Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 4
Teitur er tilbúinn TEITUR Örlygsson hefur œft stíft að undanförnu með sínu nýja liði, Larissa á Grikklandi, en þar mun hann leika í vetur, í einni bestu deild Evrópu. Teitur var í byrjunarliði Larissa á dögun- um og á von á að vera það þegar deildarkeppnin hefst, þann 14. september. MMR inn Grikki í byijunarliðinu. Við vor- um með ítalskan miðhetja, ég og [Richard] Dumas vorum framherjar og Arthur nokkur Long, sem er hér til reynslu, var bakvörður og ieik- stjórnandinn er frá Úrugvæ. Mér sýnist eins og við munum leggja upp með að leika hratt og hiaupa mikið, síðan verður maður að vera duglegur að skjóta." - Er liðið orðið fullmannað hjá ykkur? „Nei, ekki segja forráðamennirnir. Þeir segjast ætla að kaupa einn leik- mann til viðbótar og Long er til reynslu og ég veit ekki hvort þeir ætla að taka hann eða einhvern annan. Dumas er frábær leikmaður, en hann lék í fyrra með Philadelphia 76ers í NBA deildinni. Hann er mjög geðþekkur og þægilegur náungi og alls ekki eigingjarn," segir Teitur um Richard Dumas, sem hann leikur við hliðina á í vetur. Aldrei borðað eins mikið Félagið, Larissa, er í samnefndri borg um þriggja klukkustunda akst- ur norður af Aþenu. Borgin er á austanverðum skaganum, þó ekki við ströndina og því hlýtur að vera heitt hjá Teiti. „Já, blessaður vertu. Þetta er eins og í suðupotti og ég hef aldrei nokkurn tíma borðað eins mikið og ég geri núna. Ég verð að borða og drekka meira og minna allan daginn til að hafa orku í æfing- arnar. Það er reyndar ágætt að mér finnst maturinn hér góður þannig að þetta er engin kvöl. Það gengur rólega að læra grískuna því letrið er öðruvísi og því tekur þetta allt lengri tíma en ella. Larissa er ein af stærri borgum Grikklands og hér er maður í hjarta menningarinnar, það er ekki mikið um ferðamenn hér og menn tala því lítið annað en grísku," sagði Teitur. Söguleg- ur sigur Stoke LÁRUS Orri Sigurðsson og félagar í Stoke sigruðu Old- ham, sem Þorvaidur frændi hans Örlygsson leikur með, 2:1 i 1. uraferð ensku 1. deild- arinnar á Iaugardag. Lárus Orri sagði sigurinn hafa verið sætan en varla telst hann hafa verið sanngjarn. „Þeir byij- uðu mun betur, áttu raeira fyrstu 20 mínúturnar en svo skoraði Mike Sheron fyrir okkur eftir skyndiupphlaup. Við höfðum ekkert átt í leikn- um!“ sagði Lárus Orri við Morgunblaðið. Eftir hálftima leik meiddist svo markvörður Stoke og fór af velli. Dean Cranson, sem var miðvörður með Lárus Orra, fór þá í markið og fljót- lega skoraði Stoke aftur. „Eftir það pökkuðum við bara í vörn, vorum í nauðvörn langtimum saman.“ Oldham minnkaði muninn er tíu mín. voru eftir en náði ekki að jafna. Neita að keppa í Alsír S-AFRÍSKA knattspyrnufé- lagið Pretoria City hefur neit- að að taka þátt í meistara- keppni Afríku, sem fram fer í Alsír í september, og mun ástæðan vera sú að forráða- menn félagsins te[ja öryggi i Alsír ábótavant. Pretoria, sem leika átti gegn CR Belouizdad í fyrstu umferð keppninnar þann 6. september, á nú yfir höfði sér háa sekt frá afriska knatt- spyrnusambandinu vegna þessa en félagið er það fyrsta í tvö ár sem neitar að ferðast til Alsír vegna öryggisleysis. Haukar til Finnlands KÖRFUKN ATTLEIKSLIÐ Hauka heldur um helgina til Finnlands þar sem piltamir munu taka þátt í móti, svo- kallaðri Norður-Evrópu- keppni. Mótið fer fram i Uusi- kaupunki, hefst mánudaginn 26. ágúst og þar keppa auk heimaliðsins lið Via Riga frá Lettlandi, Haukar og Ste- vengade frá Danmörku. Fimmta sæti á NM Islenska landsliðið skipað leikmönn- um 18 ára og yngri hafnaði í fimmta sæti á Norðurlandameistara- mótinu sem lauk í Falköping í Sví- þjóð um helgina. Liðið tapaði tveimur leikjum en hafði betur í tveimur. Fyrsti leikurinn var gegn Norðmönn- um og tapaðist hann 3:1, 15:12, 15:12, 7:15 og 15:6. Næst lék ís- lenska liðið gegn Svíum og var sá leikur mun jafnari þrátt fyrir að hann tapaðist einnig, 3:2. Þar höfðu íslensku piltarnir betur í tveimur fyrstu lotunum, 15:8, 15:8, en þá tóku Svíar til sinna ráða og unnu þriðju lotuna 15:5. Fjórða lotan var hnífjöfn en íslenska liðið náði þriggja stiga forystu undir lokin, 13:10, en frábær endasprettur Svía færði þeim sigur, 15:13.15:13. Sænsku strákam- ir höfðu fmmkvæðið í þriðju lotunni og höfðu betur, 15:10, er yfir lauk. Þar með varð ljóst að íslendingar mættu Færeyingum í leik um 5. sætið og áttust þjóðirnar við í tví- gang og hafði íslenska liðið betur í bæði skiptin 3:1 og 3:0. í fyrri leikn- um unnu Færeyingar fyrstu hrinuna 15:12 og önnur lotan var jöfn og skemmtileg en íslensku piltarnir náðu að vinna 15:12. Tvær síðari lotumar vora einstefna af hálfu ís- lands og úrslit 15:1 og 15:7. Tvær fyrstu hrinur í síðari leiknum enduðu 15:12 og sú síðasta 15:4. Danir urðu Norðurlandameistarar, Finnar höfnuðu í öðra sæti, Noregur í þriðja og Svíar höfnuðu í fjórða sæti. KEPPNISTÍMABILIÐ ígriska körfuknattleiknum hefst eftir tæpan mánuð, eða 14. septem- ber. Meðal þeirra sem þá hefja leik er Teitur Örlygsson, sem mun leika með Larissa í vetur. Gríska deildin er talin ein sú besta í Evrópu og það verður því athyglisvert að fylgjast með hvernig Teiti gengur þar. Eg kann ágætlega við mig hérna, við erum komin með íbúð og fáum bíl á næstu dögum, þannig að það stendur flest sem Grikkirnir lof- uðu. Það eina sem er fremur leið- inlegt eru æfíngarnar, en æfinga- tímabilið er venjulega leiðinlegt þannig að það er engin breyting frá því sem var heima. Maður bíður spenntur eftir að æfingaálagið minnki og leikirnir taki við, alveg eins og maður gerði heima,“ sagði Teitur í samtali við Morgunblaðið. Tvær langar æfingar á dag Hann segir að mikið sé æft. „Við æfum tvisvar á dag. Á morgnana eru það lyftingar og hlaup og er sú æfing um það bil tvær klukkustund- ir og á kvöldin æfum við frá klukk- an sjö og maður er kominn heim um klukkan tíu. Ég bý rétt hjá íþróttahúsinu þannig að kvöldæfíng- arnar era í tvo og hálfan tíma. Þetta fer nú að lagast því það styttist í að deildin byiji og í næstu viku för- um við til Saloniki þar sem við verð- um með í móti. Þar leika auk okkar ' lið Saloniki, PAOK, Partisan Belgrad, Bologna frá Ítalíu og tyrk- nesku meistararnir. Þetta eru allt lið sem eru sterkari en við og það verð- ur gaman að eiga við þau.“ Var feiminn við að skjóta - Eru þetta þá fyrstu ieikirnir hjá ykkur? „Nei, ekki alveg því við lékum æfingaleik við júgóslavneskt lið um síðustu helgi og unnum það með fimmtán stiga mun. Liðið hafði áður unnið Saloniki þannig að það eru sviftingar í þessu. Ég var í byijunarl- iðinu og lék í um það bil 25 mínút- ur. Ég gerði sjö stig í leiknum, mað- ur var hálffeiminn við að skjóta og é-g skaut bara fimm sinnum og hitti úr þremur.“ - Er markið sett hátt í vetur? „Liðið rétt slapp við fall í fyrra en hefur keypt fleiri leikmenn núna þannig að menn gera sér vonir um að komast í úrslitakeppnina. Það eru Qórtán lið í deildinni og tólf komast í úrslitakeppnina en tvö falla. Mér sýnist að þetta geti orið ansi erfitt því við erum með lágvaxnasta liðið og stóru liðin, eins og Panathinaikos og Olympiakos, tapa varla leik á heimavelli." - Áttu von á að vera í byrjunarlið- inu í vetur? „Maður getur auðvitað aldrei sagt neitt um það, en miðað við hvernig þetta er þessa stundina á ég von á því. Það er rúmlega tvítugur strákur sem leikur tvistinn, sömu stöðu og ég, og ég er miklu betri skytta en hann. í þessum æfingaleik var eng- KORFUKNATTLEIKUR Teitur í byijunari iði Larissa í Grikklandi BLAK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.