Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 4
|K*¥gnttt>lAMfe
RALLAKSTUR
Metþátttaka í alþjóðarallinu
Alþjóðarallið fer fram dagana
7.-9. september og hafa
fleiri bílar aldrei verið skráðir til
keppni. Þegar eru 36 bílar skráð-
ir og nokkrir aðrir líklegir til að
skrá sig á síðasta fresti. Tíu er-
lendar áhafnir verða í keppninni,
þ.á m. fyrrum Subaru verksmiðj-
urallbíll, þrír sögufrægir bílar frá
Bretlandi og fimm heijeppar frá
breska hernum.
íslenskir jeppaáhugamenn
hyggjast mæta þeim erlendu.
Ævar Hjartarson hefur skráð
nýjan Hummer jeppa til keppni
og möguleiki er að annar slíkur
verði í keppninni, þá leigður út
af Hummer umboðinu til Magnús-
ar Bergssonar, meistara í Norð-
dekk flokknum í fyrra. Sighvatur
Sigurðsson ók í fyrra Land Rover
og mætir nú á öflugum Willys sem
og gamli rallkappinn Hjörleifur
Hilmarsson. Einn öflugasti bíll
rallsins verður Subaru Nils Petter
Gill frá Noregi sem var í höndum
verksmiðju rallliðsins áður fyrr.
KNATTSPYRNA
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Öflugt samstarf í alþjóðaralli
Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur, Póstur og sími, Skeljung-
ur og Hekla undirrituðu í gær samstarfssamning vegna al-
þjóðarallsins sem fer fram um aðra helgi. Metþátttaka er í
keppninni og 10 erlendar áhafnir eru skráðar til keppni. Hér
undirrita Tryggvi M. Þórðarson, fyrir hönd BÍKR, og Guðjón
Jónsson frá Pósti og síma og Gísli Vagn Jónsson frá Hekiu
og Friðrik Þ. Stefánsson frá Skeljungi, samstarfssamninginn.
Núverandi heimsmeistari Skotinn
Colin McRae ók bílnum og hann
er með tæplega 300 hestafla vél.
Annar 300 hestafla bíll verður í
höndum Guðbergs Guðbergssonar
nýkrýnds íslandsmeistara í bíl-
krossi. Hann ekur nýsmíðuðum
Porsche, sem hefur verið byggður
frá grunni síðustu vikur sem rall-
bíll,
Islandsmeistararnir í rallakstri,
Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson
mæta á Mazda fjórhjóladrifsbíl
sínum, einnig mætir að nýju
Steingrímur Ingason með Jóhann-
es Jóhannesson sér við hlið á Niss-
an og gamalkunnur rallökumaður
og fyrrum meistari, Halldór Úlf-
arsson keppir á sex cylindra Toy-
ota Celica. Ellefu keppendur eru
skráðir í flokk Norðdekk bíla sem
er fyrir ódýra keppnisbíla og þar
er slegist um meistaratitil. Alþjóð-
arallið hefst á föstudeginum 7.
september kl. 15 við Perluna og
lýkur á sama tíma á sunnudeg-
inum við Austurvöll.
58:3
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ÍSLANDSMEISTARAR Breiðabliks hafa fagnað 58 mörkum í tólf deildarleikjum sumarsins og
aðeins fengið á sig þrjú, en það gefur góða hugmynd um yfirburði liðsins í sumar.
Kristrún með fému
Stúlkurnar úr Aftureldingu riðu
ekki feitum hesti frá leiknum
í Kópavogsdal í gærkvöldi þegar
þær mættu nýbök-
uðum íslandsmeist-
urum úr Breiðabliki,
en skemmst er frá
því að segja að
nýbökuðu hreinlega
bökuðu gestina og sigruðu, 10:0, í
sannkölluðum leik kattarins að
músinni.
Stojanka Nikolic skoraði fyrsta
mark leiksins eftir rúmar tíu mínút-
ur. Hún var aftur á ferðinni á 20.
Edwin
Rögnvaldsson
skrifar
meistararnir
mínútu þegar hún bætti við öðru
marki, en Margrét Ólafsdóttir lét
ekki sitt eftir liggja og bætti þriðja
markinu við fimm mínútum síðar.
Eftir hálftíma leik skoraði Erla
Hendriksdóttir fyrsta mark sitt í
leiknum með undarlegum hætti, en
hornspyrna hennar rataði beint í
mark gestanna.
Ekki leið á löngu þar til Kristrún
L. Daðadóttir opnaði markareikn-
ing sinn í leiknum, en sá reikningur
átti eftir að þroskast og dafna enn
frekar. Blikar létu ekki þar við sitja
heldur bættu þær tveimur mörkum
við fyrir leikhlé, en þau komu frá
þeim Erlu og Kristrúnu, sem báðar
höfðu skorað skömmu áður.
Heldur dró af Blikastúlkum í
upphafi síðari hálfleiks. Það kom
þó ekki í veg fyrir að þær bættu
enn einu markinu við, en þar var
Helga Ósk Hannesdóttir að verki.
Þætti Kristrúnar Daðadóttur var
alls ekki lokið og bætti hún tveimur
mörkum við áður en yfir lauk og
fullkomnaði því fernuna.
■ Úrslit / D3
■ Staðan / D3
Eiður Smári
æfði með
aðalliði
PSV
Eiður Smári
Það lítur vel út með bata og allt
er samkvæmt áætlun. í gær
æfði ég létt með aðalliðinu og þar tók
ég þátt í reitaknattspyrnu," sagði
Eiður Smári
Guðjohnsen leik-
maður hjá PSV
Eindhoven í Hol-
landi. Hann ökkla-
brotnaði sem
kunnugt er í lands-
leik með 18 ára
landsliðinu gegn
Irum í byijun maí.
„Eg reikna með að
gangi allt jafnvel í
framhaldinu og
það hefur gert hingað til geti ég far-
ið að leika með PSV eftir tvo til þtjá
mánuði."
Eiður sagðist hafa byijað að æfa
11. júli er hann kom úr leyfi og hef-
ur frá þeim tíma verið hjá einkaþjálf-
ara og verður áfram. „Æfingarnar
hafa aðallega verið styrkjandi fyrir
ökklann og einnig fyrir kálfann sem
hefur rýmað mikið. En þetta tekur
allt sinn tíma og einnig er málmplata
í ökklanum sem ekki verður tekin
fyrr en um áramót.
Undanfarnir mánuðir hafa verið
erfíðir bæði líkamlega og, einkum þó,
andlega. Ég er orðinn hungraður að
negia í fótbolta en verð að bíða enn
um sinn.“
Eiður sagði ennfremur að hann
væri eini leikmaðurinn í PSV liðinu
sem væri meiddur. Liðið hefði byijað
vel og væri af mörgum spáð meistar-
atitlinum í vor. Meistarar undanfar-
inna ára, Ajax, hafa að sama skapi
byijað illa og virtust eiga í nokkrum
vanda nú vegna meiðsla margra leik-
manna. „Ég hef mikla trú á að okkur
takist að sigra."
Couto til
Barcelona
FERNANDO Couto, landteliðs-
maður Portúgala, hefur skrif-
að undir fjögurra ára samn-
ing við Barcelona. Couto, sem
er varnarmaður, hefur leikið
með Parma á Ítalíu og mun
nú fara til Spánar þar sem
hann spilar m.a. með félögum
sínum úr porúgalska landslið-
inu, Luis Figo og markverðin-
um Vitor Baia. Kaupverðið
er talið nema 218 milljónum
króna.
McGrath
ekki í liði íra
REYNDASTI landsliðsmaður
íra, varnarjaxlinn Paul
McGrath, var ekki í landsliðs-
hópi íra sem Mick McCarthy,
landsliðsþjálfari, tilkynnti í
gær, en Irar mæta Liechten-
stein i HM á laugardaginn.
Þetta er í fyrsta sinn í ellefu
ár sem McGrath er ekki val-
inn í landsliðið. „Hann hefur
ekkert leikið með Aston Villa
í haust og því gat ég ekki
valið hann, það hefði verið
möguleiki að taka hann í hóp-
inn hefði hann verið 24 ára
eða svo, en 36 ára gamlir
menn verða að vera í leikæf-
ingu til að komast í liðið,“
sagði McCarthy. Hann sagði
að þó svo McGrath væri ekki
i liðinu að þessu sinni væri
óliklegt að hann hefði Ieikið
sinn síðasta landsleik. írska
liðið er þannig skipað:
Alan Kelly, Shay Given, Denis
Irwin, Phil Babb, Jeff Kenna, Curtis
Fleming, Gary Breen, Ian Harte,
Kenny Cunningham, Steve Staunton,
Andy Townsend, Ray Houghton,
Gareth Farrelly, Alan McLoughlin,
Jason McAteer, Alan Moore, Keith
O’Neill, Tony Cascarino, Niall Quinn,
Ðavid Kelly.
GOLF
Birgir Leif-
ur og Ólöf
María efst
Birgir Leifur Hafþórsson, kylf-
ingur úr Leyni á Akranesi,
er efstur að stigum til landsliðs
þegar tvö stigamót eru eftir. Birg-
ir Leifur hefur 357 stig og á 28
stig á félaga sinn af Skaganum,
Kristinn G. Bjarnason, sem er
með 329 stig. Þriðji hjá körlunum
er Björgvin Sigurbergsson úr
Keili með 317 stig, Hjalti Pálma-
son úr GR er í fjórða sæti með
310 stig og Þorsteinn Hallgríms-
son úr GV er fimmti með 304 stig.
Hjá stúlkunum er Ólöf María
Jónsdóttir úr Keili efst með 275
stig og á hún 22 stig á Herborgu
Amarsdóttur úr GR, sem er með
253 stig. Þórdís Geirsdóttir úr
Keili er í þriðja sæti með 242 stig
og síðan kemur Ragnhildur Sig-
urðardóttir úr GR með 196 stig
og Karen Sævarsdóttir úr GS er
með 194 stig í fimmta sæti.
Tvö stigamót eru eftir. Það
fyrra verður um helgina á Akur-
eyri og síðan verður síðasta stiga-
mótið haldið í Grafarholtinu 14.
og 15. september.
Fimm ungmenni eru nú stödd
í Belgíu þar sem þau taka þátt í
Opna belgíska meistaramótinu í
golfi, fyrir kylfinga 21 árs og
yngri. Þetta eru þau Herborg
Arnarsdóttir úr GR, Ólöf María
Jónsdóttir úr Keili, Helgi Dan
Steinsson úr Leyni, Ómar Hall-
dórsson úr GA og Tryggvi Péturs-
son úr GR. Keppnin hefst í dag.