Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 3
2 C FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 C 3 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Þá var gaman að vera íslendingur í Ósló Fimmtíu ár eru í dag, 23. ágúst, frá því Gunnar Huseby varð Evrópumeistari í frjáls- íþróttum, fyrstur íslendinga. Sigurður Helgason er að skrifa bók um Huseby og einn kaflinn fjallar um þennan sögulega atburð í íþróttasögu landsins. Kaflinn úr væntanlegri bók fer í heild hér á eftir. Ohætt er að fullyrða að árið 1946 hafi verið brotið blað í sögu íslenskra íþrótta. Segja má að það marki upphaf þess tímabils sem oft hefur verið kallað gullöld fijálsra íþrótta á íslandi. Meðan á heimsstyijöldinni stóð voru öll milliríkjasamskipti íþróttafólks af skornum skammti. Það hafa reyndar án efa talist forréttindi fyrir íslenska íþróttamenn að fá tækifæri til að etja kappi við íþróttamenn úr hernámsliðinu. Heimsókn fjögurra sænskra íþróttamanna til Islands í júlíbyij- un 1946 vakti talsverða athygli. Okkar fremsti íþróttamaður átti sér ekki marga innlenda keppi- nauta sem líklegt var talið að gætu sigrað hann og þess vegna hljóta erlendir keppnismenn að hafa verið hinir mestu aufúsugest- ir. Sé miðað við fréttir af fijáls- íþróttamótum þetta sumar hlýtur heimsókn Svíanna að teljast hafa skipt miklu máli og að hafa verið mikilvægur liður í undirbúningi þeirra sem til stóð að tækju þátt í fyrsta Evrópumótinu eftir seinni heimsstyijöldina, en það var haldið í ágúst 1946 í Ósló. Eftir Svía- keppnina birtist yfírlitsgrein í Al- þýðublaðinu eftir Helga Sæmunds- son. Þar segir meðal annars: „Margir munu hafa búist við harðri keppni í kúluvarpinu og kringlukastinu milli Gunnars Husebys og Herberts Willnys. Willny hefur í heimalandi sínu kastað kúlunni yfir 15 metra, en á fyrsta fijálsíþróttamóti ársins var Huseby illa fyrirkallaður og kastaði um metra styttra en hið glæsilega met hans var. Og afrek Willnys í kringlukasti bentu ótvír- ætt til þess að Huseby ætti skæð- um keppinauti að mæta. En Huseby kom, sá og sigraði. Hann vann kúluvarpið báða dagana með miklum yfírburðum, þar eð hann kastaði fyrri daginn 15,69 metra en Willny 14,30 metra og síðari daginn 15,48 metra, þegar Willny kastaði aðeins 13,95 metra. Bætti Huseby þannig hið glæsilega met sitt frá 17. júní í fyrra um 12 senti- metra og sýndi enn einu sinni að hann er konungur fijálsíþrótta- manna okkar.“ Síðar í sömu grein segir: „Hið nýja metafrek Gunnars Husebys í kúluvarpinu veitir 999 stig sam- kvæmt finnsku stigatöflunni og er miklum mun besta afrek sem íslenskur fijálsíþróttamaður hefur unnið. Var þó afrek þetta unnið við mjög óhagstæð skilyrði sem fyrr getur. Þess er því vissulega að vænta, að Huseby geri enn betur, sér í lagi í harðri keppni, en hana fær hann efunarlaust á Evrópumeistaramótinu í Ósló. Æfi hann vel þangað til, er hann líkleg- ur til mikilla afreka og jafnvel sig- urs.“ Kannski voru íþróttaáhuga- menn á Islandi þarna fyrst að átta sig á að það væri fræðilegur mögu- leiki á góðum árangri á mótinu í Ósló og jafnvel einhver möguleiki á sigri. En afrek íslenskra fij álsíþrótta- manna og þá ekki síst Husebys voru farin að vekja athygli erlend- is. Menn leituðu skýringa og með- al þess sem var nefnt var að Bandaríkjamenn í hernámsliðinu hefðu veitt Gunnari Huseby til- sögn. Það var ekki á rökum reist. í Arbók íþróttamanna árið 1945 segir m.a.: „Nýlega hefur sænska íþróttablaðinu borist fregn um árangur Gunnars Huseby og Skúla Guðmundssonar. Það hefur farið nokkrum orðum um afrek Gunnars og telur hann vera besta eða með bestu kúluvörpurum Evrópu, sé árangur hans réttur. Blaðinu kem- ur afrek hans greinilega á óvart og heldur að þetta muni vera verk bandarískra hermanna, en Amer- íkumenn eru beztu kúluvarparar í heimi, svo sem kunnugt er. Þetta er þó rangt til getið. Gunnar Huseby hefur ekki notið leiðsagn- ar erlendra manna.“ Einn fararstjóra sænsku fijáls- íþróttamannanna sem kepptu hér á landi í júlí 1946 var Sverker Benson íþróttaritstjóri. Hann skrifar í grein sem birtist í Morg- unblaðinu laugardaginn 10. ágúst 1946: „Það er enginn efi á því, að þér eigið nú þijá menn sem munu standa sig vel í Ósló, sem sé Gunn- ar Huseby, Finnbjörn Þorvaldsson og Skúla Guðmundsson. Gunnar Huseby er líklegastur. En hann verður að nálgast 16 metrana ef hann á að koma með sigri heim. Og það gerir hann. Hann hefur hæfileika til að verða besti kúluvarpari í heimi, eins og nú stendur. En það er undir honum sjálfum komið hve langt honum tekst að ná. Hann ákveður það sjálfur með líferni sínu - löngum nætursvefni, stöðugri þjálfun og afneitun áfengis og annarra eitur- tegunda. Það eru grundvallar skil- yrði. En það borgar sig að leggja það á sig.“ Þarna er kveðið skýrt að orði og í orðum Svíans er fólgin ákveð- in ögrun sem án efa hefur haft tilætluð áhrif. Ekki hefur sú vitn- eskja að á þessum tíma var Gunn- ar talinn meðal bestu kúluvarpara í heiminum heldur dregið úr kappi hans og áhuga. Þeir voru alls ekki margir sem gátu sigrað hann þeg- ar hann lagði sig fram í keppni. Fram að þessu hefur það áreiðanlega ekki verið algengt að íslenskir íþróttamenn færu í æf- ingabúðir til að búa sig undir stór- ræði. í frétt í Alþýðublaðinu 24. júlí er greint frá því að Óslóarfar- arnir væru að undirbúa ferð í æfingabúðir að Reykjum í Hrúta- firði. Auk þeirra áttu að vera þar nokkrir fleiri íþróttamenn, þar á meðal ungir íþróttamenn sem voru að æfa fyrir drengjameistaramót- ið. Meðal afreksmanna á því drengjameistaramóti voru margir þeirra sem gerðu garðinn frægan á fijálsíþróttavellinum á sjötta áratug aldarinnar. Keppendur íslands á Evrópu- meistaramótinu 1946 voru tíu tals- ins og kepptu í ellefu keppnis- greinum. Þeir voru: Björn Vil- mundarson, KR, í langstökki og þrístökki, Finnbjörn Þorvaldsson, IR, í 100 og 200 metra hlaupum, Gunnar Huseby, KR, í kúluvarpi pg kringlukasti, Jóel Sigurðsson, ÍR, í spjótkasti, Jón Ólafsson, UÍA, í kringlukasti, Kjartan Jóhanns- son, ÍR, í 400 og 800 metra hlaup- um, Oliver Steinn, FH, í lang- stökki, Óskar Jónsson, IR, í 800 og 1500 metra hlaupum, Skúli Guðmundsson, KR, í hástökki og Stefán Sörensson, HSÞ, í þrístökki og langstökki. Spádómar um sigurvegara í ein- stökum greinum voru í gangi og ætluðu margir sér stór afrek. Sænski spretthlauparinn Lennart Strandberg gerði slíkan lista og reiknaði þar með sigri Gunnars Huseby í kúluvarpinu. Rússar áttu eins og margar aðrar þjóðir í stríðshijáðri Evrópu erfitt upp- dráttar eftir seinni heimsstyijöld- ina. í frétt í Alþýðublaðinu frá 8. ágúst segir að áætlað sé að 15 rússneskir keppendur taki þátt í mótinu og að þar séu ekki bundn- ar vonir við sigur nema í einni keppnisgrein, kúluvarpi. Meistari þeirra, Heino Lipp, hafði þá nýlega varpað 16,12 metra. í frétt blaðs- ins segir ennfremur: „Er því svo að sjá sem Lipp verði íslandsmeist- aranum Gunnari Huseby skæður keppinautur. En saga verður það til næsta bæjar, ef stærsta og minnsta ríki Evrópu beijast um meistaratitilinri í þessari íþrótta- grein, sem jafnframt er að líkind- um eina greinin sem þau gera sér vonir um að vinna.“ Þegar keppnislið íslands var komið til Óslóar kynntu keppendur sér aðstæður og æfðu eftir því sem kostur gafst. Mótið hófst 22. ág- úst, en hinn 21. kastaði Huseby kúlunni 15,98 metra á æfingu. Það er 29 sentimetrum lengra kast en íslandsmetið var þá. Til að gera langa sögu stutta varð Stefán Sörensson fyrstur ís- lendinga til að etja kappi á mót- inu, þegar hann keppti í þrí- stökki. Hann hafnaði í sjöunda sæti, stökk 14,11 metra, en sigur- vegarinn, Rautio frá Finnlandi, stökk 15,17 metra. Næstur kom Skúli Guðmunds- son sem keppti í hástökki og átti hann við einhver meiðsli á fæti að stríða. Hann stökk 1,90 metra og hafnaði í sjöunda sæti, en sá sem bar sigur úr býtum, Bolinder frá Svíþjóð, stökk 1,99 m. Kjartan Jóhannsson hljóp 400 metra hlaup og hafnaði í 6. sæti í sínum riðli á 50,7 sekúndum og var það jafnt íslandsmeti hans. Eftirvæntingin jókst umtalsvert hjá íslenskum áhorfendum og keppendum þegar kom að keppninni í kúluvarpi. Þrettán hófu keppni. Skilyrði til að öðlast rétt til að taka þátt í aðalkeppninni var að kasta yfir 14 metra í forkeppninni. í henni kastaði Gunnar 15,64 metra og var þá sá eini sem kastaði yfir 15 metra. Ingólfur Steinsson var fréttarit- ari Vísis á mótinu og að því loknu skrifaði hann greinaiy þar sem hann rakti gang mála. í umfjöllun um keppnina í kúluvarpi þar sem forkeppninni var lokið og Gunnar beið eftir úrslitakeppninni segir m.a.: „Á meðan Huseby beið eftir bíl, til að fara til „herbúðanna" fór hann inn á veitingahús, er var skammt frá íþróttavellinum og fékk sér kaffi - en á meðan fyllt- ist veitingahúsið af mönnum, er söfnuðu eiginhandarskriftum og hópuðust þeir kringum Huseby. Veitingamaðurinn sá sér ekki ann- að fært en að loka, svo fjölmennt var orðið inni.“ Gátum bara veifað höttunum Konráð Gíslason skrifaði í grein um þessa keppni í íþróttablaðinu: „Við íslendingarnir sem horfðum á þessa keppni vorum með lífið í lúkunum meðan á henni stóð. Við hétum á Gunnar að duga nú vel landi sínu og þjóð, því að hér var eini möguleikinn fyrir okkur til þess að eignast Evrópumeistara. Eftir fyrstu umferðina höfðum við allir hjartslátt. Gunnar hafði kast- að 14,94 m en Rússinn 15,28. En í næstu umferð lyftist á okkur brúnin. Nú kastaði Gunnar 15,56 m en Rússinn ekki nema 14,95 m og aðrir þaðan af styttra. Ennþá voru fjögur köst eftir svo að margt gat skeð. En við treystum á Gunn- ar. Þó var það svo að í hvert sinn sem Goijainov gekk í hringinn þá fengum við sting og urðum óróleg- ir og utan við okkur. Og mikið létti okkur þegar þessari keppni var lokið og Gunnar orðinn Evr- ópumeistari. íslenski fáninn var dreginn að hún og íslenski sigur- vegarinn stóð á miðjum verðlauna- pallinum og tók við gullmerkinu. Þá óskaði ég eftir því að við vær- um orðnir 50 saman svo við gæt- um látið alla viðstadda heyra fagn- aðarhróp okkar. En við vorum aðeins 2 íslenskir fréttaritarar sem sátum saman (Ingólfur Steinsson frá dagblaðinu Vísi sat við hlið mér) og það eina sem við gátum gert var að standa upp, taka ofan hattana og veifa þeim framan í Gunnar. Op úr aðeins tveimur mannsbörkum voru alveg þýð- ingarlaus; þau hefðu dáið út á leið- inni. En við vorum í sjöunda himni. Það var tilvinnandi að ferðast alla leið frá Reykjavík til Ósló til þess að vera viðstaddur þegar fyrsti íslenski Evrópumeistarinn var krýndur. Þá var gaman að vera íslendingur í framandi landi.“ Þessi lýsing Konráðs Gíslasonar er ekki sú eina sem til er. Jón nons StykkishólmsiriáfiA Laugardaginn 24. ágúst 1-6 sæti kvenna og karla. Stórglæsilegir vinningar m.a. 4 utanlandsferðir og 4 GSM farsímar. Tímapantanir í síma 438-1075 fimmtudag 18.00 - 22.00 og föstudag 16.00 - 22.00 GUNNAR Huseby býr sig undir aí kasta kúlunni í úrslitakeppni Evrópumótslns í Ósló 23. ágúst 1946. Ingimarsson skrifaði um þetta fyrir Alþýðublaðið: „Kúluvarpið hófst um þetta leyti. Gunnar var 3. í kaströðinni af 9 kepp- endum í úrslitum. Tveir fyrstu kasta ekki 14 metra. Huseby nær 14,94 í fyrsta kasti. Gott kast sem getur þó aldrei orðið vinningskast. Betur má ef duga skal. Patterson nær 14,70 m og svo kemur Rússinn Goijainov með 15,28 m. Við eigum bágt með að trúa að Huseby láti þetta viðgangast, enda kemur svarið í næsta kasti: 15,56 m. Gífurlegur fögnuður í íslensku nýlend- unni í blaðamannastúkunni. Þó erum við enn á milli vonar og ótta. Hvað getur Rússinn? Kemur Huseby með 16 metra kast? Við fáum svörin bráð- lega. Rússinn getur sem betur fer ekki meira og 16 metra kastið kemur heldur ekki í dag. Huseby nær í seinni köstum 14,82, 15,49, 14,98 og 15,22 metrum, en Rússinn aðeins einu kasti yfir 15 metra. Þá loks urðum við rólegir, reistum okkur í sætunum, réttum úr krypp- unni og urðum hinir fyrirmannlegustu. Tókum með lítillæti við hamingjuósk- um kolleganna og horfðum yfír stúk- una eins og við ættum allan heiminn. Síðan _var kallað til verðlaunaafhend- inga. Islenski fáninn blakti í fyrsta og eina skiptið á flaggstöng sigurvegar- anna; Huseby tók brosandi við ákafri hyllingu mannfjöldans og gullverð- laununum — þeim fyrstu sem íslend- ingur vinnur á alþjóðaíþróttamóti. Blaðamennirnir í kringum okkur spyija okkur í þaula, og við svörum þeim eftir bestu getu - erum hinir elskulegustu, því okkur er svo ein- kennilega hlýtt til alls og allra.“ I lok greinarinnar segir svo: „Oðrum degi mótsins, degi íslands var lokið. Við Islendingarnir hópuðumst saman til innilegra hamingjuóska, og síðan héldum við á Karl Johan til að fagna sigri yfir gómsætum kræsingum." Viðbrögðin heima á íslandi Dagblöðin hér heima á íslandi tóku fregnum af sigri Husebys á Bislett í Osló fagnandi. Oftar en ekki voru fregnir af góðum afrekum á forsíðum blaða og leiðarahöfundar helstu dag- blaða sáu ástæðu til að láta í ljós gleði sína yfir góðum árangri. í leiðara Morgunblaðsins segir m.a.: „Það hlýtur að vera okkur íslending- um mikið gleðiefni, þegar einhveijir landa okkar vinna afreksverk, sem vekja alþjóða athygli og aðdáun. Nú hafa fréttir borist um það að íslensku fijálsíþróttamennirnir sem staddir eru í Osló og taka þar þátt í Evrópumeist- aramótinu hafi staðið sig þar mjög vel, jafnvel framar björtustu vonum. Einn þeirra, Gunnar Huseby, reyndist snjallari öllum öðrum íþróttamönnum álfunnar í einni íþróttagrein, kúlu- varpi. Getur hver sem er gert sér grein fyrir hvílíkur heiður það er fyrir hann og land hans.“ í lok leiðarans segir: „ísland hefur eignast Evrópumeistara í einni íþrótta- grein 1946. Þeirri tign megum við ekki sleppa. Þetta er glæsileg byijun, höldum áfram á þessari braut.“ í leiðara Alþýðublaðsins 30. ágúst 1946 segir m.a.: „Erlend blöð og þá sér í lagi blöð grannþjóðanna á Norð- urlöndunum hafa undanfarna daga lokið miklu lofsorði á frammistöðu ís- lensku íþróttamannanna á Evrópu- meistaramótinu. Sé á það litið hversu íslenska þjóðin er fámenn og hversu keppni í hverri íþróttagrein á móti þessu er hörð verður frammistaða ís- lendinganna líka að teljast einstakur viðburður. Það þykir að vonum meira en lítil tíðindi að smáþjóð skuli eignast Evrópumeistara." Og síðar í sama leið- ara: „Það sýnir óneitanlega táp og dug þjóðarinnar." í leiðara Vísis 26. ágúst segir að svo hafi farið eins.og margir hefðu gert sér góðar vonir um, að Gunnar Huseby hafi orðið Evrópumeistari í kúluvarpi. Þar kemur fram sú ósk að hann eigi eftir að reynast sá brautryðj- andi, þannig að landið megi síðar eign- ast marga slíka. Er einnig undirstrikað mikilvægi íþrótta til að skapa heil- brigðara samfélag. íslenska keppnisl- iðið í Ósló hafnaði í 11. sæti. Það þótti glæsilegur árangur, ekki síst með hlið- sjón af gömlu, góðu fólksfjöldaregl- unni. { lokaorðum greinar Konráðs Gíslasonar um mótið í íþróttablaðinu segir að við íslendingar getum verið ánægðir með þann árangur sem okkar menn náðu á mótinu. Einn hafí orðið Evrópumeistari í kúluvarpi, annar hafi komist í úrslit í 100 metra hlaupi og í fjórum greinum hafi verið sett ís- landsmet. Og síðan segir: „Og það sem ekki er minna um vert, framkoma þeirra var öll með ágætum eins og sönnum íþróttamönnum sæmir. Og svo hafa þeir allir lært mikið á þessari IÞROTTIR FATLAÐRA Verðlaunin _ streymatil íslendinganna Tvenn bronsverðlaun bættust við í gær för, sem kemur ekki aðeins þeim sjálfum að gagni, heldur og öllu íþróttalífí. Þessi för hefur orðið Islandi góð landkynning - á því er enginn vafi.“ Þá var 13 ekki óhappatala Ingólfur Steinsson sem var fréttaritari Vísis í Ósló sagði í við- tali við blaðið 6. september 1946 aðspurður hvar keppendur og aðr- ir íslendingar sem tengdust keppninni hefðu búið: „Þeir bjuggu í svonefndum Smedstadskamp, rétt utan við Ósló, sem er talsverðan spöl frá Bislet-vellinum. Eru þetta gamlar þýskar herbúðir og hafði hver þjóð til umráða einn skála. íslending- arnir bjuggu í skála númer 13, en þó er ekki hægt að segja að það hafi verið óhappatala að þessu sinni, því þeir stóðu sig með af- brigðum vel eins og öllum er kunn- ugt.“ Síðar í sömu frétt segir: „Sigri Gunnars Huseby var óspart fagn- að og hann vakti mjög mikla eftir- tekt. Var það hátíðleg stund fyrir okkur íslendinga þegar íslenski fáninn var dreginn að hún á þeirri fánastöng, sem hæst gnæfði við völlinn.“ Enda þótt sigur Gunnars Huseby á Evrópumeistaramótinu í Ósló 1946 hafí vakið mesta at- hygli, má alls ekki gleyma frábær- um árangri Finnbjörns Þorvalds- sonar sem komst í úrslit í 100 metra hlaupi. Hann vann sigur í sínum riðli í undankeppninni, varð þriðji í sínum milliriðli og hafnaði loks í sjötta sæti í úrslitahlaupinu. Þar fékk hann lakari tíma en í riðlakeppninni eða 10,9 sek., en hljóp sekúndubroti hraðar í hinum tveimur riðlunum. Fyrr má geta þess að tveir íslenskir keppendur höfnuðu í sjöunda sæti og aðrir stóðu sig mjög vel og voru að gera betur en oft áður. Aðspurður um viðbrögð er- lendra blaðamanna við frammi- stöðu íslendinga segir Ingólfur Steinsson: „Þeir furðuðu sig á því hvað ísland ætti marga góða íþróttamenn þar sem þjóðin væri svo fámenn, og þótti það vel af sér vikið, að þeir skyldu standa sig betur en margar margfalt stærri þjóðir. Nokkrar þjóðir fengu ekkert stig, en íslendingar fengu átta.“ Séu afrek einstakra Evrópu- meistara metin samkvæmt stiga- töflu reynist árangur Gunnars Huseby vera sá tólfti besti af sautj- án sigurvegurum. Og af stigunum átta sem íslenska liðið hlaut aflaði hann sjö, en Finnbjörn fékk eitt stig fyrir sinn ágæta árangur í 100 metra hlaupinu. Norska blaðið Aftenposten birti grein 24. ágúst undir fyrirsögn- inni: Dagur Englands, Norður- landa eða íslands. Segir þar m.a.: „Ja, var ikke dagen Islands, den artiske öyas pá glödende bunn. Huseby, Thorvaldsson, Gudmunds- son, de to 800 meter löperne under 1,57 i gár - kan noen annen na- sjon pá 100.000 mennesker oppvise noe lignende. Hill deg, du gamle sagaomspunne, lille bror!“ Þetta er í stuttu máli lýsing á aðdáun greinarhöfundar á því hvers þessi litla þjóð í Norðurhöfum er megn- ug. Því lýkur með heillaóskum til gömlu sagnaþjóðarinnar sem er í raun litli bróðir Noregs. Gunnar Huseby var ekki gam- all þegar hann varð Evrópumeist- ari í Ösló. Hann var tæplega 23 ára og hætt er við að margir jafn- aldrar hans hefðu lent í erfiðleik- um með að fóta sig á þeim tíma þegar hyllin var mikil og allir vildu umgangast þessa miklu íþrótta- stjörnu. Líklega dugðu frýjunarorð Sverkers Bensons Gunnari Huseby til að sýna og sanna hvað í honum bjó í Ósló. En eftir að fálætið og daglega lífið tók aftur við var erf- iðara að feta stíg dyggðarinnar. Þá var hætt við að sá sem var vínhneigður leitaði að rósrauðum bjarma á altari Bakkusar. LÍTIÐ lát er á velgengni ís- lensku keppendanna á Ólymp- íumóti fatlaðra sem fram fer í Atlanta í Bandaríkjunum. í gær kræktu íslensku keppendurnir sér ítvenn bronsverðlaun og hafa þvf hlotið fern gullverð- laun, ein siifur og þrenn brons eftir sex keppnisdaga. að var í sundi sem íslensku kepp- endurnir nældu sér í þriðja sætið. Fyrst var það Kristín Rós Hákonardóttir, sem keppir í flokki S7, sem varð þriðja í 100 metra skrið- sundi, synti á 1.22,87 og setti ís- landsmet. Hún átti sjálf gamla met- ið, 1.23,77. Skömmu eftir að Kristín Rós hafði tekið við bronspeningi sínum stakk Ólafur Eiríksson sér til sunds í úrslit- um 100_ metra skriðsunds karla í S9 flokki. Ólafur varð einnig þriðji, synti á 1.01,69 sem er íslendsmet en hann átti sjálfur gamla metið, 1.07,77. Á fijálsíþróttavellinum voru tveir íslenskir keppendur. Geir Sverrisson keppti í undanrásum í 400 metra hlaupi í flokki T46 og hljóp á 51,4 sekúndum, en á best 49,6 sekúndur. Geir komst í úrslit, átti annan besta tímann. Haukur Gunnarsson keppti í undanrásum í 200 metra hlaupi í flokki T36. Hann hljóp á 27,58 sek- úndum og varð áttundi inn í úrslit. Haukur á best 26,90 sekúndur í 200 . metra hlaupi. Ikvöld Knattspyrna 2. deild karla: Akureyri: ÞórA.-ÍR...........18.30 Húsavík: Völsungur - Þróttur ...18.30 Kaplakriki: FH-KA............18.30 Valbjarnarv.: Fram - Vikingur..18.30 3. deild: Egilsstaðir: Höttur - Þróttur N.18.30 G.9xðs.vQllur;...Yíair.7.E!j.Qlnir..18.30 Kópavogsv.: HK - Reynir S....18.30 Eyrarbakkav.: Ægir-Grótta....18.30 Frjálsíþróttir Reykjavíkurleikar Reykjavíkurleikarnir í fijálsíþróttum verða haldnir í dag, föstudag, í Laug- ardalnum og hefiast kl. 20.00. Skrán- ing verður á staðnum. Ekki opið á Selfossi Fram kom í blaðinu í gær að opið mót í golfi yrði á Selfossi á laugardaginn. Það er ekki rétt því sveitakeppni unglinga er þar um helgina svo og á Hellu. Rangur tími hjá Halldoru I blaðinu í gær var sagt að Halldóra Þor- geirsdóttir, sem keppti á Evrópumeistara- móti unglinga í sundi i Danmörku fyrir skömmu, hafi synt 100 metra bringusund á 1.15,97 en hið rétta er hins vegar að Halldóra synti á 1.15,77. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. TENNISAHUGAFOLK Vetraráskrift hefst 1. sept. nk. Þeir sem voru með fastan tíma síðastliðinn vetur og vilja halda honum eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta bókun á völlum, eigi síðar en 26. ágúst nk. Að þeim tíma liðnum verða vellir leigðir öðrum. Tennishöllin, Dalsmári 9-11, Kópavogur s. 564-4050, fax. 564-4051, tennis@islandia.is « OPNA at SPARISJÓÐSMÓTIÐ Opna Sparisjóðsmótið í golfí verður haldið laugardaginn 24. ágúst hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfírði. Keppnisfyrirkomulag: 18 holu höggleikur, mótið er jafnframt stigamót. Veitt verða glæsileg verðlaun með og án forgjafar. Stigamót karla 36 holur: 1. sxti: Vörnúttekt fyrirkr. 25 þús. 2. sxti: Vöruúttekt fyrir kr. 15 þús. 3. sceti: Vöruúttekt fyrir kr. 10 þiis. Opinn flokkur án forgjafar 18 holur: 1. sceti: Vöruúttekt fyrir kr. 25 þús. 2. saeti: V'öruúttekt fyrir kr. 15 þús. 3. sieti: Vöruúttekt fyrir kr. 10 þús. Opinn flokkur með forgjöf 18 holur: 1. sœti: Vöruúttekt fyrir kr. 20 þtis. 2. sceti: Vöruúttekt fyrir kr. 15 þús. 3. sceti: Vöruúttekt fyrir kr. 10 þús. Vöruúttektir fyrir kr. 10 þús. verða veittar fyrir að vera næst holu á 6., 8. og 9- braut. Heppinn keppctmli fcer óvcentan glaðning í mótslok verði hann á staðnum. Ræst verður út frá kl. 8.00. • Skráning er í síma 555 3360. SPARISJÓÐUR HAFNARFJ ARÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.