Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fltwipfiilftifeife 1996 KNATTSPYRNA FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST BLAÐ c Morgunblaðð/Jón Svavarsson Fyrirliðarnir í nýjum hlutverkum ÓLAFUR Þórðarson, fyrirliði Skagamanna, og Hlynur Stefáns- son, fyrirliði Eyjamanna, brugðu sér í ný hlutverk í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í gær. Verið var að kynna bikarúrslitaleik ÍA og ÍBV sem fram fer á sunnudaginn á Laugardalsvelli og í tengslum við leikinn fá áhorfendur frítt í garðana tvo með því að framvísa miðanum á leikinn. Forsala að leiknum hefur gengið vel og mikið stendur til vegna leiksins, meðal annars verður Tryggvagötunni lokað fyrir leikinn þannig^ að fjölmargir stuðnings- menn IBV geti komið saman og undirbúið sig fyrir keppnina við Skagamenn í stúkunni. Það var ekkiannað að sjá í góðviðrinu í gær en Ólafi færust mjaltirnar vel og Hlynur gætti bikarsins vandlega á meðan. FRJALSIÞROTTIR íslendingarnir ætla sér áfram BIRGIR Leifur Hafþórsson frá Leyni á Akranesi lék best af íslendingunum þremur sem nú taka þátt í Evrópumóti áhugamanna í golfi í Karlstad í Svíþjóð. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn í gær á 72 hSggum, einu yfir pari vallarins. Félagi hans úr Leyni, Kristinn G. Bjarnason, lék á 74 hSggum og Björgvin Sigurbergsson úr Keili var á 75 högg- um. „ Við ætlum okkur allir að komast áfram og keppa seinni tvo dagana," sagði Björgvin í sam- tali við Morgunblaðið í gær, en keppendum verður fækkað eftir tvo fyrstu hringina. Það eru um 150 ky I fingar mættir til leiks í Karlstad og undanfar- in tvö ár hefur verið skorið niður í kringum 150 hSggin, þannig að Björgvin og Kristinn virðast báðir alveg á mörkunum. Björgvin sagði vöilinn langan og talsvert erfið- an, sérstaklega sf ðari niu holurnar. Hann hóf leik á 10. braut i gær og gekk flla i byrjun. „Það var eitthvað vesen með kylfusveininn þannig að ég gat ekkert hitað upp og byrjaði illa, en það lagað- ist," sagði BjSrgvin. Birgir Leifur sló útaf á fjórðu tirautinni, 475 metra Iangri, en fékk síðan Srn með næsta bolta og endaði því vel, fékk par á holuna. Ekki h&fðu allir lokið leik i gær þegar Morgun- blaðið ræddi við félagana en það virtist sem um tiu kylf ingar væru á parinu og 15 einn yfir. Bestu skor gærdagsins átti Finni, hann lék á fjórum undir pari, 67 hSggum. Bibercic ekki meira með Skaganum MIJHALO Bibercic mun væntanlega ekki leika nieira með SkagaiiiSnnuin í sumar. Gunnar Sig- urðsson formaður Knattspymuf élags ÍA, sagði á blaðamannafundi í gær að hann sæi ekki annað, eins og staðan væri þessa stundina, en að hann léki ekki lengur með. „Mikki [Mijhalo] kom tíl mín rétt áður en við fórum til Moskvu og sagðist vilja hætta vegna þess að hann væri óánægður með Guðjón þjálfara. Ég spurði hvers vegna núna og hann sagðist vera hættur að brosa og hættur að skora," sagði Gunnar í gær. „Ég á ekki von á að hann fari neitt nema heim til sín," bætti formað- urinnvið. Þrettán ára fór holu í höggi HAUKURINGI Hjaltalín, 13 ára Hafnfirðingur og uýgræðingur í golf íþróttinni, fór liolu í höggi á Hvaleyrarvellinum á þriðjudagskvSldið. Haukur Ingi dró upp „dræver" fyrir bSrn á teignum á þriðju holu, sem er par þrír og 130 metra lSng og draumahöggið varð að veruleika. Haukur Ingi og félagar hans urðu að hætta leik eftír 13. liol- una þar sem of skuggsýnt var orðið. Á sjöundu milljón fyrir heimsmet Primo Nebiolo forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins hefur greint frá því að þeir íþróttamenn sem setja heimsmet á heimsmeistara- mótinu í Aþenu í Grikklandi á næsta ári fái greiddar 6,7 milljónir króna hver. „Við höfum gengið frá samn- ingum við fjársterka aðila til þess að standa straum af þessum greiðsl- um," sagði Nebiolo í vikunni. „Við höfum einnig ákveðið að íþrótta- mennirnir fá sömu greiðslur á heims- meistaramótinu árið 1999." Hann var ekki fáanlegur til að nefna hverjir það væru sem ætluðu að standa straum af þessu, en sagðist vonast til að hægt yrði að útvíkka þessa hugmynd og heimsmethafar fengju einnig greitt fyrir að setja heimsmet á ýmsum stórmótum sambandsins. Þessi ákvörðun er mikil breyting á stefnu sambandsins, en hingað til hefur ekki verið mikið um peninga- greiðslur til íþróttamanna, í það minnsta opinberlega. Þó hafa verið í boði greiðslur til íþróttamanna fyr- ir þátttóku í árlegu „gullmóti" í Ziirich. Þar hafa mótshaldarar haft úr um 40 milljónum króna að spila til að greiða bestu frjálsíþróttamönn- um fyrir þátttökuna, einnig rúmlega 300 milljónir króna til að skipta á milli þeirra sem sett hafa heimsmet í mótinu. Þetta hefur orðið til þess að ár hvert koma flestir bestu frjáls- íþróttakappar samtímans saman á Zurich mótið og leggja sig alla fram um að bæta heimsmetin. Ekki má gleyma því að á undanförnum heims- meistaramótum hafa allir sigurveg- arar fengið nýja Mercedes Benz bif- reið að launum. Þessi yfirlýsing hef ur vakið spurn- ingar um hvort fremstu frjálsíþrótta- menn heims muni ekki sniðganga þau mót þar sem ekki er greitt fyrir að setja heimsmet og um leið ein- beita sér að færri mótum en áður. Mikiðíhúfi hjáKR DREGIÐ verður í dag í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa þar sem KR-ingar eru meðal þátttakenda. Liðunum 32, sem eftir eru í keppn- inni, er skipt í tvo hópa, A og B, þar sem annars vegar eru saman í hópi liðin, sem tryggðu sér þátt- tökurétt í undankeppninni og hins vegar liðin, sem koma beint inn í 1. umferðina. Getur lið úr hópi A einungis dregist gegn liði úr hópi B og þýðir það því að KR-ingar geta einungis dregist gegn einhverju af eftirtöldum liðum: AEK (Grikklandi), AGF (Dan- mörku), AIK (Svíþjóð), Barcelona (Spáni), Benfica (Portúgal), Cercle Briigge (Belgíu), Fiorentina (ítalíu), Galatasaray (Tyrklandi), Kaisers- lautern (Þýskalandi), Liverpool (Englandi), Lokomotiv Moskva (Rússlandi), Nimes (Frakklandi), Paris St. Germain (Frakklandi), PSV Eindhoven (Hollandi), Sion (Sviss), Sturm Graz (Austurríki). FRJÁLSÍÞRÓTTBR: 50 ÁR SÍÐAN GUNNAR HUSEBY VARÐ EVRÓPUMEISTARI / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.