Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Skokkað yfir heim- | skautsbaug \ Nokkrir Siglfirðingar oq Bandaríkjamenn héldu ó vit ævin- týra í Grímsey til að skokka. Sigríður Ingvarsdéttir fór með þeim eina falleqg sumarnótt I jómfrúarferð ferju. PYSJUR í litla húsdýragarðinum. SIGLT til Grímseyjar. AÐ var eftirvænting, gleði og spenna í loftinu er fámennur en góðmennur hópur Sigl- firðinga og Bandaríkjamanna safn- aðist saman á bryggjunni á Siglu- firði að kvöldi laugardagsins 27. júlí. Nú skyldi horfið frá reglu- bundnu amstri hversdagsins og haldið á vit ævintýranna þessa fal- legu sumarnótt með feiju. Farþegarnir, sem voru 32, höfðu komið sér fyrir um borð var haldið út fjörðinn og stefnan tekin á Grímsey. En Bandaríkjamennirnir af sk. Hash House Harriers, alþjóð- legu skemmtiskokkarafélagi, ætl- uðu að skokka norður fyrir heim- skautsbaug. Ný Dalvíkurferja Það eru Sjóferðir ehf. sem fest hafa kaup á nýrri feiju. Það hefur hingað til haft einn bát til umráða „Hófí“, sem tekur um 20 farþega. •í Hefur starfsemin byggst upp á sjó- ferðum með ferðamenn á sjóstöng, í útsýnis- og hvalaskoðunarferðir, ýmsar leiguferðir og tvisvar í viku er farið í sk. grillferðir til Hríseyjar. Nýja feijan tekur 30-40 manns. í sæti og segir Þórður Skúlason skipstjóri að ætlunin sé að reyna að nýta feijuna allt árið í framtíð- inni. Eftir jómfrúrferð feijunnar hér við land sagði Þórður að sér litist vel á bátinn, þetta væri góður sjó- bátur og ætti við bestu aðstæður að geta gengið 25-30 mílur, enda er hann búinn tveimur 530 hestafla vélum. Hash House Harriers Bandaríkjamennirnir, sem fóru í jómfrúrsiglingu feijunnar kalla sig- Hash House Harriers, sem er al- þjóðlegur hópur hressra skemmti- skokkara sem hittast reglulega og skemmta hver öðrum með margvís- legum hætti. Virkir þátttakendur eru yfir 70.000 í yfir 100 löndum. Reynt er að hlaupa vikulega og gjarnan á nýjum slóðum. Hlaupið fer þannig fram að nokkrir „hérar“ leggja af stað á undan hinum og merkja slóð með hveiti og krít, sem hinir reyna síðan að rekja. Á leiðar- enda eru síðan ýmsar serímoníur s.s. útnefningar, söngur, glens og grín. Grímseyingar og gæludýr Eftir um tveggja og hálfs tíma sjóferð var staulast á land í Gríms- ey. Golan hafði reynst ansi nöpur og lítilsháttar sjóveiki gert vart við sig, en það var fljótt að gleymast, er föstu landi var náð. Ferðalöngum var vel tekið af heimamönnum, enda Grímseyingar annálaðir fyrir gestrisni. Var hópn- um boðið að geyma hafurtaskið í nýlegri sundlaugarbyggingu eyjar- skeggja. Þar beið hópurinn og menn fengu yl í kroppana á meðan að „hérarnir" merktu slóð um eyjuna. En ég hafði hinsvegar á leiðinni að sundlauginni rekið augun í girðingu með éinhverskonar þústum í við eitt íbúðarhúsið og ákvað að svala forvitninni og kanna málið fyrst tími gafst til. Þessar þústir reynd- ust vera fuglsungar, þ.e. þijár pysj- ur og einn álkuungi. Einnig var þarna grindverk með tveimur kan- ínum í. Þetta reyndust vera gælu- dýr eyjabarna og var mér tjáð að ungar væru ekki óalgeng gæludýr í Grímsey, því bæði hundar og kett- ir væru bannaðir vegna fuglalífsins, auk þess væru kettir óþarfir í Grímsey vegna skorts á músum og rottum. Þegar ég kom úr leiðangrinum úr litla húsdýragarðinum voru regl- ur og merki hlaupsins útskýrð fyrir nýliðum og að því loknu flautað hressilega og allir ruku af stað. í um það bil klukkutíma var hlaupið og kallað um eyjuna þvera og endi- langa, og ekki að furða að undr- andi, syfjulegum andlitum brygði fyrir i einstaka svefnherbergis- glugga. Er endastöðinni var náð, hafði verið komið fyrir ýmsum drykkjar- föngum sem voru teiguð við hveija tilnefningu. Synt og verslað um lágnættlA Allir notfærðu sér hinn freistandi möguleika aðbregða sér í sund og gufu að hlaupi loknu. Og fengu ferðalangarnir einnig árituð skjöl af oddvita Grímseyjarhrepps, Þor- láki Sigurðssyni, um að viðkomandi hefði hinn 28. júlí 1996 stigið fæti sínum á land í Grímsey og um leið komist norður fyrir heimskauts- baug. Eftir sundið brá hópurinn sér í Kaupfélagið og fannst afgreiðslu- fólkinu ekki tiltökumál að hafa opið um miðja nótt. Dottið hafði á dúnalogn og höfðu ýmsir orð á að nú væri ferðin full- komnuð: Fólk sat úti á tröppum Kaupfélagsins og gæddi sér á hangikjöti, samlokum, súkkulaði og kaffi, þreytt en afar ánægt norður undir heimskautsbaugi um miðja nótt. Nú var kominn tími til að halda aftur í land. Siglt var áleiðis til Siglufjarðar og blasti yndisleg sjón við ferðalöngum: Sólin að rísa úr sæ og spegilsléttur hafflöturinn var baðaður geislum. Smáhveli sáust á ferð og fyrr en varði var landi náð á ný. ■ ÓSKALAND fuglaskoðarans. „CAPRI norðursins“: Helladýrðin. DRAUMALAND myndasmiðsins. Ljósmynd/Margret Guttormsdóttir LAGT af stað í ævintýrið. Ævintýri umhverfis Vestmannaeyjar NAFNGIFTIN „Capri norðursins" rennur upp fyrir sjófarendum sem fara umhverfis Vestmannaeyjar. Fleiri nöfn skjóta líka upp kollin- um, eins og „Draumaland mynda- * smiðsins" enda erfitt að smeila af lélegri mynd. „Óskaland fugla- skoðarans" er nafngift sem einnig opinberast á siglingu kringum Eyjarnar. Báturinn P.H. Víking fer tvær fastar ferðir á dag með farþega hringinn í kringum Heimaey og oft nokkrar aukaferðir, til dæmis með hundrað sunnlenska bændur siðasta miðvikudag. Annars er seglum hagað eftir vindi. „Capri norðursins“ er tilvísun í alla hellana sem sjá má úr bátnum. Klettshellir hefur sérstöðu, sökum góðs hljómburðar, enda kallaður Sönghellir. Skipstjóri P.H. Víking hefur gert það að vepju sinni að drepa á bátsvélinni í þessum helli og grípa flautu eða baritonhorn og leika fyrir farþega sína. Hljóm- urinn berst víst líka fallega upp á land. Það er líka gaman hjá fugla- áhugamönnum í hellunum, fylgj- ast með mávi, súlu, fýl, lunda og öðrum fuglum sitja á syllum eða svífa yfir höfðum. Ekiri sést til stórfiska í öllum túrum, en skipsmenn segja al- gengt að hval, hnýsu eða háhyrn- ingi bregði fyrir. „Og á fallegum kvöldum er farið út í úteyjar og Surtsey." Filman í myndavélinni klárast og P.H. Víking kemur í höfn á nýjan leik eftir klukkustundar siglingu í góðu veðri. GH ■ Morgunblaðið/Ágúst HERBERGI í Trölla. Trölli í Nes- kaupstað NÝTT gistiheimili, Trölli, var opnað hér í sumar, en það er til húsa í hæðinni yfir söluskálanum Trölla- naust. í því eru 6 vistleg herbergi, eins og tveggja manna, ásamt setu- stofu og eldhúskrók, einnig er Trölli með þijú gistiherbergi á öðrum stað í bænum svo að nú geta á milli 15 og 20 manns gist í einu þar. Segja má að með tilkomu Trölla hafi gisti- rými í bænum nánast tvöfaldast níu mánuði ársins því sumarhótelið er aðeins starfrækt í þijá mánuði. Áformað er að stækka gistiheim- ilið um 6 herbergi í framtíðinni og ætti þá þörf fyrir gistirými hér að vera fullnægt yfir mestan hluta ársins. Það eru ekki bara fjárhús og fjós sem breytt er í gistiaðstöðu, því að nýja gistiheimilið er til húsa þar sem áður var sláturhús Norð- firðinga. Aðsókn að gistiheimilinu hefur verið samkvæmt væntingum frá því það var opnað. Það eru hjónin Sigríður Guð- bjartsdóttir og Magnús Kristjáns- son sem eiga og reka nýja gisti- heimilið. Morgunblaðið/Jenný ELÍN á Hótelinu. Hótel aö Laugarhóli ELÍN Sigríður Óladóttir tók við rekstri hótels Laugarhóls í Bjarnar- fírði á Ströndum í vor. Gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á matsal hótelsins. Einnig hefur gisti- rými hótelsins verið aukið. Að sögn Elínar hefur sumarið verið gott og virðist sem Strandir séu í tísku. Ferðaþjónusta á Strönd- um hefur sjaldan eða aldrei verið i eins miklum blóma og framboð á dægradvöl mikla. Elín ætlar að leggja' áherslu á umhverfísvænan rekstur og að nýta menntun sína sem garðyrkjufræð- ingur. Svæðið í kringum Laugarhól er mjög vel fallið til gönguferða bæði lengri og styttri og má í því sam- bandi nefna að nýlega er komið út göngukort fyrir Strandasýslu með merktum gönguleiðum víðsvegar um sýsluna og sagði Elín að ferða- fólk hefði greinilega mikinn áhuga á þessu korti og notfærði sér þær upplýsingar. Elín Oladóttir ætlar að hafa hót- el Laugarhól opið allt árið og er það nýtt í rekstri hótelsins en áður var skóli rekinn þar á veturna. Aðstaða er þannig á Laugarhól að hún hentar vel fyrir hópa, ráðstefn- ur eða æfingabúðir fyrir kóra eða þess háttar og ætlar Elín að reyna að nýta sér þann markað yfir vetur- inn. í hótelinu er stór salur og þar er sundlaug og náttúrulegur heitur pottur þar sem ekki er amalegt að baða sig á tunglskinsbjörtum nótt- um. Á dagskrá hjá Elínu erhjónahelgi í september og verður hún árviss í rekstri hótelsins á næstu árum. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.