Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 1
JHorgutiIifaMto D 1996 MIÐVIKUDAGUR 28. AGUST BLAD KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Kristinn Nýr þjálfari og útlendingur til Tindastóls UNGVERJINN Agoston Nagy hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Tindastóls í körfuknatt- Íeik í stað Páls Kolbeinssonar. Þá hefur félagið einnig fengið annan erlendan leikmann til liðs við sig. Sá er Joseph Ogoms og á að taka stöðu Hin- ríks Gunnarssonar sem gekk í vor til liðs við KR. Þá verður Torrey John með Tindastóli þríðja vet- urinn í röð. Ogoms hefur undanfarin ár verið atvinnumaður í Englandi en átti sæti í kanadíska landsliðinu fyrir nokkrum árum. Nagy þjálfari er 28 ára gamall. „Mér líst vel á það sem hann er að gera,“ sagði Páll Kolbeinsson í samtali við Morgunblaðið en hann ætlar að einbeita sér að þjálfun yngri flokka og vildi ekkert segja hvort hann ætlaði að vera með í baráttunni í úrvalsdeildinni. Auk Hinriks hefur Pétur Guðmundsson yfirgef- ið Sauðkrækinga og gengið á ný til liðs við Grinda- vík og Atli Björn Þorbjörnsson hefur gengið ÍR- ingum á hönd. Logi „njósnar" í Búdapest LOGI Ólafsson, landsliðsþjálfarí, verður meðal áhorfenda að leik Rúmena og Litháen í undan- keppni HM sem fram fer i Búdapest á laugardag- inn. Hann heldur síðan til London strax eftir leik og sér Bolton leika gegn QPR á sunnudag. f s- lenska liðið er í riðli með Litháen, Rúmenum, írum, Lichtenstein og Makedóníu. íslendingar leika þijá leiki i haust, gegn Litháen á útivelli 5. október, Rúmenum á Laugardalsvelli 10. októ- ber og á móti frum í Dublin 10. nóvember. Landsliðið með Fokkertil Litháen LANDSLIÐIÐ í knattspjxnu flýgur út með Fokk- er flugvél Flugleiða í HM-leikinn gegn Litháen laugardaginn 5. október. Eggert Magnússon, for- maður KSÍ, sagði að þetta væri þægilegasti ferða- mátinn til Litháen. „ Við förum út tveimur dögum fyrir leik (3. október) og komum heim strax eftir leik. Við eigum síðan að Ieika á móti Rúmenum á Laugardalsvelli 10. október og því mikilvægt að nota tímann vel með liðinu á milli leikjanna." Islenska landsliðið mætir silfurliði Tékklands í vináttulandsleik í næstu viku Erfitt en kærkomið próf Fimmtíu í leikbann Á fundi Aganefndar KSÍ i gær voru fimmtíu knattspyrnu- menn allt frá 3. flokki upp í meistarflokk karla og kvenna úrskurðaðir í leikbann. Þar af voru sex leikmenn ur 1. og 2. deild karla. Það eru þeir Rágn- ar Steinarsson, Keflayík, Kristófer Ómarsson, ÍR, Logi Unnarson Jónsson, KA, Hauk- ur Gunnarsson og Róbert Arn- þórsson liðsmenn Leiknis og Borgnesingurinn Garðar Már Newman. Leikbannið tekur gildi á föstudag. Ball hættur ALAN Ball er hættur sem knattspyrnustjóri hjá enska liðinu Manchester City, en hann tók við liðinu i júlí í fyrra. City féll niður í 1. deild í vor og hefur byijað illa á nýhöfnu keppnistimabili. Árangur liðsins undir stjóm Balls er ekki góður, 13 sigrar hafa unnist, 14 sinnum hefur liðið gert jafntefli og tapað 22 leikjum. Þess má einnig geta að í gær hætti Jimmy Thomson sem þjálfari Raith Rovers í Skotlandi. LOGI Ólafsson, landsliðsþjálf- ari, valdi í gær 16-manna hóp fyrir vináttulandsleikinn gegn silfurliði Evrópumótsins í sum- ar, Tékkum, í Jablonec íTékk- landi í næstu viku. Hann gerði tvær breytingar á liðinu frá þvi í síðasta leik, gegn Möltu á Laugardalsvelli fyrr í þessum mánuði. Þórður Guðjónsson, Bochum og Guðni Bergsson, Bolton, koma inn íhópinn fyrir Arnór Guðjohnsen og Hlyn Birgisson, sem leika með Örebro. Leikurinn er hugsaður sem lokaundirbúningur ís- lenska liðsins fyrir HM leikina íhaust gegn Litháen, Rúmen- um og írum. Logi sagði það mikla virðingu við íslenska knattspyrnu að fá leik gegn Tékkum, sem léku sem kunn- ugt er til úrslita um Evrópumeist- aratitilinn í Englandi við Þjóðveija í sumar. „Tékkar eru með frábært lið og ég reikna með að þeir tjaldi því besta sem þeir eiga því þeir eru að undirbúa lið sitt fyrir undan- keppni HM eins og við. Leikurinn verður erfiður fyrir okkur en jafn- framt kærkomið próf fyrir átökin í haust. Það mun reyna mikið á varn- arleikinn í Tékklandi," sagði lands- liðsþjálfarinn. Um íslenska landsliðshópinn sagði Logi: „Ég ákvað í samráði við Arnór Guðjohnsen og þjálfara hans að gefa honum frí í þessum leik til að hann fengi að hlaða raf- hlöðurnar því mikið álag hefur ver- ið á honum í sumar. Hann er farinn að eldast og þarf því smá hvíld. Hlynur Birgisson er meiddur í nára og verður því ekki með. Örebro á að leika í deildinni sama dag og landsleikurinn fer fram og því lagði Dalquist þjálfari Örebro áherslu á að halda Islendingunum, en ég gaf Sigurð Jónsson ekki eftir.“ Logi sagði að þessi hópur væri ekki endanlegur fyrir HM-leikina í haust þótt hann gerði ekki ráð fyr- ir miklum breytingum. Leikmenn eins og Guðmundur Benediktsson, Arnar Grétarsson og Ágúst Gylfa- son væru einnig inn í myndinni. Eins væru Arnar Gunnlaugsson og Eiður Smári Guðjohnsen báðir farn- ir að æfa með félagsliðum sínum eftir meiðsl. Nú hefur Guðni Bergsson ekkert leikið með Bolton vegna meiðsla, Landsliðið LOGI Ólafsson, landsliðsþjálf- ari, valdi í gær 16 leikmenn til þátttöku í vináttulandsleikn- um gegn Tékkum í næstu viku. Þeir eru (Landsleikir í sviga): Markverðir: Birkir Kristinsson, Brann (44) Kristján Finnbogason, KR (10) Aðrir leikmenn: Guðni Bergsson, Bolton (68) Ólafur Þórðarson, lA (68) Rúnar Kristinsson, Örgryte (54) Sigurður Jónsson, Örebro (44) Eyjólfur Sverrisson, Hertha (31) Bjarki Gunnlaugsson, Mannheim (19) Ólafur Adolfsson, ÍA (16) Helgi Sigurðsson, TB Berlín (9) Þórður Guðjónsson, Boehum (8) Lárus Orri Sigurðsson, Stoke (6) Einar Þór Daníelsson, KR (4) Ríkharður Daðason, KR (4) Hermann Hreiðarsson, ÍBV (2) Heimir Guðjónsson, KR (1) erhann orðinn leikfær með landslið- inu? „Ég hef verið í sambandi við Guðna og hann segist vera tilbúinn í slaginn. Hann vildi ekki spila með Bolton fyrr en hann væri orðinn góður af meiðslunum og það er hann nú. Ég legg mikla áherslu á að fá fyrirliðann til Tékklands því þar verður lokaundirbúningur liðs- ins fyrir haustleikina. Hann leikur með Bolton gegn QPR á sunnudag- inn,“ sagði Logi sem mun fylgjast með leiknum. Heimir Guðjónsson úr KR lék fyrsta landsleik sinn á móti Möltu fyrr í þessum mánuði og hann er enn í hópnum. „Heimir stóð sig vel í leiknum á móti Möltu og því er rétt að gefa honum annað tæki- færi, í öllu erfiðari leik,“ sagði Logi. Landsliðið heldur til Tékklands á mánudag og fer leikurinn fram á Strelnice-leikvanginum í Jablonec, sem er um 100 km frá Prag, á miðvikudag. Tékkar mun endur- gjalda heimsóknina með því að leika hér á landi næsta sumar — á 50 ára afmælisári KSÍ. AKSTURSÍÞRÓTTIR: METÞÁTTTAKA í ALÞJÓDARALLINU / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.