Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 C 3 FERÐALÖG FERÐALÖG Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir SÆKIST sóldýrkendur eftir friðsæld, fegurð og tærum sjó eru strendur Króatíu rétti staðurinn. ÚR FJARLÆGÐ er ekki annað að sjá en Hótel Punkta sé óskemmt. ÞEGAR lestin hökti með vina- legu ískri inn á landamæra- stöðina milli Slóveníu og Króatíu opnaði ég augun og reis upp úr mjóu rúminu í svefnvagnin- um. Ekki var um að villast að við höfðum farið á milli landa um nótt- ina. í stað skítugu og litlausu lestar- stöðvanna í Þýskalandi biasti við snyrtileg gul lestarstöð með rauðri blómaskreytingu. Eftir að hafa dreypt á sterku króatísku kaffinu í lestinni var okk- ur heldur ekki til setunnar boðið því von var á sjálfum landamæraverðin- um í heimsókn. Reyndar fór ekki hjá því að örlítill titringur gerði vart við sig því daginn áður höfðum við komist að því að íslendingar þyrftu vegabréfsáritun inn í Króat- íu. Tími hafði ekki gefist til að fá vegabréfsáritunina og því máttum við alveg eins búast við þvi að vera hent út úr lestinni og sagt að hypja okkur heim. Áhyggjur okkar reyndust hins vegar ástæðulausar. Lestarvörður- inn hafði greinilega ekki áttað sig á því að krafist væri vegabréfsárit- unar af iandanum enda sjálfsagt sjaldséðir sumarleyfisgestir í Króat- íu. íslendingar eru ekki einir um að hafa fækkað ferðum sínum til Kró- atíu því vegna stríðsátaka í lýðveld- inu og öðrum lýðveldum Júgóslavíu sem var hrundi ferðamannaþjónusta nær algjörlega í nokkur ár. Nú er ferðamannaþjónusta í Króatíu hins vegar að rétta úr kútnum og full ástæða til að benda sóldýrkendum á að eyða næsta sumarleyfi Króatíu- megin Adríahafsins. Þýsk mörk duga vel Eins og fyrir önnur ferðalög er að ýmsu að hyggja áður en lagt er af stað í frí til Króatíu. Fyrir utan sjálfsagða hluti eins og góða sólar- vörn og því um líkt er vert að taka fram að gjaldeyri skyldi ferðamaður taka í þýskum mörkum enda þekkja heimamenn þann gjaldmiðil og auð- velt er að gera góð skipti á honum og króatískri kúnu heimamanna (kúna er um 13 ísl. kr.). Eftir stríðs- átökin í landinu taka fæstar verslan- ir og bankar við VISA greiðslukort- um og því er mælt með því að allur gjaldeyrir sé tekinn í seðlum. Hið rétta um vegabréfsáritunina er að vissulega þurfa íslendingar vega- bréfsáritun til Króatíu. Hana má hins vegar fá gegn 600 ísl. kr. greiðslu (greitt í þýskum mörkum) á landamærastöðvum og flugvöll- um. Þegar á ströndina kemur er eins víst að moskítóflugur hrjái hina nýkomnu fyrstu dagana en auðveld leið til að losna við þessa óboðnu gesti er að festa kaup á einfaldri moskítófælu. Fælunni er stungið í innstungu í svefnherberginu og skipt um fyllingu á hveiju kvöldi. Þegar moskítóflugumar hafa verið afgreiddar hefst hið áhyggjulausa frí fjölskyldunnar á ströndinni. Þjóðleglr réttlr eru góðir Mesta áherslan verður sennilega til að byija með lögð á að hvíla þreytta limi og njóta sólarinnar. Ekki líður hins vegar á löngu þar til hungrið sverfur að og ef íjölskyld- an er ekki í föstu fæði á hótelinum í KLAUSTRINU Visovac í miðri ánni Krka taka munkarnir á móti ferðamönnum. Feróamannaland í sárum Króatía var vinsæll ferðamannastQður óður en átökin í lýðveldum fyrrverandi Júgóslavíu blossuðu upp fyrir um fimm árum. Þrótt fyrir að land og þjóð séu enn í sárum komst Anna G. Ólafsdóttir að því að ferðamannaþjónustan er smám saman að rétta úr kútnum. ANNAÐ kemur í ljós þegar nær er komið. Á fyrstu hæðinni er gjörsamlega allt í rúst. fremur ódýrar en varað er við eftirlík- ingum enda er ekki óalgengt að óprúttnir sölumenn kaupi sviknar merkjavörur á Ítalíu og selji á mörkuð- urn í Króatíu. Sérstaklega er varhuga- vert að kaupa gull. Ummerki stríðs ekki áberandi við ströndina Króatía er eftirsóknarverður sum- arleyfisstaður. Andrúmsloftið er af- slappað í litlu fiskimanna- og ferða- mannabæjunum við ströndina. Sjórinn er tær og volgur og iofthitinn fer sjald- an niður fyrir 30 gráður yfir hásumar- ið. Þéttur tijágróður prýðir landið og hvarvetna vaxa ávaxtatré. Reyndar segja heimamenn að nóg sé að kasta reku af skít á landið til að fá upp ávexti og verður sú fullyrðing ekki dregin í efa hér. KRKA-þjóðgarðurinn er þekktur fyrir fossamyndunina í samnefndri á. er ágætt að hafa nokkur minnisatriði í huga. Hið mikilvægasta er að verða ekki svo aðframkominn af hungri og þorsta að neyðast til að eiga við- skipti við sölumenn á ströndinni enda er álagningin yfirleitt óhóflega há. Prýðilegt er að kaupa ferskt brauð og álegg í kjörbúðum og ávexti á markaðinum ef ekki á að leggja mik- ið í matinn. Hins vegar er mælt með því að ferðalangar setjist niður og fái sér fulla máltíð á veitingastöðum á kvöld- in. Oskráð regla er að verð sé lægra í hliðargötum og fjarri miðbæjum ferðamannabæjanna og má auðveld- lega fá góða máltíð fyrir um 1.000 kr með léttvíni. Ohikað er hægt að mæla með þjóð- legum réttum fyrir alla aldurshópa enda er hóflega farið með öll krydd í Króatíu. Ljúffengir réttir eru chevapi-grillréttur úr lambakjöti, bu- rek úr vatnsdeigi með kjöt-, osta- eða eplafyllingu og ýmiss konar réttir úr papriku. Grillaður fiskur með fersku meðlæti er sérréttur Króata við Adría- hafið. Ef allt um þrýtur og vandætnir fjölskyldumeðlimir eru með í ferðinni er alltaf hægt að treysta á góðar steik- ur og algenga skyndirétti á borð við hamborgara og pylsur í fríinu. Fjölskrúðugur þjóðgarður Þegar maginn er mettur má gera sér ýmislegt til dægrastyttingar á ströndinni, þ. á m. reyna fyrir sér í veiði, boccia og minigolfí eða bregða sér á diskótek. Eftir stríðið hefur leiga á bílaleigubílum hækkað og því er fremur mælt með skipulögðum ferð- um um nágrennið. í nágrenni Sibenik eru fallegar strendur og þaðan er t.a.m. boðið upp á ferðir i Krka-þjóðgarðinn gegn vægu verði. Krka-þjóðgarðurinn nær yfir 14.222 hektara svæði upp með ánni Krka og er sérkennileg fossamyndun í ánni helsta einkenni hans. Yfir 860 tegundir af gróðri og 220 tegundir af dýrum gera Krka að einum fjöl- skrúðugasta þjóðgarði í Evrópu. Ýms- ar minjar um búsetu eru í þjóðgarðin- um og Fransiskusklaustrið Visovac frá 16. öld á eyju úti í miðri ánni þekktast. Auðvelt er að gleyma sér heilan dag í þjóðgarðinum og fátt er yndislegra en að baða sig í ylvolgri ánni á sól- skinsdegi. Önnur vinsæl skoðunarferð er um Kornati-eyjaklasann við strend- ur Króatíu. Yfirleitt er farið út á nokkrar eyjar og tekur skoðunarferðin heilan dag. Frá ferðamannabæjum á borð við Vodice má fara með ferju til Sibenik (13 km), Zadar (65 km) og Split (90 km). Ekki kaupa gull Áður en skilið er við dægrastyttingu hvers konar er rétt að minnast á versl- un. Króatarnir kvarta sjálfir yfir því að verðlag á veitingahúsum sé fremur hátt og veitingamenn kenna því um að stjórnin í Zagreb leggi of mikið á erfíðan reksturinn eftir stríðið. Fyrir íslendinga er verðið hins vegar fremur lágt eða svipað og t.a.m. í Portúgal. Fatnaður og vörur ýmiss konar eru Ummerki stríðsátaka eru ekki áber- andi við strendur Króatiu. Þó þarf ekki að líta langt til að koma auga á þau. Tíu hæða lúxushótelið Punkta í miðjum ferðamannabænum Vodice er t.a.m. svo sundurskotið og sprengt að ekki þykir lengur hægt að treysta því að burðarveggirnir þjóni tilgangi sínum. Hótelið verður því að rífa og byggja upp aftur og er talið að tap hlutafélags um rekstur hótelsins nemi um 900 milljónum. Áhrif stríðsins á íbúana í landinu eru meiri. Atvinnu- leysi er víðtækt og dæmi um að fólk í vinnu beri aðeins lífeyrissjóðsgreiðsl- ur úr býtum. Laun eru ótrúlega lág og duga varla til að framfleyta fjöl- skyldu. Þetta á ekki síst við um fjölda flóttamanna frá öðrum lýðveldum fyrrverandi Júgóslavíu, t.a.m. stóran hóp flóttamanna frá höfuðborg Bos- níu, Sarajevo. En flóttamennirnir vita sem er að ástandið er jafnvel enn verra í stórborginni og eru því tregir til að snúa heim enda eins víst að ekki sé að neinu að hverfa lengur. Gestrisni í fögru landi íbúarnir láta ekki áhyggjur sínar bitna á ferðamönnum enda vita þeir að ferðaþjónusta er grundvöllur at- vinnulífsins. Miklu máli skipti að fá ferðamenn til að koma aftur til Króa- tíu en þess má geta að talað var um að 2.000 í stað að jafnaði um 25.000 ferðamanna væru á strandlengjunni við Sibenik í sumar. Ferðamenn þurfa því ekki að hafa áhyggjur af að þeim mæti annað en gestrisni og hlýja í Króatíu næsta sumar. ■ LEVANTE ströndin á Benidorm. Gréta Marín og Erlingur um Spánarferðir íslendinga fyrr og nú Grannar um stund með fararstjóra til halds og trausts FRÁ vori fram á haust flykkjast íslendingar hundruðum saman í sólina á Spáni. Þar taka jafn- an vasklegir fararstjórar á móti hóp- um, sem oft eru afar ólíkir innbyrð- is. Fólk af öllum stærðum og gerð- um, úr öllum stéttum, með mismun- andi skoðanir, vonir og væntingar á allt í einu samleið í tvær til þtjár vikur. Síðan heldur hver til síns heima og ef til vill liggja leiðir þessa fólks aldrei saman aftur. íslendingar á Spáni eru þverskurður þjóðfélags- ins - þeir eru grannar um stund og hlutverk fararstjóranna er að liðsinna þeim eins og kostur er. Blaðamaður náði tali af hjónunum og fararstjórunum Grétu Marín Pálmadóttur og Erlingi Má Karlssyni á Benidorm um páskana, en þá voru þar nokkur hundruð Is- lendingar á vegum Samvinnu- ferða/Landsýnar. Ekki gekk þrautalaust að finna hentugan tíma fyrir spjallið um starf far- arstjórans því ýmislegt óvænt kom upp á, þar á meðal skyndi- leg veikindi eins farþegans. Þegar Ioks var hægt að setjast niður í ró og spekt segja þau að fararstjórar verði að vera við öllu búnir á öllum tímum sólar- hrings og bregðast skjótt við ófyrirséðum atvikum. íslendingar ferðavanlr Þau hjónin eiga að baki ára- lynga reynslu sem fararstjórar. Á árunum 1978-1987 varGréta Marín fararstjóri Útsýnar á Costa del Sol, en réðst síðan til Samvinnuferða/Landsýnar og hefur síðan verið íslendingum á Benidorm til halds og trausts, með hléum þó, því undanfarin tvö ár hefur hún starfað á skrifstofu S/L. Hún segist af og til hlaupa í skarð- ið og taka að sér fararstjórn á Beni- dorm. Sama máli gegnir um Erling Má, sem er íþróttakennari á veturna. Hann byijaði um líkt leyti og Gréta Marín sem fararstjóri á Benidorm hjá Samvinnuferðum/Landsýn, en var áður fararstjóri Útsýnar á Costa del Sol. Þau segja margt hafa breyst á liðn- um árum. og flest til hins betra. Ferðaskrifstofurnar hafí i æ ríkari mæli lagað sig að þörfum farþeg- anna, sem sé ekki eins þröngur stakk- ur skorinn því núna geti þeir valið um að dvelja í eina til sex vikur á vegum ferðaskrifstofanna í stað tveggja til þriggja áður. Auk þess standi þeim ýmiss konar þjónusta til boða og fái ferðimar á mun hagstæð- ara verði en tíðkaðist fyrir nokkrum árum. „_Mest áberandi breytingin er þó hve Islendingar eru orðnir ferða- vanir og stilla drykkju sinni í hóf. Þeir eru óhræddir að bragða á fram- andi réttum innfæddra og æ sjaldgæf- ara er að þeir hafi íslenskan mat eins og hangikjöt og harðfisk í farteskinu. Grísaveislur hafa að mestu lagst af á undanförnum árum, enda stóðu þær ekki lengur undir nafni, því eng- inn var grísinn. Veislurnar voru haldnar í hálfgerðum fjárhúsum upp í sveit um hálftíma akstur frá strand- bæjunum. Stundum fór ýmislegt úr böndum, menn gátu borðað og drukkið að vild, oft voru ekki borin fram bestu vínin og því urðu margir dmkknari en þeir ætluðu sér. Við höfum ekki orðið vör við að nokkur sakni þessara veislna." Gréta Marín og Erlingur Már rifja Morgunblaðið/vþj GRÉTA Marín og Erlingur Már á Spáni. upp fyrstu árin sín sem fararstjórar. Þótt þá hafi dagar Francos verið taldir segja þau að lögreglan hafi verið allhörð í horn að taka og þau hafí einstaka sinnum lent í mesta basli með að bjarga fólki, sem í öl- æði hafði gert einhvern óskunda, úr fangelsi. „Samningaviðræður voru langar og strangar, en íslenski konsúllinn í Malaga reyndist okkur ætíð haukur í horni.“ 99% farþeganna yndlslegt fólk Tungumálið stóð þeim hjónum ekki fyrir þrifum i samskiptum sínum við lögregluna eða aðra Spánveija, enda höfðu bæði lært smávegis í spænsku hér heima og þjálfast vel í starfinu. Aðspurð hvaða önnur vandamál hefðu á árunum áður eink- um verið uppi á teningnum segja þau að yfirleitt hefðu þau verið smávægi- leg og ekki ólík þeim sem nú tíðkast. „99% farþeganna eru yndislegt fólk, en margir eru mjög kröfuharðir og vilja hafa allt eins og heima. Sumir eru undrandi á að ekki sé skipt á rúmunum einu sinni á dag og bera fyrir sig að slíkt tíðkist á tilteknum hótelum í London eða ann- ars staðar. Aðrir eru óánægðir með að fá ekki íbúð á sömu hæð og vina- fjölskyldan sem kom með í ferðina. Einstaka farþegar hafa allt á hornum sér við fararstjórana ef þeir týna greiðslukortunum sínum einhvers staðar úti í bæ og svo mætti lengi telja. Annars fínnst okkur sífellt færast í aukana að íslendingar láti ánægju sína í ljós fremur en hafa ekki orð á neinu.“ Gréta Marín og Erlingur Már segja að flest vandamálin séu yfirstíganleg og mörg auðleysanleg, best sé að sýna þolinmæði enda slíkur eiginleiki aðalkostur góðra fararstjóra. Dauðs- föll, veikindi og slys segja þau vera erfiðustu málin sem upp koma. „Fararstjórar eru alltaf að læra og í starfinu kynnast þeir öllum hliðum mannlegs eðlis. Við segjum stundum að við gegnum allt í senn hlutverki prests, lögfræðings, læknis og sálusorgara." Hvað er títt að heiman? Algengustu spurningar ferðamanna á sólarströnd snú- ast, að sögn Grétu Marínar og Erlings Más, um veðrið heima. „Hvað er títt að heiman," spyija farþegar líka unnvörpum eftir tveggja daga ijjarveru. íslend- ingar vilja meðal annars fara til Spánar til að skemmta sér með öðrum Islendingum. Þau hjónin segja Spánveija hrifna af íslenskum ferðamönnum vegna þess hversu vel þeir gangi um og séu kurteisir og þægilegir í um- gengni. Ekki segja þau heldur spilla ( fyrir að landinn er ónískur á fé og mikið gefinn fyrir innkaup af öllu tagi. „Okkur finnst þó stundum að landar okkar mættu að ósekju gefa menningu og sögu Spánar meiri gaum. Spánn hefur upp á svo ótal margt annað að bjóða en strendur og skemmtistaði." Gréta Marín og Erlingur Már segja að fararstjórum gefist lítill tími til að sóla sig og safna brúnku. „Marg- ir halda að þetta sé óskaplega mikið lúxuslíf, en sannleikurinn er sá að við eigum sjaldnast lausa stund. Við erum með viðtalstíma, förum með farþega í skipulagðar hópferðir, und- irbúum komu og brottför, sjáum um bókhald og allt sem lýtur að sam- skiptum við hótelin auk þess sem við þurfum að leysa ólíkustu mál, sem ómögulegt er að sjá fyrir. Við segjum stundum í gríni að bestu meðmælin séu þegar fólk hefur orð á hversu voðalega hvít við séum.“ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.