Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 3
tfORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 D 3 Morgunblaðið/Golli etur í skallaeinvígi við Víkinginn Arnar Hrafn Jóhannsson. Zelezny meiddist á hafnaboltaæfingu >n og Morceli góðu gamni inn í 110 metra grindahlaupi, Allen Johnson, ólympíumeistarinn í 5.000 metra hlaupi, Venuste Niyongabo frá Búrundi, hlaupadrottningin Marlene Ottey frá Jamaíka, banda- ríski þrístökkvarinn Mike Conley og alsírska hlaupakonan Hassiba Boulmerka geti ekki reynt við gull- pottinn í Zurich vegna veikinda eða meiðsla. Eigi að síður mæta margir af fremstu íþróttamönnum heims til keppni enda sem betur fer eru þeir flestir í góðu lagi. Fyrirfram er búist við að mest spennan verði í 800 metra hlaupinu því þar koma saman þeir 15 hlauparar sem eiga bestu tíma í greininn á þessu ári. Þá má einnig reikna með að 5.000 metra hlaupið verði mjög skemmti- legt en þar koma meðal annars saman Haile Gebreselassie, Daniel Komen og Paul Tergat en Salah Hissou tók ekki boðinu um þátt- töku. Hieham E1 Guerrouj frá Ma- rokkó etur kappi við hóp Kenýju- mann í 1.500 metra hlaupi. Svetlana Masterkova frá Rúss- landi sem sigraði bæði í 800 og 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleik- unum ætlar að keppa í míluhlaupi á mótinu og láta silfurhafana í 800 metra hlaupinu í Atlanta um að hlaupa styttri leiðina. Þar verður eflaust um hörkukeppni að ræða á milli þeirra Ann Fiedlia Quirot og Maria Mutola. Jose Maria Perec verður á meðal þeirra sem spretta úr spori í 200 metra hlaupinu en bandarísku stúlkumar Gwen Torr- ence og Gail Devers ætla að láta 100 metrana nægja að þessu sinni. Spennan gæti orðið rafmögnuð í 100 metra hlaupinu, þar mæta til leiks heimsmethafinn, heimsmeist- arinn og ólympíumeistarinn, Dono- van Bailey frá Kanada, bronsverð- launahafinn frá því í Atlanta, Ato Boldon frá Trinidad, og fyrrum ólympíumeistari, Linford Christie frá Bretlandi, en silfurverðlauna- hafinn frá Atlantaleikunum, Frankie Fredericks frá Namibíu, hefur hins vegar tilkynnt að hann hyggist einungis láta ljós sitt skína í 200 metra hlaupinu. Möttubúar sóttu knöttinn sex sinnum í netið Ílenska landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri vann stórsigur á iandsliði Möltu í vináttu- landsleik á Sauðár- Krístján króki í gærkvöld. KnsVanssœ leiksins urðu 6:0 eftir að ís- lenska liðið hafði leitt í hálfleik 1:0. Leikur liðanna einkenndist af mikilli baráttu og fór frekar lítið fyrir vin- áttunni inni á vellinum. Tveir leik- manna Möltu gerðu sig seka um mjög ljót brot og fengu réttilega að líta rauða spjaldið hjá Braga Berg- mann dómara. Möltumenn spiluðu tveimur leikmönnum færri síðasta hálftímann og eftirleikurinn var því auðveldur fyrir íslenska liðið. Það ríkti sannkölluð hátíðar- stemning á Sauðárkróksvelli enda var þetta í fyrsta skipti sem þar fer fram landsleikur í knattspyrnu. Heimamenn ijölmenntu á völlinn og hvöttu íslensku strákanna til dáða. Leikurinn fór fremur rólega af stað og jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar. íslenska liðið komst þó fljótlega vel inn í leikinn og náði forystu á 20. mínútu. Mark- vörður Möltu felldi Sigurvin Ólafs- son, fyrirliða í vítateignum og víta- spyrna dæmd, sem Bjarnólfur Lár- usson skoraði úr af öryggi. Guðni Rúnar Helgason kom bolt- anum í net Möltumanna á 36. mín- útu en var réttilega dæmdur rang- stæður. Alveg undir lok fyrri hálf- leiks náðu svo Möltumenn að bjarga á iínu skalla frá Þorbirni Atla Sveinssyni. Strax á 49. mínútu fékk einn leikmanna Möltu rauða spjaldið fyr- ir gróft brot á Sigurvin og eftir það fór mótlætið heldur að fara í taug- arnar á gestunum. Bjarni Guðjóns- son markvarðahrellir frá Akranesi kom inná sem varamaður f byijun síðari háifleiks og hann var fljótur að setja mark sitt á leikinn. Strax á 56. mínútu skallaði hann boltann í markið eftir góða sendingu Sigur- vins frá vinstri. Skömmu síðar var öðrum leikmanni Möltu vikið af velli fyrir gróft brot á Jóhannesi Harðarsyni og eftir það fór leikur- inn að mestu fram á vallarhelmingi gestanna. Jóhannes var þó ekki lengi að ná sér og skömmu síðar átti hann j>ru- muskot í stöng úr ágætu færi. Olaf- ur Bjarnason sem einnig kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik skor- aði þriðja mark íslands á 75. mínútu eftir undirbúning Sigþórs Júlíusson- ar. Bjarni Guðjónsson var svo aftur á ferðinni sjö mínútum síðar og skor- aði annað mark sitt eftir undirbún- ing Sigþórs og Sigurvins. Stefán Þórðarson skoraði fimmta mark íslenska liðsins á 86. mínútu og enn kom Sigurvin við sögu og það var svo Valur Fannar Gíslason sem innsiglaði sigurinn með ágætu marki einni mínútu fyrir leikslok. íslensku strákarnir áttu ágætis- leik en fremstir þar í flokki voru Valur Fannar Gíslason, Bjarnólfur Lárusson og Sigurvin Ólafsson og einnig átti Bjarni Guðjónsson góða spretti. Lið Möltu var nokkuð jafnt en bestur á meðal jafningja var Antoine Zahara. Atli Eðvaldsson þjálfari íslenska liðsins var að vonum ánægður með sigur sinna manna en hann var ekki eins kátur með framkomu þeirra leikmanna Möltu er fengu reisupassann. „Þessi úrslit eru í sjálfu sér eðlileg miðað við gang leiksins og Möltumenn sáu sjálfir um að eyðileggja sinn ieik. Mínir menn spiluðu vel og agað þrátt fyr- ir að undirbúningurinn fyrir ieikinn væri ekki mikiil og ég tel að fram- haldið lofi góðu,“ sagði Atli. Wenger til Arsenal? ARSENE Wenger, fyrrum þjálf- ari Mónakó, er sterklega orðað- ur við starf knattspymustjóra Arsenal, en félagið rak Bruce Rioch í fyrradag. Biöð á Eng- landi halda því fram að Wenger hafi þegar samþykkt að koma til Lundúnafélagsins en hann er samningsbundinn Grampus Eight í Japan fram í september. Hollendingurinn Johan Cru- yff, sem rekinn var frá Barcel- ona sl. vor, hefur einnig verið nefndur. Meðal ástæðna sem taldar voru fyrir því að hann hefði líklega áhuga á að koma til Englands eru að sonur hans, Jordi, leikur nú með Manchester United og nítján ára dóttir Cm- yffs er sambýiiskona landa þeirra Ruuds Gullit, knatt- spyrnustjóra Chelsea, sem einn- ig er staðsett í London. Skv. nýjustu fréttum eru hins vegar litlar líkur taldar á að hann komi tii starfa á Highbury. Cruyff er sem fyrr búsettur í Barcelona á Spáni en flytji hann þaðan er einna helst taiið að hann taki við þjálfun Feyenoord i Hol- landi. Þar er Arie Haan reyndar fyrir en jafnvel talið að hann verði látinn fara fyrr en síðar. Gienn Hoddle, nýráðinn landsliðsþjálfari Englands, lék undir stjórn fyrmefnds Wengers hjá Mónakó á sínum tíma og hefur mikið dálæti á manninum. Reyndi m.a.s. að fá hann til starfa við hlið sér hjá enska knattspymusambandinu, sem tæknilegan ráðgjafa. „Eg væri ekki það sem ég er í dag, ef ekki væri fyrir Arsene,“ sagði Hoddle í gær. „Það átti mikinn þátt í því að ég snéri mér að þjálfun að hafa starfað með honum hjá Mónakó." Kvennalandsliðið til Rússlands Stelpumar setja stefnuna á úrslitin Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spymu heldur til Rússlands á fimmtudaginn og leikur gegn stöll- um sínum í Moskvu á laugardag- inn. Leikurinn er í Evrópukeppni kvennalandsliða og takist íslenska liðinu að sigra hefur það tryggt sér rétt til þátttöku í úrslitakeppninni sem fram fer í júní á næsta ári, en þangað komast átta lið. Kristinn Björnsson, landsliðs- þjálfari, hefur valið 16 stúlkur til fararinnar og er einn nýliði í hópn- um, Sara Smart úr KR. Liðið er þannig skipað að markverðir eru Sigfíður Sophusdóttir úr Breiðabliki og Sigríður F. Pálsdóttir úr KR. Aðrir leikmenn eru Ásthildur Helgadóttir, Erla Hendriksdóttir, Helga Ósk Hannesdóttir, Inga Dóra V.P. mótið í knattspyrnu V.P. mótið í knattspyrnu fer fram á Víkurvelli laugardaginn 17. ágúst nk. Keppt er í karlaflokki með 7 manna liðum á lítil mörk (2x5m). Þátttökugjald er kr. 8.000,- á hvert lið og greiðist við skráningu. Upplýsingar og skráning í síma 487 1340 eða 487 1381 hjá Árna fyrir 16. ágúst. USVS og Víkurprjón hf. Magnúsdóttir Katrín Jónsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Sigrún S. Ótt- arsdóttir og Vanda Sigurgeirsdótt- ir, allar úr Breiðabliki, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og Sara Smart eru úr KR, Guðrún Sæmundsdóttir og Ragna Lóa Stefánsdóttir eru úr Val og Auður Skúladóttir úr Stjörnunni. í kvöld Knattspyma Vináttulandsleikur: Laugardal: ísland - Malta.......20 4. deild D: Reyðarfj.: KVA - Leiknir........19 Höfn: Sindri - Einheiji.........19 4. deild V: Hólamvík: Geislinn - Reynir.....19 ísafiörður: BÍ - Emir...........19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.