðsögn og allur nauðsynleg- ur klæðnaður. Blaðamaður minnir þó fólk á, að taka með sér sólgler- augu og sólvarnarkrem. Að sögn Magnúsar Magnússonar ráðsmanns í þjónustuskálanum Jaka njóta ferðirnar upp á Langjökul sf- fellt meiri vinsælda og hefur þeim sem nýta sér þessar ferðir fjölgað um helming frá því í fyrra. „Mark- aðssetning á jöklaferðunum er að skila sér, en einnig skiptir miklu máli að vegurinn að jöklinum er mun betri. Þetta vita bílstjórar fólkflutn- ingabifreiða og víla því ekki fyrir sér að koma hingað með ferðamenn,“ segir Magnús og bætir því við, að venjulegir fólksbílar eigi líka auðvelt með að komast að jöklinum. Vélsleðaleigan Langjökull hf. er um 100 kílómetra frá Reykjavík, enda verða dagsferðir þangað frá höfuðborginni æ vinsælli. Auk þess eru reglulegar rútuferðir á Langjökul frá Þjónustumiðstöðinni á HúsafelK Arna Schram Gistiheimili opnað í Gamla bænum á Húsafelli Áhersla hefur verið lögð á að hafa innviði hússins í upprunalegu horfi, og má þar sjá marga hluti sem hafa fylgt bænum alla tíð. f kjallara hússins er veitingastaður, þar sem ríkjum ræður kokkurinn Matthías Jóhanns- son, en hann hefur reyndar fleiri skyldum að gegna í þessum gamla bæ, því hann sér meðal annars um daglegan rekstur gisti- heimilisins. Á miðhæðinni eru þrjú herbergi, með tveimur rúmum hvert, en á efstu hæðinni eru tvö tveggja manna svefnherbergi. Matt- hías segir að ein nótt í tveggja manna her- bergi, með uppábúnum rúmum, þar sem baðaðstaða er frammi á gangi, kosti fjögur þúsund krónur, en ein nótt í tveggja manna herbergi, með sér baði kosti fimm þúsund krónur. Svefnpokapláss kostar tólf hundruð krónur. f veitingasalnum í kjallaranum er svo meðal annars boðið upp á morgunverð, sem kostar sjö hundruð krónur á manninn. Sælkeraferð með Randver FERÐASKRIFSTOFAN Úrval/Út- sýn býður upp á svokallaða drauma- ferð sælkerans, sem er vikudvöl í helsta vínræktarhéraði Norður-ítal- íu. Flogið verður til Milanó 7. sept- ember og frá sama stað 14. septem- ber. Randver Þorláksson leikari verð- ur fararstjóri og mun hann leiða tuttugu manna hóp í fræga vínkjall- ara og veitingastaði, sem annálaðir eru fyrir ljúffenga rétti. Að sögn Randvers verður gist eina nótt í Mílanó, farið í skoðunarferð um borgina daginn eftir og síðan haldið til Soavehéraðsins þar sem gestir gæða sér á ýmsum vínum, sem framleidd eru í héraðinu. Um kvöld- ið verður haldið til Bassano del Grappa, sem Randver segir und- urfagra borg, en þar verður dvalið á fjögurra stjörnu hóteli. Frá hótelinu leggur hópurinn upp í hinar ýmsu ferðir næstu daga. í öllum ferðunum skipa margrétta sælkeramáltíðir og vínsmökkun veglegan sess, en auk þess verða gamlar byggingar og kastalar og sögufrægir staðir skoðaðir. Meðal annars verður farið til Padua í Ven- eto-héraðinu, Feneyja, borgarinnar Vicenza og einum degi verður varið við Garda-vatnið. Randver þekkir vel til á Italíu og er mikill Italíuaðdáandi. Hann hlakkar til að sýna landanum hvað ítalirnir bjóða best í mat og drykk. Sjálfur hyggst Randver dveljast áfram á Ítalíu. „Ég ætla að skella mér í skóla, svona á gamals aldri, og læra ítölsku í Flórens. Síðan hef ég mikinn áhuga á að fara til Bol- ogna og fylgjast með æfingum Kristjáns Jóhannssonar á Othello eftir Verdi,“ segir Randver, sem hyggst vera með kynningu á fyrir- hugaðri sælkeraferð á veitingahús- inu La Prima Vera á næstunni. ■ Á BÆJARSTÆÐINU á Húsafelli í Hálsa- sveit stendur gamalt en reisulegt steinhús, sem heimamenn kalla Gamla bæinn. Undan- farna áratugi hefur húsið verið í mjög slæmu ásigkomulagi en síðastliðinn vetur var hafist handa við að gera það upp að frumkvæði Kristleifs Þorsteinssonar á Húsafelli. Gamli bærinn var gerður upp með það í huga að þar yrði gistiheimili og var það formlega opnað 1. ágúst síðastlið- inn. Rétt er að getajæss að Gamli bærinn á sér merka sögu. Astríður Þorsteinsdóttir, ekkja Þorsteins Magnússonar, og börn hennar hófust handa við byggingu hússins árið 1908, og var það fyrsta steinhúsið I Hálsasveit. Gamli bærinn þykir líka sér- stæður vegna þess hve margir íslenskir myndlistarmenn hafa dvalið þar í gegnum tíðina. Má sem dæmi nefna Ásgrím Jónsson og Guðmund Thorsteinsson eða Mugg. Skemmtilegt er um að litast í Gamla bænum eftir að hann var gerður upp. Morgunblaðið/Ama KRISTLEIFUR á Húsafelli og eiginkona hans Sigrún Bergþórsdóttir í anddyri Gamla bæjarins á Húsafelli, sem nýlega var gerður upp. RANDVER Þorláksson BASSANO del Grappa Bæklingur f rú Heims- ferðum um London HEIMSFERÐIR hafa gefið út átta síðna, litprentaðan upp- lýsingabækiing um London í tilefni þess að ferðaskrifstofan verður með flug til borgarinn- ar tvisvar í viku, á mánudög- um og fimmtudögum, frá og með næstu mánaðamótum. í bæklingnum eru upplýs- ingar um hótel sem Heims- ferðir bjóða upp á, fjallað er um það helsta í leikhúsunum, söfn, sem vert er að skoða, kynnisferðir undir leiðsögn fararstjóra, þægilegasta ferðamátann um borgina, verðlag og sitthvað fleira. Ennfremur eru verðdæmi, t.d. kostar flug og hótel í þijár nætur 24.930 kr. ■ Haustferðir hjá Bænda- ferðum BÆNDAFERÐIR efna til tveggja haustferða, annars vegar til Þýskalands 26. októ- ber - 2. nóvember og hins veg- ar til írlands 17.-22. nóvem- ber. Þýskalandsferðin hefst á því að flogið er til Lúxemborgar. Gist verður hjá vínbændum í þorpi, sem heitir Leiwen við ána Mosel. Farið verður í stutt- ar skoðunarferðir, m.a. til Rúdesheim við Rín, Bernkastel og Trier við Mosel, auk þess sem Lúxemborg verður skoð- uð. Þá verður bóndi, sem stundar lífræna búvörufram- leiðslu, heimsóttur og einnig annar sem rekur stórt, tækni- vætt kúabú. Ferðin er á kr. 44.550 á mann. Innifalið flug, skattar, gisting í tveggja manna her- bergi, morgunverður, akstur og fararstjóm. írland Flogið verður til Dublin, ekið rakleiðis til vesturstrand- arinnar og gist á hóteli í miðbæ Galway i þrjár nætur. Farin verður skoðunarferð suður til Shannon-flugvallar og lýkur ferðinni með miðaldaveislu í Bunratty-kastala. Þá verður farið í heimsókn til nautgripa- og sauðfjárræktarbónda. Gist verður á Burlington-hótelinu í Dublin tvær síðustu næturnar. Ferðin er á 35.800 kr. á mann. Innifalið flug, skattar, gisting í tveggja manna her- bergi, morgunverður, akstur og fararstjórn. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.