Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 2 D MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 D 3 AÐSEIMDAR GREINAR IÞROTTIR IÞROTTIR URSLIT (Endur)samein ingíSÍogÓÍ Nokkur umræða hefur að undanförnu orðið um sameiningu íþróttasambands Is- þands (ÍSÍ) og Ólympíunefndar ís- lands (Óí), en ýmsum virðist óljóst um hvað málið snýst. Þau vandamál sem glímt er við eru þekkt annars staðar og hafa verið leyst. Þegar héraðssam- böndin stofnuðu ÍSÍ árið 1912 var það megintilgangur að kenna „erlendar íþróttir“ og eitt fyrsta verkefnið var að senda íþróttamenn á Ólympíuleikana í London 1912. ÍSÍ gerðist síðar aðili að alþjóðasér- samböndum, en fyrstu íslensku sérsamböndin voru ekki stofnuð fyrr en á fimmta áratugnum. Fyrstu áratugina eftir stofnun ÍSÍ var það því allt í senn sérsambönd og ólympíunefnd og þar með viður- kennd sú staðreynd að íþrótta- hreyfingin er alþjóðleg og sam- vinna nauðsynleg jafnt innanlands sem erlendis. ISI stuðlaði að setningu íþrótta- laganna, þar sem er fjallað um skipulag íþróttastarfsemi og til- greint að ISI sé æðsti aðili um frjálsa íþróttastarfsemi í landinu og komi fram erlendis fyrir Islands hönd. Á vegum ÍSÍ hefur árum saman verið unnið viðamikið fræðslu- og uppbyggingarstarf, samdar almennar móta- og kepp- endareglur, komið á fót dómstóla- kerfi og komið _upp funda- og fræðsluaðstöðu. ÍSÍ hefur verið fulltrúi gagnvart ríkisvaldinu og annast skiptingu þess fjármagns sem hreyfingin fær frá ríkisvaldi og ur sameiginlegri ijáröflun (get- raunum). ÍSÍ var frumkvöðull að lyfjaeftirliti í samvinnu við þáver- andi norræn jþróttasambönd. Hlutverk ÍSÍ hefur hinsvegar ótvírætt minnkað og afmarkast vegna þróunar (alþjóða)sérsam- banda og ólympíuhreyfingarinnar. Þrátt fyrir ákvæði íþróttalaga hef- ur ÍSÍ nú ekki þýðingarmikla teng- iaðila á alþjóðavettvangi og hefur lítil áhrif um þróun alþjóðlegrar íþróttastarfsemi. Með óbreyttu skipulagi stefnir ÍSÍ í að verða að einangruðum innanlandssamtök- um. Alþjóðaólympíunefndinni (AÓN) hefur á síðustu áratugum vaxið ásmegin og orðið íjárhags- lega sterk og er almennt viður- kennd sem helstu alþjóðlegu heild- aríþróttasamtökin. Nefndin skipu- leggur Ólympíuleika á fjögurra ára fresti, en benda má á að á því tíma- bili eru hundruð móta haldin innan hvers (alþjóða)sérsambands og meginíþróttastarfið er á þeim vett- vangi. AÓN hefur afgerandi áhrif í lyfjamálum með ákvörðun um hvaða lyf eru bönnuð og stjórnar rannsóknarstofum. AÓN hefur undir umsjá læknanefndar sinnar veitt miklu fé í vísindarannsóknir og útgáfu t.d. í íþróttalæknisfræði og þjálfunarfræði. AÓN hefur komið á fót Alþjóðaíþróttadóm- stólnum til úrskurðar í viðameiri deilumálum. Ólympíusamhjálpin hefur veitt mikla æfíngastyrki og fé til ýmiss konar námskeiða. Vegna núverandi styrkleika síns hefur AÓN getað gert kröfur um skipulag og sjálfstæði til þeirra aðila, sem hún viðurkennir, svo sem ólympíunefnda einstakra þjóða. Ólympíunefnd Islands var upphaflega ein af nefndum ÍSÍ og hlutverk hennar var í fyrstu ein- göngu að sjá um þátt- töku í Ólympíuleik- um, en hver er staða hennar nú í þessari þróun íþróttamála? Sem dæmi má nefna að AÓN ætlast til þess að ólympíu- nefndir þjóða njóti lagalegrar viðurkenn- ingar í heimalandi sínu, en í íþróttalög- um er ekki minnst á Óí. Meðal markmiða AÓN er að skipu- leggja og útbreiða þróun íþrótta og eiga samstarf við opinbera aðila. Krafist er þess að viðkom- andi ólympíunefnd framfylgi sér- staklega heilbrigðisreglum AÓN (Medical Code) sem fjalla um lyfja- mál og læknisfræðilega umönnun íþróttamanna. Þetta getur Ólymp- íunefnd Islands ekki gert við nú- verandi aðstæður. Hún hefur ekki Virðist helst vera um það að velja, segir Birgir Guðjónsson, að hvor hreyfing um sig verði áfram máttlítið sýndarafl eða sameinist í öfluga hreyfingu á inn- lendum sem erlendum vettvangi. það skipulag, fjármagn og dreifi- kerfi sem gerir það kleift, enda sinnir ÍSÍ þegar sumum þessum málum. Það er því með ölíu ójóst hvort viðurkenning AÓN á Óí næði fram að ganga, ef farið yrði ofan í saumana á núverandi stöðu og öllum kröfum yrði að fram- fylgja. Lyfja- og læknamálin eru dæmigerð fyrir þennan vandræða- lega hnút. ISÍ hóf lyfjaeftirlit upp úr 1980 að norrænni fyrirmynd en hefur hinsvegar engin tengsl né aðgang að þeim aðila þ.e. AON sem ræður lyfjamálum og þá ekki upplýsingum um breytingar á bannlista né leiðbeiningum um eftirlit og engan umsagnar- eða tillögurétt. ÓI hefur beinan að- gang að AÓN og fullan tillögurétt um lyfjamálin en engin áhrif á framkvæmd eftirlits hér á lapdi. AÓN hefur nokkrum sinnum veitt styrki til íslands til námskeiða- halds t.d. í íþróttalæknisfræði, þjálfun og leiðtogastörfum. Nám- skeiðin fara þá fram í húsakynnum ÍSÍ og með aðstoð ÍSÍ. ÓI hefur þannig aðgang að fróðleik og fé AÓN, en enga möguleika á að nýta það nema fyrir tilstilli ÍSÍ sem hefur aðstöðu og dreifikerfi, en engan aðgang að AÓN. Þegar grannt er skoðað er hvor aðili um sig í þröngri óviðunandi stöðu. Hvorugur aðilinn getur út- víkkað starfsemi sína nema ganga á hlut hins. Virðist helst vera um það að velja að hvor hreyfing um sig verði áfram máttlítið sýndarafi eða sameinist í öfluga hreyfingu á innlendum sem erlendum vett- vangi. Annars staðar hefur það ekki vafist fyrir forystumönnum hvorn kostinn eigi að velja. Endursameining er eina lausn- in. Höfundur er m.a. formaður Lajrancfndar ÍSÍ og Læknaráðs Birgir Guðjónsson FRJALSIÞROTTIR íþróttafræding ur vill leyfa lyfjanotkun Einn fremsti íþróttafræðingur Suður -Afríku, John Hawley, heldur því statt og stöðugt fram að leyfa eigi hvers kyns lyfjanotkun í heimi íþróttanna í því skyni að binda í eitt skipti fyrir öll enda á vangaveltur um hvort afreksfólk víða um heim neyti ólögiegra lyfja eður ei. „Það er ómögulegt að segja til um hveijir eru „hreinir" og hveijir ekki,“ segir Hawley og bætir jafn- framt við: „í hvert einasta skipti, sem ég sé afreksfólk í íþróttum taka við gullverðlaunum fyrir að bera sigurorð af andstæðingum sín- um, þá velti ég því fyrir mér hvort það neyti ólöglegra lyfja eður ei. Það er óumflýjanleg staðreynd að ólögleg lyf eiga mikinn þátt í frá- bærum árangri íþróttamanna í dag og ég myndi skjóta á að mjög marg- ir þátttakendur á Ólympíuleikunum í Atlanta, sérstaklega í kraftagrein- unum, hafi neytt lyfja til þess að bæta árangur sinn. Almenningur hefui' verið heila- þveginn til þess að trúa því að ólög- leg lyf bæti einungis árangur íþróttamanna sé þeirra neytt viku fyrir keppni en staðreyndin er hins vegar sú að ólöglegra lyfja er neytt meðan á æfingum stendur á vet- urna og því síðan hætt þremur mánuðum áður en keppni fer fram sökum þess að þá greinast lyfin ekki í lyfjaprófum.“ Aðspurður hvar hann teldi að takmörkin lægju fyrir því hversu hratt menn gætu hlaupið, hversu hátt þeir gætu stokkið eða langt þeir gætu kastað og hversu iengi heimsmet í hinum ýmsu íþrótta- greinum kæmu til með að standa svaraði Hawley: „Ef þið eruð að spyija mig um hver takmörkin séu fyrir besta mögulega árangri íþróttamannanna þá held ég að þeir séu löngu búnir að ná honum. I dag velta ný heimsmet og góður árangur algjörlega á ólöglegri lyfja- notkun." TENNIS Edberg kom á óvart OPNA bandaríska meistaramótið í tennis byrjaði í fyrradag og í gær urðu óvænt úrslit. Þá tapaði Wimbledon-meistari þessari árs, Richard Krajicek, fyrir Svíanum Stefan Edberg í þremur settum sem allar enduðu 6-3 fyrir Edberg. Krajicek var skráður fimmti sterkasti tennismaðurinn ■ karlaflokki áður en keppnin hófst en hins vegar hefur hallað undan fæti hjá Edberg síðustu ár og þetta er í síðasta skipti sem hann tekur þátt í Opna bandaríska meistarmótinu. Hann hefur í hyggju að leggja tennisspaðann upp á hilluna í árslok. SIGLINGAR Vilja selja fögnuð Ravanellis STYRKTARAÐILAR enska úrvalsdeildarfélagsins Middlesbrough hafa farið þess á leit við félagið að silfurrefurinn ítalski, Fabrizio Ravanelli, beri merki þeirra innan á keppnistreyju sinni. Ástæðan er sú að alltaf þegar Ravanelli kemur knettinum yfir marklínu andstæðinga sinna dregur hann treyjuna yfir hðfuð sér og myndi þá merki styrktaraðilanna blasa við áhorf- endum. „Eftir að hafa séð Ravanelli fagna mörkum sínum þá fannst okkur alveg tilvalið að setja merki okkar innan á treyjuna hans. Þá hafa áhorfend- ur eitthvað annað að horfa á en bringuna á honum,“ sagði talsmaður styrktaraðilanna. Morgunblaðið/Halldór Með góðan byr ÍSLANDSMÓTINU í siglingum lauk á Hraunavík utan við Hafnarfjörð á laugardag þar sem þessi mynd var tekin. Mótinu lokið en úrslK ekki Ijós Islandsmótinu í siglingum á kjölbátum lauk á Hraunavík utan Hafnarfjarðar á laugardaginn en mótið hófst á miðviku- dagskvöldið. Veður var gott, allt frá hægum vindi og upp í ein 6 til 7 vindstig á föstudag og laugardag. Endanleg úr- slit liggja ekki enn fyrir því það á eftir að taka fyrir kærur sem bárust og gætu þær haft áhrif á úrslitin. Áður en kærumál eru útkljáð eru úr- slitin þau að Gígja úr Kópavogi varð i fyrsta sæti og síðan koma Skegla úr Hafnarfirði, Eva II frá Keflavík, Sæ- stjarnan úr Reykjavík, Sigurborg úr Kópavogi, Svala úr Reykjavík, Sigym úr Kópavogi og Mardöll úr Garðabæ varð í áttunda sæti. KNATTSPYRNA Stuttgart held- ur sínu striki Leikmenn Stuttgart halda sigur- göngu sinni áfram í þýsku knattspyrnunni og í gærkvöldi sigr- uðu þeir í þriðja leik sínum á nýbyij- uðu keppnistímabili og tóku þar með forystu í deildinni. Að þessu sinni gerðu þeir góða ferð til Hamborgar og lögðu heimamenn að velli 4:0. Við sigurinn aukast líkur á því að Joachim Löws verði fastráðinn þjálf- ari liðsins en hann tók við því til bráðabirgða þegar Rolf Fringer var ráðinn landsliðsþjálfari Sviss skömmu áður en þýska deild- arkeppnin hófst. „Eg er ekki mikið fyrir að slá liðs- mönnum mínum gullhamra, en það er a.m.k. ljóst að í þessum leik áttum við góða möguleika á því að skora enn fleiri mörk,“ sagði Löws að leiks- lokum. Leikmenn Stuttgart náðu aðeins að skora eitt mark í fyrri hálfleik og var þar á ferðinni Búlgai'- inn Krasimir Balakov. í síðari hálf- leik gerði landsliðsmaðurinn Fredi Bobic tvö mörk og Matthias Hagner gulltryggði sigurinn. Meistarar tveggja síðastliðinna ára, Dortmund, komust í annað sætið í gær eftir 3:1 sigur á Frei- burg. Karlheinz Riedle kom Dort- mund yfir snemma leiks og Joerg Heinrich og Rene Tretschock létu kné fylgja kviði er þeir bættu mörk- um við, sitt í hvorum leikhluta. Lið Borussia Mönchengladbach tapaði öðrum leik sínum á leiktíðinni er það heimsótti Werder Bremen - lokatölur 1:0. Tveimur ieikmönnum Gladbach var vísað af leikvelli en heimamönnum tókst ekki að bæta við marki þrátt fyrir það. Bochum, lið Þórðar Guðjónssonar, gerði jafntefli við Schaike á útivelli, 1:1, og mega teljast góðir með það. Heimamenn réðu lögum og lofum í fyrri háifleik og fengu hvert dauða- færið á fætur öðru en kanónur þeirra voru illa stilltar og það var aðeins einu sinni sem þeim tókst að skora. Þar var að verki Olaf Thon með lang- skot af 30 m færi sem söng í netm- öskunum án þess að markvörður Boehum ætti nokkra möguleika á að koma við vörnum. Þá misnotuðu þeir vítaspyrnu. í síðari hálfleik náðu leikmenn Bochum að koma meira við sögu en áður og fá nokkur vænleg færi en það var ekki fyrr en á 86. mínútu sem Donkov náði að jafna metin með snotru marki úr þröngu færi á markteigshorni. Þrátt fyrir að heimamenn fengju nokkur færi í síð- ari hálfleik gegn hriplekri vörn gest- anna tókst þeim ekki að bæta við og jafntefli varð niðurstaðan. Þórður Guðjónsson kom ekki við sögu í leiknum. Reuter FREDI Bobic skoraði tvö mörk fyrir Stuttgart gegn HSV í gærkvöldi og hafði því ástæðu til að fagna. Stuttgart er nú í efsta sæti þýsku deildarinnar. Knattspyrna 1. deild kvenna Breiðablik - UMFA...........10:0 Stojanka Nikolic 2 (12., 18.), Margrét Ólafs- dóttir (23.), Erla Hendriksdóttir 2 (32., 40.), Kristrún Daðadóttir 4 (33., 42., 64., 78.), Helga Ósk Hannesdóttir (58.). ÍA-KR......................... 0:2 - Olga Færseth, Ása Þorgilsdóttir ÍBV-ÍBA..........................2:0 Valur - Stjarnan.............,...3:0 Bergþóra Laxdal, Kristbjörg Ingadóttir, Ásgerður Ingibergsdóttir. Fj. leikja U J T Mörk Stig BREIÐABLIK 12 12 0 0 58: 3 36 KR 12 8 2 2 37: 15 26 VALUR 12 7 2 3 31: 15 23 ÍA 12 7 2 3 27: 13 23 STJARNAN 12 4 0 8 19: 31 12 ÍBV 12 3 1 8 13: 34 10 ÍBA 12 2 1 9 12: 36 7 UMFA 12 1 0 11 7: 57 3 Úrslitakeppni 4. deildar Síðari leikir í 8 liða úrsiitum: Haukar - Léttir................. 0:1 ■ Léttir vann samanlagt 4:2 Bolungarvík - Víkingur Ó..........3:0 Stefán Arnalds 2 (bæði úr vítaspyrnum), Pétur Jónsson. ■ Bolungarvík vann samanlagt 4:3 UMFN-KVA..........................1:3 ■ KVA vann samanlagt 8:2 Sindri-KS.........................6:1 ■ Að loknum venjulegum leiktíma var stað- an 3:0 fyrir Sindra en þar sem KS sigraði í fyrri leiknum með sömu markatölu varð að framlengja leikinn til að fá fram úrslit og þar voru heimamenn sterkari. Þeir kom- ust þvi áfram samanlagt 6:4. Vináttulandsleikur Beichatow, Póilandi: Pólland - Kýpur...................2:2 Krzysztof Warzycha (46.), Marcin Mieciel (57.) - Klimis Alexandrou (75.), Kostas Malekos (80.). 3.000. Þýskaland Leikir í gærkvöldi: Dortmund - Freiburg...............3:1 (Riedle 8., Heinrich 29., Tretscliok 77.) - (Decheiver 51., vítasp.). 48.800. Hamburg - Stuttgart...............0:4 - (Balakov 29.,, Bobic 47.,60., Hagner 85.). 31.139. Werder Bremen - Gladbaeh...........1:0 (Schulz 31.). 24.800. Schalke - Bochum..................1:1 (Thon 2.) - (Donkow 86.).33.230. Staðan: Stuttgart Dortmund 3 4 3 3 0 0 0 1 10: 1 12: 6 9 9 Köln 3 3 0 0 7: 1 9 Bayern Miinchen 3 2 1 0 7: 2 7 Leverkusen 3 2 0 1 7: 4 6 Bochum 4 1 3 0 4: 3 6 Hamburg 4 2 0 2 7: 7 6 Karlsruhe 2 1 1 0 5: 3 4 St. Pauli 3 1 1 1 7: 7 4 WerderBremen 4 1 1 2 5: 6 4 1860 Miinchen 3 1 0 2 3: 5 3 Schalke 4 0 3 1 5: 9 3 Dusseldorf 3 1 0 2 1: 7 3 Freiburg 4 1 0 3 6:13 3 Hansa Rostock 3 0 2 1 3: 4 2 Bielefeld 3 0 2 1 2: 3 2 Gladbach 4 0 2 2 1: 4 2 Duisburg 3 0 0 3 1: 8 0 Frakkland Auxerre - Marseille 0:0 20.000. Holland Fortuna Sittard - Heerenveen, 2:4 (Jeffrey 7., Roest 33.) - (Korneev 15., Hansma 24., Wouden 70., 90.). England 1. deild: Crystal Palace - WBA................0:0 Ipswich - Grimsby...................1:1 Oxford - Norwich.................0:1 Portsmouth - Southend............1:0 Tranmere - Port Vale.............2:0 Körfuknattleikur Reykjanesmótið Keflavik - Grindavík...........86:95 Tennis Opna bandaríska meistaramótið Einliðaleikur karla, 1. umferð: Helstu úrslit í gær: 1- Pete Sampras (Bandar.) vann Jimy Szy- manski (Venezuela) 6-2 6-2 6-1 Petr Korda (Tékkl.) vann David Caldwell (Bandar.) 6-3 3-6 6-3 7-5 13-Thomas Enqvist (Svíþjóð) vann Step- hane Simian (Frakkl.) 6-3 6-1 6-4 Bohdan Ulihrach (Tékkl.) vann 14-Alberto Costa (Spáni) 2-6 6-4 7-6 (7-2) 3-6 6-1 Stefan Edberg (Svíþjóð) vann 5-Richard Krajicek (Hollandi) 6- 3 6-3 6-3 10-Marcelo Rios (Chile) vann Andrei Pavel (Rúmeniu) 4-6 6-1 6-4 6-2 3-Thomas Muster (Austurnki) vann Javier Frana (Argentínu) 6-1 7-6 (7-2) 6-2 Andrei Olhovskiy (Rússl.) vann Pat Cash (Ástralíu) 6-4 6-3 6-2 Jacob Hlasek (Sviss) vann Nicklas Kulti (Svíþjóð) 6-3 6-4 4-6 6-4 Einliðaleikur kvenna, 1. umferð: Helstu úrslit í gær: 8-Lindsay Davenport (Bandar.) vann Adr- iana Serra-Zanetti (Ítalíu) 6 -2 6-1 3-Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) vann Laxmi Poruri (Bandar.) 6-2 6-1 17-Karina Habsudova (Slóvakíu) vann Radka Bobkova (Tékkl. ) 6-4 6-1 2- Monica Seles (Bandar.) vann Anne Miller (Bandar.) 6-0 6-1 Judith Wiesner (Austria) vann 5-Iva Majoli (Króatíu) 2-6 6-3 6-1 7-Jana Novotna (Tékkl.) vann Francesca Lubiani (Ítalíu) 6-1 7-5 Íshokkí Heimsbikarmótið Evrópuriðill: Svíþjóð - Þýskaland...............6:1 Nicklas Lidstrom (32,09), Mikael Nylander (36,40), Mats Sundin (43,24), Ulf Dahlen (43,51), Niklas Sundstrom (45,24), Johan Garpeníov (50,05) - Mark MacKay (56,00) 13,521 Finnland - Tékkland...............7:3 Ville Peltonen (10.), Juha Ylonen (10.), Teemu Selanne (11.), Jyrki Lumme (13., 51.), Janne Ojanen (23.), Christian Ruuttu (45.). - Radek Bonk (7.), Robert Reichel (33.), Jiri Dopita (57.) Staðan: Svíþjóð................1 1 0 0 6:1 2 Finnland...............1 1 0 0 7:3 2 Tékkland................1 0 0 1 3:7 0 Þýskaland..............1 0 0 1 1:6 0 LEK mót á Hvaleyrarvelli Öldungamót á vegum LEK fer fram á Hval- eyrarvelli laugardaginn 31. ágúst. Keppt er í flokkum karla 50-54 ára, 55 ára og eldri og 70 ára og eldri. Einnig í flokki kvenna 50 ára og eldri, A flokkur 0-20 í forgjöf - B flokkur 21-36 í forgjöf. Skráning í síma 555 3360. Vítaspyrna í fyrra SAGT var í blaðinu í gær að næsta vítaspyrna sem dæmd hefði verið í úrslitaleik bikarkeppninnar á undan þeirri sem Akurnesingar fengu á sunnudag, hefði verið í leiknum 1981. Þetta er ekki rétt því eins og margir muna fengu KR-ingar víti í úrslitaleiknum í fyrra. Spyrna Mihajlos Bibercics var þá hins veg- ar varin og staðreyndin um víta- spyrnuna frá 1981, og það sem átti að standa í blaðinu í gær, var að það er síðasta vítaspyrnan sem skorað er úr í úrslitaleik, þar til á sunnudag. SUND Kópavogssundið - sund fyrir almenning Gylfi dæmir HM ieik ÞAÐ er skammt stórra högga á milli lyá Gylfa Orrasyni knattspyrnudómara. í fyrra- dag var hanu settur á leik hjá MyPa 47 frá Finnlandi og Liverpool og í gær fékk hann tilkynningu frá Knattspyrnu- sambandi Evrópu þar sem honum var tilkynnt að hann hefði verið settur dómari á leik Finna og Sviss í undan- keppni HM í 3. riðli í Finn- landi þann 6. október, tæpum mánuði eftir Evrópubikar- leikinn. Kópavogssundið 1996, sundkeppni fyrir almenning, fer fram i þriðja sinn sunnudaginn 8. september nk. í Sundlaug Kópavogs. Kópavogssundið var fyrst hald- ið í byijun september 1994 og tóku þá 440 manns þátt í sundinu. í fyrra voru þátttak- endur 650 á aldrinum 5 til 83 ára. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að þátttakendur skrá sig í Kópavogssundið og fá í hendur talningakort, en talið verð- ur fyrir alla þátttakendur. Hver þátttak- andi ákveður sjálfur hve langa vegalengd hann syndir. Engar tímatakmarkanir eru settar keppendum, aðrar en tímamörk keppninnar, en hún stendur frá kl. 7 til 22. Keppendur fá verðlaun í samræmi við þá vegalengd sem þeir synda, sem hér segir. Fyrir 500 m sund er veittur brons verð- launapeningur, fyrir 1000 m sund er veitt- ur silfur verðlaunapeningur og fyrir 1500 m sund er veittur gull verðlaunapeningur. Allir þátttakendur fá skjal til staðfest- ingar þátttöku í keppninni, þar sem fram koma upplýsingar um þá vegalengd sem viðkomandi syndir, T-bol með merki keppn- innar og Sparisjóðs Kópavogs, Gatorade íþróttadrykk frá Sól og Ultra Swim sjampó frá Swim Shop. Þátttökugjald er kr. 700 fyrir fullorðna (fæddir 1980 og fyrr), kr. 500, fyrir ellilíf- eyrisþega, en kr. 300 fyrir börn (fædd 1981 og síðar). Innifalið í þátttökugjaldinu er aðgangur að sundlauginni. Skráning í Kópavogssundið 1996 erí afgreiðslu Sund- laugar Kópavogs og í síma 564 2560. OPNA Mustad MÓTIÐ verður haldið í Urriðavatnsdölum 1. september n.k. Leiknar veröa 18 holur - glæsileg verölaun veröa veitt fyrir þrjú efstu sætin með og án forgjafar - aukaverðlaun fyrir lengsta teighögg á 3ju braut og næst holu á 4/13 & 6/15 Ræst verður út frá kl. 8-10 og 13-15. Skráning fer fram í golfskála Oddfellowa sem opinn er frá 10-22 alla daga í síma 565 9092. Vinsamlegast athugið - verðlauna- afhending fer fram í mótslok - ef aukaverðlaunahafi er ekki á staðnum, ganga verðlaun til næsta keppanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.